Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Verð að deila með ykkur góðu kökunni sem ég gerði fyrir laugardagskvöldið.  Hún sló bara í gegn hjá mér...hinir voru of uppteknir af Kaloríubombunni...  Svo tók ég reyndar afganginn með í vinnuna í gær og þar sló þessi kaka hressilega í gegn.  Svo þið verðið líka að fá að njóta Wink

Þetta er uppskrift af Café Sigrún.

Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis)
Gerir 1 köku

    Botninn:
  • 1 bolli möndlur (ég miða við 250 ml bolla)
  • 1,5 bolli cashewhnetur
  • 1,5 bolli döðlur. Láta liggja í sjóðandi heitu vatni í um 15 mínútur. Ekki henda vatninu eftir á, þið þurfið kannski að nota smávegis af vatninu í kökuna, ef hún er of þurr.
  • 1,5 kúfuð msk gott kakóduft.
  • 1/4 tsk heilsusalt
  • 1 banani, vel þroskaður

    Aðferð:
  • Blandið fyrst hneturnar vel í matvinnsluvél bætið svo salti og carobi saman við. Geymið í skál.
  • Blandið saman döðlur og banana þangað til vel maukað.
  • Blandið saman við innihaldið í skálinni (carobið, saltið og hneturnar).
  • Kælið í um klukkutíma.
  • Hellið kökunni á þann disk eða bakka sem bera á kökuna fram á og mótið kökuna með t.d. sleikju. Það má hafa hana ferkantaða, kringlótta (hjartalaga þess vegna!) en aðalatriðið er að hún verði ekki of þykk (fínt að hafa hana svona 2 cm. á hæð).

Ég setti svo súkkulaðið af gulrótarkökunni ofan á:

Súkkulaði

1 1/4 dl hreint kakó
3/4 dl kókosolía
1/2 dl agave
         vanilludropar

Allt sett í skál og hrært vel saman. Síðan er kreminu smurt yfir kökuna.

Bera kökuna fram með rjóma.  Algert nammilaði með góðum kaffibolla!!!

---

Set kannski inn uppskrift af Kaloríubombunni á eftir... 

 


Jæja...

...vona að þið hafið ekki saknað mín of mikið Tounge

Hafði alls ekki tíma fyrir blogg í gær.  Var að vinna til 16.10, brunaði þá upp í hús til að sjá hvernig gengi með þakið (tek myndir á morgun!!!), svo brunaði ég heim til að gera heita réttinn og súkkulaði á kökuna (þessi sykurlausu).  Svo að breyta smá...setja stóla inn í stofu, og moppa það sem var bakvið sófann.  Einar var reyndar kominn heim þegar þarna var komið við sögu og tók fullan þátt.  Svo var það bað og hárblástur...hysja sig í spjarir...og volla!!

Og svo komu gestir!!! 

Við áttum FRÁÁÁBÆRT kvöld.  Það var góð mæting, það var mikið hlegið og mikið spjallað.  Algerlega frábært fólk.  

Og ég hef sjaldan verið eins södd.  Því vá, þvílíkt góðu réttirnir sem allir komu með...og svo desert á eftir...og mikið kaffi drukkið.  

Hreinasta snilld.  Hlakka sannarlega til að hitta allt þetta frábæra fólk aftur.

Er að hlaða myndum inn hér

---

Það er búið að setja þak á húsið!!!  Spennó!!!  Á eftir að fara að skoða.  Gaman, gaman.

En núna ætlum við Einar að horfa á skemmtiþátt í félagsskap Jóns Ingva.  Það er fátt skemmtilegra en að horfa á skemmtiþætti með honum, hann hlær svo dátt og smitandi, þessi elska.  

Have a nice time, það ætla ég amk. að gera.


Partý on!!!

Partýið hjá Ólöfu Ósk byrjaði kl. 18.30 og stendur til 22.30...  Hún og Alexander standa fyrir náttfatapartýi...þau byrjuðu á einhverjum leik, svo komu þau fram og borðuðu hamborgara sem ég steikti fyrir þau...og ó mæ god...þvílíkar gaggandi hænur, öll 9!!!

Núna eru þau inni í herbergi...ætla að liggja í rúminu, á dýnu og vindsæng og glápa á einhverja mynd...og troða í sig snakki og nammi.

Sem sagt algert nice partýkvöld.  Þau eru yndisleg, öll sömul.  Og greinilega gott á milli allra, góður vinskapur.  Frábært.

Við hjónin ætlum svo að horfa á síðustu 2 þættina af 24 tímum...veit ekki hvaða seríu...en eitt er víst; Jack is back!!!  Sætur að vanda.

Svo er það vinna á morgun og svo partý hjá okkur fullorðna fólkinu annað kveld.  Nice weekend!!! 


Jamm og já

Ég spjallaði við Lilju sys. í morgun...í tæpan 1½ klukkutíma...í 3 sinn á viku...eða svo.  Við tökum svona tarnir annað slagið, svo líður lengra á milli símtala þess á milli.  En það er gott að eiga góða systir...systur.  Því ég er, eins og þið vitið þá á ég nokkrar slíkar Heart

Svo hringdi Elín sys. líka.  Langt síðan ég hef heyrt í henni og ég fann hvað ég er farin að sakna hennar.  

Talaði líka við Erlu sys. í gær.  

Vantar bara að heyra í Maríu Wink

Annars er ég búin að hringja mig inn veika fyrir kvöldvaktina.  Það var töluvert erfitt...en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki gamla fólkinu bjóðandi að hafa mig yfir sér...með æluna í hálsinum og jafnvel smita þau af þessum fj....!!  En ég geri ráð fyrir að vera orðin frísk á morgun, treysti á að ég hrista þetta af mér jafn fljótt og börnin gerðu!!

Er búin að liggja inni í rúmi og glápa á eina ameríska vellu...og prjóna...hvað annað?!!

Best að fara að telja hvað koma margir annað kvöld...þurfum víst að fá lánaða stóla...

Knús&kærleikur... 


Eins og drusla!!!

nýmjólkMér er illt og ég er slöpp...eins og drusla, gæti sofið út í eitt...!!

Skil ekki hvað er málið með mig. OK, ég er þó sennilega að verða búin að komast að því að ég þarf að prófa að taka út feitar mjólkurvörur...eins og ég gerði sumarið 1991 og lagaðist til muna í ristlinum. Undanfarið hef ég verið að fá ristilkrampa...og get hreinlega beintengt það við þegar ég hef fengið mér t.d. brauð með osti og/eða drukkið mikið kaffi...með nýmjólk...hverju öðru??!!!

En mér reynist þetta bara ekki eins auðvelt og þarna sumarið 1991.  Á þeim tíma drakk ég t.d. ekki kaffi, bara mjólk og gat án vankvæða skipt yfir í undanrennu.  Ég get hins vegar ekki hugsað mér að drekka undanrennu í kaffið (ojojoj) og hvað þá að hætta að drekka kaffi!!

Ég er fyrir nokkru síðan búin að kaupa mér soyamjólk...og ætla að prófa...um leið og ég þori!!  Frétti reyndar í gær að aðaldrykkurinn á kaffihúsum höfuðborgarinnar sé Soya Latte.  Svo ég kemst ísoyamjólk tískuna ef ég læt verða af þessu.

Hvað svo með brauð með osti?  Ok, ég borða það kannski ekki oft...en mér finnst soyaostur VONDUR!!!  Hef smakkað hann!!  

Meira um þetta síðar...núna ætla ég að lesa fyrir drengina mína.  Nýjustu bókina þeirra; "Víkingarnir koma". 


Steinrotaðist...

...fór sko á fætur með börnunum, kom stelpuskottinu af stað í samræmdu (meira um það á eftir...),zzzzzzzz skutlaði Jóhannesi í leikskólann, fór að æfa og svo heim...í sturtu...og lagðist svo aðeins fyrir...þetta var fyrir 2 tímum...

...og eins og sjá má á myndinni þá svaf ég meira að segja ullarsokkalaus...!!!

...sem gerist ekki oft...upplýsingar þessar eru ætlaðar ykkur til gagn og gamans Cool

Annars er ég í prjónagírnum, kláraði IA leistana á Jón Ingva í gær...og Einar langar SVO í svona líka...

Fór og keypti meira í garn áðan, áður en ég fór heim og sofnaði...

---

Heyrðu, ég sagði að það kæmi meira um samræmduprófin...  Ég veit ekki alveg hvað mér finnst, jú, eiginlega þykir mér þetta bull og vitleysa.  OK, ég get skilið samræmduprófin í 10. bekk, þau skera úr um hvort krakkar fari í hraðferð eða hægferð (var amk kallað það þegar ég var á þessum aldri...fyrir 21 ári síðan...!!).  En þessi samræmdupróf í 4. og 7. bekk...  Sko, hérna í skóla barnanna er t.d. verið með yfirlýsingar eins og; "Við pössum upp á að skapa enga pressu", "Þetta er ekki próf, bara könnun".  ENGIN pressa!!!

SAMT; eru þau látin vinna verkefni, gömul samræmd próf, í fleiri vikur fyrir þessar "kannanir"!!  

SAMT; er haldin hátíð í skólanum ef þau koma vel út!!!  Því að skólinn, og kennarinn, fá ekki fallega mynd á sig ef krakkarnir koma illa út...!!!

Mér þykir þetta DOBBEL MORALSK!!!

---

kennslukonan með prikiðMér finnst prófavesen á íslendingum, sennilega vegna þess að ég bjó svo lengi í Danmörku þar sem ekki er verið að stressa sig í að prófa börnin á þennan hátt.

Hins vegar er ég að vinna með einni sem bjó álíka lengi í Þýskalandi...og henni þykir of LÍTIÐ af prófum!!

Svona er þetta misjafnt.

En núna ætla ég að fá mér morgun/hádegismat...BRUNCH!!!  

 


Beiðni um aðstoð!

Ásdís bloggvinkona mín bað mig að hvetja ykkur öll til að skoða ÞETTA og skrifa undir!!!

---

Af mér er allt gott að frétta.  Reyndar fer illa í mig að vinna kvöldvakt-morgunvakt svo ég er gersamlega búin að vera eftir þessu stuttu skipti.  Ég er ekki sami jaxlinn og minn heittelskaði sem getur tekið t.d. 4 vaktir í röð með stuttum skiptum (vinna 8 tíma-sofa 8 tíma-vinna 8 tíma o.s.frv.).  

Ég var að vinna kvöldvakt í fyrrakvöld og morgunvakt í gær...og ég var gersamlega búin að vera þegar ég kom heim.  En gat ekki sest niður og slappað af því ég þurfti að taka til og snurfusa þar sem það var fólk að koma og skoða kl. 18.30...ég get sagt ykkur að það munaði litlu að ég hringdi grátandi í Einar...en lét mig hafa það og náði að gera fínt.  Ólöf Ósk var lasin svo þar var enga hjálp að fá - en hún er annars mjög dugleg að hjálpa, og í ofanálag þurfti ég að taka hennar herbergi líka...  

Allt náðist þetta og ég fór út á rúntinn með börnin meðan skoðað var.  Við fórum í Olís og fengum okkur pylsur í kvöldmatinn...nema Ólöf Ósk sem var með ælufötu með sér...fékk sér saltstangir og kók...sem hún varla bragðaði á!!  

---sæti minn á þakinu

Í dag er ég svo búin að vera uppi í húsi með mínum yndislega eiginmanni.  Hann að brasa í þakinu, negla spýtur...og ég naglhreinsaði það sem eftir var og tók svo skurk fyrir utan en þar var orðið hættulegt fyrir krakkana að vera sökum margra naglaspýtna...

(Fleiri myndir að hlaðast inn hérna.) 

---

Nú fer að styttast í heljarinnar geim hjá okkur.  Við erum búin að bjóða systkinum Einar og frændsystkinum í föðurættina hans - og mökum - í hitting á laugardaginn.  Þessir "krakkar" hafa alltaf haldið vel sambandinu, eða gerðu lengi vel.  Svo nú á að gera tilraun til að skapa hittings-reglu...spennandi að sjá hvort einhver vilji standa fyrir næsta hittingi og hvort af því verði... Það eru einhvernveginn allir svo bissý eitthvað, svo lítið verður úr svona löguðu.  Enda skipulögðum við þetta með löngum fyrirvara - amk. á íslenskan mælikvarða (erum dálítið dönsk...) - og sendum út skilaboð með 3 vikna fyrirvara...


Afmælisbörn dagsins

...eru tvö.Raggý

Ragnhildur frænka á afmæli í dag, degi á eftir sinni heittelskuðu.  Elsku Ragnhildur, innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn.  Efast ekki um að þú átt eftir að njóta dagsins vel.  Megi hamingjan halda áfram að blómstra í þér. 

Hitt afmælisbarnið er töluvert yngra, eða 4ra ára í dag.  Hún les ekki þetta blogg, af (amk.) tveimur ástæðum; hún er ekki læs enda ekki mjög gömul...og svo er hún dönsk.

Jóhannes og IdaÞetta er stúlkan sem yngri sonur minn talar um sem kærustuna sína eða stúlkuna sína.  Stúlkan sem hann ætlar að flytja til þegar hann verður 18 ára...sem sagt eftir tæp 14 ár...!!

Ida skvísa er sem sagt hitt afmælisbarnið.  


Kjúklingauppskrift frá Lilju sys.

Kjúklingabringur settar í eldfast mót,
krukka af grænu pestó
sett yfir,
þar yfir fetaostur úr krukku (ekki láta alla ólíuna fara með)
og loks ferskir tómatar sneiddir og látnir yfir. Ég mundi nota fullt af tómötum því það varð svo lítið úr þeim þegar þeir voru eldaðir.

Inn í ofn í ca 40 mín - ja, eða eins lengi og þér finnst þurfa að elda bringurnar. Ég er með salmonellufóbíu svo mér hættir til að elda kjúkling og lengi ;-).

Borðað með hrísgrjónum og salati. Þar sem það passar ekki að setja líka fetaost í salatið þá er til salatsósa sem heitir balsamik syrup sem er víst frábært að nota með. Rándýr flaska en endist víst von úr viti. Því miður fékkst sósan ekki í búðinni hér þegar ég ætlaði að kaupa mér hana.

Já, og svo finnst mér möst að vera búin að rista sólblómafræ, graskersfræ og furuhnetur (gusa svo smá sojasósu út á það áður en það er tekið af pönnunni) til að nota með salatinu. Og svo eru þetta haft í skál á eldhúsborðinu sem nasl næstu daga (þ.e. kornin), eða eins lengi eins og þau endast.


Afmælisbarn dagsins...

...er Inga Hrönn. Inga

Elsku Inga mín, innilega til hamingju með afmælið.  Ég er nokkuð viss um að dagurinn verður góður hjá þér.  Megi sólin halda áfram að skína í lífi þínu um ókomna tíð, elskan mín.

Ég hitti Ingu fyrst fyrir rúmu ári síðan, eða á Neistaflugi 2006.  Inga er eiginkona Ragnhildar frænku minnar.  Mér finnst svo yndislegt að fylgjast með þessum tveimur yndislegu konum, þær eru góð fyrirmynd í lífinu.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband