Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
15.10.2007 | 10:19
Mánudagshugleiðingar Sigrúnar
Ég datt um þetta í morgun;
"Sagt er að "fear" sé skammstöfun á "False Evidence Appearing Real"" og þetta sagði mér svo mikið.
Tökum sem dæmi ótta minn frá síðast liðnum föstudegi, þegar ég var að drulla á mig yfir að vera að fara hitta KONUR!!! Þetta var mjög raunverulegt í hausnum á mér, en svo þegar ég mætti á staðinn þá komst ég fljótlega að því að þetta var einmitt bara "False Evidence Appearing Real" því auðvitað voru þessar konum ekki spor hættulegar.
Ég hef gruggað smá í þessum ótta mínum og komist að því að hann er gamall og á ekki við rök að styðjast. Held að ástæða þessa ótta sé að ég hafi, hér áður fyrr, upplifað konur sem samkeppnisaðila, ég hef upplifað að aðrar konur séu betri en ég, á meðan mér hefur liðið betur í hópi karlmanna þar sem ég hef verið kynvera.
Þetta er gamalt, og svona var lífið einu sinni. Svona er það ekki í dag. Þess vegna er engin ástæða til að burðast með þetta svo ég stefni á að henda þessum bresti út í hafsauga
"Learning to love yourself is the greatest love of all"!!!!
---
Af húsamálum er þetta að frétta í dag að Einar er uppfrá að rífa restina af stillösum niður (hann er í ofur-virknis-kasti, var sko á næturvakt í nótt...hann er duglegur þessi elska) og svo ætlar hann að byrja á þakinu á morgun!!! Mikið spennandi framundan. Gluggar og hurðir verður tilbúið um mánaðarmótin.
Ég og Jóhannes erum hins vegar heima að dúllast. Hann fékk að vera í fríi í dag, enda hélt ég að minn heittelskaði kæmi heim að sofa...annars hefði Jóhannes líklega farið í leikskólann svo ég gæti farið uppeftir að vinna með Einari. Við (ég og Einar) vorum sammála um það áðan að það væri hálf hættulegt fyrir Jóhannes að vera með uppfrá núna út af naglaspítum út um allt. Og Jóhannes situr ekki mikið kyrr, hann hoppar og skoppar um allt og gæti því verið í hættu þarna...
Ætli næst á dagskrá hjá mér sé ekki að taka til kringum húsið...
Núna ætla ég að smella mér í sturtu...svo ætla ég að hringja í Jónu (tengdó) og bjóða henni í kaffi. Síðan er vinna í kvella.
Ljós&kærleikur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 17:34
Fleiri myndir
hér má sjá hversu hátt er til lofts í öðrum enda hússins.
Annars eru líka fleiri myndir komnar inn á heimasíðu barnanna...og reyndar hérna líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2007 | 11:49
Húsið og fleira
Svo eru eitthvað aðeins fleiri myndir á heimasíðu barnanna...
Ég þarf að taka myndir inni í húsinu núna þegar búið er að rífa niður stillasana.
Ætla bara ekkert að hafa þetta lengri núna...skrifa kannski meira í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2007 | 10:13
Góðan dag!
Jæja, þá er laugardagur runninn upp. Verð að segja að mér finnst tíminn fljúga...október nýbyrjaður og samt er kominn 13.!!!
---
Í tilefni af þessari mynd ætla ég að segja ykkur mína reynslu.
Einu sinni fyrir löngu síðan (nánar tiltekið 12 árum síðan) þá fór ég í fýlu við mann mér mjög nákominn, og rauk út án þess að sættast eða kveðja hann.
Hvers vegna ég varð fúl man ég ekki.
Það sem ég hins vegar man vel var að daginn eftir var hringt í mig til að segja mér að þessi sami maður hefði fengið blóðtappa við hjartað, mjög stórann og mjög alvarlegt.
Mikið leið mér illa.
Sem betur fer komst þessi maður í gegnum þessi veikindi heill á húfi.
Þessi reynsla kenndi mér að fara aldrei ósátt burtu, kveðja alltaf þá sem mér þykir vænt um með og brosi á vör, og oftast kossi.
Ég hef reynt að koma þessu áfram til barnanna minna, útskýrt fyrir þeim hvers vegna þetta sé svo mikilvægt. Stundum s.l. vetur rauk dóttir mín út á morgnana hundfúl út í mig (tilheyrir væntanlega gelgjunni...) en undantekningarlaust kom hún tilbaka og sagði fyrirgefðu og kvaddi mig áður en hún fór. Fyrir það er ég þakklát.
Við vitum aldrei hvenær okkar tími, eða tími þeirra sem okkur þykir vænt um, rennur út.
Mér finnst reyndar ekki bara mikilvægt að vera sátt þegar ég kveð, ég geri mitt besta til að vera alltaf sátt við heiminn og fólkið í honum. Oftast tekst það, en auvðvitað get ég alveg misst mig í einhverja gremju og vitleysu...ég er nú einu sinni mannleg
---
Jæja, þetta var hugleiðing dagsins. Megi dagurinn verða góður hjá ykkur.
Ljós&kærleikur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.10.2007 | 00:46
Mig langar til að segja þér...
...eins heiðarlega og ég get...
...hvað það var FRÁBÆRT í kvöld!!! Ji minn hvað við hlógum svakalega mikið, mér var á tímabili illt bæði í kjálkunum og í maganum... Fórum í allsskonar skemmtilega leiki og ég tók þátt, fann mér ekki upp afsökun til að sleppa...og fannst svaka gaman! Þetta voru frábærar (eru reyndar enn) konur og við ætlum að stefna á hitting mánaðarlega, svo koma bara þær sem komast. Ótrúlegt að allar komist alltaf. En þetta var bara æði...ef þið hafið ekki náð því!!
Ég tók eftirrétt með mér sem slóg í gegn...það var þessi!!
Aðalrétturinn var kjúklingabringur kryddaðar með SeasonAll. Rjómi og piparostur brætt saman í potti og hellt yfir. Látið malla í ofni. Grjón, salat og gufusoðið grænmeti með. Hrykalega góður matur.
Snilldarkvöld og ég alife and kicking!!!
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2007 | 14:42
Helló aftur!!
Sjúklingurinn okkar vildi fá mig heim fljótt þarna áðan, svo ég naglhreinsaði bara fáar spítur og dreif mig svo heim. Sjúklingurinn er Jón Ingvi en hann var með smá hitavellu í gærkvöldi og ældi svo hressilega líka...meðan ég var í burtu...svo ég slapp við að skúra!
Reyndar er hann sprækur í dag og fer í skólann á morgun. Svo sprækur núna að honum HUNDleiðist!! Það er alltaf batamerki
Gleymdi að segja ykkur að ég er að fara að gera svakaskemmtilegt á föstudaginn...ja, annað kvöld! Vinkona mín hérna á Skaganum ætlar að halda konukvöld, er búin að bjóða nokkrum kerlum í mat...og svo verður SingStar eða eitthvað skemmtilegt. Svo ég er nú að stíga inn í ótta minn, því ég er alltaf hrædd í kvennahóp. Hefur alltaf liðið betur innan um marga karla en margar konur. Gömul minnimáttarkennd, brestur sem ég vil gjarnan sleppa tökunum á, svo þess vegna sagði ég JÁ TAKK! og bauðst til að búa til desert...sem er pínu eigingirni líka...þar sem ég borða ekki sykur
Að lokum langar mig að segja þetta;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2007 | 11:25
Örstutt héðan...
...fór í ræktina í morgun. Æði. Er núna að fara upp í hús að hjálpa mínum heittelskaða að rífa niður stillasana og naglhreinsa...það er að styttast í þakið!!
Skrapp í borgina í gærkvöldi, fór með vinkonu minni á fund. Frábært alveg. Nema þegar við vorum að verða komnar á áfangastað þá biluðu vinnukonurnar (rúðuþurrkurnar)...sem var ok því það var hætt að rigna...í bili. Heim keyrðum við eftir fundinn og allt í góðu...þar til við komum upp úr göngunum...en þá var byrjaði að rigna... Við komumst samt heim, keyrðum bara varlega...!
Jamm, lítið annað að segja...lofa að setja inn myndir um helgina...því þá er Einar að vinna svo ég fer ekkert að bögglast uppi í húsi!!
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2007 | 10:02
Afmælisbörnin "mín"
Lilja systir mín á afmæli í dag. 35 ára, þessi elska. Mér finnst skrítin tilhugsun að litla sys sé orðin 35!! Þó hún sé bara tæpum 2 árum yngri en ég
En elsku Lilja mín. Mínar bestu hamingjuóskir með daginn, elsku yndið mitt. Megi lán og lukka leika við þig um aldur og ævi.
Hitt afmælisbarnið er Sigþrúður. Mamma systkina minna og amma barnanna minna. Sigþrúður kom inn í líf mitt þegar ég var 5 ára, þegar hún fór að búa með pabba. Síðan þá hefur Sigþrúður verið stór hluti af lífi mínu og unnið sér stað í hjarta mínu. Ég á Sigþrúði margt gott að þakka, og er þakklát fyrir það allt.
Elsku Sigþrúður, innilegar hamingjuóskir með 55 ára afmælið þitt. Megi sólin skína á þig og í hjarta þínu í dag og alla ókomna daga.
Knús til ykkar beggja, fallegu afmælisstelpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.10.2007 | 20:54
Lofa...lofa...
...að taka myndir uppi í húsi á morgun og setja inn.
Ingvar kom í dag, hann og Einar voru að steypa restina. Svo nú er búið að steypa efri hluta veggjana og sperrurnar eru steyptar í. Svo á morgun getur Einar byrjað að rífa niður stillasana...og þá er sko stutt í þakið!!!
Allt að gerast!!
Annars lítið nýtt. Var að vinna í dag. Vinnan slítur í sundur tímann sem ég hef til að prjóna! En þannig verður það að vera...þar til ég fæ mér vinnu þar sem ég get setið og prjónað allan daginn...sem verður aldrei því ég ELSKA að hjúkkast!!
Núna ætla ég að hengja upp úr þvottavélinni...ganga frá eftir kvöldmatinn...og svo að KNÚSA elskuna mína
Túttilú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2007 | 18:43
Skemmtileg helgi liðin
...og annasöm.
Það er þannig að það er oft "allt" að gerast á sama tíma. Við fórum í bústað með paragrúppunni okkar í gær. Ætluðum eiginlega að stinga af á föstudaginn og vera tvær nætur...en það gekk ekki.
Ég þurfti að vera á fundi á Skaganum í gær...svo við lögðum af stað eftir hann. Sem var fínt því þá náði Jóhannes íþróttaskólanum áður en við rukum af stað.
Paragrúppuhittingurinn var hreinasta SNILLD! FRÁBÆR hópur þar á ferð. Við erum 5 pör sem hittumst 1. sunnudag í mánuði, borðum saman og eigum góða kvöldstund saman. Þetta er svo skemmtilegur hópur, við hlæjum mikið saman og eigum góðar stundir. Kvöldið...og fram á nótt...í gær var engin undantekning.
Svo urðum við að rjúka af stað aftur hálf 11 því það var annar fundur á Skaganum kl 13 sem við þurftum að mæta á...jamm, ótrúlega ómissandi fólk hér á ferð
Svo æddi Einar upp í hús (það á jú að steypa á morgun) og ég æddi heim til að skúra...skrúbba...bóna...(eða þannig)...því fasteignasalinn var með opið hús. Salan um daginn gekk til baka þar sem gaurinn fékk ekki greiðslumat svo við erum aftur on the market! Sem er aðallega leiðinlegt...leiðinlegt að vera alltaf að taka til og þrífa...en það góða er að það er þá gert!!!
Ég og krakkarnir fórum svo út að hjóla meðan fasteignasalinn sýndi íbúðina. Það komu einhverjir að skoða, einhverjum leist ekkert á þetta og hinir eiga eftir að selja sitt. En þetta hefst allt á endanum.
Jamm, held ég geti ekki logið meiru að ykkur í bili.
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar