Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 16:51
Enn eitt árið liðið
Mér er alltaf minnistætt eitt áramótaskaupið (Áslaug man örugglega ártalið...), þar var Siggi Sigurjóns "fréttamaður" og sagði þessi fleygu orð; "Um áramót er við hæfi að líta um öxl" og tók skemmtilega sveiflu og leit um öxl...svo sagði hann líka; "Það er ekki eftir neinu að bíða...en bíðum samt aðeins!". Mikið notaðar setningar.
Mér finnst gaman að líta um öxl um áramót, í ekki-bókstaflegri merkingu. Rifja upp það sem á daga mína og minna hefur drifið.
Árið byrjaði skemmtilega, föstudaginn 13. janúar fór ég í próf - svona týpískt danskt, munnlegt grúppupróf - ég var, eins og alltaf, hrædd um að falla en fékk 10. Ekki alltaf raunhæft sjálfsmat hjá mér. Þetta próf gerði að ég komst á 5. önnina og námið rúmlega hálfnað. Gaman að því.
Ég var búin að eignast góða vinkonu í Græsted, Tinna heitir hún. Í kringum áramótin síðustu komum við körlunum okkar saman líka og áttum saman góðar stundir alveg fram á síðasta dag í Danmörku. Síðustu nóttina í Baunaveldi gistum við hjá þeim hjónum. Tinna og Kim eiga 3 börn, Emil (ári yngri en Ólöf Ósk), Anton (ári eldri en Jón Ingvi) og Ida (jafngömul Jóhannesi). Þau og okkar börn urðu hinir mestu mátar. Og það er óhætt að segja að Jóhannes sakni Idu ennþá eins og Jón Ingvi saknar líka Antons. Stór sorg fyrir mig og Tinnu að búa ekki lengur eins nálægt hvor annari. Mikill söknuður. En við hittumst bráðum og þá verður kátt í kotinu.
Í febrúar datt ég í sykurinn eftir 1½ árs fráhald. Lá í sykursukki í nokkrar vikur. Náði svo nokkrum sykurlausum vikum, var sykurlaus um páskana en hrundi svo aftur í ´ða helgina eftir páska. Þeir sem þekkja mig vel, vita að hausinn á mér fer í klessu ef það er sykur í kerfinu og ég var í mikilli þráhyggju á þessum tímabilum. Dettur í hug þessi brandari:
"Rosalega er baðherbergið ykkar fínt," sagði Rósa frænka við Sigtrygg litla.
"Já, en passaðu þig bara á vigtinni þarna á gólfinu", sagði Sigtryggur.
"Afhverju þarf ég að gera það?"
"Ég veit ekki hvað hún gerir, en mamma öskrar alltaf þegar hún stígur á hana."
En í skrifuðum orðum er ég búin að vera sykurlaus frá 22. ágúst, og það er mikill léttir. Vona að ég fái að vera svona áfram.
Vorið kom, Einar fór í stórræði fyrir Jacob og Chrinstina, sem áttu húsið "okkar" í Græsted. Reif bílskúr, byggði annan, braut gat á vegg og gerði nýja útidyrahurð og múraði upp í gatið þar sem sú gamla hafði verið. Ég lærði eina stóra lexíu í þessu ferli; múrryk er ógeð, smýgur ALLSSTAÐAR inn!!
Hérna eru Jacob og Einar að brasa við nýja bílskúrinn.
Í maí fór ég í verknám á bráðamóttöku, átti góðan tíma þar og gekk vel í prófinu. Í þetta sinn hafði ég lært smá af reynslunni og notaði bæn og hugleiðslu til að ná niður prófkvíðanum mikla...sem virkaði svo vel að ég sofnaði sitjandi í sófa fyrir utan prófherbergið þar sem vorsólin skein glatt og yljaði. Yndislegt.
Júní fór í lestur, og tókst mér að ljúka 5. önninni vel. Kvaddi skólann, í bili, með trega, knúsaði marga og fékk þar af leiðandi mörg knús. I Love It!!
Seinna í júní fengum við góða gesti frá Íslandinu góða. Lilja systir kom með alla sína herramenn. Frábært að fá þau í heimsókn, síðasta heimsóknin þeirra til okkar til Danmerkur. Upplifðum ýmislegt skemmtilegt, m.a. fórum við í skóginn og grilluðum. Frábær upplifun.
Pabbi kom margar ferðir út til okkar, alltaf svo yndislegt að fá hann í heimsókn. Svo erum við svo heppin að hann er líka duglegur að heimsækja okkur á Skagann og endalaust boðinn og búinn til að skjótast og passa börnin. Hann er sko betri en enginn hann pabbi minn.
8. júlí, mitt í öllu kassapakkinu, með gáminn í bílastæðinu, héldum við kveðjupartý. Ég skellti í nokkrar skúffukökur, Einar verslaði aukakaffivél og svo var opið hús. Það komu rúmlega 70 manns að kveðja okkur. Stórkostlegur dagur í alla staði, og alveg hreint út sagt mönguð upplifun. Þreytt og sæl sátum við í sófanum um kvöldið og lásum upp 25 bls úr gestabókinni og hágrétum. Þvílík og önnur eins gjöf sem við höfum öðlast undanfarin 8 ár. Hugsið ykkur að eiga svona marga góða vini. Hvað er betra?
11. júlí fór gámurinn af stað til Íslands.
Við fórum og kvöddum í leikskólanum, þar féllu nokkur tár, bæði hjá starsfólki...og mér , blendnar tilfinningar. Svo gistum við sem sagt hjá Tinnu og Kim og áttum þar yndislegt kvöld. Sváfum með tvöfalda sæng og það var kósí, svo nú er tvöföld sæng á óskalistanum!!!
12. júlí 2006. Dagurinn sem við yfirgáfum Danmörku, eftir rúmlega 9 ára búsetu. Við tókum daginn snemma, fórum til Hillerød og sinntum ýmsum erindum þar.
Fórum í "frokost" hjá Pippi og Kåre. Svo fórum við til Køben, fórum með bílinn á haugana (og fengum 1500 dkr fyrir hann) og röltum um Fisketorvet. Mér leið eins og túrista.
Á Íslandi fengum við lánaða íbúðina hans pabba. Vorum þar í rúma viku. Unnum á fullu í íbúðinni okkar. Lögðum nýtt parket (eða sko Einar) og máluðum allt hátt og lágt.
Alvara lífsins tók við í lok ágúst. Ólöf Ósk og Jón Ingvi byrjuðu í skólanum, Jóhannes í leikskólanum. Allir stóðu sig vel. Við tók erfitt tímabil, sérstaklega hjá Jóni Ingva. Hann saknar ennþá vinanna í Danmörku. En er óðum að byggja upp nýjan vinahóp. Suma daga langar hann þó mest að flytja aftur til Danmerkur.
Ólöf Ósk byrjaði að æfa sund og æfir 5 daga í viku. Hún er ánægð, saknar Cille (heimsins bestu vinkonu) en msn, webcamera og skype hefur bjargað ýmsu. Ólöf Ósk er líka óðum að mynda nýjan vinahóp, og líður vel.
Jóhannes er alsæll í leikskólanum, þar sem "allir eru vinir". Hann á góða vini þar, en saknar enn Idu sinnar. Hann hlakkar mikið til að heimsækja hana í Danmörku.
Einar fór í álverið á Grundatanga. Var ekki viss um að það væri neitt fyrir sig, og gerði það meira fyrir mig að prófa. Honum líkar mjög vel og er yfir sig ánægður í vinnunni. Sem er frábært.
Ég byrjaði í verknámi á þvagfæraskurðlækningadeild í byrjun september og þóttist hafa fundið "mína deild". Frábær vinnustaður, skemmtilegt sérfag. EN...svo byrjaði ég á geðdeild á afmælisdaginn minn!! Fyrstu tvo dagana hugsaði ég; "Shit, á ég virkilega að vera hér í 10 VIKUR?!!!" En eftir það var ég seld!! Ég elska geðið. Fyrir þá sem lesa bloggið mitt reglulega ættu þessar upplýsingar ekki að koma á óvart!!!
Eins og er tekur yfirvofandi próf mikinn toll af mínum haus...en ég reyni eftir fremsta megni að notfæra mér áunna reynslu og leggja ótta minn yfir til ÆM. Gengur vel...þegar ég er tilbúin að sleppa tökunum...
Það hefur verið frábært að flytja heim aftur. Hitta fjölskyldu og vini. Vera nær fólkinu okkar. Hins vegar gekk ég í gegnum erfitt tímabil í haust þar sem ég saknaði vinanna í Danmörku mjög mikið. Þegar Jónas vinur okkar kom heim og hélt tónleika og ég hitti Áslaugu konuna hans á tónleikunum. Það var óvæntur hittingur, ég vissi ekki að Áslaug væri á landinu. Ég splundraðist þegar ég sá hana og tárin spýttust í allar áttir. Þá loksins komu allar tilfinningarnar og tárin sem komu ekki þegar við kvöddum í sumar.
Mamma kom til okkar í haust og við mægður náðum að eiga yndislegan tíma saman, alveg tvær einar. Það var ómetanlegt og færði okkur enn nær hvor annari. Það er ég svo rosalega þakklát fyrir og nýt þess virkilega í öllum okkar samskiptum.
Verst hvað elsku mamma og elsku stjúpi minn búa langt í burtu. En samt ekki eins langt og þegar við bjuggum í Dk!!!
Tengdamúttan mín hefur verið með opið hús og uppbúið rúm fyrir mig hvenær sem ég hef þurft á að halda í haust (vegna vinnu!!!). Eins og hún reyndar alltaf hefur haft, alveg frá okkar fyrstu kynnum. Ég er rík og þakklát og tel mig eiga bestu tengdamömmu í heimi!!!
Verslunarmannahelgin var haldin á Norðfirði, á Neistaflugi. Nema Einar, hann var heima að smíða og setja upp nýjar hurðir. Við hin áttum yndislega daga með stórfjölskyldunni á Nobbarafirði.
Þetta er árið 2006 hjá okkur, svona í grófum dráttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 20:44
afmælisbarn dagsins og fleira
Afmælisbarn dagsins er enginn annar er gullmolinn og systursonur minn hann Arnar Daði. Þriggja ára prins. Elsku Arnar, vona að þú hafir átt góðan dag og fengið fullt af skemmtilegum pökkum
Í morgun komu Rakel, Keld, Ásdís og Sophie í heimsókn. Gaman að því. Við fengum vöfflur, bakaðar í nýja vöfflujárninu - sagði ég ykkur í gær að það koma mega-stórar vöfflur úr járninu? Og náttúrlega góðar líka.
Það var eiginlega bara frábært að hitta Rakel, við gátum aldeilis bablað út í eitt, og Keld örugglega töluvert mikið að mygla...en svona er það bara stundum.
Jóhannes og Sophie náðu vel saman sem oft áður. Spjölluðu mikið saman. Ég spurði Sophie hvort Jóhannes talaði við hana á dönsku og hún svaraði mér, með hneykslun í röddinni; "JA!" Og Jóhannes sagði, "Auðvitað get ég það, mamma"!!! Gaman að því.
Svo var gestunum nánast hent á dyr kl að verða tvö því þá var á dagskrá næsti liður. Nefninlega fjölskyldujólaboð hjá Skuldarættinni (kennd við húsið Skuld sem stóð við Akratorg sem langafi Einars byggði...eða langalangafi...). Það var mjög gaman, reyndar þekktum við ekki alla sem þarna voru, enda ýmislegt breyst í fjölskyldunni síðan við vorum með síðast...8 ár síðan ég var síðast í jólaboði með þeim og 9 ár síðan Einar var með... Sum börnin voru ekki fædd þá og önnur voru börn en eru nú unglingar. Svo hafa sumir skilið og gift sig aftur og aðrir loksins gengið út. Já, eins og gengur og gerist í fjölskyldum. En gaman var þetta. Og hið fræga Báru-bingó tekið og Jóhannes vann tvisvar. Mjög ánægður með það, en bróðir hans minna ánægður. Svona gengur það.
Núna er að koma að háttatíma hjá tveimur yndislegum drengjum...svo er ég að spá í að gera það sama og ég gerði í gær...nefninlega að LÆRA!!! Ótrúlega dugleg stelpan!!!
Á morgun er svo ekta íslenskur gamlársdagur, með brennu og tilheyrandi. Vonum bara að veðrið verði gott svo brennunni verði ekki aflýst...en mér sýnist spáin bara vera nokkuð hagstæð. Vona að skyggni verði gott svo við getum séð alla monningana sem Reykvíkingar puðra upp í loftið
Að lokum ein orðsending til Jónu sætu í Herlev; Sakna þín líka og hlakka til að sjá þig í febrúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2006 | 18:50
Loksins...
...komu inn nýjar myndir. Þökk sé Elínu og Brynjari, sem áttu aukasnúru Svo nú getið þið skoðað myndir af okkur hér. Það eru myndir frá 11. nóv. til dagsins í fyrradag, byrjar á albúmi sem heitir nov-dec. Svo það er af nógu að taka, ef þið hafið góðan tíma...og áhuga
Svo er ég búin að setja myndir af jólasauminu öllu inn hérna ef ykkur langar að kíkja. Það var ýmislegt sem ég saumaði. Það eru aðallega húfur og vettlingar, úr flís og eitt vettlingapar úr lopa. Svo bjó ég reyndar líka til nokkrar scrapmyndir...en láðist að taka myndir af því.
Ég fékk góða heimsókn áðan. Guðrún kíkti, með 50% af börnunum sínum, þau tvö yngstu. Gaman að fá þau í heimsókn. Við fengum okkur vöfflur, bakaðar í nýja vöfflujárninu sem við fengum frá pabba í jólagjöf. Ekki neinar smá vöfflur sem koma úr því. Og þær voru náttúrlega snilldarlega góðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2006 | 11:42
Afmælisbarn dagsins...
...er engin önnur en elsku systa mín, hún Erla. Elsku Erla, til hamingju með daginn. Vona að hann verði góður. Heyri í þér á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 11:38
Þyrnirós
Ég var með stór plön í gærkvöldi að blogga um hvað hafi verið frábært hjá okkur í gær og fyrradag...en ég sofnaði með strákunum, vaknaði kl. að 22.45 og skreið fram, burstaði tennur og inn í rúm. Einar kom svo heim einhverju síðar og þá svaf ég vært...
...en, ég ætla þá bara að segja ykkur af þessum dögum núna!!
Við byrjuðum á að fara í Smáralindina, þar valdi Jón Ingvi sér playmo og var alsæll. Skipti einnig dvd mynd sem hann fékk í jólagjöf, svo þá höfðu þeir bræður nýja mynd til að horfa á, á leiðinni á Selfoss. Við komum svo reyndar við á einum stað til að ná í einhverja pappíra sem vantaði til að láta fylgja með umsókn um lóð. Svo það er komið og Einar fór og sótti um lóð í gær. Svo er bara að krossleggja fingur og tær...
Við brunuðum á Selfoss og lentum á bílastæðinu hjá Elínu. Það var æði að koma loks til hennar, sjá nýja, flotta húsið þeirra. Og auðvitað sitja í eldhúsinu og spjalla yfir góðum kaffibolla. Jóhannes var alsæll og vildi ekki fara með okkur og fékk að verða eftir og leika við Arnar Daða (sem er 3 ára á morgun).
Við hin fórum í partý með vinum Bill W. og skemmtum okkur konunglega. Þar voru vinir enn búsettir í Danmörku og aðrir sem eru fluttir heim. Alveg einstök ánægja að hitta þennan hóp. Mikið spjallað, mikið gaman, mikið grín . Það vorum við til kl 20 og þá datt Einari það snjallræði í hug að athuga hvort við fengjum ekki gistingu hjá Elínu og Brynjari.
Það var auðsótt mál og við skelltum okkur yfir til þeirra aftur...ég komin með væg fráhvarfseinkenni að hafa ekki haft Jóhannes með þessa 5 tíma...þegar við komum til þeirra þá var kappinn í baði. Ég fór og knúsaði hann og sagði honum að ég hefði saknað hans, og hann sagði mér með stóru brosi; "Ekki ég". Sem er frábært. Hann er orðinn stór og sjálfstæður dengur.
Við áttum yndislega kvöldstund hjá Elínu og Brynjari. Elskurnar mínar, ástarþakkir fyrir okkur. Þetta var frábært.
Við brunuðum svo heim að verða 10 í gærmorgun til að vera komin heim þegar gestirnir kæmu um hádegið. Og náðum því auðveldlega og var skúffukakan tilbúin og á leiðinni á borðið þegar Anders og Ásdís duttu inn úr dyrunum. Frábærir endurfundir.
Um kaffileitið duttu svo Einar, Lára og stelpurnar inn. Stórkostlegt líka.
Við áttum svo yndislega tíma saman í gær. Borðuðum dýrindis hangikjet með uppstúf og karftöflum. Drukkum líka mikið kaffi. Og höfðum bæði gagn og gaman af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 09:53
Nýr dagur
Jæja, þá er kominn nýr dagur, enn eina ferðina. Ólöf Ósk er farin til Danmerkur, Einar fylgdi henni í morgun. Hann mátti ekki fylgja henni inn, en var svo heppinn að hitta konu sem hann þekkir sem tók skvísuna upp á sína arma. Ætlaði meira að segja að aðstoða hana við að kaupa jólagjöf handa Cille. Svo þetta var bara frábært. Skrítin tilhugsun samt að hún sé farin og komi ekki fyrr en eftir viku. En við höfum svo sem prófað það áður og lifað það af hingað til...svo þetta verður fínt. Bara frábært að hún hafi fengið tækifæri til að heimsækja Cille.
Jólboðið í gær var mjög vel heppnað. Frábært að hitta allar þessar frænkur og alla þessa frændur. Ólöf Ósk sagði eftirá; "Mamma, ég vissi ekki að við ættum svona stóra fjölskyldu þín megin"!! Enda var hún ekki nema ársgömul þegar hún var síðast með í jólaboði með þessu fólki. Hún fattaði ekki að við vorum á ættarmóti með nákvæmlega sama fólkinu fyrir rúmu ári síðan
En þetta var bara mjög gaman. Og ég lét vita að ég hefði nú áhuga á að vera með í frænkuklúbbnum sem hefur verið starfræktur í ansi mörg ár. Ég fór nokkrum sinnum með ömmu þegar ég bjó hjá henni vorið 1990...og þá var klúbburinn ekki nýr af nálinni!!
En nú stendur til að fara í Smáralindina á eftir...þ.e.a.s. ef það er ekki pakkað út úr dyrum...skyldu útsölur byrja allsstaðar í dag? Við nennum nefninlega ekki að fara inn í einhverja geðveiki. Vorum bara að spá í að leyfa Jóni Ingva að kaupa sér playmo, hann á slatta pening og hefur mikinn áhuga á playmo...það litla sem þeir eiga getur hann leikið sér með tímunum saman. En ef það er geðveikt mikið af fólki þá förum við ekki inn!!!
Svo verður brunað á Selfoss. Ætlum að byrja á að heimsækja Elínu sys. Skoða húsið hennar, höfum ekki séð það enn...hún var ekki heima síðast þegar við vorum búin að boða komu okkar...vonum að hún svíkji okkur ekki aftur... híhí...
Svo á eftir ætlum við að heimsækja Sigga og Bryndísi...gott að geta slegið tvær flugur í einu höggi!!
Jæja, ætla að fá mér morgunmat...strákarnir eru að horfa á Íþróttaálfinn í tölvunni minni og Einar lagði sig...var þreyttur þar sem hann fór að sofa um hálf 1 og vaknaði 4 til að fara á völlinn!!! Hann er sko hetja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 12:17
Jólaboð og fleira
Við erum að fara að leggja í ´ann í jólaboð dagsins. Komum svo fyrst heim annað kvöld.
Ég ætla að taka tölvuna með og vonast til að ég komist í snúru til að flytja myndir af myndavélinni yfir í tölvuna...þar eru myndir frá 11/11...svo það verður nú gaman. M.a. er Jónas live, bæði á tónleikum að taka "Rangur maður" og hérna heima í stofu að taka sama lag. Gaman að því. Svo eru náttúrlega myndir úr afmæli okkar mæðgna og jólamyndirnar.
Farin, búin, bless...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2006 | 22:47
AAAAfslöppun
Já, önnur eins afslöppun hefur sjaldan sést. Jóhannes er búinn að skottast um og leika sér með bros á vör. Jón Ingvi lá inni í herbergi í hvorki meira né minna en 6 klukkustundir og horfði á "Jul i Valhal", horfði sem sagt á restina af seríunni í dag!! (Þetta er jóladagatal TV2 frá í fyrra.)
Við hjónakornin erum líka búin að liggja þokkalega í leti. Mér finnst þetta næstum því erfitt...fæ samviskubit yfir að vera ekki að gera eitthvað...t.d. að lesa en kom mér samt ekki í það.
Kl. 20.00 lágum við svo freðin yfir Krøniken á DR1. Þvílíkt mikil spenna. Tveir ALLRA síðustu þættirnir sendir, sá fyrri í kvöld og sá seinni á nýársdag. Mikið gaman...
En hvað finnst ykkur um þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.12.2006 | 16:00
Yndislegt kvöld
Aðfangadagskvöld liðið. Yndislegt kvöld. Mikil spenna í loftinu, sérstaklega hjá Jóni Ingva og Ólöfu Ósk. Jóhannes var bara svo hissa og glaður í hvert sinn sem hans nafn var lesið upp og sagði með einlægri undrun og gleði; "Handa mér?!". Yndislegt alveg.
Þegar búið var að opna alla pakkana, og það tók drjúga stund, amk 2 tíma, þá varð spennufall. Jón Ingvi sagði, "Núna get ég farið að leika mér", greinilega dauðfeginn. Það var ótrúlegt að upplifa muninn. Alger ró.
Kvöldið var yndislegt. Frábært að fá að hafa pabba, tengdó og ömmutengdó með okkur.
Núna er alger afslöppun (nema fyrir meltingafærin...endalaus vinna fyrir þau um jólin...). Pabbi farinn á Selfoss, og Ólöf Ósk fór með honum og ætlar að vera hjá Hörpu í nótt. Strákarnir mínir þrír í sitt hvoru herberginu með sitt hvora myndina að glápa á!! Gaman að því. Og hér sit ég og blogga og gæli við það hvort ég ætti kannski að taka upp eina skólaskræðu...veit að ef ég geri það þá verður friðurinn úti...
Á morgun er svo fyrsta jólaboðið á þessum jólum. Þar verður dansað kringum jólatréð og mér er sagt að jólasveinar muni mæta...en skyldi jólatréð dansa þar? Efast um það.
Veit ekki hvort ég næ að blogga alveg á næstunni, við förum að heiman um hádegi á morgun, gistum svo hjá tengdó, svo fer prinsessan á bænum til Dk snemma morguns 27/12. Þá æðum við á Selfoss, til Elínar og svo til Bryndísar og Sigga, svo fáum við slatta af fólki í mat 28/12. Gaman að því. Nóg að gera hjá okkur. En svo er líka frí 29/12...nema hjá Einari því hann fer að vinna, kvöldvakt. Svo morgunvakt 30. og svo jólaboð beint eftir vinnu...nóg að gera. Gamlárskvöld verður rólegheitakvöld...ég hef amk ekki frétt annað.
Verð að segja ykkur, rétt í þessu hringdi síminn hjá mér, og það var útlenskt númer...byrjaði á +44...ég náði ekki að hugsa hvað þetta gæti verið...en þá voru þetta Andy og Marylyn, vinir mínir sem ég kynntist í Englandi 1992!!! Við höfum verið í bréfasambandi síðan, og aðeins talað saman í síma einu sinni þennan tíma og það eru ca 12 ár síðan...eða 13!!! Vá, hvað ég varð hissa!!! Og glöð!! Ooohhh, ég vona að þau eigi eftir að heimsækja okkur, það væri svo gaman. Yndislegt fólk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar