Leita í fréttum mbl.is

Þyrnirós

Ég var með stór plön í gærkvöldi að blogga um hvað hafi verið frábært hjá okkur í gær og fyrradag...en ég sofnaði með strákunum, vaknaði kl. að 22.45 og skreið fram, burstaði tennur og inn í rúm.  Einar kom svo heim einhverju síðar og þá svaf ég vært...

...en, ég ætla þá bara að segja ykkur af þessum dögum núna!!

Við byrjuðum á að fara í Smáralindina, þar valdi Jón Ingvi sér playmo og var alsæll.  Skipti einnig dvd mynd sem hann fékk í jólagjöf, svo þá höfðu þeir bræður nýja mynd til að horfa á, á leiðinni á Selfoss.  Við komum svo reyndar við á einum stað til að ná í einhverja pappíra sem vantaði til að láta fylgja með umsókn um lóð.  Svo það er komið og Einar fór og sótti um lóð í gær.  Svo er bara að krossleggja fingur og tær...

Við brunuðum á Selfoss og lentum á bílastæðinu hjá Elínu.  Það var æði að koma loks til hennar, sjá nýja, flotta húsið þeirra.  Og auðvitað sitja í eldhúsinu og spjalla yfir góðum kaffibolla.  Jóhannes var alsæll og vildi ekki fara með okkur og fékk að verða eftir og leika við Arnar Daða (sem er 3 ára á morgun).  

Við hin fórum í partý með vinum Bill W. og skemmtum okkur konunglega.  Þar voru vinir enn búsettir í Danmörku og aðrir sem eru fluttir heim.  Alveg einstök ánægja að hitta þennan hóp.  Mikið spjallað, mikið gaman, mikið grín Grin.  Það vorum við til kl 20 og þá datt Einari það snjallræði í hug að athuga hvort við fengjum ekki gistingu hjá Elínu og Brynjari.

Það var auðsótt mál og við skelltum okkur yfir til þeirra aftur...ég komin með væg fráhvarfseinkenni að hafa ekki haft Jóhannes með þessa 5 tíma...þegar við komum til þeirra þá var kappinn í baði.  Ég fór og knúsaði hann og sagði honum að ég hefði saknað hans, og hann sagði mér með stóru brosi; "Ekki ég".  Sem er frábært.  Hann er orðinn stór og sjálfstæður dengur.  

Við áttum yndislega kvöldstund hjá Elínu og Brynjari.  Elskurnar mínar, ástarþakkir fyrir okkur.  Þetta var frábært.  

Við brunuðum svo heim að verða 10 í gærmorgun til að vera komin heim þegar gestirnir kæmu um hádegið.  Og náðum því auðveldlega og var skúffukakan tilbúin og á leiðinni á borðið þegar Anders og Ásdís duttu inn úr dyrunum.  Frábærir endurfundir. 
Um kaffileitið duttu svo Einar, Lára og stelpurnar inn.  Stórkostlegt líka. 

Við áttum svo yndislega tíma saman í gær.  Borðuðum dýrindis hangikjet með uppstúf og karftöflum.  Drukkum líka mikið kaffi.  Og höfðum bæði gagn og gaman af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband