Leita í fréttum mbl.is

Nýr dagur

Jæja, þá er kominn nýr dagur, enn eina ferðina.  Ólöf Ósk er farin til Danmerkur, Einar fylgdi henni í morgun.  Hann mátti ekki fylgja henni inn, en var svo heppinn að hitta konu sem hann þekkir sem tók skvísuna upp á sína arma.  Ætlaði meira að segja að aðstoða hana við að kaupa jólagjöf handa Cille.  Svo þetta var bara frábært.  Skrítin tilhugsun samt að hún sé farin og komi ekki fyrr en eftir viku.  En við höfum svo sem prófað það áður og lifað það af hingað til...svo þetta verður fínt.  Bara frábært að hún hafi fengið tækifæri til að heimsækja Cille.

Jólboðið í gær var mjög vel heppnað.  Frábært að hitta allar þessar frænkur og alla þessa frændur.  Ólöf Ósk sagði eftirá; "Mamma, ég vissi ekki að við ættum svona stóra fjölskyldu þín megin"!!  Enda var hún ekki nema ársgömul þegar hún var síðast með í jólaboði með þessu fólki.  Hún fattaði ekki að við vorum á ættarmóti með nákvæmlega sama fólkinu fyrir rúmu ári síðan Wink 
En þetta var bara mjög gaman.  Og ég lét vita að ég hefði nú áhuga á að vera með í frænkuklúbbnum sem hefur verið starfræktur í ansi mörg ár.  Ég fór nokkrum sinnum með ömmu þegar ég bjó hjá henni vorið 1990...og þá var klúbburinn ekki nýr af nálinni!! 

En nú stendur til að fara í Smáralindina á eftir...þ.e.a.s. ef það er ekki pakkað út úr dyrum...skyldu útsölur byrja allsstaðar í dag?  Við nennum nefninlega ekki að fara inn í einhverja geðveiki.  Vorum bara að spá í að leyfa Jóni Ingva að kaupa sér playmo, hann á slatta pening og hefur mikinn áhuga á playmo...það litla sem þeir eiga getur hann leikið sér með tímunum saman.  En ef það er geðveikt mikið af fólki þá förum við ekki inn!!! 

Svo verður brunað á Selfoss.  Ætlum að byrja á að heimsækja Elínu sys.  Skoða húsið hennar, höfum ekki séð það enn...hún var ekki heima síðast þegar við vorum búin að boða komu okkar...vonum að hún svíkji okkur ekki aftur...FootinMouth híhí...

Svo á eftir ætlum við að heimsækja Sigga og Bryndísi...gott að geta slegið tvær flugur í einu höggi!! 

Jæja, ætla að fá mér morgunmat...strákarnir eru að horfa á Íþróttaálfinn í tölvunni minni og Einar lagði sig...var þreyttur þar sem hann fór að sofa um hálf 1 og vaknaði 4 til að fara á völlinn!!!  Hann er sko hetja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband