Leita í fréttum mbl.is

Loksins...

...komu inn nýjar myndir.  Þökk sé Elínu og Brynjari, sem áttu aukasnúru Smile Svo nú getið þið skoðað myndir af okkur hér. Það eru myndir frá 11. nóv. til dagsins í fyrradag, byrjar á albúmi sem heitir nov-dec.  Svo það er af nógu að taka, ef þið hafið góðan tíma...og áhuga Wink

Svo er ég búin að setja myndir af jólasauminu öllu inn hérna ef ykkur langar að kíkja.  Það var ýmislegt sem ég saumaði.  Það eru aðallega húfur og vettlingar, úr flís og eitt vettlingapar úr lopa.  Svo bjó ég reyndar líka til nokkrar scrapmyndir...en láðist að taka myndir af því.  

Ég fékk góða heimsókn áðan.  Guðrún kíkti, með 50% af börnunum sínum, þau tvö yngstu.  Gaman að fá þau í heimsókn.  Við fengum okkur vöfflur, bakaðar í nýja vöfflujárninu sem við fengum frá pabba í jólagjöf.  Ekki neinar smá vöfflur sem koma úr því.  Og þær voru náttúrlega snilldarlega góðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

myndaskapur alltaf i þér kona :)

Jóna Björg (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 12:22

2 identicon

myndaskapur alltaf i þér kona :)

Jóna Björg (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 12:25

3 identicon

Þú ert aðalhetjan í nýjustu færslunni minni, elskan mín.

Væri gaman að sjá ykkur bráðum.  

Gurrí (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 15:03

4 identicon

Verð að segja að þú átt nú bara heilmikið í drengjunum þínum, þau eru sko ekkert öll eins og Einar, eins og mér og flestum held ég fanst. 

Gaman að skoða myndir af ykkur fallega fjölskylda, alveg ómögulegt að hafa ykkur ekki hér. 

Jóna Björg (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 15:34

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir mig

Já, loksins sér einhver að ég á líka þessi börn ég var ekki "bara" burðardýr og börnin eingetin...

SigrúnSveitó, 30.12.2006 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband