Færsluflokkur: Bloggar
25.12.2008 | 13:21
3 af okkar nánustu...
...klikka...sumir ár eftir ár...aðrir hafa tekið upp á því nýlega!!
Jón Ingvi er 8 ára, er að lifa sín 8. jól og enn eru sumir af okkar nánustu að skrifa nafnið hans vitlaust... Jón Ingvi er sjálfur farinn að lesa það með danskri áherslu og hneykslun í röddinni...þegar fólk skrifar "Jón Yngvi"!!
Hann segir jafnvel; "Hver er þessi Jón Yngvi"!!
Alveg eins og Ólöf Ósk segir; "Hver er þessi Ólöf?" þegar hún er ekki kölluð báðum nöfnunum. Það er ótrúlega stór hópur innan okkar nánustu fjölskyldu sem er ekki enn búinn að fatta að hún vill láta kalla sig báðum nöfnunum...og hún er 13 ára!
Þetta var smá pæling á jóladag...svona rétt áður en ég smelli mér í vinnuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 23:50
Gleðileg jól, elskurnar mínar :)
Jæja, þá er aðfangadagskvöld að verða liðið, spennufall á öllum vígstöðvum. Börnin er alsæl með sig og sitt og það sama gildir um foreldrana. Við vorum svo lánsöm að fá að hafa tengdamömmu og tengdaömmu hjá okkur í kvöld. Yndislegar konur.
Allir - held ég - borðuðu sig vel á hliðina...nema kannski Jón Ingvi, honum þykir ekki jólamatur neitt sérlega góður. En hann smakkaði og borðaði nokkra bita og er það í fyrsta sinn síðan hann var ca 2ja ára sem hann gerir það. Sem er frábært.
---
Jóhannes sá mér fyrir sjokki í dag, ég nötraði á eftir...!! Við fórum í Einarsbúð að versla smotterí í morgun. Jóhannes bað mig að kaupa 2 græn epli, sem ég gerði. Hann hélt sjálfur á þeim út í bíl, nema þegar við komum út þá fóru þeir bræður í kapphlaup út í bíl, sem þeir gera oft. Nema hvað, sökum þess að margir voru að versla á sama tíma þá var bíllinn dálítinn spotta burtu... Pokinn með eplunum rifnaði á hlaupunum og eplin skoppuðu milli tveggja kyrrstæðra bíla í vegkantinum og Jóhannes hljóp á eftir þeim. Það komu bílar á góðri siglingu úr báðum áttum...og ég GARGAÐI!!! Ég stóð gjörsamlega á orginu þarna og HLJÓP eins og fætur toguðu á eftir drengnum. Ég átti ekki séns í að ná honum, en eplin höfðu sem betur fer ekki skoppað alla leið út á götu...því þá hefði getað farið illa!
Jóhannes hágrét þegar ég náði til hans. Þá virtist hann vera búinn að átta sig á þessu öllu. Ég útskýrði í rólegheitunum fyrir honum að ég gæti alltaf keypt ný epli, og hann mætti ALDREI gera svona, þetta væri SVOOOOO hættulegt...og hann hágrét, þessi litla elska.
Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eplin hefðu rúllað lengra...
Enda á *hefði* og *ef* ekki að finnast í orðabókinni!
---
Anyway, ég óska ykkur öllum yndislegrar jólahátíðar, með frið og kærleika í hjörtum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2008 | 23:51
Þá er ég...
...búin að baka þessar 3 sortir sem ég ætla að baka handa familíjunni. Ólöf Ósk ætlar svo að baka lakkrístoppana á morgun, dugnaðarstelpuskottið okkar :) Ég bakaði spesíur (sem er ekki neitt spes að mínu mati), engiferkökur og afakex. Þessar 3 sortir eru skilyrði fyrir því að minn heittelskaði geti haldið jól...! Reyndar verður líka að vera hamborgarhryggur a-la-Einar og svo brún með hvítu...en þá eru líka jólin fullkomnuð og þessi elska nær varla andanum af hamingju...og seddu ;)
Annars er dagurinn búinn að vera góður. Jón Ingvi stóð sig rosalega vel í hlutverki erkiengilsins Gabríels í morgun. Svaka flott hjá þeim öllum. Flottir krakkar þarna á ferð, undir stjórn síns frááábæra kennara, hennar Árnýar Huldu.
Ég fór með drengina í jólaklippinguna og þeir alsælir. Bara krútt :)
Jamm. Einar skrapp til Krýsuvíkur, en er á heimleið.
Góð helgi framundan, bæði afslöppun og tveir fjölskylduhittingar. Á morgun afmæli hjá frænku Einars og krakkanna og á sunnudaginn er skírn hjá Gunnari bró. Hann ætlar (held ég sjálfur) að skíra yngsta fjölskyldumeðliminn, son sinn Huga.
Þannig að þetta verður nice helgi, eins og þær eru nú reyndar alltaf hjá okkur :)
Bara smá tjillll!!!
Beikon og egg í morgunmat á morgun...niiiiice...slafr...
Jæja, held ég hætti núna....að lokum þetta....;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2008 | 21:01
Á morgun
Nú er ég komin í 3ja daga helgarfrí, sem er ljúft. Samt líka smá leiðinlegt því mér finnst svooooo gaman í vinnunni :) Sem er náttúrlega bara frábært.
Á morgun er svo sem í nógu að snúast, svo ég er ákveðin í að fara að sofa þegar ég er búin með þessa færslu!
Í fyrramálið er ég að fara með Jóni Ingva í skólann, það eru litlu jólin og það er hefð fyrir því að 3. bekkur er með jólahelgileikinn. Jón Ingvi var valinn til að vera Gabríel, erkiengill. Hann sagði mér það að erkiengillinn stjórni kórnum...og hann gæti því alveg tekið upp á því að láta kórinn syngja; "We will, we will ROCK YOU"! hehe...
Vitiði, svo er ég að spá í að hnoða og hræra í ýmsar smákökur og hespa þessu af. Það var með ráðum gert að bíða fram á næstum því síðustu stundu, enda ætla ég EKKI að gera margfaldar uppskriftir...þau hafa bara ekkert gott af því!
Svo held ég líka að ég setji í eina eða tvær sykurlausar!! Yummi!
Ekki meir að sinni...
Ps. lofa að setja inn myndir af húsinu very sooooon!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 16:33
Hæ hó
Jæja, ég er mætt aftur :) Er sérlega upptekin á facebook þessa dagana, búin að stofna 3 grúppur og hef verið að setja inn myndir og svona. Svo hef ég líka verið að sinna öðrum störfum en tölvuhangsi
Eeeeen, ég skal segja ykkur eitt. Ég var gestgjafi í vinnunni s.l. fimmtudag (það er venja að einn starfsmaður sé gestgjafi á fimmtudögum og mæti þá með morgunmat handa vinnufélögunum, mjög skemmtileg hefð). Ég mætti með kryddbrauð og bananabrauð og síðan þessar snilldarlega góðu smákökur, uppskrift frá Sollu.
Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
-gerir um 80 litlar eða 60 stærri smákökur
100g kókosolía
1 dl agavesýróp
1 dl gróft hnetusmjör
½ dl nýpressaður appelsínusafi
100g dökkt súkkulaði (t.d. 70%)
3 msk rifið appelsínuhýði
250g spelt
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
Látið kókosolíuna standa á borði yfir nótt svo hún sé orðin mjúk. Hitið
ofninn í 180°C. Hrærið saman kókosolíu + agavesýrópi + hnetusmjöri + appelsínusafa þar til það blandast vel saman, bætið restinni af uppskriftinni útí (ég nota annað hvort hrærivél eða matvinnsluvél með hnoðara), setjið bökunarpappír á ofnplötu, setjið deigið á með teskeið (eða bara fingrunum), bakið í um 10 mín við 180°C. Kælið á grind.
Mæli algerlega með þessari, rosalega góð, ekki of sæt, bara snillllllld!
Jóhannes stóð sig eins og hetja sem vitringur (myndir eiga eftir að koma inn...) og nú er Jón Ingvi erkiengill á föstudaginn! Hann er ánægður með það, segir að hann, sem erkiengill, ráði hvað verði sungið...og hann segist vera að spá í "We will, we will rock you"!!!!
Meira síðar, ætla að halda áfram í framkvæmdum.
Hlakka til að taka á móti ykkur í kaffi og jafnvel með'ðí (ef þið gerið boð á undan ykkur), eeeeelska að fá gesti...svo það er bara að leggja land undir fót alles!!!
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 12:34
"Siden sidst"
Best að koma með smá rapport um hvað hefur á daga mína drifið frá síðasta bloggi!
Við - ég og ungarnir - fórum í borgina og náðum að kaupa jóladressin á strákana og skó á skvísuna. En sama hvað við skoðuðum þá fann hún ekki það sem hana langaði í sem jólaföt. Mátaði einn kjól sem henni fannst svo ekki flottur þegar hún var komin í hann. Reyndar held ég að Ólöf Ósk hefði alveg gatað dólað sér í Smáralindinni ALLAN daginn í slow-motion...en það er ekki fyrir mig að dunda mér í verslunarferð og hvað þá fyrir strákana. Svo ég vona að hún geti fundið eitthvað á sig í okkar heimabyggð! Ætli það verði ekki næsta mál á dagskrá.
En þetta var fín ferð, og stákarnir stóðu sig vel, en þeir voru orðnir þreyttir í lokin. Magnað hvað svona stórcenter er mikill orkuþjófur. Ég þakkaði mínum sæla fyrir að minn heittelskaði var ekki með, því hann er alltaf fyrstur að tapa gleðinni í búðastússi Svo það var miklu meira gagn í honum hér heima þar sem hann setti saman 2 skápa og límdi einn karm í!
Í gær fórum við hjónin svo í tiltekt í óbyggðahlutanum, sem fljótlega verður ekki allur óbyggður lengur! Við fórum eina ferð á haugana og svo var kerran fyllt aftur...og það á eftir að fara aðra haugaferð! Við hentum, endurröðuðum, fluttum til og það voru ýmsar tilfæringar í gangi! Svo endaði Einar á að lakka eina umferð "ganginn" og lakkaði svo aðra umferð þegar hann kom heim af næturvakt í morgun!
Nú vantar tvær hurðir í, í herbergið sem Jón Ingvi fer í og svo í gatið inn í óbyggðina (þaðan sem við sofum núna). Ætli Einar setji ekki annan karminn í, í dag. Svo ætlar píparinn að koma, í síðasta lagi á föstudaginn, og græja fyrir þvottavélina og handklæðaofninn! Jamm, allt að gerast!
Núna eftir smá er ég svo að fara á leikskólann að sjá Jóhannes leika í helgileik, hann leikur einn vitringinn
Þangað til næst, yljið ykkur við þennan mola:
"Það er unnt að taka allt frá manninum nema eitt, endanlegt frelsi hans til að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber, til að fara eigin leiðir."
- Viktor Frankl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2008 | 12:05
Þessi er reyndar frá því í fyrra...
Ýttu örinni niður og þú munt sjá tippið á jólasveininum.
.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Í Guðanna bænum hegðaðu þér í samræmi við aldur þinn. Jólasveinninn er ekki til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2008 | 11:57
Gleðilegan mánudag :)
Jæja, mánudagurinn 8. desember runninn upp. "Som tiden dog flyver"!!! Er ekki að fatta þetta bara. En það er svona og þrátt fyrir að dagarnir fljúgi áfram þá næ ég samt að staldra við og njóta þeirra.
Helgin fór að mestu í vinnu hjá mér. Reyndar skruppum við mæðgur í Kringlu- og Laugarvegsferð á laugardaginn áður en ég fór að kvöldvakt. Ætluðum að kaupa skó sem skvísan á að fá í jólagjöf, en höfðum ekki erindi sem erfiði. Skórnir hvergi til í hennar númeri...amk ekki í réttum lit ef númerið var rétt (og öfugt). Skórnir eiga að sjálfsögðu að vera grænir, eins og veggirnir í herberginu hennar og þemað í komandi fermingu og fleira og fleira. Ólöf Ósk hefur í hávegum; Allt er vænt sem vel er grænt :)
Í gær eftir vinnu sótti ég Einar í Mosó, hann tók strætó þangað. Svo var bruuuuunað í IKEA að kaupa innvols í fataskápinn stóra og góða og svo keyptum við tvo eldhússkápa. Reyndar áttum við skúffur og fronta á einn eldhússkáp, svo það var vel sloppið.
Einar er búinn að mála herbergin og hann er búin að mála gólfin í herbergjunum líka. Nú er næsta mál á dagskrá að taka til þarna hinumegin og sópa og ryksuga og mála smá meira, gangveginn inn til barnanna. Svo er að smella hurðunum í, og þá er flutningsfært!! Ólöf Ósk er mjög spennt, Jón Ingvi líka en þó ekki eins æstur. Ég er líka að rifna úr spenningi að fá þvottahúsið MITT!!! Þetta verður æði.
Svo er bara rólegheit, bara dútl í restinni. Ekkert liggur á. Við ættum að ná að klæða alla útveggi og spartla og grunna fyrir fermingu. Þá er þessi fíni salur hérna hinumegin :)
Jamm. Nóg að brasa og bralla. Allar jólagjafir keyptar, nema handa strákunum og Báru. Allar gjafir farnar, sem áttu að fara í póst. Og (var ég búin að segja ykkur það kannski??!) ég náði að setja gjafir og kort til útlanda í B-póst! Hef reynt þetta árum saman en aldrei tekist fyrr. Samt hef ég oft verið byrjuð fyrr...en svo ekki náð að klára. Stundum er ég haldin frestunarsýki mikilli...en ekki í ár. Svo þetta var ljúft og löðurmannlegt, laust við stress. Bara sæla að gera þetta svona. Sjáum hvernig gengur á næsta ári...
Jæja, best að gera mig og strumpinn klár, við ætlum að sækja stóru ormana í skólann kl 13 og bruna í borg óttans og versla jólafötin. Verður gott að vera bara alveg tilbúin á góðum tíma.
Vitiði, Lífið er Ljúft.
Molinn:
"Ótti er ekkert annað en andlegt skrímsli sem þú hefur skapað, neikvætt hugarflæði."
- Robin Sharma
---
Svona til gamans má geta að Alli Scheving á afmæli í dag :) Alltaf mánuði yngri en ég, upp á dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 23:12
Bloggleti
Ég er ekki að nenna að blogga þessa dagana, eins og þið kannski hafið tekið eftir. Eflaust ýmsar ástæður sem liggja að baki.
Langir vinnudagar, því er ekki að neita að vinnudagarnir hafa lengst ansi mikið við að fara að vinna í Reykjavík. Svo er facebook að stela tíma frá mér... Og að ég tali nú ekki um jólakortastússið. En nú er ég búin að klára þau, fyrir utan 3 umslög sem mig vantar heimilisföng á. Það hlýtur að koma. Annars missir þetta ágæta fólk bara af því að fá kort frá okkur í ár...
Bygginarvinnan hjá mínum heittelskaða gengur vel. Hann er snilli, segi það og skrifa það! Komin loft, svo er að mestu búið að mála veggina, gólfmálningin komin í hús og hurðirnar væntanlegar.
Talandi um hurðirnar... Við keyptum 4 hurðir í Parka í vor, og fengum þær á í kringum 25.000 stykkið þá. Í gær hringdi Einar í Parka og heyrði aðeins í þeim. Þeir reyndar eiga ekki hurðir sem stendur (því það hefur jú verið hálfgert viðskiptabann undanfarnar vikur...) en eiga von á hurðum í kringum 16. des. Það er reyndar dálítið seint...og hurðirnar orðnar dáááálítið dýrar...eða kringum 60.000 stykkið... Já, sææææælllllll!!!
Svo við fórum í Húsasmiðjuna og þar fáum við þær töluvert ódýrari. Svo ef það er einhver smá munur á hurðunum, svona sjáanlegur, þá er það bara í góðu lagi!
--
Gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að Jóhannes tók þátt í opinberum tónleikum, ásamt konunum *sínum* og börnunum af leikskólanum. Tónleikarnir voru haldnir í tónlistarskólanum á Vökudögum. Hægt er að sjá brot af tónleikunum HÉR. Rosalega flott hjá þeim og mikil vinna sem liggur að baki. Ég held mér sé alveg óhætt að fullyrða að það var fullur salur af mjög stoltum foreldrum :) Amk. var ég með kökk í hálsinum...en það eru reyndar ekki nýjar fréttir...þannig er ég
Jæja, held ég smelli mér í bælið...
Ást og friður til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2008 | 14:06
Mikið svakalega...
...er kkkkkkallllt...!!! Ég veit svo sem ekki neinar tölur en það er hvít jörð og norðangarri (er það ekki það sem maður kallar það??)
Ég fór út í morgun með Jóhannesi, á leikskólann í jólaföndur. Mjög notaleg stund, en ég hélt ég myndi andast úr kulda á leiðinni... "Það er afþví að þú ert kuldaskræfa", gall í syni mínum
Á eftir fórum við svo í smá snatt og ég er bara enn köld í gegn. Er reyndar með smá rifu á gluggunum...maður þarf líka ferskt loft!! Og svo blæs aðeins inn með bílskúrshurðinni og þar sit ég akkúrat núna...!! birrrrrr...
Við buðum Birni Viktori með heim úr leikskólanum. Þeir eru svo miklir mátar þessir drengir. Og ekki má gleyma að þeir eru frændur...þeir leggja ofur mikla áherslu á það. En langafi Jóhannesar (Gunnar afi minn) og langalangamma Björns Viktors voru systkini.
Mamma Björns Viktors sagði mér svo í morgun að hún og systir hennar hafi verið að ræða það um daginn hvað ég væri ótrúlega svipuð móðursystur þeirra...Jamm, svona geta genin skoppað. Ég þyki MJÖG lík mömmu en þeir sem ekki hafa séð mömmu segja að ég sé MJÖG líka pabba...þannig að ég get víst alveg verið lík einhverri frænku sem ég hef aldrei séð eða heyrt.
Jæja, ég er með bæði deig fyrir pizzasnúða og pylsuhorn í hefun og þarf að fara að sinna því.
Meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178743
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar