Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ég er að hugsa um...

...blogga smá.

Held ég hafi t.d. alveg gleymt að segja ykkur frá grjónagrautsveislunni s.l. þriðjudag...! 

risengrødEf þið  eruð eitthvað tepruleg og fáið auðveldlega ógeð...og elskið grjónagraut...

...þá skuluð þið bara ekkert lesa lengra... 

Málið var sem sagt að ég eldaði grjónagraut, eftir uppskrift húsbóndans, sem gerir besta grjónagraut í heimi - að mínu mati - og að öllum öðrum ólöstuðum!

Grauturinn var tilbúinn, Ólöf Ósk settist og græjaði sinn graut...ég græjaði minn graut...strákarnir voru enn inni að horfa á barnatímann.  Ég sá eitthvað svart í grautnum og svo annað...fór að skoða þetta nánar og jú, þetta voru soðnar PÖDDUR!!!

ojojoj....

Ólöf Ósk fékk tremma...hún var byrjuð að borða!!!

Ég tók grjónapokann út úr skápnum, setti hann í glæran plaspoka og batt vel og vandlega hnút á pokann...hellti svo grjónum úr grjónapokanum...og inni í glæra plaspokanum voru svartar pöddur...LIFANDI!!!

Nú fékk ég tremma...kallaði á strákana og sagði; "Krakkar, klæðum okkur...við förum á Subway!"!!!!

---

Þegar heim kom fór ég í skápinn!  Ég tók allt út, hlut fyrir hlut, og með ryksuguna að vopni réðist ég til atlögu.  Ég henti ÖLLU sem var opið!  Og ég fann sökudóglinn, það var annar grjónapoki innarlega í skápnum og það hefur greinilega komst raki í hann...hann var ÓGEÐ...og þá tek ég vægt til orða!  Þegar ég setti hann ofan í ruslapokann sá ég kvikindin SPÝTAST út úr grjónapokanum...ég flýtti mér að binda stóran og sterkan hnút og hljóp út í tunnu með viðbjóðinn!!! 

Ég get sagt ykkur að mig klæjar í hárið...ég fæ gæsahúð...bara við tilhugsunina! Nú verður sko fjárfest í GLÆRUM döllum undir allt kornmeti!  Rúgmjög og haframjöl er víst sérlega slæmt...og greinilega grjónin líka...ojojoj...held við borðum ekki grjónagraut á næstunni... 

Ætli þetta hafi ekki verið svokallaðar HVEITIBJÖLLUR?!!! 

hveitibjalla


Áður en ég skondra af stað í vinnuna...

...þá langar mig að deila þessu með ykkur:

Next Life" by Woody Allen
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead
and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home
feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go
collect your pension, and then when you start work, you get a gold
watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're
young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and
are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then
go to primary school, you become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you
spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with
central heating and room service on tap, larger quarters every day and
then Voila! You finish off as an orgasm!

I rest my case.

life_8weeks


Hvað get ég sagt...

...Jón Ingvi er LOKSINS hitalaus!!!  Við fórum nú samt í borgarferð í gær þó hann væri með smá hita...og áttum góðan dag saman. Bara yndislegt.

Reyndar var Ólöf Ósk þá orðin lasin...en var skilin eftir heima með sofandi pabbanum.

Í dag voru þau systkinin svo heima, með sofandi pabbanum.  Þau hringdu í mig fyrir hádegið og langaði þá að fá að baka...mér leist nú svona og svona á það, en tók loforð af þeim að taka til í eldhúsinu...sem þau og gerðu.  Þau gúggluðu súkkulaðismákökur og bökuðu svoleiðis.  Alsæl með útkomuna, sem er víst ansi góð.

Ég hef ekki smakkað...það er jú sykur í þeim!

Vissuði að í fyrradag, 8. apríl, átti ég 1 árs sykurlaust "afmæli"?!!!!  Ég er alsæl með það, þvílíkt frelsi að vera laus við þráhyggjuna sem fylgir sykuráti hjá mér!  Þráhyggju eins og; endalausar hugsanir um nammi, kökur og þess háttar.  Þráhyggju eins og; "ógeðslega er ég FEIT!!!" (Þó ég sé alls ekki feit...get samt alveg enn fengið smá svona hugsanir...en hamingja mín er ekki fólgin í kílóafjöldanum, svo mikið veit ég...ég hef verið mjög grönn og geðveikt óhamingjusöm!!!) Svo er ég líka alsæl að vera laus við liðverki, sem fylgja sykuráti hjá mér.

Jamm. Sykur er EITUR fyrir MIG!!!

Í dag fórum við á tónleika.  Tveir elstu árgangarnir á Vallarseli, leikskólanum hans Jóhannesar, voru að syngja og spila með lúðrasveitinni.  Þvílíkt flott hjá þeim.  Það á víst að koma í sjónvarpinu...hélt að það ætti að koma í kvella...en nei, amk. misstum við þá af því...læt ykkur vita ef ég kemst að þessu...þá getiði séð þessa snilla!!! 

Vitiði...núna ætla ég að henda mér í heitt bað... 

bathing


Mér finnst þessi FYNDINN!!!

A man called home to his wife and said, " Honey I have been asked to go
fishing up in Canada with my boss & several of his Friends .


We'll be gone for a week. This is a good opportunity for me to get that
Promotion I've been wanting, so could you please pack enough Clothes for a
week and set out my rod and fishing box, we're Leaving From the office & I
will swing by the house to pick my things up"

" Oh! Please pack my new blue silk pyjamas. "

The wife thinks this sounds a bit fishy but being the good wife she is, did
exactly what her husband asked.

The following Weekend he came home a little tired but otherwise looking good

The wife welcomed him home and asked if he caught many fish?

He said, "Yes! Lots of Salmon, some Bluegill, and a few Swordfish. But why
didn't you pack my new blue silk pyjamas like I asked you to Do?"

You'll love the answer...

 

 

The wife replied, " I did. They're in your fishing box ."

so Never Lie To A Woman...!!!

gonefishing


*Gelgjurnar á Höfðabrautinni*

Jón Ingvi var að sýna mér myndband á Youtube...dóttir mín og vinkona hennar Tounge


Bæn dagsins

Ég fékk þessa bæn senda frá vinkonu minni, og finnst hún góð.

Guð
Í dag hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið,ekki verið vanþakklát.
ekki verið öfundsjúk,gráðug, fúl, vond, sjálfselsk eða tillitslaus.
Ég hef ekki vælt, kvartað eða blótað.
En nú þarf ég að fara á fætur og mun þurfa á hjálp þinni að halda.
Amen


Að gefnu tilefni...

...langar mig að segja...

Það er verið að rukka mig um nýjar myndir af húsinu.  Ég skal laumast þangað með vélina í vikunni.  En þangað til...svo þið getið búið ykkur til mynd...Einar er búinn að sparsla bílskúrinn og er byrjaður að grunna hann...þá á hann eftir að sparsla smá því það kemur alltaf eitthvað í ljós þegar búið er að grunna.  Hann er búinn að sparsla, sparsla, grunna og sparsla forstofuherbergið, sem verður herbergi drengjanna fyrst um sinn.  Svo í dag ætlar hann að mála það.  

Það gerir ótrúlega mikið þegar búið er að grunna veggi og gólf, sérstaklega gólfið, það birtir mjög mikið.  Þá sé ég hvað steypan er í raun dökk og dregur í sig alla birtu.

En núna ætla ég að hendast í vinnuna.

Eigiði yndislegan dag, elskurnar mínar. 


Sunnudagur á Skaganum

Var að koma heim.  Skrapp upp í hús eftir vinnu, var búin að stefna þangað fólki; frænku Einars og fjölskyldu.  Alltaf gaman að sýna húsið. Alveg að rifna úr stolti Wink 

Hef svo sem lítið að segja, en get þó frætt ykkur um það að Jón Ingvi er að hressast.  Reyndar var hann með 9 kommur í morgun, en er allur hressari.  Enda hvíldist hann vel, var sofnaður 19.30 í gærkvöldi á sófanum.  Fullt af orku safnað þar, til að berjast við leiðinda veiru!!

--

Við vorum að borða...tók mér rúmlega klukktíma pásu frá blogginu.  Fengum okkar hangikjet með kartöflum og uppstúf.  Nammi gott.  Um jólin fengum við tvö hangilæri, vorum svo forsjál að frysta annað þeirra og vorum sem sagt að borða það núna.  Hangilærið að austan.  Og það var svona líka gott.  

Jamm.  Ætla að ganga frá núna og kannski pakka beljunum mínum niður. Alltaf að pakka smá.  Var að fatta að ég á að vinna helgina sem við ætlum að flytja...þarf að reyna að skipta henni...eða fá frí...!!  Það væri amk. best ef ég gæti það.  

Ein skemmtileg hérna í lokin...í engu samhengi við textann að ofan LoL

Global warming


Laugardagur á Höfðabrautinni

Hér liggur Jón Ingvi og er enn lasinn. Angakarlinn minn.  Hann verður sjaldan lasinn og ég held ég hafi ekki séð hann SVONA lasinn fyrr. Það líkist ekki börnunum mínum að liggja fyrir þegar þau eru veik...en hann liggur og hefur legið að mestu.

En þessu hlýtur að linna fljótlega...amk vonum við Jón Ingvi það innilega því við höfðum ákveðið að fara í borgarferð, bara við tvö, í komandi viku.  Ætlum að skoða bækur um Goðheima og svo ætlum við í Skátabúðina og skoða áttavita og við ætlum á kaffihús. Ef veðrið verður gott þá röltum við kannski Skólavörðustíginn. 

myspace glitter

Ég er glöð með að núna séu bara 3 dagar eftir af þessari 9 daga törn, og þakka mínum sæla fyrir að slíkt er ekki daglegt brauð.  En samt er ég glöð með að hafa verið í vinnunni undanfarna daga.  Það hefur verið sitt hvað í gangi sem ég vildi ekki missa af.  

 

Einar hefur verið öllum lausum stundum í húsinu og er búinn að sparsla tvisvar, svo er að grunna og síðan sparsla þar sem kemur í ljós að það þarf.  Það er enn ýmislegt eftir að gera áður en við getum flutt inn...og tíminn flýgur.  En minn heittelskaði tekur hluta af sumarfríinu núna síðustu 2 vikurnar í apríl og þá nær hann að klára þetta, enginn vafi um það.  

Jamm.  Veit ekki hverju meiru ég get logið að ykkur...enda lýg ég aldrei!  Svo ég held ég láti þetta nægja og óska ykkur ánægjulegs laugardagskvölds, elskurnar mínar nær og fjær.

Hér kemur eitt sem ég held upp á... 


Ég er montin...

...eða það segir dóttir mín LoL

Ásæðan? Þið fáið hana hér:

Í gær sagði ein gömul kona, við lækninn, að hún hafi nú verið svo lánsöm að hafa ekki fengið höfuðverk síðan hún var 26 ára (hún er 92ja ára).  Ég gat ekki orða bundist og sagði; "Ég vildi að ég væri svona lánsöm".  Þá hnippti doktorinn í mig og sagði; "Þú ert nú ekki orðin 26!"

"hehe, nei það eru 6 ár í það", sagði ég og hló.

Og þar sem elskulegri dóttir minni finnst ég alveg afspyrnu GÖMUL þá finnst henni þetta EKKERT fyndið, og finnst ég all-svakalega montin að segja frá þessu!! LoL 

Þetta er náttúrlega bara fyndið!!  

Jóhannesi finnst ég alls ekki gömul og honum finnst ég ÆÐISLEG.  "Hvernig geturðu tekið mark á 4½ árs gömlum strák?", gall í gelgjunni rétt í þessu...Grin 

Hér er eitt fyrir þig, Lilja...!!   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband