Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 13:55
Örstutt...
Ætla ekki að skrifa mikið í dag. Það er búið að vera mikið að gera undanfarna daga, ég var m.a. að vinna um helgina og það var mikið að gera. Var þreytt.
Strákarnir fóru í helgarferð til ömmu í Hafnarfirðinum og voru alsælir með helgina. Fóru í sund, í pönnsur til ömmu (lang-) Siggu í Kópavoginn og fóru svo hálfa leið upp á Esjuna á leiðinni heim á sunnudaginn!!
Ólöf Ósk fór, ásamt öðrum 7. bekkingum, á Reykjaskóla í gærmorgun. Hún, ásamt 5 öðrum sundbörnum, verða svo sótt annað kvöld því á fimmtudaginn fara þau af stað til Danmerkur, nánar tiltekið til Esbjerg, að taka þátt í RISAstóru sundmóti. Mikill spenningur, get ég sagt ykkur!
Skrifa meira fljótlega.
Kyss...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2008 | 08:22
Pizza og fleira
Halló elskurnar og GLEÐILEGT SUMAR!!!
Undanfarnir dagar hafa verið skemmtilegir og NÓG að gera. Í gær fengum við fólk í mat, tvær föðursystur Einars og þeirra menn, pabba Einars og Jónu og frænku Einars og kærasta. Ég smellti í brúðkaupssúpuna góðu og Bamse´s sødeste juleboller og þetta slær alltaf í gegn. Bakaði reyndar líka skúffuköku sem féll vel í kramið. Svo vel að synir okkar vildu endilega fá skúffuköku í morgunmat í morgun!!!
Framundan er vinnuhelgi. Gaman að því. Strákarnir ætla í frí til ömmu sinnar (tengdamúttu minnar) og hlakka mikið til. Ekki amalegt að vera boðið í helgarferð til ömmu!!! Það sem þeir hlakka mest til er að fá pönnukökur...þeir eru sannfærðir um að amma muni baka pönnsur handa þeim
--
S.l. laugardag fór ég í saumaklúbb með Valkyrjunum. (Ég heimtaði auðvitað uppskriftina að því sem Gestgjafinn smellti í:
Pizza að hætti Margrétar Valkyrju, sjúklega góð!!! Mæli með að þið prófið. Öðruvísi pizza en snilldargóð.
Botninn er þessi sem hægt er að kaupa í Bónus og flestum öðrum búðum, rúllaður upp í plasti.
Ég baka hann í svona 10-15 mín, þar til hann er ljósbrúnn.
Kæli aðeins og hræri svo saman eina dós af hreinum rjómaosti (litlu dósirnar) og einu hvítlauksrifi og smyr á.
Síðan set ég á hana eina krukku af smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum og eina dós af marineruðum kirsuberjatómö tum frá Sacla, og strái svo furuhnetum yfir.
Bakað í svona 10 mínútur í viðbót.
Strái síðan klettasalati yfir og ber hana fram með balsamic dressing sem ég bý til úr balsamic ediki, ólífu olíu og dijon sinnepi.
Ég hef líka sett á pizzuna ólífur og kapers, um að gera að láta hugmyndaflugið ráða - og nýta það sem er til í ísskápnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.4.2008 | 12:40
Dagurinn í dag...
...svona einhvernveginn:
- vaknaði 6.50...og fór á fætur!!!
- fór að æfa, tók Jóhannes með, fór á hjóli!
- fór út á verkstæði og fékk tíma í dag kl. 13.30 til að láta umfelga bílinn (er ekki að nenna því...þetta er klárlega karlmannsverk!!!)
- bjó til pizzu í hádegismat handa mér og mínum heittelskaða. (Jóhannes vildi bara kaldar SS-pylsur)
- er núna að reyna að safna orku..kjarki...einhverju bara...til að fara í sturtu...langar miklu meira að leggjast undir sæng og leggja mig...!
- á von á Bárunni okkar upp á Skaga! Gerist alltof sjaldan.
- Tengdamútta kemur svo seinnipartinn og ætlar að borða hjá okkur. Gerist líka alltof sjaldan!
- ætli ég drattist ekki í þvottahúsið snöggvast...þvoði vél í morgun...það var allt ískalt þegar ég tók það úr vélinni...sá þá að ég hafði látið vélina þvo á 0°C!!!! Setti það aðra ferð...á 40°C!!!
Ég vil komment frá ykkur um pilsin!! Bara Jóna og María sem hafa tjáð sig!! *Þið* heimtuðuð mynd...og þá heimta ég KOMMENT!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.4.2008 | 19:37
Döðlutertan...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.4.2008 | 19:34
Hæ öll þið :)
Jæja, þá er þessi helgi að verða búin. Það kom fólk að skoða íbúðina í dag...fólk sem eru væntanlegir leigjendur! Í morgun þegar ég var að taka til, fyrir komu þeirra, fann ég ótta læðast að mér...ótta um að geta ekki leigt...ótti um fjárhagslegt óöryggi...og viti menn, þessi litla bæn "Verði þinn vilji, ekki minn" hjálpar every time!! Ég fann óttann víkja og í staðinn kom friður í sálina mína og ég varð róleg, það varð þögn í hausnum á mér.
Guð er góður, það er bara svo einfalt!
--
Við fengum heimsókn í dag. Hemmi nammigrís og familía komu úr Hafnarfirðinum. Ég smellti í bláar vöfflur og Ólöf Ósk bakaði þær með stæl, meðan ég fór með fjölskylduna upp í hús.
Gaman að fá gesti. Elska það hreinlega.
--
Ólöf Ósk er búin að vera að keppa í sundi í dag og í gær. Nóg að gera í sundinu alltaf, og svo er farið að styttast í Esbjerg-ferðina þeirra. Sundhópurinn fer þangað 1. maí!! Mikil spenna í gangi.
--
Jæja, nú er ég LOKSINS búið að taka myndir af pilsunum...og mér...og svo af afmælisdöðlutertunni!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 21:03
Ætlaði...
...að vera búin með pilsið mitt á morgun...ætlaði að vera í því á fundinum sem ég er að fara á. En...í stað þess mun ég sitja og prjóna pilsið. Ég gleymdi víst að reikna með þessum tveimur kvöldvöktum (í gær og fyrradag) og svo aukavaktinni í dag...
--
Jón Ingvi fór að heimsækja langömmu sína í dag, ömmu Báru. Hún er búin að vera lasin, og þótti honum svolítið erfitt að sjá ömmu svona laslega. En hann gladdist í ´nu yfir að sjá ömmu, sjá hvað hún var glöð að sjá hann. Og þegar hann fór þá sagði hann; "Hún er svo skemmtileg".
Bara yndislegt.
--
Jæja, barnahópurinn kallar...allir þreyttir á leið inn í draumalandið fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 13:56
Ótrúlegt...
...en satt, ég hef ekki bloggað síðan 14. apríl...eða á mánudaginn!! Hver hefði trúað að þetta myndi gerast?!!!
En ég er bara ansi upptekin ung kona þessa dagana.
Í gær fórum við hjónakornin í húsbyggjendaferð í höfuðborgina. Þurftum að skoða hitt og þetta, vera sammála um klæðningu á baðið og svoleiðis. Það gekk fljótt og sársaukalega fyrir sig, enda höfum við færst nær hvort öðru í stíl og smekk þessi ár sem við höfum verið saman.
Ég get sagt ykkur að það hefði verið DÍSASTER ef við hefðum ætlað að byggja hús fyrstu árin okkar saman...úff...við vorum svo langt frá hvort öðru í öllum stíl og bara hverju sem var. En síðan eru liðin nokkur ár.
Annars var ég að vinna í gærkveldi og fer aftur núna á eftir...ferlegt hvað þessar kvöldvaktir slíta sundur prjónatímann hjá mér...en ég ÆTLA og ég SKAL vera búin með pilsið mitt fyrir laugardaginn...ok ok ok...lofa myndum very fljótlega!!!
En nú ætla ég að rjúka...nóg að brasa...var að baka köku til að taka með í vinnuna...afmælisdöðluköku...namminamm...samt á enginn afmæli...ekki sem ég veit um...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.4.2008 | 22:52
Ég og prjónarnir
Ég er prjónasjúk, fyrir þau ykkar sem ekki vita það
Og nú er komið nýtt *æði* hjá mér...eða ég er að skoða málið...það er Ravelry. Heimur handavinnufólks. Rosalega finnst mér gaman að skoða annara handavinnu og fá hugmyndir.
Reyndar fæðast mínar hugmyndir *lige så stille* þegar ég t.d. ligg uppi í rúmi og ætla að fara að sofa og svoleiðis. Og ég held ég verði að fara að gera lista yfir allt sem mig langar að prjóna...
Held ég smelli smá lista inn snöggvast;
Vesti - svona eins og *allir* eru í...en samt home-made munstur (sem er að fæðast í hausnum á mér.
Hattur - svona þæfður eins og ég hef verið að gera...en samt öðruvísi því ég ætla að hafa mynd á honum.
Vettlingar eða grifflur - með ákveðnu mynstri...meira um það síðar.
Pils - prjónaði mér pils í síðustu viku sem ég er alsæl með...er að spá í að prjóna mér annað...og annað...þetta er lopapils og eigin hönnun.
Lopapeysa - á Aðalstein bróðir. Ef þú lest, kæri bró., ég hef hana tilbúna um versló!!!
Þetta er svona það sem mér dettur í hug hér og nú. Held ég fari að vinna í vestismunstrinu.
Knús í ykkar hús.
Bloggar | Breytt 15.4.2008 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.4.2008 | 15:08
Grjónagrautur og fleira
Grjónagrauturinn sem minn heittelskaði eldar er bara þannig að maður byrjar á að láta grjónin malla í vatni, og setur svo mjólkina út á. Eitthvað sem ég held að margir geri...ég vissi það bara ekki og setti aldrei neitt nema mjólk og hans grautur var alltaf betri. Kannski er grauturinn hans líka betri því honum finnst ekkert leiðinlegt að gera grjónagraut...en það þykir mér...! Svo, skvetta af kærleika gerir alltaf gott
Annars get ég frætt ykkur á því að ég er búin að vera að DREPAST í bakinu, hef bara aldrei verið svona slæm held ég. Ég hef amk aldrei áður hringt grátandi í vaktlækni, en það afrekaði ég sem sagt í gær!! Hann var náttúrlega bara dásamlegur. Gaf mér sterkar verkjatöflur til að geta sofið í nótt...en ég tók þær reyndar ekki...er lítið fyrir svona Forte og svona...en samt aðalástæðan sú að mér líður alls ekki illa ef ég ligg í heitu baði eða í rúminu. Best að liggja í fósturstellingu eða á grúfu með hnén undir mér.
Svo sendi hann mig til sérfræðings í dag, við ákváðum að byrja á kvensjúkdómalækni...og vinna okkur svona áfram.
Ástæðan fyrir því að kvensjúkdómalæknir varð fyrstur fyrir valinu er einfaldlega sú að þessir verkir hafa staðið yfir síðan *Rósa frænka* heimsótti mig síðast. Dagarnir hafa verið misslæmir, en slæmir allir.
En skýringin á verkjunum er líklega fundin, legið afturstætt (sem ég reyndar vissi og hef vitað síðan í febrúar 1995) og það þrýstir aftur í bakið...
Lausnin...líklega svokallað legnám...og hann vill að ég hugsi...en eins og staðan er í dag þá þarf ég sko ekkert að hugsa það mál!!
Ég ætla EKKI að eiga fleiri börn og ef legið á bara eftir að valda mér sársauka...sem eykst frekar en hitt með aldrinum...Æ rest mæ keis!!!
Annars er lífið ljúft, innan um alla flyttekassana. Styttist óðum í flutning...og fullt eftir að gera...svo þið sjáið að bakið mitt klikkar á besta tíma...NOT!!!
Ein mynd í lokin af mér og Gunnari bró., ásamt Snorra, yngri syni Gunnars (stolið frá Elínu sys.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2008 | 13:29
Á sunnudagsmorgni...
...langar mig að segja ykkur að ég er...
You Are Miss Piggy |
A total princess and diva, you're totally in charge - even if people don't know it. You want to be loved, adored, and worshiped. And you won't settle for anything less. You're going to be a total star, and you won't let any of the "little people" get in your way. Just remember, piggy, never eat more than you can lift! |
Og þá vitiði það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar