Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

ljóskan og púslið...

Ljóskan hringir í kærastan og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki laveg hvernig ég á að byrja ?"

Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?

Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.

Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.

Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.

 

Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."

Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við.." segir hann andvarpandi.......






(niður)


(niður)




















"..setja allt kornflexið í kassann aftur."

 

 


Föstudagur

Vaknaði í morgun með ungunum mínum. Þegar þau voru farin í skóla og leikskóla fór ég heim að sofa aftur.  Ég vildi stundum að ég þyrfti eins lítinn svefn og minn heittelskaði, en þannig er það bara ekki. Ég fungera ekki ef ég sef bara í 6 tíma, eins og í nótt. Sofnuð um 1 og vakna kl 7.  Virkar ekki fyrir mig! Svo ég sem sagt fór aftur að sofa og svaf til kl að verða 11.  

Hringdi í lækni.  Var ég búin að segja ykkur að sundkennarinn hennar dóttur minnar vill "sönnun frá lækni", eins og dóttir mín orðaði það, fyrir því að hún megi ekki synda bringusund.  Ég varð pissed!! Trúir ekki dóttir minni!!! Og eins og Einar sagði, það er ekki eins og hún sé að reyna að koma sér undan, æfir sund á fullu og keppir!  Jæja, ég hringdi sem sagt í heimilislækninn og hann var jafn hneykslaður og við!!! (Svo við erum ekkert crazy...LoL) Hann sagðist nú ekki skilja hvað skipti miklu máli að hún væri að synda bringusund, flugsynt barn sem bæði æfði sund og keppti!!!  Svo hann ætlaði nú ekki að skrifa neitt vottorð, heldur ætlaði hann sér að hringja í þessa konu og RÆÐA við hana!!! Og svo urðum við sammála um að það væri orðið tímabært að láta bæklunarlækni kíkja á hnéð á stelpuskottinu, þar sem þetta virðist ekki lagast af sjálfu sér.  Svo nú er ég líka búin að panta tíma hjá Jóni Ingvari, sem skar mig.  Jóni hinum Dásamlega, eins og tengdamamma og tengdaamma kalla hann, en hann skar líka tengdaömmu (Siggu ömmu)...og reyndar fleiri í fjölskyldunni.  Svo við reiknum með að stelpuskottið sé í góðum höndum þar.

Annars er ég búin að sitja og drekka kaffi og spjalla síðan ég vaknaði.  Jóna (konan hans tengdapabba) kom undir hádegið.  Notalegt.  Ég elska svona, eins og þið vitið...

Já, svo er helgin framundan...sem minnir mig á að ég þarf að hringja í pabba, sem ætlar að koma og passa ungana þar sem við erum bæði að vinna...

Meira síðar.

Ást... 


Brandari dagsins

Fékk hann sendan frá vinkonu á Selfossi...ætlaði að skella honum á bloggið, en rakst þá á hann hjá Ásdísi bloggvinkonu: Brandari!! Og ákvað að linka á hann í staðinn!!!

Annars lítið að frétta.  Fór til Reykjavíkur í gær, gagnvert til að kaupa GRÆNT glansjoggingefni í buxur (eins og íþróttaálfurinn var í, í 1. leikritinu) því þær sem Jóhannes á eru BÚNAR AÐ VERA!! Algerlega gatslitnar, enda notaðar mikið að fyrst Ólöfu Ósk, svo Jóni Ingva og loks af Jóhannesi.  Sennilega bestu fatakaup sem gerð hafa verið á þessu heimili.  En ef einhver ykkar lumar á svona efni...þá tek ég við með kosshönd, því ég fór í Virku, Vouge og Gardínubúðina...og það er bara til svona efni í rauðu, bláu og gráu :(

Fór svo aftur til Reykjavíkur áðan.  Minn heittelskaði átti erindi í CR-Setrið og ég ákvað að skella mér með honum.  Mjög huggó ferð.  Hann verslaði sér Festool sög (SINDRI; þetta eru aðallega skilaboð til þín...mynd fylgir síðar). 

-----------

Þetta hér að ofan var skrifað í kringum hádegið...svo kom ýmislegt í veg fyrir að ég næði að vista...m.a. tannlæknaheimsókn og vinnan mín... ;)

Og núna er ég sem sagt komin heim, ætla í bælið...er svöng en ætla ekki að borða núna...það er óhollt að borða á nóttinni!!!

Knús&kærleikur... 


Smá meira blogg...

...það hefur ýmislegt gerst á hálfu ári!!!  Sjáið bara sjálf:

11. feb. 07

 Einar og Jóhannes á lóðinni...

 

 

 

 

 

 

24. ágúst 07
og hérna er húsið risið...

...eins og ekki hefur farið framhjá neinum sem les bloggið mitt ;) 


Hann moli minn!

Hann Jóhannes.

Í fyrradag þá keypti hann póstkort til að senda Idu vinkonu sinni, með mynd af hesti vegna þess að Ida ELSKAR hesta.  Ég hjálpaði honum að skrifa það sem hann vildi að kæmi fram, m.a. að hann væri orðinn 4ra ára, að hann ætli að flytja til hennar þegar hann verður 18 ára og fleira.

Nú er komið að því að senda kortið.  Ég sagði við hann áðan að það væri nú gott að pósturinn gæti sent kortið fyrir okkur og komið því til Idu.  Þá heyrist í mínum manni; "Já, það er nefninlega VIRKILEGA gott að pósturinn getur hjálpað okkur".

Ég veit stundum ekki hvaðan hann hefur orðanotkunarkunnáttuna...  Held reyndar að hann grípi allt sem Jónína (konan hans á leikskólanum), og svo afar og ömmur segja.  

InLove


Afmælisbarn dagsins...

Aron Atli...er Aron Atli, bróðursonur Einars.

Aon Atli er 8 ára í dag og sendum við honum okkar bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins. 


Minni barna

Skrítið hvað það kemur mér sífellt á óvart hversu mikið börnin mín muna.  Sjálf man ég atburði sem gerðust árið 1973 og 1974 (ég er fædd í nóv. 1970, fyrir þá sem það ekki vita).  

Jóhannes var eitthvað að tjá sig hérna í fyrradag og segir m.a.: "Einu sinni voru systkini mín að klifra í höllinni, en ekki ég".  Ég fór eitthvað að fiska hvaða höll hann væri að tala um; "RONJU höllinni auðvitað!"!!!!

Yes ofcourse!!!  Hann var þá rétt orðinn tveggja ára...eða í vikunni á undan!!  

Hann getur ekki munað þetta út frá myndum þar sem þessar myndir eru bara til á geisladisk (framtakssemin að gera út af við sumt fólk...) og hafa ekki verið skoðaðar í háa herrans tíð.

Ég gróf náttúrlega fram myndirnar...og fann m.a. þessa:

Mattíasarborg Reyndar gerði hann sig alveg líklegan til að príla líka...enda löngum verið mikill príliköttur...!!

En hér eru þau í Astrid Lindgren Verden sumarið 2005.

Besta frí ever, held ég svei mér þá.  Þvílík upplifun.  Ekki eins og tívoli, þar sem það er upplifun Í DAG og svo búið, Þarna vorum við með ræningjunum  nei, við lifðum öll á þessu lengi, gátum skoðað myndir, lesið sögurnar og talað um þetta.  Við vorum með í leikritunum, þetta var snilld.  

Okkur langar mikið að fara þangað aftur, til að leyfa Jóhannesi að upplifa þetta almennilega.  

Kannski sumarið 2009, þegar hann er að verða 6 ára.  Held það væri gott.  Næsta sumar verðum við enn að byggja og ætlum líka að ferðast innanlands...kynnast landinu okkar.

En hér eru fleiri myndir:

Lovísa, ég og Valdís Ólöf Ósk og Ronja Ólöf Ósk við húsið hennar Lottu í Skarkalagötu  

Jón Ingvi og Emil í Kattholti  Þetta var hreinasta SNILLD!!! Hvet alla sem eiga börn og sem þekkja sögur Astrid Lindgren að íhuga að heimsækja þennan skemmtilega stað.


En nú  ætla ég að fara að lesa fyrir tvo þreytta drengi.

Gott að ég er ekki í líkamsrækt...

...þó ég stefni alltaf í áframhaldandi hlaup á sandinum... 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afmælisbörn dagsins

Tveir mágar mínir eiga afmæli í dag, báðir 32 ára. 

Valtýr, litli bróðir Einars, fær bestu kveðjur frá okkur hér.  

Valtýr

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brynjar

Brynjar, maður Elínar sys., fær líka bestu kveðjur frá okkur.

 

 


Ég er LOFTHRÆDD!!!!!!!!

Vissi að ég væri svolítið lofthrædd...en ég vissi ekki að ég væri svona svakalega mikið lofthrædd.  Ég fór að hjálpa mínum heittelskaða í húsinu...taka mál og svona fyrir burðarveggjum.  Og það gekk ljómandi vel...þar til hann sagði að nú yrðum við að fara upp á "stillads" og mæla fyrir bitanum...  Upp komst ég...en svo þurfti ég að labba fram og tilbaka.  Ok meðan ég gat haldið mér í eitthvað...en svo kom staðurinn (norðurhliðin) og þar var ekkert til að halda í, tvær spýtur hlið við hlið til að labba á...og þær DÚUÐU!!!  Ómægod!!! Einar reyndar labbaði á undan og leiddi mig...en ég ýki ekki þegar ég segi að ég fór að skæla!!! Crying

Svo segir Einar; "Ástin mín, ég vissi ekki að þú værir svona lofthrædd"!  Hélt sig vita allt um mig eftir tæpl. 11 ára sambúð...!! En ég gat með góðri samvisku snökkt; "Ekki ég heldur!!!"!!!!!!!!!

Þegar við vorum komin niður aftur sagði þessi elska; "Þú verður þá ekki með mér á stillads að klæða loftin..."

NEI, vitiði, ég held bara ekki...ég myndi hvort eð er ekkert sjá fyrir tárvotum augum!!!

Það er gott að kynnast sínum takmörkunum...!!  Gott að geta grátið...tvo daga í röð!!! LoL

En núna ætla ég að standa við loforðið sem ég gaf Jóhannesi áðan og finna saumauppskrift...grænu íþróttaálfsbuxurnar hans eru BÚNAR, gersamlega gatslitnar, enda notaðar MIKIÐ af þremur börnum! Svo ég ætla að finna snið, fara svo í höfuðborgina very soon og kaupa grænt efni og sauma nýjar buxur á gorminn!!! Heart

Svo get ég sagt ykkur að Jón Ingvi átti góðan dag í gær í skólanum og dagvistinni.  Hann var ánægður þegar hann fór af stað í morgun.  Yndislegt. InLove

Eigiði góðan dag, elskurnar og gangi á vegi Æðri Máttar. 


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband