Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Mánuður fram yfir

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar  sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka  fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir".
"Hvernig í ósköpunum veist þú það?" spurði unga frúin.
"Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið.
"Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir.
"Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?".
"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð.
"Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?"
"Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi."
"Og hvað á þá konan mín þá að gera?"
"Nú hún verður þá bara að nota kerti" svaraði Alfreð.


Húsið og fleira

Hér eru tvær myndir, teknar á föstudaginn var. 

Einar og veggurinn Ólöf Ósk og veggurinn

Þetta er sum sé veggurinn sem skilur bílskúrinn frá húsinu.  Gatið sem Einar stendur í, er í forstofunni.

Fínt, ikk´?!!! Wink

 

Annars byrjaði alvara lífsins í dag, skólinn byrjaði! Ég fylgdi Jóni Ingva í skólann og talaði við kennarann, bað hann að sjá til þess að Jón Ingvi myndi skilja bækur eftir í skólanum, svo hann væri ekki að burðast með allt of þunga tösku heim!!!  

Svo skundaði ég niður til skólastjórans, til að biðja um að Jón Ingvi fengi aðstoð.  Hann er strax kominn með kvíðahnút í magann yfir skólanum.  Ég get ekki rætt um þetta án þess að gráta, svo ég grét meðan ég sagði henni hvað væri málið.  Mér finnst þetta svo sárt.  Ég veit nákvæmlega hvað hann er að ganga gegnum þar sem þetta er "the story of my life".  Fela sig í hárinu og vera með kvíðahnút í maganum.  Ég held að það besta fyrir Jón Ingva hefði verið að komast í svona lítinn sveitaskóla eins og ég var í.  Fullkomið öryggi.  En það er ekki í boði.  Hins vegar lofaði Hrönn (skólastjóri) mér því að það yrði gert allt til að hjálpa honum, hann ætti rétt á að líða vel!!! Það er kominn nýr þroskaþjálfi í skólann og hún ætlaði að biðja hana að fara inn í bekkinn þessa viku og jafnvel næstu líka til að fá mynd af þessu.  Og ef enn er þörf þá munum við fara til skólasálfræðingsins þegar hún kemur úr leyfi 1. nóv.  

Ég vona innilega að nú verði gert eitthvað.  Ekki bara eins og s.l. vetur þar sem ég upplifði að það var alltaf "verið að fara að gera eitthvað" sem aldrei var gert.  

Þess vegna ákvað ég líka að bíða ekkert, heldur æða strax af stað 1. skóladaginn og beint til æðsta manns/konu!!!  

Þannig að þetta er vonandi í farvegi...GÓÐUM farvegi!!!

Skrítið samt, þar sem hann er með þennan kvíðahnút í maganum yfir að hitta krakkana að þá vill hann samt vera í dagvist alla daga.  Svo við tókum um það ákvörðun, ég, Jón Ingvi og Einar, að hann verði í dagvist alla daga til kl. 16 (við Einar vildum 15.30 en hann sjálfur 16.00).  Þannig verður hann líka "stabíll leikfélagi" ef svo má segja.  S.l. vetur var hann bara suma daga og kannski hefur það líka haft áhrif, erfiðara að tengjast honum ef hann er bara stundum og stundum ekki í dagvistinni.  

Vonandi...

Amk. við vinnum að því að honum fara að líða betur í skólanum og hjálpum honum að byggja upp sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd!!! HeartLitli drengurinn minn, sem er orðinn svo stór.


Aðstoð óskast!!!

Eins og þið eflaust hafið lesið þá keyptum við nýja myndavél um daginn.  Ægilega fína.  En myndirnar er svo STÓRAR að það tekur heila eilífð að dæla myndum inn á barnanetið...sem verður til þess að ég nenni því ekki...og þá verður Tanni ósáttur...og ekki viljum við það...!!! LoL

En mig vantar sem sagt aðstoð.  Hvernig minnka ég myndirnar???????  

Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina...sem ég treysti á að þið getið veitt mér...!!!  


Alveg glötuð!!!

Held ég hætti hér með að vera með "afmælisbörn dagsins" á síðunni minni.  Undanfarna daga hafa ýmsir mér tengdir eða ótengdir átt afmæli.

15. ágúst: Siggi, 36 ára.  Siggi er maður Erlu systir. 

19. ágúst: Trausti, 39 ára.  Trausti er fyrrverandi mágur minn.  Var giftur Erlu systir í mörg ár.  Þar fyrir utan voru hann og Einar (minn heittelskaði) saman í Reykjaskóla fyrir mörgum árum síðan.

21. ágúst: Þórður, 38 ára. Þórði kynntist ég á djammárunum í Reykjavík.  Þórður var sá eini sem tóki mig á orðinu og heimsótti mig til Englands 1992.   

23. ágúst: Stebbi Pálma, 69 ára.  Stebbi er pabbi Eyþórs, sem var kærastinn minn fyrir 20 árum (hugsið ykkur, fyrir 20 árum!!!!!).  Ég bjó heima hjá Stebba og Hallbjörgu, konunni hans, í 3 ár.  Þau reyndust mér vel þessi ár og hafa alltaf átt stað í hjarta mínu, rétt eins og ég veit að ég á enn stað í þeirra hjörtum.

24. ágúst: Sölvi, bróðursonur minn, 5 ára.  Sölvi er sonur Gunnars bróðir.  Því miður þekki ég Sölva ekkert, hef hitt hann mjög sjaldan.  En hver veit nema úr því verði bætt í framtíðinni?!!! Ég vona það.

25. ágúst: Ævar Steinn, systursonur minn, 5 ára.  Ævar Steinn er sonur Maríu systir.  Ævar Steinn bræddi hjarta mitt þegar ég sá hann fyrst, þá var hann 3 mánaða.  Hann bræddi það enn meir þegar hann heimsótti okkur til Danmerkur sumarið eftir, þá 10 mánaða.  Brosið hans...OMG!!! Frænkutetrið bráðnaði eins og súkkulaði í smá sól!!!

Jamm, elskurnar mínar allar.  Þið lesið örugglega ekki bloggið mitt, en ég óska ykkur engu að síður til hamingju með dagana ykkar.   


24 tímar!!

Við hjónin höfðum það náðugt í gærkveldi og horfðum á 4 fyrstu þættina í einhverri seríu 24 hours.  Ég er svo mikil hæna...ég er alltaf á tauginni, hjartslátturinn á milljón...örugglega með of háan blóðþrýsting þegar ég horfi á þessa þætti.  En get ekki sleppt því...Jack is back and I love it!!! LoL

Reyndar prjónaði ég stroff á sokk nr. 2 meðan við horfðum, sem er gott því ég er með heilar og ónagaðar neglur fyrir vikið!!! Grin

Átti erfitt með að vakna í morgun.  Einar fór að vinna svo hann fór á fætur um 6 leitið, alger hetja.  Amk í mínum augum InLove

Pabbi kom undir hádegið og ætlar að vera til morguns.  Alltaf ljúft að fá hann til okkar.  Yndislegur maður, notalegt að vera í návist hans, pabbinn minn.  Krakkarnir elska að fá afa, Jón Ingvi er reyndar sérlegur afastrákur.  

Jóhannes fór í afmæli til vinar síns, svo hér er enginn íþróttaálfur skoppandi um.  Ég keypti handa honum íþróttaálfs-gúmmí-túttur í gær og hann er svo kátur.  Nú verða þetta væntanlega mest notuðu skór næstu vikurnar. 

Jamm, hvað get ég annað sagt ykkur? Jú, ég ætla að grísasnitsel í kvella...í raspi...held það sé gott!

En núna ætla ég að prjóna smá og njóta laugardagsins.  Það styttist í að ég vinni 3 helgar í röð...svo eins gott að njóta þessarar helgar og slappa af.

Gleymi að segja ykkur...það kom tilboð í íbúðina...hlægilega lágt.  Sennilega hafa "þau" ekki verið með hærra greiðslumat, því þau hættu við þegar við gerðum gagntilboð... En það er í góðu lagi, þetta kemur þegar þetta á að koma.

Ljós&kærleikur... 


Vinnan...

...tefur mig frá prjónaskapnum...

Var að vinna í gærkveldi. Var að vinna í dag.  En nú er helgarfrí og ég hef þrjú kvöld fyrir prjónana!!!! Ekki amalegt.

Skólasetning hjá ungunum í dag.  Einar fór með Jóni Ingva.  Jón Ingvi er stoltur og ánægður með að vera byrjaður í 2. bekk!!! Frekar kúl.

Skvísan sá um sig sjálf, enda of hallærislegt að hafa "þau gömlu" með sér á skólasetningu.  En hún er samt litla stelpan þegar hún er að fara að sofa og vill láta breiða yfir sig og helst smá kúrikúr með mömmsunni sinni InLove

Yndislegt.

Núna eru þau að horfa á Disneyshow á DR1...

Einar er uppi í húsi og ef þið spyrjið Jóhannes þá segir hann; "Það er stutt í þakið"!!! Litla krúttið.

Annars kom pakki frá Norðfirði í dag, playmobíll sem Jóhannes fékk í afmælisgjöf og sem týndist á Ormsstöðum.  Við skriðum um allt en fundum ekkert.  Mamma fann hann svo undir sófa, þar sem bæði ég og Einar höfðum leitað! Eins og mamma sagði; "Álfkonan hefur fengið hann lánaðan handa barninu sínu" og ég er nokkuð viss um að þannig hefur það verið.
En mamma sem sagt skrifaði "Jóhannes Einarsson" á pakkann...Jóhannes var ekki viss um hvort pakkinn væri örugglega ætlaður honum...því hann kallar sig "Jóhannes Sigrúnarson"!!! (Algerlega komið frá honum sjálfum.) Hann sættist svo á að það væri ok að SKRIFA "Jóhannes Einarsson" ef fólk bara man að hann samt heitir "Jóhannes Sigrúnarson"...

Jamm og já...ætla að ganga frá úr Bónuspokunum...

Knús&kærleikur... 


Gaman

Ooooohhh, hef ekki tíma til að fara að vinna!!!  Langar svo að prjóna og sauma og skrappa og fleira...en til að eiga pening í allt þetta föndur mitt þá verð ég víst að vinna...get ekki endalaust látið Einar vera einu fyrirvinnuna...það hefur hann verið í svo mörg ár og staðið sig með mestu príði.

Reyndar finnst mér líka svo gaman í vinnunni.  Svo ég svari spurningu sem ég fékk frá Ásdísi bloggvinkonu, að þá er ég enn mjög ánægð í vinnunni.  Finnst starfið yndislegt, gefandi og svo allt fólkið sem ég kynnist, bæði íbúar, aðstandendur og ekki síst starfsfólkið.  Mér finnst ég vera að komast inn í bæjarsamfélagið og það finnst mér æði.
Ég er svoddan dreifbýlistútta að ég verð að vera "þekkt" andlit, þannig skilið að mér þykir voða notalegt þegar fólk þekkir mig og heilsar þegar ég t.d. kem inn í búð.  Þannig hefur þetta alltaf verið heima á Nobbarafirði og þannig var þetta sannarlega orðið í Græsted.  Enda gerði ég mér t.d. sérstaka ferð í búðina "mína" í Græsted til að kyssa kaupmanninn bless þegar við fluttum heim s.l. sumar Kissing Og svo var mér tekið fagnandi þar þegar ég fór út í febrúar!  Yndislegt.

Þó ég verði ALDREI skagamaður(kona) þá vil ég samt ekki vera AKP alltaf (AðKomuPakk)... Heima á Norðfirði (amk. heima á Ormsstöðum) var AKP kallað "útlendingar").

Hef ég sagt þetta áður? Ég ætla amk að segja það... Það sem mér þótti skrítnast (og sorglegast) þegar við bjuggum úti í Danmörku var að börnin okkar höfðu ekki rætur á Íslandi.  Þegar við (foreldrarnir) vorum spurð hvaðan við værum (af íslendingum) þá var svarið hjá Einari; "Ég er Skagamaður" og hjá mér; "Ég er norðfirðingur".  En börnin voru "frá Íslandi".  Nú finnst mér æði að þau eru orðnir SKAGAMENN!!!!  De har fået TILHØRSFORHOLD, eins og ég myndi orða það á dönsku!!!

Á eftir er ég að fara að gera það sem mér þykir sárt...ég er að fara með Jóhannes í bólusetningu Crying
 ég jafna mig örugglega seint á ótta mínum við nálar... Hann vantar eina bólusetningu til að vera kominn í íslenska kerfið... Meningococcar...heilahimnudæmi.  Ég vona að hann standi sig jafn hetjulega og hann hefur alltaf gert...það hafa fallið fleiri tár hjá mér en honum.

taskan...og égEN nú ætla ég að sníða fóður inn í töskuna mína...og fara að taka þessa elsku í notkun...ætla sem sagt ekki að gefa hana í jólagjöf...nema ég skipti um skoðun...langar að eiga hana sjálf...veit ekki hver systra minna hefur "svona" smekk... 

Sendi fullt af kærleika til ykkar allra.  Þið eruð ÆÐI!!! 


Enginn tími...

...til að blogga.  Er að fara að lesa fyrir drengina, svo ætla ég að skríða upp í og prjóna...var að kaupa mér garn og er æst í að byrja á verkefninu!!!  Vonandi jólagjöf...ekki orð um það meir!!!

Ljós&kærleikur út í vefheim Heart


Sárt að sakna

Í gærkvöldi skreið uppgefinn Jóhannes upp í rúmið sitt og kúrði með mömmunni sinni.  Ég söng fyrir hann lagið "Nína" og þar segir m.a. "Það er sárt að sakna einhvers...".  Þá grípur sá stutti inn í og segir; "Já, eins og mér finnst sárt að sakna Idu"!!!  Crying

Sami molinn og spurði ekki alls fyrir löngu hversu gamall maður þyrfti að vera til að mega flytja að heiman...18 ára, var svarið.  Þá heyrðist í þeim stutta; "Þegar ég verð 18 ára ætla ég að flytja til Idu".  

Já, það eru sannarlega mikil heilabrot og fullt af tilfinningum í höfðinu á honum.  Hann var tæplega 3 ára þegar við fluttum heim frá Danmörku, og þá hafði hann þekkt Idu alla hennar ævi.  Þau "hittust" fyrst þegar Ida var 12 daga gömul, en hún er upp á dag 2 mánuðum yngri en Jóhannes.  Hann var 3½ þegar við bjuggum hjá Idu og fjölskyldu í 4 vikur og þau léku sér daginn út og daginn inn.  Svo í sumar náðum við að hitta þau 2svar á þessari viku sem við vorum úti.  

Jón Ingvi varð einmitt mjög leiður í gær. Vegna þess að vinur hans frá Danmörku (íslenskur samt) er á landinu og ætluðu þau að koma til okkar í dag.  Jón Ingvi var búinn að hlakka mikið til, en svo æxluðust bara hlutirnir þannig að þau urðu að afboða sig.  Mikið varð drengurinn minn leiður.     

Það er enginn vafi á að tengslin eru sterk.  

Við vorum af þessu tilefni að ræða þetta í dag, ég og Einar.  Mér finnst svo mikilvægt að halda í þessi tengsl.  Milli Jóhannesar og Idu og eins milli Jóns Ingva og Camillu, bestu vinkonu hans í Danmörku.  Ég vona að ég geti skroppið til Græsted í viku með vorinu...þó það sé langt þangað til...en það væri æði.  Auðvitað líka fyrir mig Wink

Ég fæ eiginlega bara töluvert illt í hjartað yfir þessu.  Finnst sárt að hafa rifið drengina úr þessum mikla vinskap.  En hins vegar er svo margt líka hérna heima sem þeir eru að njóta, afar og ömmur, frænkur og frændur.  Og svo eru þeir búnir að eignast sinn hvorn vininn hérna líka og það er ljúft. 

Jamm og já, það er sárt að sakna.

Og ljúft að elska InLove


Eitt par!

Fasteignasalinn hringdi...það kom eitt par að skoða á opna húsinu í gær! Og þau eru að koma aftur í kvöld.  Svo er víst annað par búið að hringja og kemur jafnvel annað kvöld. Vona eiginlega bara að einhver geri tilboð sem ekki er hægt að hafna...vona að minnsta kosti ekki að ég þurfi endalaust að vera að taka til og þrífa fyrir sýningar...  Þó það sé venjulega ekkert allt í rusli, þá er samt stundum smá ryk og svona...

Annars búinn að vera YNDISLEGUR dagur.  Fór með ungana í sund í morgun, það var geggjað.  Held það hafi verið næstum 20°, og aldrei slíku vant þá var mér EKKI kalt á hausnum!!! Og ég fékk ekki verk í eyrun af blæstri...sem ég fæ alltaf ef það er smá gjóla...heit eða köld!! 
Fór með hjólið mitt í viðgerð aftur, það var gert við dekkið í gær og það var sprungið aftur í morgun. Um hádegið var það komið í lag og ég og Jóhannes röltum og sóttum gripinn.  Hjóluðum heim og Jón Ingvi bættist í hópinn, svo hjóluðum við inn í hverfi, Jón Ingvi var að fara að heimsækja vin sinn sem þar býr. Á heimleiðinni komum við við hjá Jónu og fengum kaffi og bláber.  Nice.

Þarf að komast til Reykjavíkur að kaupa efni...ætti kannski að fara á morgun...eða kannski ekki...nenni varla en langar að sauma nýjar íþróttaálfsbuxur á Jóhannes...hann á svona grænar (eins og íþróttaálfurinn var í, í allra fyrsta leikritinu) og þær eru komnar í hengla.  Enda vel nýttar, fyrst Ólöf Ósk, svo Jón Ingvi og núna Jóhannes og öll hafa þau notað þessi föt MIKIÐ!!!  Svo það má segja að þetta hafi verið góð kaup þó ég, þá fátæka einstæða móðirin hafi vart haft efni á þessum kaupum!!! LoL En ég held að mér sé óhætt að segja að engin föt hafa verið betur nýtt á þessu heimili!!!

Heyrðu, svo fékk ég glaðning með póstinum.  Geisladiskurinn hans Gumma kom í dag, áletraður og fínn.  Takk fyrir það, Gummi, ef þú lest Kissing

Jæja, nenni ekki meir.  Elska ykkur öll... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband