Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur

Vaknaði í morgun með ungunum mínum. Þegar þau voru farin í skóla og leikskóla fór ég heim að sofa aftur.  Ég vildi stundum að ég þyrfti eins lítinn svefn og minn heittelskaði, en þannig er það bara ekki. Ég fungera ekki ef ég sef bara í 6 tíma, eins og í nótt. Sofnuð um 1 og vakna kl 7.  Virkar ekki fyrir mig! Svo ég sem sagt fór aftur að sofa og svaf til kl að verða 11.  

Hringdi í lækni.  Var ég búin að segja ykkur að sundkennarinn hennar dóttur minnar vill "sönnun frá lækni", eins og dóttir mín orðaði það, fyrir því að hún megi ekki synda bringusund.  Ég varð pissed!! Trúir ekki dóttir minni!!! Og eins og Einar sagði, það er ekki eins og hún sé að reyna að koma sér undan, æfir sund á fullu og keppir!  Jæja, ég hringdi sem sagt í heimilislækninn og hann var jafn hneykslaður og við!!! (Svo við erum ekkert crazy...LoL) Hann sagðist nú ekki skilja hvað skipti miklu máli að hún væri að synda bringusund, flugsynt barn sem bæði æfði sund og keppti!!!  Svo hann ætlaði nú ekki að skrifa neitt vottorð, heldur ætlaði hann sér að hringja í þessa konu og RÆÐA við hana!!! Og svo urðum við sammála um að það væri orðið tímabært að láta bæklunarlækni kíkja á hnéð á stelpuskottinu, þar sem þetta virðist ekki lagast af sjálfu sér.  Svo nú er ég líka búin að panta tíma hjá Jóni Ingvari, sem skar mig.  Jóni hinum Dásamlega, eins og tengdamamma og tengdaamma kalla hann, en hann skar líka tengdaömmu (Siggu ömmu)...og reyndar fleiri í fjölskyldunni.  Svo við reiknum með að stelpuskottið sé í góðum höndum þar.

Annars er ég búin að sitja og drekka kaffi og spjalla síðan ég vaknaði.  Jóna (konan hans tengdapabba) kom undir hádegið.  Notalegt.  Ég elska svona, eins og þið vitið...

Já, svo er helgin framundan...sem minnir mig á að ég þarf að hringja í pabba, sem ætlar að koma og passa ungana þar sem við erum bæði að vinna...

Meira síðar.

Ást... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

það tekur ekki svo langan tima að taka eina mynd og setja á netið hmmm!!!

Tanni Ofurbloggari, 31.8.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Þú heldur það!!! Nei, en sko ég ætlaði að gera mér lífið léttara og finna mynd á netinu...en veit auðvitað ekki hvað þessi sög heitir (I know; KONUR!!!!) svo ég verð að fá hjálp frá mínum heittelskaða...sem er að vinna...

...hann getur kannski reddað þessu í kvöld...?!! 

SigrúnSveitó, 31.8.2007 kl. 15:36

3 identicon

pabbi þinn er yndislegastur allra:)

frænka (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband