Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Svo margar heimasíður...

...en hérna set ég líka inn myndir...og er með sér handavinnumynda"grúppu"2007 og líka sko handavinnumynda"grúppa 2006...

alltílagitakkbless... 


Taska to be

taska to beég hlakka mjög til að sjá útkomuna, því hún er svo allt öðruvísi í uppskriftinni.  Ég byrjaði á garni sem ég átti og er svo búin að bæta við.  Very gaman.

Svo að verkefnamálinu.  Við vorum á símafundi með vejleder í morgun kl. 7 og þetta var allt svo jákvætt.  Hún hafði mjög fáar athugasemdir...aðrar en að þetta væri mjög gott hjá okkur!!  Svo við erum glaðar og fullar af baráttuhug...svo ég ætla ða nota þennan baráttuhug og skrifa *snöggvast* það sem er mitt verkefni að skrifa í dag!! 


Fingraskjól fyrir Hrönn

María sys. með grifflur Upprunalega uppskriftin er svona: 

Garn: Alfa

Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 6, 30 lykkjur.
Prjónið 18 sm. í hring, 1 sl., 1 br.  Fellið af 6 lykkjur fyrir þumalfingri = 24 lykkjur eftir.
Prjónið áfram í hring 1 sl., 1 br. þar til allt stykkið mælist 23 sm.
Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. 

Svo hef ég prjónað þær í ýmsum útgáfum, úr fínna garni (og þá með fleiri lykkjum "nottla"), svo hef ég prjónað þær styttri, með lit í báða enda og við þumal.  

Gerði líka þessar sem María sys. er með þarna, og saumaði hjarta á, með perlusteinum.  Kom rosa vel út...en ég held ég hafi gleymt að taka mynd...þarf að tékka og bæta því þá inn hérna

Þannig var það nú. 


Ingvar aktívur

30. maíIngvar er búinn að vera á fullu að vinna hjá okkur í dag. Einar var í vinnunni svo hann gat ekki verið með...ekki fyrr en eftir vinnu.  (Skyldi hann ætla að sofa eitthvað fyrir næturvaktina? Ég næstum því efast um það...byggeriet er svo spennó!!)

Mér finnst þetta líka rosa spennandi, sko að fylgjast með Wink

KNÚÚÚSSSS 


Jedúdda...

...mía!!

Mig langar svo mikið til að föndra, prjóna, sauma, fara á leirlistanámskeið, vera kreatív.  Reynar er ég töluvert kreatív.  Ég er að prjóna tösku, held hún verði mjög flott.  Kannski gef ég hana í jólagjöf.  Hver veit.  Set inn mynd þegar ég er búin með hana.  Tvö góð sjónvarpskvöld og hún er ready.  Verst (en samt ekki) hvað ég glápi sjaldan á imbann.  Ef ég myndi glápa meira þá myndi ég prjóna meira, en ég myndi þá gera minna af einhverju öðru.  Veit ekki hvað er best...eða hvað er verst Undecided 

Ég er búin að *hitta* nokkra handavinnubloggara á netinu og hef gaman af því.  Búin að panta jólagjöf handa ***** hjá einni þeirra.  (Jamm, jólagjafirnar í fullum sving hér...ekki er ráð nema í tíma sé tekið...og kannski tekst mér einhverntímann að hafa þær klárar í okt./nóv...það er planið og búið að vera það í nokkur ár...).  

Nóg um það.

Verð að segja ykkur krúttlega sögu af Jóhannesi.  Hann hefur lengi þrætt fyrir að vera Einarsson,sjarmörinn Jóhannes Sigrúnarson hefur sagst vera Sigrúndóttir.

Um daginn fórum við mæðginin í Einarsbúð.  Jóhannes var búinn að spyrja mig tvö síðustu skipti á undan; "Er þetta Einar?" um leið og hann hafði bent á Einar kaupmann.  Jú, það passaði.  En sem sagt þarna síðast þá vatt hann sér að Einari og sagði; "Pabbi minn heitir líka Einar."  Honum var vel tekið, Einar kaupmaður tók í hendina á honum og sagði; "Já, einmitt. En hvað heitir þú?"  "Jóhannes", sagði sá stutti.  "Já, heitir þú þá Jóhannes Einarsson?", spurði Einar kaupmaður.  "Nei, Jóhannes Sigrúnarson"!!  

Krúttið.  Það stóð *(h)eldri* kona hjá Einari kaupmanni og varð vitni að þessu og hún var gersamlega máttlaus í hnjánum af aðdáun.  

Skildi drengurinn hafa erft hæfileika pabba síns að sjarma *(h)eldri* konur upp úr skónum?  


Langar svo...

...eitthvað!! 

Ég er ÞREYTT, en það er líka af því að ég fór SEINT að sofa.  Það er ekki nóg fyrir mig að sofa í 6½ tíma... Ég var svo þreytt þegar ég fór að sofa, var sem svo mikinn þreytuverk í öðrum fætinum að ég var viðþolslaus, þurfti að lokum að taka panódíl til að geta sofnað!!  

Þrátt fyrir að vera þreytt í dag þá er ég einhvernveginn full af orku.  Mig langar SVO að fara út og gera eitthvað.  Hitta fólk.  

Held að þessi andlega sprauta, sem ég fékk af heimsókninni í gær, sé ástæða þessarar miklu orku.   

En það þýðir ekki að æða út og vera með læti...þá gerist ekkert í verkefninu...og við þurfum að senda verkefnið til leiðbeinanda fyrir kl 13 (ísl.tími) og svo eigum við fund kl. 7 í fyrramálið!! (Sem þýðir að ég þarf að vakna SNEMMA!!!...ekki alveg my cop of tea...!! ...) 

En hvað um það.  Ég sit hér í dag, og næstu daga og svo á mánudaginn ætla ég að gera eitthvað allt annað en að sitja hérna!!  Ætla sannarlega að taka mér frí í 1-2 daga áður en ég fer að undirbúa vörnina!!!  Og hana nú...!!!

Svo er að byrja sumarfrí hjá börnunum.  Þessi vika eftir og svo eru skólaslit á mánudaginn.  Þau eru að rifna úr spenningi, og skiljanlega.  Veðrið er líka þannig að það er erfitt að sitja inni í skóla, og í allri þessari birtu er líka erfitt að þurfa að fara snemma að sofa.  Ég er leiðinlegasta mamma í heimi á nánast hverju kvöldi, því að á meðan þau þurfa að mæta snemma í skólann þá þurfa þau að fara snemma að sofa.  Og það er LEIÐINLEGT!! Sérstaklega þegar aðrir krakkar fá að vera úti fram eftir öllu.

Ég hef stundum spáð í hvort að mín börn þurfi svona óeðlilega mikinn svefn, eða hvort það sé eitthvað annað sem býr að baki?  Hefur þetta eitthvað með ábyrgð að gera og/eða skort á vilja/orku til að takast á við börnin sem vilja vera úti frameftir? Ég veit ekki.  

En hvað um það.  Ég ætla að njóta dagsins og orkunnar, sem streymir um æðar mér.  Skelli mér kannski í smá hjólatúr á eftir...ég verð líka að rétta úr mér og teygja stirða skankana!!!

 

Sports Gif Images

 


Yndislegir vinir...

Dave, ég, Polly og Einar...fengum heimsókn í dag alla leið frá Ameríku.  Yndislegir vinir, sem við kynntumst í apríl 2004 eru á landinu í nokkra daga og komu þau í mat áðan.  Stórkostlegir endurfundir.  Þessu fallegu hjón heita Dave og Polly.  Algerar perlur.  Ég vona innilega að við getum heimsótt þau í náinni framtíð, það væri æði.

Síðast þegar við hittum þau var Jón Ingvi 3½ (jafn gamall og Jóhannes er núna!) og Jóhannes var 8 mánaða kríli! Time flyes!! 


Enjoy your coffee!

A group of alumni, highly established in their careers, got together to visit
their old university professor. Conversation soon turned into complaints about
stress in work and life. Offering his guests coffee, the professor went to the
kitchen and returned with a large pot of coffee and an assortment of cups -
porcelain, plastic, glass, crystal, some plain looking, some expensive, some
exquisite - telling them to help themselves to the coffee. When all the students
had a cup of coffee in hand, the professor said: "If you noticed, all the nice
looking expensive cups were taken up, leaving behind the plain and cheap ones.
While it is normal for you to want only the best for yourselves, that is the
source of your problems and stress.
 
Be assured that the cup itself adds no quality to the coffee. In most cases it
is just more expensive and in some cases even hides what we drink. What all of
you really wanted was coffee, not the cup, but you consciously went for the best
cups... And then you began eyeing each other's cups.
 
Now consider this: Life is the coffee; the jobs, money and position in society
are the cups. They are just tools to hold and contain Life, and the type of cup
we have does not define, nor change the quality of Life we live. Sometimes, by
concentrating only on the cup, we fail to enjoy the coffee God has provided us."
God brews the coffee, not the cups.......... Enjoy your coffee!
 
"The happiest people don't have the best of everything.

They just make the best of every thing."
 
Live simply. Love generously. Care deeply. Speak kindly. Leave the rest to God

ImageChef.com - Create custom images


Húsið...

Ólöf Ósk ...byggingamyndir hérna.

Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband