Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hellú

Myndir hérna fyrir þá sem vilja.

Snjór í Danmörku.  Allt stoppar.  Enginn skóli hjá mér í dag...eða neinum öðrum í nágrenninu.  "Snefri" eða "snjófrí" hjá ansi mörgum í dag.  Falck búnir að fara í yfir 6000 útköll síðan í gærmorgun...!!!  Og í nótt fékk fólk, sem hringdi í Falck, þau svör að finna sér gistingu í nálægum húsum...eins gott að hitta á vingjarnlegt fólk þarna út á bölandinu...!!

Við hugguðum okkur hérna heima.  Tinna fór reyndar í vinnu, en kom frekar snemma heim þar sem fólk afpantaði í löngum bönum.  

Ég er enn að kafna úr kvefi...danskur vírus...því ég var líka kvefuð í síðustu viku...

Við Jóhannes fórum út í búð í dag, röltum okkur í snjónum með snjóþotu og höfðum gaman af.  Hittum kaupmanninn "okkar", hann Henrik, það var voða gaman.  Búðin var full af fólki, því allir voru heima í dag í "snjófríi"!!!  Og það var engin mjólk og brauðin voru að verða uppseld...því það komu engar vörur vegna snjósins. 
Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið/skrítið...en hér eru bílar bara ekki útbúnir fyrir snjó og því fer sem fer.  Heima á Íslandi kæmist fólk ekki upp með að mæta bara EKKI í skóla og vinnu þó það kæmi smá snjór...en þar er bílar betur búnir.

Á leiðinni til baka datt okkur í hug að banka upp á í *gamla húsinu okkar*.  Þar hittum við á Jacob, sem dró okkur inn í kaffi.  Svo kom Christina niður fljótlega og krakkarnir inn.  Voða gaman að hitta þau og ekki minna gaman að sjá *húsið okkar* aftur.  Þau eru búin að setja þakglugga í, sem gerir að það er mun meiri birta inni.  Svo er bara skrítið að sjá húsið með allt öðrum húsgögnum en okkar...

Jamm og já.  Ég verð heima í rólegheitum á morgun líka...svo þá skrifa ég kannski meir... 


diddiriddiri...

...jamm, mér hálf leiðist.  Vantar fólkð MITT!!  Sakna elsku Einars og ormanna...

Skóli á morgun...verkefni framundan...er ekki að nenna þessu verkefna-framsagnar-veseni meir...gott þetta er SÍÐASTA lotan í skólanum!!!

Á föstudag ætla ég svo að "hygge mig" með Pippi fram eftir degi og fara svo til Betinu.  Nice.  Laugardagurinn er í óvissu enn...kannski við bara tökum lestina til Køben eða eitthvað.  Eflaust einhver sem er til í að hitta okkur!!!  Á sunnudaginn er það Græsted sem kallar og svo aftur Hillerød.  

Á mánudaginn ætla ég að vinna með Annemarie (sem ég ætla að skrifa lokaverkefnið með), við þurfum að sjóða saman einhverja klausu varðandi verkefnið.  

Jamm, nóg að gera svo sem og engin ástæða til að láta mér leiðast...en ég VIL Einar!!! InLove 25 dagar þar til ég sé hann!!! 


snjókoma...

...og allt úr skorðum í Danaveldinu litla.  Ég er fegin að vera ekki úti að þvælast fyrir litlu baununum...við röltum okkur út í búð í morgun, ég, Jóhannes og Ida og það var voða gott að fá frískt loft.  Það er svo magnað hvað danir eru alltaf illa undirbúnir undir vetur, ár eftir ár...eins og þessi frétt segir allt um...fyrir þá sem ekki geta eða ekki nenna að lesa á dönsku þá snýst þessi frétt um snjóinn og m.a. að Falck og að þeir voru búnir að hjálpa heilum 400 bílstjórum...í morgun!!!  22 mm snjór...2,2 cm...eða hvað?  Og allt fer úr skorðum...æjæjæj....

Miðvikudagur!!!

Já, það er strax kominn miðvikudagur.  Tíminn flýgur af stað.

Hér er enn gott að vera.  Reyndar snjókoma og svoleiðis *leiðindi* setja ALLT úr skorðum í baunalandinu litla.  Svo það er nú gott að ég er hiema í dag!!  Hefði ekki boðið í að fara út í umferðina með dönum í dag...  Bíllinn sem ég er á er reyndar ekki á vetrardekkjum svo það er gott ég er heima.  

Annars gengur vel.  Jóhannes er alsæll, fór í leikskólann í gær og ætlar AFTUR.  En hann saknar pabba síns MIKIÐ.  Grét fögrum tárum í gærkvöldi Crying Litli molinn.  En ég held samt að það sé betra að hann sé með mér og sakni pabba síns en að hann sé heima og sakni mín...svona miðað við viðbrögðin sem hann sýndi þegar ég var í burtu í 3 daga þarna í janúar...

Ég talaði við Einar og krakkana sem "heima sitja" í gær.  Ólöf Ósk var á leiðinni út að hitta vinkonur og mátti ekki vera að því að tala við mig...Jón Ingvi nennti ekki að tala í símann, hann var að klára að taka sig til fyrir ferðalagið.  Þeir feðgar voru á leið út úr dyrunum til að keyra til Reykjavíkur.  Svo er Jón Ingvi að fara á Norðfjörð með Aðalsteini bróðir í dag.  Ekki leiðinlegt hjá þeim.

Jæja, ég ætla að hita mér kaffi og fá mér að borða.  Jóhannes og Ida eru frammi að borða, Ida ætlar að vera heima með okkur í dag og halda okkur selskap Smile svo ætlum við að rölta út í búð...mig vantar ilmefnalaust þvottaefni til að þvo larfana okkar...og nefsprey...ég er AFTUR orðin kvefuð...hef ekki fengið kvef eða pest í fleiri ár...svo fæ ég þetta 2 vikur í röð!!!  USSSSS!!!!


Jæja

Ég þjáist minna af bloggfíkninni hér í baunalandi...eða kannski er ég alls ekki með bloggfíkn...

Annars er bara gaman að vera hér, og gott.  Fór í skólann í dag og það var fínt.  Var ekki eins þreytt í dag og í gær, enda var ég búin kl 11.15 í dag. 
Það hefur tekið svolitla orku að tala allt í einu dönsku daginn út og daginn inn, hafði ekki spáð í að það myndi gera það.  

Jóhannes fór í leikskólann í dag og var al-sæll.  Hitti fullt af gömlum vinum, bæði börn og fullorðnir fögnuðu honum!  Svo slógu þau köttinn úr tunnunni...en hann sagði mér að það hefði ekki verið köttur í tunnunni, heldur appelsínur og rúsínur!!!  Frekar skrítinn "köttur"!!!

Hann ætlar aftur í leikskólann annan dag og þá að ná að leika úti líka!!!  Mikil gleði!

Ég er ekki enn búin að hitta Annemarie, sem ég ætla að skrifa lokaverkefnið með.  Hún er búin að liggja í flensu...en hún kemur í skólann á fimmtudag...svo þá röbbum við saman.  Erum að spá í að skrifa um alkóhólista!!  (Hvern sem þekkir okkur skildi undra það...?!!!Grin)  Við eigum að skila inn blaði varðandi verkefnið fyrir 1. mars, svo við þurfum að fara að ræða málin...

Við skruppum í kaffi til Rakelar áðan, skiluðum loksins bókinni sem Sophie gleymdi hjá okkur milli jóla og nýárs...við náðum aldrei á pósthúsið með hana...!!  (trassaskapur í mér...)

Jóhannes og Ida njóta lífsins saman, og það er ekki hægt að sjá að þau hafi verið í sundur í 7 mánuði.  Magnaður vinskapur í gangi hjá þeim.  Set myndir inn á barnasíðuna fljótlega...læt vita hérna þegar ég geri það...

Jæja, best að hala Jóhannes upp úr baðinu... 


Dejlige Danmark...

Það er gott að vera hér, en mér finnst KALT!!!  Það skilja danirnir ekki...og trúa mér alls ekki...það hlýtur jú að vera KALT á ÍSlandi!!!

Skóli í dag...langur dag...þreytt!!

Jóhannes var heima hjá Idu, hann talar dönsku eins og ekkert sé...bara ekki við mig Wink

Á morgun fer hann með Idu í leikskólann, það er "fastelavn" og hann ætlar að vera Byggemand Bob.  

Fór út í búð áðan, gaman, hitti fólk sem ég þekki.  Mér líður eins og ég sé komin heim!!  Gaman að því.  Það á örugglega eftir að verða svona á Akranesi einn góðan veðurdag!!!  

Ætla ekki að skrifa meira í bili.  Nóg að snúast...svo er lestur og fleira skemmtilegt sem bíður... 


Komin til Danaveldis

Jæja, fórum á fætur kl 4 í morgun...ég var ÞREYTT enda vakti ég til kl 1 Shocking smá stjórnleysi...

Æddum á völlinn...lentum í Köben kl. 11.20 á staðartíma.  

Hittum Sigrúnu, mömmu Lóu við færibandið.  Þá heyrðist í Jóhannesi; "Mamma, hvað heitir þessi amma?".  Hittum Lóu svo fyrir utan, og hún bauð okkur í opið hús á morgun.  Sé til hvað ég geri...er of þreytt núna til að taka afstöðu... 

Pippi beið okkar fyrir utan.  Beint til Hillerød í ekta danskan frokost.  Ekki slæmt.

Vá, það var æði að koma hingað, ég var komin HEIM.  Skrítin tilfinning að tilheyra svona gersamlega á tveimur stöðum.   

Pippi fór með okkur til Piu, sem beið með eitt stykki íbúð handa okkur!!  Og aðgang að, ja öllu!!  Svo fengum við bíl til afnota hjá Pippi og Kåre.  Ég get sagt ykkur að ég er búin að vera klökk í allan dag af þakklæti.  Mér finnst þetta ekkert lítið sem þau eru öll að gera fyrir okkur. 

Erum núna komin til Græsted Smile Sitjum í köldu dönsku húsi...brenniofninn er að hita upp hægt og sígandi.  Sakna ekki kaldra húsa...!!

Mamma Tinnu kom og hleypti okkur inn í húsið þar sem Tinna og co koma heim á morgun úr skíðaferð.  Hún (mamma Tinnu) er líka boðin og búin að passa Jóhannes þegar og ef ég þarf!!  

Ég bara á ekki orð yfir þetta allt.  Pippi segir að ég eigi þetta allt skilið Blush ...ég bara roðna...

Ég mun þakka fyrir mig áður en ég fer að sofa í kvöld, það er alveg á hreinu. 

 


Ammili...

Jóhanna Stef.Afmælisbarn dagsins, Jóhanna. 

Ég er búin að þekkja Jóhönnu næstum því allt mitt líf, amk síðan ég var í kringum 4 ára.  

Mér finnst alltaf svo gaman að hitta Jóhönnu, reyni alltaf að kíkja til hennar þegar ég fer *heim*.  Tókst ekki að hitta á hana í sumar þegar var á ferðinni, en það gengur vonandi betur næst.

Elsku Jóhanna, ég á svo sem ekki von á að þú lesir þetta; en hvað um það...Ég sendi þér mínar bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Knús og Kissing frá mér til þín Wink


Jæja

Búin að pakka öllu...vona ég...!  Á bara eftir að fara og kaupa mér garn, leyfa Jóhannesi að kaupa gjöf handa Idu sinni og svo skreppa á leikskólann og leyfa honum að segja bless.  Fríið varð aðeins lengra en áætlað var þar sem hann fékk þessa lungnabólgu.  En það var í lagi að því leitinu til að besti vinurinn, Bergþór Logi, var líka í fríi þessa viku, skrapp til pabba síns út á land.  

Magnað hvað gerist mikið í höfðinu á Jóhannesi á nóttinni.  Hann er endalaust að segja mér frá ýmsu svona þegar hann vaknar á nóttinni.  Eins og í nótt þá fór hann að segja mér frá einhverri bók sem hefur verið lesin í leikskólanum þar sem skilnaður er greinilega málefnið.  Jóhannes sagði; "í bókinni á leikskólanum þá vill pabbinn ekki eiga heima hjá krökkunum og mömmunni og hann flutti í annað hús...alveg eins og pabbi Bergþórs Loga".  Síðan leiddi hann mig í allan sannleika um það hvað pabbi Bergþórs Loga heitir og hvers son Berþór Logi sé...

Sjálfur segist hann heita; Jóhannes Sigrúnardóttir!!!  Vill engan veginn samþykkja að hann heiti Jóhannes Einarsson...hann á kannski eftir að láta breyta þessu...eða vaxa upp úr *móðursýkinni* Wink

Í fyrrinótt sagði hann; "Er ég ennþá veikur?" Ég svaraði því játandi.  Þá sagði hann; "Þá má ég ekki fara í leikskólann.  Lilja var veik í leikskólanum og konurnar mínar segja að það mega ekki vera veik börn í leikskólanum".  

Miklar pælingar í gangi, í litlum sætum haus, um miðja nótt... 


Brjálað að gera...

...við að pakka og reyna að muna eftir öllu.  Er búin að skrifa lista yfir það sem ég þarf að muna áður en ég fer út úr dyrunum...muna eftir pensilíninu hans Jóhannesar, muna eftir lambalærinu í ísskápnum (svo við fáum kvöldmat), muna eftir hinu og þessu...sjálfri mér og börnunum...!!

---

Jóhannes er orðinn algerlega háður því að sofa uppí hjá MÉR.  Skítt með pabba, hann vill mömmu sína.  Hann er svo góður við mig og strýkur mér og klappar í bak og fyrir og segir; "mamma, það er svo gott að koma við þig".  Honum finnst ég ægilega mjúk og fín og honum finnst maginn minn bara kósí LoL ...ég ætti kannski að taka mér Jóhannes til fyrirmyndar og sættast við þessa vömb mínaShocking...sætta mig við að hún (vömbin) verður alltaf krumpuð og slitin enda hefur teygst og togast á grey magaskinninu nokkru sinnum...

En ég ætlaði reyndar ekkert að fara að tala um vömbina á mér...heldur þetta með að Jóhannes bara verður að sofa uppí.  Þetta gerðist eftir að ég brá mér af bæ í 3 sólarhringa þarna í lok janúar þegar ég var í prófinu.  Hann er ekki að jafna sig á þessu, drengurinn, og eins gott að hann er að koma með mér út...hefði ekki boðið í hvernig það hefði farið með hann ef ég hefði yfirgefið hann í 4 vikur...!  Hins vegar myndi mér þykja ágætt að fá eina og eina nótt þar sem ég væri ekki í kremju...

...og Einar greyið á sennilega eftir að vakna niðri á Langasandi með þessu áframhaldi...hann sefur sem sagt Langasandsmegin í rúminu...svo eins og í nótt þá var ég í miðjunni og Jóhannes hinumegin við mig.  Ég elti Einar, Jóhannes eltir mig...svo þess vegna...já, Langisandur er kannski ekkert svo slæmur staður til að sofa á...nema kannski svona um miðjan vetur...!!

Er einhver sem lumar á töfralausn til að venja börn á að sofa í sínu rúmi aftur?  Án þess að nota heilu og hálfu næturnar í arg og garg og illt í hjarta...bæði mér og Jóhannesi þá!!  Annars verð ég sjálfsagt að lifa með þessu og vona að hann vaxi upp úr þessari *móðursýki* fyrir fermingu...!!

Þetta er samt yndislegt og önnur eins ástarjátning finnst sennilega ekki.   

Lífið er ljúft. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband