Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
15.2.2007 | 22:30
Skrúðgarðurinn
Skrapp á kaffihúsið Skrúðgarðinn í kvöld, ásamt mörgum góðum félögum. Mikið gaman, mikið hlegið, enda eru þetta hinir mestu rugludallar upp til hópa.
Kaffihúsið er hið nýja kaffihús *okkar* skagamanna og I LOVE IT!!! Vá, geðveikt flott, og mikið pláss og það sem mér fannst FRÁBÆRAST var að það er gert ráð fyrir börnunum með sérstöku barnaplássi. Þar er borð í barnahæð, bækur, leikföng og hvað veit ég. Og ekki nóg með það heldur eru bækur líka fyrir lestrarsjúkar *gelgjur* eins og dóttir mína!!!
Og annað sem var líka FRÁBÆRAST, það var að reykingar eru bannaðar!! Stórkostlegt að koma inn á kaffihús og geta dregið andann djúpt!!
Ég segi nú bara; flottasta kaffihús sem ég hef séð er staðsett á AKRANESI!!! Mæli með því. Svo eru líka girnilegar kökur, en af því að ég hef algerlega stjórn á mér þá var ég ekkert að fá mér neitt með kaffinu
Svo get ég upplýst ykkur um að núna ætla ég að slökkva á tölvunni, fara í sturtu og svo bara að sofa. Á morgun verður stuð, pakka niður og tæta svo í höfuðborgina. Svo er það bara HALLÓ DANMÖRK stuttu fyrir hádegi á laugardag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2007 | 15:42
Kjötbollur frá Lilju sys.
1 kg nautahakk
1 egg
1 pk púrrulaukssúpa
1 pk ritzkex - mulið
Öllu blandað vel saman og steikt á pönnu.
Borið fram með súrsætri sósu og hrísgrjónum, jafnvel hrásalati...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2007 | 15:06
Smávægileg breyting
Ég var að tala við Lilju systir áðan og hún bað mig að gera lista yfir uppskriftirnar sem ég er að setja hér inn alltaf reglulega. Svo ég gerði það hérna vinstra megin. Njóti þeir sem njóta vilja
Hér erum við systur, ægilega kátar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 11:57
Mætt enn og aftur!!
Ég ákvað að deila með ykkur íhugunum okkar varðandi húsbygginar. Einar komst á snoðir um þetta fyrirtæki; Varmamót ehf fyrir skömmu. Einn vinnufélagi hans er að byggja hús úr kubbum frá þeim. Það er hægt að skoða hús í byggingu hérna. Mjög spennandi. Fyrir þá sem ekki nenna að skoða þessa heimasíðu Varmamóta eru hérna nokkrar myndir:
Þetta virðist vera svolítið svona eins og að *byggja úr legó*, og er víst mjög einfalt þegar maður veit hvernig á að gera. Og Einar verður ekki í vandræðum með að finna út úr því. Pétur (vinnufélaginn) ætlar líka að vera honum innan handar, enda maður með reynslu.
Jóhannes er mjög spenntur, ætlar sannarlega að hjálpa pabba sínum að byggja hús handa okkur. Ræddi einmitt við pabba sinn í gær um þessi mál og sagði; "Pabbi, þú verður að kaupa spýtur!"!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 10:08
Betri nótt í nótt
Við sváfum eiginlega í alla nótt, ég og Jóhannes. Hann vaknaði reyndar um 4, mjög þyrstur. Svo gekk honum illa að sofna og var eitthvað ekki alveg eins og hann á að sér, leið eitthvað illa. Svo skottið litla sagði allt í einu; "mamma, ég vil meðal í rassinn"!! Svo ég gaf honum stíl og stuttu síðar sofnaði hann...og svaf til 9.30
Jón Ingvi virðist hins vegar vera að fá hósta núna...hóstaði í nótt og var enn hóstandi í morgun. Hann svaf inni hjá Ólöfu Ósk og hún sagði að hann hafi hóstað í ALLA nótt.
Jæja, nú er ég að þvo síðustu vélina af mínu og Jóhannesar fyrir Danmerkurferð...!! Ekki byrjuð að pakka en búin að taka til hluta af því sem við þurfum að hafa með. Ætli ég finni ekki ferðatöskuna á eftir.
Já, ég hlakka til
---
Þið hafið sjálfsagt tekið eftir því, en ég er komin með nýja fíkn...bloggfíkn. Ég er háð blogginu, þarf helst að blogga oft á dag (og það helst á báðum bloggsíðunum mínum - er sko með eina danska...) og svo fer ég oft á dag inn að gá hvort það hefi ekki einhver kommentað...!!
Ég veit svo sem ekki hvort þetta er verri fíkn en hver önnur, en hún er sjálfsagt heldur ekki betri...
---
Í gærkvöldi kíkti ég á Kastljós sem var í sjónvarpinu í fyrrakvöld...einhver drengur að keyra í hermi...fyrst edrú og svo aðeins rakur...og að lokum...shit, já alveg á rasssssgatinu!! Sorglegt hversu dómgreindin fer út í veður og vind þegar Bakkus tekur völdin...drengurinn sagði að hann myndi sko keyra heim í þessu ástandi, hann hefði fulla stjórn...
Og hann er ekki sá eini...amk ekki miðað við niðurstöður lögreglu...þá keyra ansi margir undir áhrifum...
Hver man eftir Valgeiri; "...Ég held ég gangi heim, held ég GANGI heim...".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2007 | 18:59
Afmælisbörn dagsins í dag
Það eru mæðgurnar Sólrún og Íris Ósk. Ég á enga mynd af Írisi í tölvutæku...en hér er ein af Sólrúnu.
Sólrún er gift Jónsa, móðurbróður mínum.
Elsku Sólrún og Íris, vona að þið hafið átt yndislegan dag. Sendi ykkur kærleikskveðjur yfir Flóann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2007 | 18:49
Kartöflukrás
Uppskrift úr bændablaðinu. Mjög góð. Borðuðum þetta í kvöldmat í kvöld, með þessum bollum. Krakkarnir borðuðu reyndar bara bollur, en okkur hjónakornunum þótti kartöflukrásin hið mesta lostæti, svo þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur:
160 gr beikon
10 sveppir
10 kartöflur
3 hvítlauksrif
1 laukur
1/2 Mexíkóostur
1/2 Piparostur
1 peli rjómi
olía til steikingar
salt&pipar
Skerið kartöflurnar og steikið í olíu á pönnu. Skerið beikon, sveppi, hvítlauk og lauk og bætið á pönnuna. Setjið allt í eldfast mót.
Bræðið ostana í rjómanum og hellið yfir hráefnið.
Bakið við 200° í 45 mínútur.
Ég er amk þægilega södd, og mjög sæl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2007 | 15:26
Lungnabólga
Ég hafði rétt fyrir mér, Jóhannes er með lungnabólgu og kominn á pensilín. Vona að hann hressist fljótt. Erfitt að horfa upp á hann svona lasinn.
Hann er búinn að liggja inni í mínu rúmi í allan dag og horfa á Tomma og Jenna. En nú situr hann hérna frammi og kubbar. Litli gullmolinn okkar.
Ekki meira héðan í bili...varð bara að segja ykkur hver hefði haft rétt fyrir sér þó ég hefði nú alveg viljað hafa rangt fyrir mér í þessu svo Jóhannes slippi við lungabólgu og pensilín!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2007 | 12:35
Erfið nótt
Nóttin var erfið. Jóhannes svaf ekki vel, var alltaf að vakna. Spurði annað slagið; "Hvenær kemur dagur", m.a. um 2 leitið...
Það erfiðasta var svo sem ekki þegar hann var vakandi og talaði. Mér finnst erfiðara þegar hann sefur, kippist til, talar upp úr svefni...eins og með óráði...
...þá verð ég hrædd. Ég get ekki látið hann sofa í sínu rúmi þegar hann er lasinn. Ekki eftir að hann fékk hitakrampann þegar hann var 13 mánaða - næstum upp á mínútu 13 mánaða. Hann byrjaði allt í einu að rikkjast og kippast til og ég vissi um leið að hann væri með hitakrampa...ég gaf frá mér eitthvert hljóð því Einar HENTIST út á gólf og stóð þar hálf sofandi og spurði; "Hvað gerðist, hvað á ÉG að gera?"
Ég skipaði honum að hringja strax í 112...sem hann gerði. Okkur var sagt að slaka á!!! SLAKA Á?!!!
Hvernig er hægt að slaka á þegar maður heldur að litli yndislegi unginn sé að deyja? Hann var orðinn blár í framan, hann andaði ekki...SLAKA Á!!!
Það liðu 7 mínútur frá því við hringdum í 112 þar til "akut-maðurinn" stóð á tröppunum. Þá var Jóhannes hættur að krampa.
Þessar mínútur sem hann var í krampa, blár í framan, sást bara í hvítuna í augunum og hann var helstífur...úff, ég náði að jarða hann og ég veit eki hvað. Hugurinn fór ansi langt á þessum mínútum.
Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hrædd.
Við fórum á spítalann, ég og Jóhannes. Einar varð eftir heima hjá Ólöfu Ósk og Jóni Ingva.
Þurftum að bíða í 2 tíma eftir að hitta lækni, vorum svo lögð inn á barnadeildina.
Daginn eftir vorum við útskrifuð, með stezolid í farteskinu. Sem betur fer höfum við ekki þurft að nota stezolidið því Jóhannes hefur ekki krampað aftur.
En ég er aldrei róleg þegar hann fær hita. Er með varann á mér, og vakna við minnstu hreyfingu hjá honum.
Ætli það verði ekki alltaf þannig?
Hér er hann í gær, nýbúinn að borða eitthvert kex...að sjarma mömmu sína með því að blikka hana...
Mikið er ég þakklát fyrir þann heiður að fá að vera mamma hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 21:34
Bara sko...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar