Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ég er með...

...Danmörku á heilanum!!!  Svona er veðurspáin þar næstu daga...København/Nordsjælland... veðrið í danó

 Get ekki hætt að pæla og skipuleggja og hugsa hvernig ég á að hafa þetta allt...!!!  Veit bara að ég ætla að hafa gaman, ég ætla að njóta lífsins með syni mínum og dúllast í heimsóknir...og svo ætla ég náttúrlega að læra fullt í þessum spennandi kúrsi...!!!  Oooohhh...

Búin að skipuleggja síðasta kvöldið.  Við ætlum að gista hjá tengdónni minni, til að geta sofið til 4 á laugardagsmorguninn í stað 3...þá tæki því nú varla að fara að sofa!!!  Svo við ætlum að æða af stað í bæinn þegar Einar er búinn að vinna og taka lambalæri með og elda góðan mat.  báran okkarBáran okkar ætlar meira að segja að koma og borða með okkur Smile

Hér er hún, þessi elska.  Falleg, ekki satt?!! 


ánægð og spennt...

Ég er bara þokkalega ánægð með sjálfa mig eftir daginn.  Las bara slatta af því efni sem ég á að lesa fyrir kúrsinn sem ég er að fara út að taka!!!  Dugleg stelpa!! Cool

Svo er ég orðin ansi spennt að fara út...og leið líka, því ég á eftir að sakna þeirra sem heima "sitja".  En 4 vikur fljúga áður en ég næ að gera allt sem mig langar...ég er viss um það!!  Ég er meira að segja farin að skipuleggja helgina...er jafnvel að spá í að fara til Græsted á laugardagskvöldið, gista þar í húsinu sem bíður mín og fara á rúntinn á sunnudaginn á bílnum sem bíður mín í Græsted!!  Keyra á milli vinanna í Græsted og nágrenni...jamm, eins og þið getið lesið út úr þessu þá hlakka ég MIKIÐ til LoL

Jóhannes segir að við séum að fara að flytja til Danmerkur og segir fólki að það séu epli í garðinum okkar í Danmörku...það var eplatré þar sem við bjuggum síðast...!!

Jæja, nenni ekki meir...


Flest...

...dettur fólki í hug...ég segi nú ekki annað...!!

Jamm og já

Tveir ormar heima í dag, sá elsti og sá yngsti.  Ólöf Ósk hóstar enn og kvartar yfir magaverkjum og ógleði.  Jóhannes er búinn að hósta í marga daga og er kominn með hitavellu núna.  lasarusarÆtla að láta hlusta hann...en það er ekki hægt að fá tíma fyrr en á morgun.  Læknar eru miklir spekingar og vita betur!!  Sú sem ég talaði við að sagði að þar sem hann léki sér þá væri nú ekkert alvarlegt að honum, það væri góður mælikvarði á lungnabólgu!!!  Yeh, right!!  Hún þekkir greinilega öll börn vel - NOT!!! 

Ég hef prófað að vera með barn með lungnabólgu...sem lék sér og hljóp um og virtist við hestaheilsu...

Eða þegar Ólöf Ósk var lítil, var lögð inn á sjúkrahús með yfir 40° og andardráttarerfiðleika sökum "falsk strubehoste" (sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku...en þessu fylgir "geltandi" hósti)...hún hljóp nú samt um allt og var kát og glöð!!

Ok, ég veit að börnin mín eru einstök...en samt Cool

Hvað um það, fékk tíma fyrir gaurinn hjá lækni á morgun...og "má" hringja á vaktina seinnipartinn ef mér þykir þörf á!!  

---

Ég keyrði Jón Ingva í skólann og fór með honum inn til að spjalla við kennarann varðandi fyrirhuguð frí hjá gaurnum.  Og endaði grátandi...ooohhh, Kalli fór að spyrja hvernig gengi með Jón Ingva...hvort við upplifðum að hann væri farinn að tengjast meira...og ég bara fór að gráta.  Vá, ég vissi ekki að þetta sæti svona þungt á mér.  Undanfarið hefur Jón Ingvi ekki viljað hringja í strákana, segist vita að þeir segi nei, þessi og hinn sé óvinur hans og svo videre.  En getur ekki gefið skýringu á þessum óvinskap. 
Hlutirnir virðast svo svartir og hvítir hjá honum.  Annað hvort eru vinur eða óvinur.  Ekkert þar á milli. 
Kalli sagði mér reyndar að hann væri farinn að leika aðeins við eina stelpuna, það vissi ég ekki.  Ætla að spjalla við Jón Ingva um það í dag, kannski vill hann bjóða henni heim.

En hann er amk búinn að fá frí til að fara á Norðfjörð með frænda sínum í næstu viku og svo til Danmerkur í mars!!  Svo nú hefur hann aldeilis eitthvað til að hlakka til Smile

---

Jæja, best að borða morgunmat...og athuga svo hvort garnbúðin sé opin í dag...hún var sko lokuð v. veikinda í gær...  Svo ætti ég að lesa smá líka...nota tímann meðan Jóhannes er að horfa á "Hafferlaffen"!!   


Ja hérna hér...

...reyndar kemur fátt mér á óvart eftir að ég heyrði sögu, sem kun vera sönn, um ungt par í Danmörku...vel að merkja í sveitinni á Jótlandi!!  

Hún er svona: 
Ung  hjón, sem voru búin að vera gift í rúmt ár, komu til læknisins síns og báru upp erindi sitt; barnleysi.  Læknirinn ræddi við þau fram og tilbaka um málið, spurði hvað þau hefðu reynt og svona...

...jú, þau höfðu setið langar kvöldstundir og haldist í hendur!!!  

Það má þeim til varnar segja að þau voru alin upp í sértrúarsöfnuði þar sem kynlíf var EKKI rætt...!!!  Og þau héldu að það væri nóg að haldast í hendur...

Já, ef manni er ekki sagt frá hlutunum...hvernig á maður þá að vita hið rétta??!!!  Holding_Hands


mbl.is Bretar illa að sér í kynlífsfræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SS fremstir...

...fyrir bragðið!  Skyldu þjófarnir hafa litið við pylsunum ef þetta hefðu ekki verið SS??!!!  

Amk. veit ég að við hjónakornin söknuðum SS í 9 ár í Danmörku...keyptum alltaf pylsupakka og tókum með heim eftir Íslandsheimsóknir...!!!  Svo er SS pylsusinnep náttúrlega snilld!!! 


mbl.is Pylsuveislu stolið á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formlegt...

Jæja, þá er það orðið formlegt...þ.e.a.s. að ég fer ekki að vinna á geðdeild, 32A Frown Fór í dag og talaði við deildarstjórann, og hún skildi mig vel að vilja frekar vinna í heimabyggð...en var ekki sérlega glöð með að missa mig Smile sem er auðvitað gaman fyrir mig!!  Hún sagði svo; "Þú ferð sjálf fram og segir hjúkkunum þetta!!"...sem ég gerði og það urðu ekki nein fagnaðarlæti...svo ég get sagt með sann að þær sjá eftir mér.  Og stelpur, ef þið lesið þetta; "ég sakna ykkar líka!!"

Hitti líka einn sjúklinginn "minn" sem varð svo glaður að sjá mig og spurði hvort ég væri komin aftur...sagði mér að ég væri "svo góð".  

Ég veit að ég á eftir að bræða hjörtu á nýja staðnum og þau eiga eftir að bræða mitt.  Hjarta mitt slær fyrir hjúkrun svo það getur ekki orðið öðruvísi!!  

---

Við skruppum líka í Ikea (aftur...) og létum reikna út fyrir okkur verð á eldhúsi...eins og við höfum hugsað okkur að hafa það...en það er smá tími í að það bresti á að setja upp eldhús...svo við getum náð að skipta oft um skoðun þangað til.  Einar fór líka í Ormsson (held ég) sem eru með HTH-eldhús (þessi dönsku) og við erum að bíða eftir tilboði frá þeim.  Þetta er svo spennandi.  En samt finnst mér þetta óraunverulegt enn svo ég get haft skoðanir á eldhúsum en ekki tekið neina ákvörðun enn...enda nógur tími...og einhver þarf að halda Einari mínum á jörðinni LoL

---

Best að skreppa út og kaupa garn (María!!!).   


Fólk fætt fyrir 1980...

...ætti að vera dáið!!!
(eða vorum við bara heppin??)

Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af.

HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum hurðum eða skápum og þegar við   hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.

Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika.

Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunn án þess að nokkur létist.

Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl  úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi!

Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að  eiga!

Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-   box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki  video, ekki gerfihnattasjónvarp, ekki heimabíó,  farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir  Internetinu.

Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og  fundum þá.

Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú  óhöpp.

Það var ekki hægt að kenna neinum um?  nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp  leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla.  Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og   margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og  heima hjá okkur.

Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta,eina krónu, eltingaleik eða  feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa.

Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og  aðrir, þeir lentu í tossabekk.Hræðilegt....  En þeir lifðu af.
Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.

Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og  K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...

OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI:
Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra, ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.
Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld   settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er  tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband