Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
12.2.2007 | 09:30
afmælisbarnið...
...er yndislega vinkonan mín, hún Áshildur. Elsku Áshildur, til hamingju með afmælið, elsku vinkona. Vona að þú dagurinn verði bjartur, sem og öll þín framtíð.
Ég kynntist Áshildi vorið 1994, og hef verið svo heppin að fá að "eiga" hana sem vinkonu alveg síðan. Áshildur er ein af mínum bestu vinkonum, hefur alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á henni að halda og hefur gefið mér svo ótrúlega mikið. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt sem Áshildur hefur gefið mér, ég er ekki í vafa um að ég væri ekki þar sem ég væri í dag ef ekki væri fyrir hana.
Elsku Áshildur, takk fyrir allan vinskapinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 20:33
HÆ enn og aftur!!!
Nýjar myndir hérna var að setja inn aðeins fleiri myndir, ekkert mikið samt. Tek þetta í skorpum...svo gerist ekkert vikum saman...!!
Oooohhh, borðuðum síðustu fiskibollurnar í kvöldmatinn. Ég held að krakkarnir ætli að reyna að lokka ömmu sína (bestu tengdó) til að koma og gera fleiri...vona að þeim takist það
Ótrúlega stutt í Danmörkina...skrítin tilhugsun að eiga eftir að vera án Einars og tveggja stærri ormanna minna í svona langan tíma. En áður en við vitum af þá er kominn tími á heimferð...og spurning hvort ég nái að gera allt sem ég ætla mér í Danmörkinni...vona það...amk að mestu...
Er þreytt, ætla að leggjast upp í bælið mitt...kannski prjóna smá (María, ég fékk skilaboðin frá þér...svo skrifaði ég færslu inn hjá ykkur sem Barnaland neitaði að birta!!! Hún fór í ritskoðun!!! Veit ekki hvað á að hafa verið dónalegt þar...kannski að ég sagði að mér þætti bakgrunnurinn eitthvað ómögulegur...sjáum hvort færslan birtist þegar þeir eru búnir að ritskoða hana...þetta er bara eins og BIG BROTHER!!!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 19:29
Get ekki hætt...
...að blogga!!!
Við fengum gesti í dag. Byrjaði á sms´i frá Aðalsteini bróðir upp úr 9 í morgun. Í framhaldinu komu þau feðgin, hann og Lilja Fanney. Yndislegt. Ég á eftir að sakna þeirra, en þau eru að flytja á Norðfjörð 21. febrúar
Það hefur verið mjög gaman, og huggulegt þessi óvæntu "drop-in" frá þeim.
Hér eru þeir félagar Jón Ingvi og Aðalsteinn bró. Þeir ætla einmitt að keyra á Norðfjörð saman 21. feb. og borða hrykalega mikið sælgæti....alveg þangað til þeir fá drullu...þá fara þeir og drulla hlið við hlið í snjóskafl...!!! (Bróðir minn í hnotskurn!!!)
Jæja, svo eftir hádegi komu gamlir vinir Einars í kaffi. Sigurjón (þú veist, Gurrí) kom með konu og börn og annar vinur, Einar Sveinn mætti með tvo af sínum börnum. Ótrúlega gaman alveg. Ég var nánast að hitta Einar Svein í fyrsta sinn, get varla talið það með þegar ég hitti hann í fermingu Báru, rétt heilsaði upp á hann þar. Þetta var svaka gaman.
SÍÐAN...skruppum við út, ég, Einar og Jóhannes!! Út í búð að kaupa mjólk...en með viðkomu á framtíðaradressunni okkar; Seljuskógar 7!!! Þessi mynd er tekin þar; það er sem sagt komið rafmagn!! Spennandi. Lóðin á að vera tilbúin til afhendingar í lok febrúar!!! Hér eru þeir feðgar á svæðinu;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2007 | 18:42
LOKSINS!!!
LOKSINS!!! Ég var farin að fá nett blogg-fráhvarfseinkenni (þetta er orðið alvarlegt!!!), netið búið að liggja niðri hjá okkur síðan í morgun!! Var farin að halda að ég næði ekki að koma afmælisbarni dagsins að!!!
Afmælisbarn dagsins er reyndar ekki meðal okkar lengur. Það er hann elsku Nonni afi minn sem hefði orðið 89 ára í dag, hefði hann lifað. Afi dó 15. mars 1999, nýlega orðin 81 árs.
Hér er mynd af mér og Ólöfu Ósk með afa, tekin í des. ´95. Ég á margar góðar minningar um afa. Ég veit ekki hvar ég á að byrja...
Þegar ég loka augunum og hugsa um góðu stundirnar með afa þá sé ég hann fyrir mér í jakkafötum með hann, alltaf að þeytast um með okkur krakkana.
Afi á Gamla Grána, sem var Volvóinn hans afa sem var ELDgamall og leit einhvernveginn svona út;
afi átti þennan Volvó til ársins 1982, ef ég man rétt.
Svo keyrði afi vörubíl í mörg ár, og hann bauð okkur á rúntinn á vörubílnum og lét vörubílinn "prumpa" fyrir okkur og það fannst okkur krökkunum náttúrlega bara ógeðslega fyndið. Og það er þannig að ennþá dettur mér afi í hug þegar ég heyri vörubíl "prumpa".
Afi átti alltaf fullt af pappír í geymslunni og við gátum teiknað endalaust, hann sendi okkur líka reglulega kassa af pappír austur. Og fyrir jólin kom alltaf sending, fullur kassi af eplum, rauð og safarík epli með "jólalykt" minna mig á afa.
Ég gæti talið upp endalausar minningar um afa. Þótt það séu liðin næstum því 8 ár síðan hann dó þá hugsa ég til hans oft í viku, stundum daglega. Ég sakna hans enn, og mun kannski alltaf gera. Mér fannst yndislegt að hann skyldi ná að lifa að sjá mig eignast fjölskyldu, hann var svo hrifinn af Ólöfu Ósk og ég er svo þakklát fyrir að hún fékk að þekkja hann, þótt hún muni ekki eftir honum í dag.
Ég efaðist aldrei um ást afa og umhyggju fyrir mér, enda lét hann mig endalaust heyra það hversu mikið hann elskaði mig. Mig langar að láta fylgja með vísu sem afi bjó til handa mér þegar ég var lítil stelpa og sem ég held mikið upp á.
Sigrún elsku stúlkan okkar bjarta,
þú sífellt ert í hug okkar og hjarta.
Vertu alltaf þæg og góð við mömmu,
þá verður þú líka ástin afa og ömmu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 10:26
Snillllllld...
Kvöldið okkar var hreinasta snilld!!
Allir yfir sig ánægðir. Það eru skiptar skoðanir á því hvort Jón Ingvi eða Ólöf Ósk vakti lengur en hitt...þau segjast bæði hafa unnið!! Ætli þau hafi ekki sofnað á svipuðum tíma! Jóhannes sofnaði fyrstur, en tórði þó til 23 eða svo!! Alveg gjörsamlega búinn að vera. Hann spurði reyndar 20.30; "mamma, hvenær förum við að sofa?" En svo vakti hann samt áfram...því mamma ætlaði ekki inn að kúra!!
Við byrjuðum á að elda kvöldmatinn, allir voru duglegir að hjálpa við að skera grænmetið. Engin sagði; "ooohhh" yfir að þurfa að hjálpa...þetta var sameiginlegt verkefni!! Mikill munur.
Svo eftir matinn hjálpuðumst við aftur öll að. Snilld!! Síðan tókum við föndurdótið okkar fram (sem ég ætla ekki að fara nánar út í sökum jólanna...) og allir föndruðu. Meira að segja Einar tók virkan þátt í því, þó er hann ekki mikið fyrir föndur. En hann skemmti sér konunglega, ekki síður en við hin!! Gaman að því.
Síðan var spilað Olsen, Olsen, veiðimaður...og endað á Matador!! Fyndin þessi danska útgáfa sem við eigum...eða ég leyfi mér að efast um að eitt lukkuspilið á íslensku hljómi svona; "Þú færð heimsendann bjór og borgar kr. 500 fyrir"!!! Eða hvað?
Einar og Jón Ingvi möluðu Matadorið, ég varð gjaldþrota...Ólöf Ósk gafst upp sökum þreytu!! Það var fyndið að fylgjast með Jóni Ingva, honum fannst þetta þvílíkt skemmtilegt og taldi peningana í gríð og erg!! Lítill peningapúki þar á ferð...
En þetta var frábært kvöld, ótrúlega skrítið að setjast ekkert við tölvuna...eiginlega enn skrítnara að Einar settist ekkert við tölvuna...!! Símar slökktir, heimasíminn "á tali". Við erum ákveðin í að gera þetta að mánaðarlegu verkefni.
Næst ætlum við þó ekki að bjóða upp á sælgæti...krakkarnir voru alltof upptekin af namminum og það lagaðist mikið þegar við bara tókum skálina af borðinu.
Jæja, Aðalsteinn bróðir er kominn í heimsókn...bæjó...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 15:44
Leiðindakvöldið okkar
Við ætlum að gera smá meira í jólagjöfunum í kvöld, svo allir fái að setja sinn svip á þær og svo ætlum við að spila og borða nammi og skemmta okkur VEL!!!
Segi ykkur meira á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 13:59
Gleymdi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 13:40
Búin að hugsa og hugsa...
...10. febrúar!!! Það á EINHVER afmæli sem ég þekki/þekkti...alveg handviss. Svo ég kíkti á dagatalið mitt, ekkert nafn þar...! Skrítið. Svo dró ég fram afmælisdagbókina...sem ég hef notabene ekki notað í MÖRG ÁR!! Og viti menn, Heiða = Aðalheiður H. Eggertsdóttir f.´72 á afmæli í dag. Einmitt sko. Ég hef ekki hitt Heiðu í ansi mörg ár...en svona er ég og afmælisdagar...
...vona að það komi ekki upp úr krafsinu að einhver sem ég þekki betur og er mér nánari eigi afmæli í dag og ég sé að gleyma því...það væri náttúrlega afar leiðinleg.
En ég hugsa með kærleika til Heiðu, hvar sem hún er í dag og vona að hún eigi góðan dag. Og gott líf "i det hele taget".
Einar fór að vinna í morgun, eða hjálpa félaga að byggja hús. Sá hinn sami félagi ætlar að hjálpa Einari og sýna honum hvernig á að byggja úr þessum einingakubbum sem hann ætlar að byggja okkar hús úr. Spennó.
En ég gat ómögulega vaknað í morgun, svo Jóhannes kom upp í og horfði á Gunna og Felix hjá mér. Ég dormaði þess vegna þar til tími var til kominn að fara á fund. Kom mér á lappir...fór á fund. Snilld að byrja helgina á svoleiðis sælu.
Vika í Danmörku!!! Jóhannes talar mikið um að við séum að fara að flytja til Danmerkur. Hann hlakkar mikið til að hitta vini sína, sérstaklega Idu.
Svo ætlar hann á leikskólann MEÐ NESTI og leika og renna í STÓRU GRÁU rennibrautinni!! Gott að leikskólinn er svona opinn og skemmtilegur og æltar að leyfa honum að vera einhverja daga. Hann hlakkar mikið til að hitta bæði vinina þar; Idu (auðvitað), Nynne, Marcus, Nicklas (vona að þeir bræður séu þar enn...). Þetta verður gaman.
Finnst þó ekki sérlega gaman að yfirgefa hin þrjú í 4 vikur. En sem betur fer (stundum amk.) þá líður tíminn hratt!! Eða eins og sagt er á góðri íslensku..."Time flyes when you are having fun"!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2007 | 19:58
Snot...
...fullt nef af *snotti*...svona ef ykkur langar að vita það... Ég er næstum því sannfærð um að ég sé komin með Svarta Dauða...var ekki eitthvað með að ef maður hnerraði oftar en tvisvar í röð þá væri maður gott sem dauður?!!! Mig minnir það...og ég er búin að hnerra non-stop í dag! Geðveikur kláði í nefinu, sviði í augunum...já, kvefpest!!! Hef ekki orðið veik í einhver ár og ætla sannarlega að vona að ég fari ekki að taka upp á svoleiðis vitleysu núna!!!
En vitiði hvað...?!! Ég var að lesa um svarta dauða og get sagt ykkur að ég er sennilega bara með kvef...!!!
Á morgun ætlum við að hafa svokallað *leiðindakvöld*. Ég googlaði það og fann færslu frá sjálfri mér!!!, þannig að ef ykkur langar að lesa um leiðindakvöld...þá bara kíkið þið á þá færslu!! Ég get þó upplýst ykkur um að *leiðindin* byrja kl 18.00 og þá verður slökkt á sjónvarpi, tölvum (já TÖLVUM!!), símum og öllu, útidyrahurðin verður ekki opnuð svo það þýðir ekkert að ætla að kíkja í kvöldkaffi...!!! Við ætlum að elda okkur Taco og hafa það ótrúlega nice, og það sem krökkunum finnst ekki minnst spennandi; *vökukeppni*!!! Bannorð leiðindakvölds eru: "Jæja, nú eiga allir að fara að sofa"!!!
Jæja, best að koma tveimur drengjum í bælin sín...svo þeir geti vakað LENGI á morgun!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2007 | 09:36
Ekki er ráð...
...nema í tíma sé tekið!!!
Og þess vegna ætlum við mæðgur að setjast niður NÚNA og byrja á jólagjöfunum!!! Því það sem við ætlum að gefa öfum og ömmum í ár tekur drjúgan tíma að búa til...og þar sem börnin eiga "bara" 3 afa, 4 ömmur og 2 langömmur...já, þá tekur þetta allt smá tíma......en það er líka gaman að því að búa til eitthvað sem er gert spes með einhvern ákveðinn í huga. Þótt þau fái eins, þá fá þau samt ekki EINS!!! Ef þú skilur...
Ætla að hætta núna...áður en ég kjafta af mér...
Ein mynd samt, í tilefni dagsins...eða þannig...myndin er tekin á Þjóðhátíðardaginn 1983.
Ég ásamt tveimur frænkum mínum, Sigrúnu Erlu og Evu. Vona að þið sjáið þetta, stelpur!!
Frábær tískan á þessum tíma; grár joggingalli, bleikar legghlífar og trefill í stíl...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar