Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
9.2.2007 | 08:11
Hnéð mitt...
...jæja, þá ruku umbúðirnar...en bara í nokkrar mínútur!!! Mér finnst betra að hafa þær!!! Eins og sjá má á myndinni þá er ég...ja, ekki blá og marin...heldur gul og græn og marin...og krumpuð eftir teygjubindið...(þetta eru ekki elli-hrukkur...!!).
Ólöf Ósk er orðin lasin, komin með hálsbólgu OG hita. Greyið litla, hún svaf illa í nótt, er með harðsperrur í maganum af hósta...gott ég er heima til að dekra við hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 23:24
Fallegustu börnin
Verð að sýna ykkur nýjustu myndina af fallegustu börnunum!!!
Set myndir inn á heimasíðu barnanna á morgun (Elín!!)...var að tæma myndavélina núna...myndir síðan á þrettándanum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 22:47
Ég er kvefuð!!!
...sem svo sem ekki er kannski í frásögur færandi. Hér snörla allir og sjúga ótt og títt upp í nefið...nema þeir sem eru komnir yfir þann kafla og eru farnir að hósta all-svakalega (þá á ég við Ólöfu Ósk og Jóhannes)...
EN þrátt fyrir að vera með agressívt NEF-kvef þá er ég að kafna úr óþef!!! Lyktarskynið er sem sagt ekki horfið mér að öllu! Skrapp á fund með bóndanum í kvöld. Það er reykherbergi í húsinu svo ég lykta alltaf illa þegar ég kem af fundi. Frekar hvimleitt, þykir mér. En svo fórum við á kaffihús á eftir...og þar er sko REYKT!! Þvílíkur og annar eins FNYKUR!!!!
Mér dettur Rut Reginalds í hug, syngjandi; "Það er alger vitleysa að reykja...OG MENGAR LOFTIÐ FYRIR MÉR...!!!"
Mikið verður gott þegar kaffihús verða orðin reyklaus!!!
Einhverntímann hefði ég ekki verið svo sátt við það...en í dag hlakka ég til. Hlakka til að geta farið á kaffihús án þess að þurfa að henda öllum fötunum í þvottavélina þegar ég kem heim, fara í sturtu til að geta verið nálægt sjálfri mér...ojojoj, hárið á mér angar langar leiðir and so on and on and on...!!
Bless, farin í sturtu...Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 16:23
32 farþegar...
16 úr sömu fjölskyldu fórust í umferðarslysi í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 13:33
Ég er vöknuð!!!
Í dag svaf ég ekki eins lengi...en þetta er eiginlega ekkert sniðugt. Með því að sofa svona lengi eins og í gær, þá sný ég sólarhringnum við...sofnaði ekki fyrr en kl langt gengin í 2 í nótt...og var þess vegna "alveg dead" þegar ég vaknaði við klukkuna 6.45 í morgun. Svo ég náttúrlega lagði mig þegar ég kom heim af leikskólanum...en í dag vaknaði ég 11.22...!! Dugleg stelpa!!!
Annars er ljúft að vera heima í dag. Einar er heima...og það er svo notó þegar hann er heima svona á daginn. Ólöf Ósk er líka heima, henni er svo illt í hálsinum, greyinu litla. Skólinn stendur sig í að fylgjast með nemendum sínum...ég fór á leikskólann með Jóhannes áður en ég hringdi í skólann...þegar ég kom heim 8.15 þá var skólinn búinn að hringja og athuga með hana!! Ég er enn að venjast því að þurfa að hringja í skólann og láta vita af veikindum...í Danmörku þá var ekkert svoleiðis *vesen*, þar skrifaði ég í samskiptabókina sem hún tók með í skólann þegar hún var orðin frísk. Bæði hefur kosti og galla að mínu mati. En nóg um það...!!
Rakst á þessa færslu: ÆJÆJÆJ... og fannst hún örlítið skondin...leiðindamisskilningur í gangi þarna...!!
Jæja, ætli ég rusli mér ekki út úr húsi, fari með starfsumsóknina og heyri meira um starfshlutfall, laun og vinnutíma og svoleiðis...smá hluti af mér vonar að Landspítalinn borgi MIKLU betur...smá bjartsýni í gangi hér...annars er ég svo tvistuð í þessu...langar - eins og ég hef áður sagt - að vinna í heimabyggð...en langar líka svo mikið í geðið...
Langar að deila með ykkur tveimur myndum...af okkur hjónakornunum...frá *sokkabandsárunum*...
Einar var tvítugur þegar þessi mynd var tekin...í stuði með *kónginum*...
Ég var 18 ára...ekki alveg *saklaus sveitastúlka*...hér í sumarbústaðaferð í Munaðarnes með stórfjölskyldunni...*kóngurinn* með í ferð...
Með gleði í hjarta get ég sungið; "...En síðan eru liðin MÖRG ár..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 07:27
Góðan daginn...
...góðan dag...!!!
Ástand á bænum hér...Ólöf Ósk búin að hósta og hósta og hósta...illt í hálsinum...treystir sér ekki í skólann...
Jóhannes hefur líka hóstað slatta í nótt...en er sprækur...
Jón Ingvi...hann LANGAR að vera veikur...er ekki veikur...finnst erfitt að labba ALEINN í skólann þannig að ég ætla að keyra hann...
Ég sjálf...fór náttúrlega ALLTOF seint að sofa í gær...einfaldlega vegna þess að ég svaf af mér gærdaginn...ekki gott...er illt í hnénu...þreytuverkur...held ég leggi mig þegar drengirnir eru farnir í skóla og leikskóla...og fari svo á fætur FYRIR hádegi svo ég geti sofnað í kvella!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 00:44
Sein að fatta...
...ég var að læra nýtt...nefninlega að ég gæti sett inn mynd hægra megin!!! Lærði það af Gurrí þar sem hún var að kenna Guðný Önnu...ég er sein að fatta...eða fljótfær, bara ýti á *samþykkja* og æði áfram...
En hér er ein HÆGRI mynd!!! Erum við bara ekki sæt? Faðmlagið hefur ekki varað í 5000 ár, en meira og minna í rúm 10 ár...!!! Og það er bara ágætis frammistaða, finnst mér og ég reikna líka með að þetta sé bara byrjunin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2007 | 22:46
Kláði að drepa mig...
...mig klæjar svo í skurðina á hnénu að ég er að farast...er með miklar umbúðir enn sem eiga að vera fram á föstudag...jamm, bara rúman sólarhring í viðbót!!! Þá get ég baðað mig án þess að klæða mig að hluta í plastpoka og málningarlímband...það verður mikil gleði!!
Mig langar mest af öllu að rífa umbúðirnar af og KLÓRA mér af lífs og sálar kröftum...en nú er ég búin að hemja mig í nokkra daga...ætli ég meiki það þá ekki í rúman sólarhring...ég vona það að minnsta kosti...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 21:41
Góð terta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2007 | 17:12
Ég sé...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar