Leita í fréttum mbl.is

Brjálað að gera...

...við að pakka og reyna að muna eftir öllu.  Er búin að skrifa lista yfir það sem ég þarf að muna áður en ég fer út úr dyrunum...muna eftir pensilíninu hans Jóhannesar, muna eftir lambalærinu í ísskápnum (svo við fáum kvöldmat), muna eftir hinu og þessu...sjálfri mér og börnunum...!!

---

Jóhannes er orðinn algerlega háður því að sofa uppí hjá MÉR.  Skítt með pabba, hann vill mömmu sína.  Hann er svo góður við mig og strýkur mér og klappar í bak og fyrir og segir; "mamma, það er svo gott að koma við þig".  Honum finnst ég ægilega mjúk og fín og honum finnst maginn minn bara kósí LoL ...ég ætti kannski að taka mér Jóhannes til fyrirmyndar og sættast við þessa vömb mínaShocking...sætta mig við að hún (vömbin) verður alltaf krumpuð og slitin enda hefur teygst og togast á grey magaskinninu nokkru sinnum...

En ég ætlaði reyndar ekkert að fara að tala um vömbina á mér...heldur þetta með að Jóhannes bara verður að sofa uppí.  Þetta gerðist eftir að ég brá mér af bæ í 3 sólarhringa þarna í lok janúar þegar ég var í prófinu.  Hann er ekki að jafna sig á þessu, drengurinn, og eins gott að hann er að koma með mér út...hefði ekki boðið í hvernig það hefði farið með hann ef ég hefði yfirgefið hann í 4 vikur...!  Hins vegar myndi mér þykja ágætt að fá eina og eina nótt þar sem ég væri ekki í kremju...

...og Einar greyið á sennilega eftir að vakna niðri á Langasandi með þessu áframhaldi...hann sefur sem sagt Langasandsmegin í rúminu...svo eins og í nótt þá var ég í miðjunni og Jóhannes hinumegin við mig.  Ég elti Einar, Jóhannes eltir mig...svo þess vegna...já, Langisandur er kannski ekkert svo slæmur staður til að sofa á...nema kannski svona um miðjan vetur...!!

Er einhver sem lumar á töfralausn til að venja börn á að sofa í sínu rúmi aftur?  Án þess að nota heilu og hálfu næturnar í arg og garg og illt í hjarta...bæði mér og Jóhannesi þá!!  Annars verð ég sjálfsagt að lifa með þessu og vona að hann vaxi upp úr þessari *móðursýki* fyrir fermingu...!!

Þetta er samt yndislegt og önnur eins ástarjátning finnst sennilega ekki.   

Lífið er ljúft. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breki er búinn að sofa meira og minna uppí hjá okkur í síðan hann fæddist, en við ákváðum að núna þyrfti breytingu á þar sem litla krílið mun þurfa þetta pláss þegar það kemur í heiminn. Og líka svo honum verði ekki bara hent í burtu þegar nýtt barn kemur.

Fyrsta svæfing í rúmminu sínu grét hann og grét og neitaði að leggjast niður, en ég lá við hliðina á rúmminu. Þannig að hann sofnaði í sitjandi stöðu, svo heyrði ég 'klonk' þegar hann datt niður. Þetta tók nokkrar nætur í grát en núna ekkert mál. En við liggjum alltaf hjá honum þangað til hann sofnar, ég get enganveginn hlustað á barnið gráta tímum saman. Svo munm við sjálfsagt taka á því að hann sofni einn þegar búið er að fara með bænir, syngja og þessháttar. 

jóna björg (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ooohhhh, litli krullus

Já, það er svo sárt að hlusta á þessa mola gráta, ég bara get það ekki.  Málið er að ég ligg hjá Jóhannesi þar til hann sofnar en hann vaknar alltaf og kemur upp í...og tekur líka slatta mikið pláss...eða þ.e.a.s. hann liggur Á mér.  Yndislegt, en ég er oft þreytt í skrokknum þegar ég vakna...

SigrúnSveitó, 16.2.2007 kl. 20:07

3 identicon

Er ekki með nein svefnráð er einmitt í sama pakkanum og þú.. barið búið að vera veikt og leitast þá við að sofa upp í .. en það sem ég vildi segja.. góða ferð á morgun og hafið það gott í DK. kv. Salný

salny (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk og sömuleiðis þegar þið farið af stað

SigrúnSveitó, 17.2.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband