Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2007 | 17:09
Draumurinn minn...
...nú bara að geta hlaupið aftur...mér er nokk sama um maraþonhlaup hvort sem er á jörðu niðri eða í geimnum.
Ef ég á eftir að geta hlaupið þá verð ég mega lukkuleg. En mér er sagt að það geti tekið einhverja mánuði eftir liðþófaaðgerð á hné...vona það besta...
![]() |
Maraþonhlaup í geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 14:22
3½ árs skoðun
Fór með Jóhannes í 3½ árs skoðun í vikunni. Mér fannst frekar skondið í málþroskaprófinu hvað hjúkkan virtist bíða eftir "rétta" svarinu. T.d. spurði hún: "Hvað gerirðu þegar þú ert þreyttur?" Jóhannes svaraði; "Loka augunum" og hjúkkan beið...og sagði svo; "Ferðu ekki að sofa?" "Jú". Svo var önnur spurning: "Hvað gerirðu þegar þér verður kalt?" og það stóð ekki á svari; "Set á mig kragann"!! Og enn beið hjúkkan eftir "réttu" svari...svo leit hún á mig og sagði; "Þetta er allt í lagi". Önnur spurning var; "Hvað gerirðu þegar þú ert svangur?" "Fer að borða, stundum heitan mat en stundum kaldan mat".
Svo bað hún hann að benda sé á barnið í gulu fötunum...það var mynd með krökkum í gulum, grænum, rauðum og bláum fötum. Þá sagði Jóhannes; "Ég ætla fyrst að sýna þér barnið í grænu fötunum" (Grænt er uppáhaldsliturinn hans ). Hann fer sínar eigin leiðir, þessi ungi maður. Svo sýndi hann henni líka barnið í gulu fötunum!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2007 | 11:38
Loforð Guðs...
...sem ég fékk í sms frá vinkonu minni:
Eitt af loforðum Guðs.
Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein,
og gullskrýddir vegir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngunni til himinsins helgu borgar.
En lofað ég get þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér ljós þó leiðin sé myrk.
Mundu svo barn mitt að lofað ég hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 10:17
HÆ ÖLL
Mig vantar ýmislegt og fjárhagurinn leyfir víst ekki "allt nýtt" þó það sé draumurinn (hvern dreymir svo sem ekki um það). Þætti mér vænt um ef þið vitið um fólk sem er að endurnýja innbúið eða bara eiga hluti sem það vill losna við, þá má alveg benda á mig sem góða hirðirinn, hvort sem hlutirnir eru gefins eða seldir (ódýrt). Strákurinn minn er 9 ára og stelpan 3 ára.
Eftirfarandi vantar mig sérstaklega:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2007 | 09:49
Afmælisbarnið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 09:39
Góðan daginn
Jæja, Einar fór á fætur með krökkunum í morgun. Ég átti að fá að sofa (alveg til 8 en átti svo símafund kl 8.30 með Annemarie), en það virkar ekki þannig. Í gær þegar Einar var að sofa þá fékk hann að SOFA. En krakkarnir eru ekki alveg að fatta það þegar ég vil/má/get sofið. Strákarnir komu aftur og aftur inn til mín...aðeins að ræða málin. Láta mig vita um ýmsa hluti, knúsa mig og svona. Notalegt. Ég held þetta sé bara vegna þess að þeir eru vanir því að ég er með þeim á morgnana, Einar að vinna. Svo þetta er örugglega mjög eðlilegt. Svo ég amk svaf ekki til 8...dottaði hinsvegar frá 6.45-8.00, þá kom Jóhannes inn og sagði; "Mamma, klukkan er 8"!
Hef ekkert heyrt af systursyni mínum í dag. Hringi sennilega til mömmu á eftir og heyri.
Jamm, best að fara að lesa um eitthvað eins og "hermeneutik" og svona...við erum komnar með "problemformulering"...sem ég man ekki alveg en upplýsi eflaust síðar þar sem MÉR þykir þetta MJÖG SPENNANDI!!!
Ljós&friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 18:54
FRÁHVÖRF!!!
Tölvan mín bilaði í morgun = ég með fráhvörf!! ...var mega seinvirk og svo slökkti hún á sér, trekk í trekk. Það var ýmislegt gert við hana í dag; allar myndir brenndar á geisladisk og hent út (fullt af GB sem losnuðu þar...), skönnuð fyrir vírus...tekin í sundur og blásið ryk úr kælikerfinu (sem var það sem olli öllu veseninu), keypt nýtt vírusvarnarforrit og vélin skönnuð aftur.
Núna: Ný og betri tölva með ekkert vesen...7-9-13...
Svo að öðru, allt öðru.
Systursonur minn, 12 ára, lenti í slysi í dag. Hann var laminn í hausinn með glerflösku, fullri af vatni. Hann höfuðkúpubrotnaði, en er ekki í neinni lífshættu eða slíku. Það blæddi inn á eyrað, eitthvert holrúm við hljóðhimnuna og er óttast að hann heyrnin sé ef til vill sködduð. Það kemur vonandi fljótlega í ljós hvort það er. Það var jafnaldri hans sem veitti honum höggið. Ég veit ekki meir um aðdraganda málsins. Stráksi fær að fara heim með ömmu sinni í kvöld þar sem hann getur verið í ró og hægt er að fylgjast með honum.
Systa tekur ekki símann í kvöld. (...ekki að það sé eitthvað nýtt...fyrir þá sem þekkja hana...)
Ljós og friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.3.2007 | 09:43
200 metrar
Jamm, bætti mig um heila 50 metra í sundinu! Og fór í pottinn á eftir og náði að biðja og hugleiða áður en einhver maður kom í pottinn. Magnað hvað sumt fólk ÞARF að spjalla í pottinum. En það var nú bara gaman að spjallinu. Hann yfirheyrði mig, hvaðan ég væri, hvað ég væri að gera og bla bla bla. Svo þegar ég sagði honum að ég væri að ljúka hjúkrunarfræðinámi í sumar frá Danmörku þá kom náttúrlega upp úr dúrnum að konan hans er dönsk OG hjúkrunarfræðingur!!
Annars er allt gott að frétta. Fór í bæinn (sko höfuðborgina) í gær, að hitta nokkrar vinkonur og svo skelltum við okkur á fund á eftir. Hitti bara 1 sem ég þekki þar, en örugglega 100 manna fundur og rosa gaman. Sveif heim.
Jæja, ætla að leggjast í meiri greina-leit, fékk fiff frá Salný mágkonu minni, í athugasemd við síðustu færslu. Ekki amalegt að hafa fjölskyldumeðlimi í faginu ...svo síma ég kannski bara í föðursystir mína (sem er líka í faginu...og á MINNI deild) og ath hvort ég megi koma og hnýast á netið hjá þeim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 11:40
Sit við tölvuna...
...og þá er erfitt fyrir mig að halda mér burtu frá Bloggheimum...
En ég er sko mest að lesa ýmsar greinar fundar á PubMed. Finnst það reyndar ekki mjög gaman, þ.e.a.s. að leita að greinum og finna kannski ekkert í langan tíma...en svo er voða gaman þegar það dettur inn ein grein sem KANNSKI er hægt að nota...en til að vita það þurfum við (ég og Annemarie) að panta greinina frá bókasafninu í skólanum...þar sem það er yfirleitt bara hægt að sjá úrdrátt úr greininni á netinu. Ég ætti kannski að heyra í hjúkkunum "mínum" á geðinu og heyra hvort þær séu með fullan aðgang að PubMed á deildinni...þá gæti ég kannski fengið að liggja aðeins á netinu þar og prenta og prenta og prenta...
En þetta var alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, datt þetta bara í hug meðan ég var að skrifa...svona er ég, veð úr einu í annað...
Hins vegar ætlaði ég að segja ykkur snilld, eða sem mér finnst snilld, komst sko að því í morgun að mér þætti það snilld og bara gleymdi að segja ykkur það þegar ég var að monta mig eftir sundið!! En það er sko þetta: Meðan ég sat og hafði það náðugt í pottinum datt mér í hug að þetta væri ef til vill kjörinn staður fyrir bæn og hugleiðslu. Ég var jú ALEIN í pottinum og enginn til að trufla mig, hvorki með mali eða augnagotum (já, ótti minn við álit annara alltaf að dúkka upp...). Og þar sem ég get ekki farið á hnén (eins og ég hef ótal oft sagt ykkur...) þá er þetta kjörið. Og gekk bara svona ljómandi vel. Svo ég var endurnærð og LÍKAMA OG SÁL þegar ég fór upp úr.
Farin að læra...
Ljós og kærleikur til ykkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.3.2007 | 10:23
Spurning um að sleppa...
![]() |
Dönskum karlmönnum á miðjum aldri hættir til að detta úr stiga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 179278
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar