Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

2 mánuðir í dag!!

Síðan ég fór í aðgerðina og hnéð á mér er verra en það var fyrir aðgerðina!!! Mér finnst það ekki eðlilegt...hvað segir tengdó?  Eða Raggý & Inga?  (Reynsluboltarnir mínir í hnéaðgerðum...Wink)...amk ætla ég að heyra í lækninum...vonandi á morgun...ef hann er ekki í páskafríi...

lambalæriSvo var ég að lesa á einu blogginu hjá einni bloggvinkonu...hún var í mat hjá sínu tengdó um helgina...fékk lambalæri...oooohhh hljómar vel...hvað segir MÍN TENGDÓ???!  

Jamm...en nú er ég farin að lesa/skrifa... 


Lesi lesi lesi...

...og skrifi skrifi skrifi...

Svona verður dagurinn í dag hjá mér.

Problemformuleringin hljóðar svona: HVORDAN BENYTTER SYGEPLEJERSKER SIG AF DEN VIDEN DER ER TILGÆNGELIG OMRKING ALKOHOLISME  OG BEHANDLING, OG HVORDAN MOTIVERER DE PATIENTEN TIL AT MODTAGE HJÆLP?

Núna er ég að fara að skrifa um sjúkdóminn alkohólisma...er einhver sem veit hvar ég get fundið WHO´s definitinon af alkohólisma?   

---

Jóhannes var ægilega ánægður að fara í leikskólann í dag, hann er nefninlega kominn í 8-16 pláss sem þýðir að hann verður í kaffitímanum!!! 

Hinir ormarnir tveir eru í stuði, fríi og hlaupa um í augnablikinu og standa á höndum við útidyrnar...kannski ég neyði þau til að fara út á línuskauta eða eitthvað...held þau hafi gott af fersku lofti í dag!!! 


Fýluferð á kaffihúsið

Jamm, ég ætlaði að bjóða dóttir minni á kaffihús eftir kvöldmatinn...það var LOKAÐ!!  Samt sátu einhverjir karlar þarna inni!!!  Fussumsvei...!!

EN, við gerðum þá annað í staðinn.  Við fórum á rúntinn, komum við á Shell og keyptum okkur bragðaref (nammi namm...með trompi, nóakropp og bláberjum...slafrrrrrr....) og svo keyrðum við út í móa...eða nánast.  Við parkeruðum bílnum við Seljuskóga 7 og sátum þar í bílnum, borðuðum ís og kjöftuðum saman.  Hún er svo skemmtileg, hún dóttir mín Grin, gaman að eyða tíma með henni Heart

Annars get ég sagt ykkur að ég er króníska tilfinningu yfir að ég sé að svíkjast um...finnst að ég eigi aðgeðveika hjúkkan vera að lesa svona um helgar...þrátt fyrir að ég sé að læra í 6-7 tíma virka daga...en hvernig líst ykkur á þessa hjúkku hér?  Ég vona að ég verði ekki svona crazy... 

...einhver sem þorir að mæta mér með sprautu...?!!! 


Jólagjafaframleiðslan...

...í fullum gangi.  Tókum 3 tíma í jólagjafaframleiðslu í dag, ég og Ólöf Ósk.  Einar var að vinna, Jóhannes í heimsókn hjá vini sínum og Jón Ingvi er búinn að liggja inni í rúmi í ALLAN dag og glápa á "Jesus og Josefine"...og núna það "Oskar og Josefine" sem er í spilaranum...en hann (J.I.) er enn smá slappur eftir magaflensuna.  

Svo fengum við heimsókn áðan, rétt í því sem við vorum að pakka saman eftir framleiðslu dagsins.  Úti stóðu amma Bára og Kristrún (systir tengdapabba).  Þær voru á rúntinum og ákváðu að athuga hvort ivð værum heima.  Svo ég skellti kaffi í könnuna og áttum við huggulegt spjall með þeim mægðum.  Gaman að því. 

Annars hef ég lítið að segja, ekki verið göbbuð enn...og gef hér með EKKI veiðileyfi á mig!!!  Var annars búin að gleyma að það væri 1. apríl en mundi skyndilega eftir því þegar ég las hin ýmsu blogg...sumir verið plataðir...aðrir ekki.  

Nóg um það... 


Afmælisbarn dagsins

er gömul vinkona mín, hún Peta.  

Elsku Peta (ef þú lest þetta), þá langar mig að óska þér til hamingju með daginn.  Vona að sólin skíni á þig í dag sem og aðra daga.  

Sé þig vonandi á árinu Wink

Knús... 


Mini Pizza

mini pizzaUuuummm, við gerðum mini-pizzur í kvöldmatinn og það var alveg ljómandi gott.

Við erum 5 (fyrir þá sem það ekki vitaWink)

6 pítubrauð, skorin í tvennt (klofin).

Álegg eftir "smag og behag" (við notuðum pizzusósu, skinku, pepperoni, beikon,  sveppi,  púrrulauk, mexíkóost, ost...sem fólk valdi eftir smekk á sína pizzu).

Það skemmtilega við þetta er að hver og einn útbýr sína pizzu.

Skellt í ofninn og ETIÐ!  Hafði reyndar franskar með líka.  


Fékk þetta frá tengdamömmu fyrir löngu síðan

beijos meu amorKannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið , svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.

Kannski opnast dyr hamingjunar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum , en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er besti vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það , en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það .

Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti.

Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást ; bíddu þangað til ástinn vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta .

Kannski tekur það einungis  mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum , en það getur tekið líftíð að gleyma einhverjum. 

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa , vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt .

Ekki fara eftir útliti , það getur blekkt . Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið, finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.
 
Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.

Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Góðan laugardag

Fyrst ætla ég að halda áfram að vekja athygli á ÞESSU HÉRNA.

Jæja, pabbi fékk að þrífa upp ælu í gærkvöldi meðan hann passaði fyrir mig.  Jón Ingvi ældi yfir allt rúmið og var voða lasinn greyið.  En í morgun var hann magaverkjalaus og ógleðin horfin.  Hins vegar er hann með beinverki og hita...vonandi gengur þetta fljótt yfir þar sem hann á að fara í aðgerð á þriðjudaginn...nefkirtlatöku og amk ástungu á hljóðhimnurnar.

Annars allt gott.  Ekta letidagur...en verð víst að gera eitthvað í útældu sængurveri og laki...ojojoj...Sick

Mig langar að deila með ykkur vísu, sem ég hef reyndar áður birt á blogginu mínu (kannski samt þessu gamla...)...:

Ég átti blíðan og góðan mann
ég ástina í hans faðmi fann.
En alkohólisminn það hann kann
að gleðja aldrei nokkurn mann.

Mikið var ég hrædd og ein
og fannst ég vinna öllum mein.
Ljóssins faðir þá komst þú inn
og fel ég þér nú anda minn.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, stendur einhversstaðar Wink

Ljós & friður til ykkar þarna úti Heart


Hunter

HunterStelpur (Erla, Elín og Sigþrúður!!)!!!  Takk fyrir frábært kvöld.  Æðislegt að hitta ykkur og eiga með ykkur notalega kvöldstund. Heart

Hér koma nokkrar myndir af Hunter...en mér tókst því miður ekki að finna "réttu" myndina...engin mynd af manninum, í gallabuxum, "vel kýldum"...!! Wink LoL  

Hunter og Dee M.Hunterrhunter og Dee

 

 

 

 

 

 

 

Elín, manstu eitthvað eftir töffaranum?  Ég get lofað þér, hann VAR töffari!!!Cool

 

hahaha, og hárið á henni...stórkostlega yndislegt!! 


Mexíkönsk súpa

(f. 4-6...góð upphituð svo allt í lagi að búa til meira...)

2 laukar
4 hvítlauksrif - pressuð
4 msk olía
2 ds niðursoðnir tómatar
1 ten. kjúklingakraftur + 1/2 ltr vatn
1 ten. nautakjötskraftur + 1/2 ltr vatn
1 ltr tómatsúpa (fæst í Hagkaup í fernu)
1 msk kóríander duft
1½ tsk chili duft
1½ tsk cayannepipar

Laukur skorinn og steiktur í olíunni í stórum potti.  Hinu blandað saman við.
Látið malla í 2 tíma.
Smakkað til, má setja meira krydd eða hvítlauk.
1 grillaður kjúklingur tekinn af beinum og settur út í ca ½ tíma áður en borið fram.

Borið fram með sýrðum rjóma, nachos og rifnum osti.

Þetta fékk ég að borða í kvöld.  Hreinasta SNILLD!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband