Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2007 | 09:30
Neðan beltis...
Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.
"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"
"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."
"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.
Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan.
Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.
"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn
"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.
"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið er ónotað."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2007 | 09:04
Ég er orðinn sundgarpur!!!
Eða í dag amk...!!
Ég fór sem sagt í sund þegar ég var búin að fara með strákana í skóla og leikskóla. Jóhannes var mjög fljótur að sleppa mér í dag, hann er búinn að ákveða að hann ætli að æfa sig í að vera fljótur að sleppa mér því hann langar að ég geti einhverntímann keyrt hann fyrst á morgnana!!! Svo nú hefur hann sína rúsínu í sínum pylsuenda að keppast við að ná og það léttir okkur báðum lífið, held ég.
En í sund fór ég. Og ekkert smá dugleg - að eigin mati! Ég synti heila 150 m sem mér finnst ansi gott, m.a. í ljósi þess að ég hef ekki synt síðan vorið 1993 og þá synti ég álíka mikið - í EITT SKIPTI og síðan ekki söguna meir...Og svo náttúrlega líka vegna þess að ég hef lítið sem ekkert getað hreyft mig (hlaupið, hjólað, labbað eða neitt annað) í ca 1½ ár út af blessuðu hnénu mínu.
Ég fann strax þetta: Ég get ekki synt bringusund, það er vont fyrir hnéð! Og svo að ég er ekki sérlega góð í skriðsundi...þyrfti kannski að rabba við einhvern þjálfarann og fá góð fiff...ef það er ekki námskeið fyrir öldunga hér í bæ...!!
EN þetta var mega hressandi. Fór svo í nuddpottinn á eftir og lét streyma heitt vatn á aumu vöðvana mína. Og ekki nóg með það, heldur dýfði ég mér ofan í sundlaugina eftir pottinn, áður en ég fór upp úr þar sem ég var að leka niður! Það er eitthvað sem ég hef staðfastlega neitað að gera þegar ég hef verið beðin um það!
Já, ég er sko HETJA dagsins!!! Ægilega ánægð með mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 18:35
Ekki góður matur
Svo þið fáið ekki uppskrift í þetta sinn!! Skítt með það. Ég tók mig hins vegar saman í gær og fór í gegnum allar uppskriftirnar á lausum blöðum sem hafa sankast að mér undanfarið hálft ár. Ótrúlegt hvað ég get safnað af uppskriftum...hvort sem það er matar, köku, prjóna, sauma, scrap...eða hvað sem er...bara UPPSKRIFTIR!!!
Byrjaði á bók með uppskriftum frá Sollu og Café Sigrúnu. Elska þessar sykurlausu kökur þeirra. Eiginlega finnst mér þær betri en þessar með sykrinum...en ég er fíkill svo ég er bara á "fylleríi" þessa dagana...en það hlýtur að renna af mér fyrr en síðar...vonandi...!! En ég er amk ánægð með að vera komin með sérstaka bók fyrir þessar uppskriftir "mínar". Svo reyndar hef ég prófað að breyta uppskriftum líka, taka sykurinn út og setja t.d. döðlumauk...jamm, ég get svo sem alveg talað lengi um mat...og NAMMI!!! Ok, ég er FÍKILL!!! Arrrggg...
Farin...
Ljós og friður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 17:15
Afmælisbarnið
Við fórum til Ömmu Báru áðan. Ég sótti Einar í vinnuna svo við gætum skroppið, svo er hann að fara í höfuðborgina á fund á eftir nefinlega.
Ólöf Ósk gerði flotta "scrap"-mynd handa afmælisbarninu og svo keypti ég voða sætan páskakertastjaka.
Þetta vakti þvílíka stormandi lukku hjá Ömmu Báru. Hún var ægilega glöð og ánægð með gjafirnar en ekki minna glöð yfir að við skildum koma til hennar.
Hún er svo voða yndisleg, þessi gamla kona. Hún er svo alsæl með að ég sé að fara að vinna á Höfða en hún býr þar. Svo það er nú gott.
Jæja, maturinn er að verða tilbúinn...er að prófa eitthvað sem ég fann á einhverri bloggsíðu...vona að það bragðist vel...það sem ég prófaði um daginn (af blogginu) var allavegana hreinasta snilld...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 10:41
Afmælisbarn dagsins
Bára Pálsdóttir, í daglegu tali kölluð Amma Bára, er afmælisbarn dagsins. Amma Bára er amma Einars (míns elskulega eiginmanns). Amma Bára er 91 árs í dag.
Þar sem ég veit að Amma Bára les ekki bloggið mitt, þá sendi ég henni ljós og góða strauma í huganum og gef henni svo stórt knús seinna í dag, þegar við förum til hennar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 08:26
Ég er í klessu!!
Mér er ILLT!!! Í bakinu, og ég er með hnút aftan á hálsinum...neðanverðum hnakkanum, ég held ég hafi aldrei fengið svona mikla vöðvabólgu áður. Veit núna smá hvernig Lilju sys líður en hún er með vöðvabólgu allsstaðar. Ég væri til í að komast í nudd...
Svo eins og það sé ekki nóg þá er mér bara ógeðslega illt í hnénu!! Held ég þurfi að panta mér tíma hjá blessuðum bæklunarlækninum sem skar mig og fá hann til að kíkja á þetta mál. Mér finnst fjandi hart að borga 18.000 kr fyrir aðgerð sem svo virkar ekki baun!!! Eins gott að hnéð eigi eftir að lagast!!!
Ólöf Ósk er líka ennþá lasin, er enn mjög illt í maganum...vona ennþá að við hin sleppum...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2007 | 22:13
Gleymdi mér...
...á netinu. Að skoða hinar ýmsu flicr-síður...allskonar föndur og prjón og saum...sem mér finnst svo spennandi. Var að skoða síðuna hjá einni danskri bloggvinkonu og þar datt ég um þessar líka sætu babúskur...og link inn á hinar og þessar handavinnusíður...og ég bara gleymdi mér...ooohhh, gaman, gaman. Ég er með allskonar skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum...nýjir lesendur, haldið ykkur...já, að jólagjöfum. Við erum náttúrlega byrjuð á nokkrum...en svo koma "hele tiden" upp nýjar hugmyndir sem er bara gott, þetta er svo stór fjölskylda sem að okkur stendur og þess vegna margar gjafir að gefa.
Jamm, held samt ég hætti núna og leyfi tölvunni að hvíla sig...búin að vera á fullu í allan dag, litla greyið...
Ég ætla að setja hreint á rúmið, og skríða svo upp í...kannski bara með einhverja bók - eitthvað annað en skólabók!!! (Efast samt um að ég nenni því...)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2007 | 17:12
Æðruleysi
Kona nokkur vaknaði einn morgun, leit í spegilinn og sá að það voru aðeins 3 hár eftir á höfði hennar. "Best að setja fléttu í hárið" sagði hún, setti fléttu í hárið, fór út og átti frábæran dag.
Daginn eftir vaknaði hún, leit í spegil og þá voru bara tvö hár eftir. "Best að skipta í miðju", sagði hún, gerði svo, fór síðan út og átti annan frábæran dag.
Þriðja daginn vaknaði konan, leit í spegilinn og sá að aðeins eitt hár var eftir. "Best að setja tagl í hárið" sagði konan, setti tagl í hárið og fór út og átti enn einn frábæran dag.
Fjórða daginn leit konan í spegilinn, sá að nú var ekkert hár eftir og öskraði af gleði; "YES, ég þarf ekki að setja hárið í dag!!", fór út og átti enn einu sinni FRÁBÆRAN dag!!!
Já, það er hamingjan.
Ást og ljós til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2007 | 15:31
Búin í dag
Búin að ná í Jóhannes, svo ég læri ekki meir í dag. Frá 1. apríl fer hann í 8 tíma vistun, þá næ ég kannski 7 tímum á dag eða svo. Með pásum, sem Á að taka reglulega. Gleymdi því í dag og upp úr hádeginu var ég orðin gjörsamlega tóm, ekki búin að hreyfa mig frá tölvunni í einhverja tíma. Fattaði svo allt í einu afhverju ég var svona tóm, tók mér góða pásu og fór í heita sturtu...lét leka sjóðheitt vatn á auma bakið mitt og það var ferskandi og endurnýjandi. Svo ég gat skrifað helling á eftir...vonandi eitthvað af viti...búin að senda það til Annemarie til ritskoðunar...
Nú er ég farin að þrá að komast út að hreyfa mig. Finn aukna þörf með hækkandi sól. Langar SVO að komast út að hlaupa aftur...en það þarf að gerast mikið með hnéð mitt áður en sú ósk rætist. Áður en ég fór í aðgerðina gat ég farið á hnén í rúminu eða t.d. á gólfinu með púða undir. Læknirinn lofaði mér að 4 vikum eftir aðgerð gæti ég farið á hnén...en ég get það EKKI ENN og það eru rúmar 6 vikur liðnar núna!! Hef reynt að fara á hnén í rúminu og bara get það ekki, er t.d. vön að skríða upp í rúm frá fótendanum (eitthvað sem ég vandi mig á þegar við vorum í svo litlu herbergi að það var ekki hægt að komast upp í rúmið öðruvísi...) en get það ekki .
Svo er Einar farinn að nota bílinn að hluta til í vinnuna, þar sem hann er liðstjóri á einhverjum vöktum og þá þarf hann að mæta fyrr. Það þýðir að ég er oft bíllaus...svo nú vantar mig hjólið mitt. Er að spá í að ná í það fljótlega, en tengdamamma fékk það lánað í vetur þegar ég gat ekki hjólað. Held reyndar ekki að hún hafi notað það mikið því að strax í fyrstu ferð þá reiddist hjólið eitthvað og kastaði henni af baki...þess ber að geta að þetta er ansi sjálfstætt hjól...!! Ég held það hafi eitthvað reiðst henni að vera að drösla því út í hálku og óveður...
Svona getur lífið verið stundum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 13:10
Afmælisbarn dagsins
Garðar er afmælisbarn dagsins. Garðar er sjötugur í dag.
Elsku Garðar, til hamingju með afmælið. Njóttu dagsins, og kvöldsins í faðmi konu, barna, tengdabarna og barnabarna.
Knús til þín frá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 179279
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar