27.7.2014 | 20:23
Dagur 3 í Helsingborg
Dagur 3 í Helsingborg
Við verðum víst að viðurkenna að við sofum ekki sérstaklega vel þessar næturnar. Herbergið er bara ætlað fyrir tvo og við vorum víst ofur bjartsýn að ætla okkur að koma tvöfaldri vindsæng fyrir líka (hefði gengið ef baðherbergið væri ekki svona veglegt að flatarmáli). Þannig að sófinn er ekki útdreginn og á honum sefur einn, tveir sofa á vindsæng og einn sefur á pullunum úr sófanum á milli sófans og vindsængurinnar og með aðra rasskinnina upp á vindsænginni.
Það fer sennilega best um mig og Jóhannes samt. Einar og Jón Ingvi eru viðkvæm blóm eða fiðrildi eins og Bára kallar það... En við huggum okkur við það að nú eru 2 nætur búnar og því aðeins 5 eftir!!
Við ákáðum að taka daginn rólega og reyna að hafa hann sem ódýrastan. Það er dýrt að vera á hrakhólum, því það er heldur ekki hægt að húka í 17 fermetrum allan daginn og allt kvöldið :D Við getum ekki eldað hér, höfum hreinlega ekki pláss... Og þar sem við erum í raun ekki í fríi í útlöndum (þó fyrsta vikan feels like it) heldur að nota alla okkar peninga í flutninga þá er þetta púsl.
Við fóum því af stað í dag, með tvo bakpoka og tvö sængurver. Fórum í Nettó, versluðum okkur nesti og slatta af vökva (verst að hafa ekki hitabrúsa til að taka með kaffi!). Röltum svo í garð sem er nálægt væntanlegu heimili okkar, eða Olympia Park, þar sem við breyddum úr sængurverunum og fengur okkur hádegisverð. Ótrúlega kósí bara. Við fundum okkur stað í skugga því að sólin var SJÓÐANDI heit! Þarna lágum við drjúga stund áður en við ákváðum að færa okkur í Slottshagen sem er í raun á milli okkar (frá og með næsta föstudegi) og miðbæjarins.
Þess má geta, fyrir þá sem langar að vita það, að það tekur okkur um það bil 10-15 mínútur að rölta í bæinn.
Í Slottshagen lágum við og létum fara vel um okkur, sumir dottuðu, aðrir notuðu símana sína óspart, enn aðrir spiluðu frisby (það mætti halda að við værum feiri en fjögur!).
Ljómandi góður dagur.
Svo rann langþráð stund upp hjá Einari og Jóhannesi þeir fóru að sjá aðalliðið í Helsingborg, HIF, spila leik. Með þeim spilar m.a. eitt stykki skagamaður og það þykir þeim feðgum ekki leiðinlegt.
Ég og Jón Ingvi röltum um bæinn á meðan, fórum meðal annars út að skólanum sem þeir bræður koma til með að fara í innan örfárra vikna Tågaborgskolan.
Svo fórum við aftur í Slottshagen - þar er bara svo ótrúlega fínt og fallegt.
Enduðum þennan ljómandi góða dag á pizzu ódýrri og ljómandi góðri (LKL verður að bíða...næ engan veginn að halda mig við það við þessar aðstæður).
Nú situm við hér, í öllum okkar 17 fermetrum, ég að blogga, Jóhannes að spila leik á símann sinn, Einar eitthvað að tölvast og Jón Ingvi horfir á mynd í ipad´inum sínum thank God fyrir tölvur og svoleiðis dót.
Svo ætla ég nú að lauma þessari með, fór sko aðeins og fiktaði ídyrasímanum, mikil spenna - var ég búin að nefna spennuna??
Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2014 | 19:40
Dagur 1 og dagur 2 í Helsingborg
Jæja, þá er komið að því að segja ykkur frá ferðalaginu okkar til nýrra heimkynna.
Við flugum sem sagt frá Íslandi aðfaranótt föstudagsins (í gærnótt sum sé). Það var brottför kl 00.30 og bar eitthvað á að í það minnsta ég var orðin þreytt. Strákarnir sváfu ekkert, Einar dottaði í ca 10 mínútur en ég svaf sem betur fer í amk eina og hálfa klukkustund.
Við lentum svo í Gautaborg um kl 5.40 að staðartíma. Þegar töskurnar voru komnar var byrjað á því að skipta úr síðbuxum í stuttbuxur! Enda heitur dagur framundan. Við tókum svo leigubíl á lestarstöðina í Gautaborg, og komumst að, í þeirri ferð, að flugvöllurinn er ca 20 km fyrir sunnan Gautaborg. Annað sem vakti athygli okkar strax þarna, var hversu kurteisir og glaðlegir svíar eru, og með þjónustulund. Þegar við komum út úr flugstöðinni, í átt að leigubílunum, stóðu strax þrír bílstjórar upp og buðu okkur góðan daginn, með bros á vör.
Þegar á lestarstöðina var komið þá roguðumst við með allar okkar töskur (sem betur fer flestar á hjólum!) í leit að kaffihúsi! Við gömlu þurftum kaffi, drengirnir þurftu helst snúð en sættu sig við einhverja dísæta kanilfléttu.
Svo tók við tæplega 2ja tíma lestarferð Jóhannes sofnaði nánast strax og svaf í um 1½ tíma, Jón Ingvi í um klukkustund, ég dottaði kannski 10 mínútur en enn gat Einar ekkert sofnað.
Mér finnst alveg með ólíkindum hversu vel dagurinn gekk, engir árekstrar milli bræðranna og enginn pirringur þrátt fyrir svefnleysi.
Þegar við komum til Helsingborg skelltum við öllum okkar töskum í geymsluhólf og örkuðum sem leið lá á Skatteverket til að skrá okkur inn í landið. Þar tók á móti okkur afskaplega indæll maður, með bros á vör, hann spurði hvaða erindi við ættum og fann réttan starfsmann handa okkur. Sú var jafn indæl og brosandi og hjálpsöm. Svo nú erum við, ég og strákarnir, skráð inn í landið og bíðum bara eftir að nýju kennitölurnar okkar detti inn um lúguna.
Þaðan örkuðum við að sækja lykla að övernattningsrum, sem er herbergið sem við verðum í núna fram að 1.ágúst. Á sama stað fengum við lyklana að íbúðinni okkar, sem við flytjum inn í 1.ágúst. Sú íbúð stendur við Mellersta Stenbocksgatan. Þar sem ég trúi ekki á tilviljanir þá er gaman að segja frá því að langafi minn hét Steinbock.
Övernatningsrummet er 17 fermetrar og sem betur fer erum við sátt...því ósátt er sennilega erfitt að sitja svona þröngt í heila viku.
Örkuðum eða öllu heldur tókum svo strætó, í Ikea þar sem við borðuðum dýrindis kvöldmat (snitsel og kjötbollur) áður en við versluðum smá í matinn.
Við fórum SNEMMA að sofa í gær, enda laaaaangur dagur að baki.
Dagurinn í dag, sem sagt dagur 2 í nýju landi, er búinn að vera ljúfur. Byrjuðum daginn á að fara í bæinn og versla okkur strætókort (fengum 2 fríar ferðir í gær þar sem ekki er hægt að borga með pening fyrri strætóbílstjórinn sagði okkur það ekki, bara brosti og sagði okkur að fara inn...sá sennilega hvað við vorum túristaleg, með bakpoka og alles! Sá seinni var svo elskulegur að gefa okkur líka farið en benti okkur jafnfram á hvað við ættum að gera fyrir næstu ferð).
Haldiði ekki að við höfum svo ekki bara drifið okkur aftur í IKEA. Í þetta skiptið kíktum við á rúm fyrir strákana.
Fórum svo í bæinn að hitta dönsk vinahjón á kaffihúsi, það var bara ljúft sko.
Löbbuðum síðan gegnum Slottshagen og þaðan upp að nýju heimkynnum okkar á M. Stenbocksgatan. Nafnið mitt er komið á dyrasímann við erum að SPRINGA ÚR SPENNU!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2014 | 10:49
Spennan magnast
Jæja, þá er runninn upp síðasti dagurinn okkar á Íslandi í bili. Nýjir tímar framundan og ekki laust við að "fiðrildum í maganum" fjölgi. Það er mikil tilhlökkun en um leið smá kvíði fyrir hinu óþekkta og eftirsjá - fjölskylda og vinir hér heima toga.
Dagurinn í dag verður floginn áður en við vitum af og við lent í fyrirheitna landinu - eins og maðurinn minn segir; "Draumaríki okkar jafnaðarmanna" :) Gæti varla verið betra - hehe
Töskurnar eru að mestu klárar, þvottavélin fær að hamast í síðasta sinn - það verður að vera hreint til á rúmin þegar Ólöf Ósk og Björgvin millilenda hér á leiðinni til okkar í ágúst :)
Svo eru það síðustu kaffibollarnir með vinum í borginni seinna í dag, heimsókn til ömmu Einars og að lokum kvöldmatur með mömmu Einar, bróður hans og fjölskyldu.
Svo ætlar elsku tengdamúttan mín að skutla okkur á völlinn, en það er mæting eigi síðar en 22.30 í kvöld og við eigum að fara í loftið kl 00.30!!
Morgundagurinn fer svo í að skrá okkur inn í landið og finna íbúðina sem við erum búin að leigja í viku - og ætli það verði ekki þreyta í mannskapnum eftir næturferðalag. Það mætti segja mér það - amk í mér!
Ég ætla ekki að lofa fleiri bloggfærslum en hver veit :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2012 | 15:34
Mánaðarmót
Það sem mér finnst sennilega minnst skemmtilegt við mánaðarmót - en geri þó alltaf - er að búa til matseðil fyrir mánuðinn, gera innkaupalista og svo það allra minnst skemmtilega; versla! Það þarf yfirleitt tvo innkaupavagna og stundum neyðist ég til að gera þetta ein þegar Einar er að vinna. En í dag þurfti ég ekki að fara ein og það var æði
En þó það sé leiðinlegt að gera matseðilinn þá er það svoooo þægilegt og gott þegar það er búið. Að þurfa ekki að spá meir í það þennan mánuðinn. Krökkunum finnst þetta líka gott, að vita alltaf hvað er í matinn (þó svo að auðvitað geti eitthvað komið upp á og þá orðið breyting). Einari finnst gott að þurfa ekki að spá hvað hann á að hafa í matinn þegar ég er á kvöldvakt, hann kíkir bara á matseðilinn. Snilld alveg.
Upphaflega var líka málið að við settumst niður og gerðum þetta saman...nú er þetta orðið mitt - fyrir löngu. Hinir koma hugsanlega með eina ósk hver og þá verð ég að klóra mér í skallanum fyrir hina 27-28 dagana...sem betur fer tekst þetta oftast áður en ég er búin að klóra gat á skallann...í annan tíma jaðrar við að ég sé farin að reyta mitt gráa strý
Jamm - þetta var sem sagt matseðils-mánaðarmóta-hárreytingar-blogg. En einn hamingjumoli í lokin:
Gættu þess að enginn verði til þess að bregða fæti fyrir þig, er þú skundar til móts við hamingjuna.
Úr bókinni Þúsund hamingju spor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2012 | 07:14
af morgunsúrum börnum
Jóhannes er glaður og skemmtilegur strákur. Hann talar yfirleitt mikið, spáir helling í hlutina, veit alveg fáránlega mikið um fótbolta og fótboltakalla og getur rætt það endalaust. Hann er einlægur, hann er og hefur alltaf verið mikill gleðigjafi og þessi litli strumpur lýsir upp líf okkar.
EN shit hvað þessi dásamlegi drengur getur verið morgunfúll! Það gerist sem betur fer ekki alla daga... En í dag er einn af þessum dögum sem hann er morgunfúll.
Og þetta er ósköp einfalt; það er ekkert hægt að gera honum til hæfis á svona morgnum
Þegar Ólöf Ósk var kringum ársgömul þá varð ég að taka meðvitaða ákvörðun um að hætta að vera morgunfúl. Einfaldlega vegna þess að þessi litla stúlka var svo morgunfúl að morgnarnir urðu of erfiðir ef við vorum báðar súrar
Mín morgunfýla var mest þannig að ef ég fékk að vera í friði þá var allt í lagi en ef þess var krafist af mér að ég hefði samskipti fyrsta hálftímann eða svo, þá gat ég urrað... Þegar ég var orðin mamma þá neyddist ég til að vera í samskiptum strax og ég vaknaði - svo þess vegna varð ég að breyta mér...ekki get ég breytt öðrum
Jón Ingvi er ekki morgunsúr. Jón Ingvi er fámáll og hefur alltaf verið, hugsar því meira. Oftar en ekki vitum við ekkert hvað hann er að hugsa eða hvernig honum líður - annað en systkini hans sem eiga erfitt með að fela allt slíkt. En morgunfúll hefur hann aldrei verið. Jón Ingvi er þessi þögla týpa sem hægt er að treysta á. Hann elskar að vera nálægt fólkinu sínu og er frændrækinn með eindæmum. Algjör gullmoli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 13:09
Mígreni
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég sé með mígreni. Ég fékk slæm höfuðverkjaköst fyrst þegar ég gekk með Ólöfu Ósk. Svo slæm að þau komu nánast daglega sumarið 1995 en ég var bara lánsöm að búa ein og vera ófrísk að fyrsta barni, því ég gat þá bara lagst fyrir eftir vinnu og reynt að jafna mig.
Eftir meðgönguna hurfu köstin. En bar á þeim síðar, eða í þessi 2-3 skipti sem ég bragðaði rauðvín - hætti þeirri vitleysu fljótt út af slæmum höfuðverkjum sem fylgdu í kjölfarið.
Svo komu þessi köst aftur þegar ég gekk með Jón Ingva en ekki þegar ég gekk með Jóhannes. Núna þegar ég sit og skrifa þetta þá velti ég því fyrir mér hvort líkaminn hafi sjálfur séð um að hafa vit fyrir mér því að þegar ég gekk með Jóhannes þá gat ég ekki með nokkru móti borðað neitt sem hveiti var í. En samkvæmt Vísindavefnum þá getur hveiti haft áhrif á mígreni.
Ástæðan fyrir því að ég fór að "gúggla" mígreni, var að ég fékk svona kast í gær. Stuttu áður en ég átti að fara á kvöldvakt og sá fram á að þurfa að hringja mig inn veika 3 korterum fyrir settan vinnutíma Ekki skemmtilegt. En ég fékk mér panodil og íbúfen og lagðist út af og hausverkurinn hvarf að mestu en eftir sat ógleðin. Svo ég fór í vinnuna, fékk þar primperan sem sló á ógleðina. Gat þannig staðið mína pligt
Ég hafði fengið mér hrökkkex með brauðosti stuttu áður en höfuðverkurinn helltist yfir mig og fékk allt í einu sterkt á tilfinninguna að það væru tengsl. Samkvæmt áðurnefndum link á vísindavefnum þá er einmitt ostur nefndur til sögunnar ásamt hveiti, rauðvíni og fleiru.
Svo hef ég oft hugsað sem svo að þetta væri vart mígreni þar sem mér nægir (oftast) að taka panodil og íbúfen - en samkvæmt þessum sama link þá er það svo hjá mörgum. Þannig að ég held bara að ég geti alveg leyft mér að kalla þetta mígreni.
Ég á eftir að sannreyna þetta með ostinn, en ég get í augnablikinu ekki hugsað mér að fá mér ost...svo þetta verður ekki sannreynt í dag og þá heldur alls ekki korter í kvöldvakt!!!
Jamm - fyrsta bloggfærslan mín í ca 1½ ár og vart um skemmtilegt efni en ég bara varð að koma þessu frá mér! Þetta væri helst til langur "status" á facebook
En til að halda í gamla "hefð" þá langar mig að koma með hamingjukorn dagsins:
Hugurinn er heimur út af fyrir sig, og í sjálfum sér fær hann breytt himnaríki í helvíti og helvíti í himnaríki.
- úr bókinni Þúsund hamingju spor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2010 | 14:10
Fyrir þá...
...sem lítið nota facebook!!
Sólpallurinn var endurnýjaður í gær. Okkur áskotnuðust ný bretti og því var ráðist í endurbætur. Einarinn minn er handlaginn heimilisfaðir, og svo vel gekk að 2½ tíma eftir að hann byrjaði þá var kjöti kastað á grillið og svo var kvöldmaturinn borðaður úti í steikjandi kvöldsólinni Held vart að þetta gerist betra
HÉR eru svo fleiri myndir af pallagerðinni
Svo fórum við á brekkusöng (það eru Írskir dagar hér um helgina) og skemmtum okkur konunglega.
Síðan var það bara fljótlega í bælið enda komið fram yfir miðnætti og ekki oft sem við vökum svo lengi En dagurinn í dag var tekin snemma, amk hjá okkur hjónum því við fórum á fætur kl. 7 og vorum mætt á golfvöllinn um kl 7.50. Tókum 18 holur. Sumar holur gengu vel, aðrar minna vel
Púttið gekk bara nokkuð vel hjá mér í dag, en ég þarf klárlega að fá mér annan tíma hjá golfkennaranum og reyna að ná réttri stöðu...!
En þetta er skemmtilegt og ég hlakka geðveikt mikið til sumarfrísins!! Þá verður spilað golf, og á hinum ýmsustu völlum á hinum ýmsustu landshornum
Segi það og skrifa það; LÍFIÐ ER LJÚFT
Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:
Hamingjan verður aldrei úrelt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2010 | 13:26
Gleði gleði gleði :)
Fór í ræktina í morgun, og mikið er nú gott að taka svona á. Vonandi að það skili líka einhverju...eins og kannski því að ég komist aftur í pilin mín sem hafa minnkað í vetur...
Vitiði, svo eru okkur að áskotnast nokkur bretti í viðbót, svo bráðum verður orðið partýfært á pallinum!! Þetta er eintóm hamingja bara
Svo eiga að vera pönnusteiktar samlokur í kvöldmatinn í kvöld og Jóhannes sagði strax; "Getum við borðað þær úti?" (...því það voru samlokur á pallinum um daginn sko )
Annars er lítið að frétta. Var að vinna um helgina og komst því ekki í golf með familíjunni minni. En ætli við bætum ekki úr því í dag eða kvöld, ég og gormarnir.
...ef ég get sveiflað kylfunni eftir átök morgunsins...híhí...
Svo styttist í sumarfríið, mér reiknast til að það séu 15 vaktir eftir hjá mér...voru 20 þegar ég byrjaði að telja
Sumar og eintóm hamingja hér á bæ Alltaf kaffi á könnunni ef þig langar að kíkja í bolla.
Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:
Það sem þér líkar og það sem þér mislíkar getur gert þig óðan, ef þú hugsar of mikið um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 19:43
Barasta má til...
...með að sýna ykkur herlegheitin okkar! Einar var búinn að raða brettum meðfram húsinu um daginn, en við (ég og strákarnir) bættum einu við og færðum til í dag og gerðum aðeins rúmbetri sólpall í dag.
Svo smíðuðum við (ég og Jón Ingvi) borð líka. Ég get sagt ykkur að ég sagaði planka - svo búta vantaði okkur - og notaði til þess hefðbundna sög. Er ekki vön að saga og hefði betur verið með hanska...er með þessar "fínu" blöðrur!! Er samt ánægð með mig, hef aldrei áður getað sagað, en náði góðu lagi með sögina í dag!
Svona leit þetta út í kvöld þegar kvöldmaturinn var framreiddur!
Enn einn dásemdardagurinn á enda. Það eina sem vantaði til að fullkomna hamingjuna var minn heittelskaði sem er í vinnunni.
Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:
Hamingjusamur er hver sá sem kann ekki annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2010 | 21:21
17. júní 2010
Við smelltum okkur í skógræktina í dag, þar voru hátíðahöldin hér á Akranesi haldin. Mér skilst að Skagamenn (einhverjir amk...) hafi ekki allir verið sáttir með það hvar hátíðahöldin fóru fram. Það er áralöng - eflaust áratugalöng - hefð fyrir að þessi hátíðahöld fari fram niðri í bæ, nánar tiltekið niðri á Akratorgi.
En þar sem ég er alls ekki Skagamaður (er sko og verð alltaf Norðfirðingur!!!) þá er ég allskostar ósammála þessum Skagamönnum sem eru ósáttir. Mér finnst skógræktin, nánar tiltekið Garðalundur, frábær staður. Það er NÓG pláss, það er mjúkt að setjast í grasið (malbikið er hart niðri í bæ!!!) og þetta er miklu frjálslegra fyrir börnin.
Dásamlegt alveg - finnst mér
Annars er rétt að geta þess að þar sem nú er Akratorg stóð hús í gamla daga. Það hús (ef ég man þetta rétt) byggði langafi Einars. Hann átti ekki krónu og byggði húsið allt út á krít, og húsið fékk nafnið SKULD og er ættin kennd við það hús. Einar er sem sagt kominn af Skuldarættinni - sem sagt Skuldari
Eftir því sem ég kemst næst (Akranesvefurinn sko) þá var torgið lengi kennt við Skuld og kallað Skuldartorg - en er sem sagt í dag kallað Akratorg.
Mér hefur dottið í hug, og Einari finnst það ekki galin hugmynd - að ef þannig fer að við höldum húsinu okkar (sem sagt ef Frjálsi Fjárfestingarbankinn fer að verða til samvinnu) að þá köllum við húsið okkar SKULD. Því það er ekki orðum aukið að kalla það því nafni!!! Og mér finnst það bara passa vel, svona í ljósi sögunnar
Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:
Gleðin er besta vopnið
í stríðinu við óttann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 178879
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar