Leita í fréttum mbl.is

af morgunsúrum börnum

Jóhannes er glaður og skemmtilegur strákur. Hann talar yfirleitt mikið, spáir helling í hlutina, veit alveg fáránlega mikið um fótbolta og fótboltakalla og getur rætt það endalaust. Hann er einlægur, hann er og hefur alltaf verið mikill gleðigjafi og þessi litli strumpur lýsir upp líf okkar.

EN shit hvað þessi dásamlegi drengur getur verið morgunfúll! Það gerist sem betur fer ekki alla daga... En í dag er einn af þessum dögum sem hann er morgunfúll.

Og þetta er ósköp einfalt; það er ekkert hægt að gera honum til hæfis á svona morgnum Errm 

Þegar Ólöf Ósk var kringum ársgömul þá varð ég að taka meðvitaða ákvörðun um að hætta að vera morgunfúl. Einfaldlega vegna þess að þessi litla stúlka var svo morgunfúl að morgnarnir urðu of erfiðir ef við vorum báðar súrar LoL 

Mín morgunfýla var mest þannig að ef ég fékk að vera í friði þá var allt í lagi en ef þess var krafist af mér að ég hefði samskipti fyrsta hálftímann eða svo, þá gat ég urrað... Þegar ég var orðin mamma þá neyddist ég til að vera í samskiptum strax og ég vaknaði - svo þess vegna varð ég að breyta mér...ekki get ég breytt öðrum Wink

Jón Ingvi er ekki morgunsúr. Jón Ingvi er fámáll og hefur alltaf verið, hugsar því meira. Oftar en ekki vitum við ekkert hvað hann er að hugsa eða hvernig honum líður - annað en systkini hans sem eiga erfitt með að fela allt slíkt. En morgunfúll hefur hann aldrei verið. Jón Ingvi er þessi þögla týpa sem hægt er að treysta á. Hann elskar að vera nálægt fólkinu sínu og er frændrækinn með eindæmum. Algjör gullmoli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband