Leita í fréttum mbl.is

Mánaðarmót

Það sem mér finnst sennilega minnst skemmtilegt við mánaðarmót - en geri þó alltaf - er að búa til matseðil fyrir mánuðinn, gera innkaupalista og svo það allra minnst skemmtilega; versla! Það þarf yfirleitt tvo innkaupavagna og stundum neyðist ég til að gera þetta ein þegar Einar er að vinna. En í dag þurfti ég ekki að fara ein og það var æði Smile

En þó það sé leiðinlegt að gera matseðilinn þá er það svoooo þægilegt og gott þegar það er búið. Að þurfa ekki að spá meir í það þennan mánuðinn. Krökkunum finnst þetta líka gott, að vita alltaf hvað er í matinn (þó svo að auðvitað geti eitthvað komið upp á og þá orðið breyting). Einari finnst gott að þurfa ekki að spá hvað hann á að hafa í matinn þegar ég er á kvöldvakt, hann kíkir bara á matseðilinn. Snilld alveg. 

Upphaflega var líka málið að við settumst niður og gerðum þetta saman...nú er þetta orðið mitt - fyrir löngu. Hinir koma hugsanlega með eina ósk hver og þá verð ég að klóra mér í skallanum fyrir hina 27-28 dagana...sem betur fer tekst þetta oftast áður en ég er búin að klóra gat á skallann...í annan tíma jaðrar við að ég sé farin að reyta mitt gráa strý LoL

Jamm - þetta var sem sagt matseðils-mánaðarmóta-hárreytingar-blogg. En einn hamingjumoli í lokin:

Gættu þess að enginn verði til þess að bregða fæti fyrir þig, er þú skundar til móts við hamingjuna.
Úr bókinni Þúsund hamingju spor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ èg var hèr,einu sinni var tetta svona hjà mèr.Èg sparadi mikid ,bjò til allt frà grunni,bakadi rùgbraud og køkur 1 dag ì viku.Børnin voru med allt heimabakad  (nema 1 samloku med venjul bakarìis braudi)ì skòlanesti.Ekkert tras um hvad væri ì matinn bara kìkt à matsedilinn.Tetta er algjør snilld.

Hakkid var gott og endilega vera med meira af svona .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 16:24

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er voða gott að gera þetta svona, og ekki spurning að það sparast einhverjir aurar :)

Já, ég læt þig vita ef það verður selt hakk aftur - sammála þér, það var mjög gott.

SigrúnSveitó, 2.2.2012 kl. 19:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dáist að þér að nenna þessu og vona svo sannarlega að það séu nokkur hár eftir enn :)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2012 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband