Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Flashback

Var í heimsókn á síðunni hennar Örnu og datt í hug að hlusta þar á lag sem hún er með...Lagið "What´s up" með "4 Non Blondes" og við það datt í þó nokkur ár aftur í tímann...nefninlega til sumarsins 1993...þegar ég var í Ólafsvík.

Guðný, ég og PetaVeit ekki alveg hvort ég á eitthvað að deila með ykkur svartri fortíð minni...Devil...en amk. get ég sagt að ég á margar góðar minningar frá þessu sumri...sumar þó betri en aðrar.  

Þetta var líka sumarið sem ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum...meðÞjóðhátið 1993 Guðnýju og Petu... 

Guðný rakaði af mér hárið við þetta "hátíðlega" tækifæri... 

...mamma varð ekki ánægð með uppátækið...

Já, those were the days...skemmtilegir meðan á þeim stóð...en mikið er ég glöð að tíminn með Bakkusi Konungi er liðinn...!!! 


Hér kemur skýringin...

...á því hvers vegna hjólabuxur eiga að vera svartar!!!

svartar rauðar...


Af hjólaferð og fræðingi...

Jamm og já, ég er með bloggblokkeringu þessa dagana.  Hef sjaldan lent í að hafa svo lítið að segja.  Kannski vegna þess að það gerist ekki margt, annað en "þetta venjulega".  Sit heima og læri, og reyni að skilja það sem ég er að gera...er mamma og eiginkona þess á milli Wink.

Fór reyndar á fund í gærkvöldi, og svo á kaffihús á eftir.  Það var voða gaman.  Við hjónin hjóluðum sko á fund!  Þetta var 1. dagurinn sem ég hjóla eftir aðgerðina á hnénu þarna í febrúar og ég tók því ekki alveg með ró...

Ég ætlaði reyndar að hjóla með Jóni Ingva í skólann um morguninn en þá var framdekkið loftlaust...svo ég keyrði Jón Ingva í í skólann með hjólið hans og lofaði að fá pabba hans til að redda mínu hjóli svo ég gæti komið og sótt hann á hjóli.  Sem ég og gerði.  Þegar við vorum að fara að hjóla heim þá flaug mér í hug að skreppa upp á Höfða og tala við yfirhjúkkuna.  Jón Ingvi var til í tuskið, þar sem við gætum þá heimsótt Báru, langömmu hans í leiðinni.  Mér var sýnt húsið frá A-Ö (og er enn ringluð...) á meðan Jón Ingvi fór í kaffi með langömmu sinni.  Mér þótti frekar skrítið að heyra konuna kynna mig..."Þetta er Sigrún, hjúkrunarfræðingur sem er að byrja hjá okkur í júlí"!!!  

HjúkrunarFRÆÐINGUR!!!  Mér finnst ég sko enginn fræðingur!!!

Jæja, eftir að hafa skoðað húsið og drukkið kaffi með gömlu konunni (hún er sko 91 árs, hún Bára) hjóluðum við heim aftur.

Svo hjóluðum við sem sagt á fund, kaffihús og auðvitað heim aftur.

Ég var satt að segja skíthrædd um að ég yrði að drepast í hnénu í dag, en 7-9-13...ég finn ekki fyrir því!!!

Öll eymslin sem ég fann fyrir í byrjun apríl eru horfin, að minnsta kosti að mestu.  Ég var líka orðin svo aum í kringum "heilbrigða" hnéð að ég var farin að hafa miklar áhyggjur.  En svo tók ég sykurinn út hjá mér og viti menn; ýmsir kvillar löguðust!!!  

Hins vegar átti það ekki að koma mér á óvart þar sem ég fæ alltaf ýmsa kvilla þegar ég borða sykur.  Eitt súkkulaði og ég fæ illt í ristilinn...og þegar ég fæ illt í ristilinn þá fæ ég illt í hnén...svo ég tali nú ekki um hausinn á mér, og þá er ég ekki bara að tala um þráhyggjuna, heldur líka hausverk, og þreytu og ég held ég gæti haldið endalaust áfram.

Þannig að niðurstaðan er að ég á ekki að borða sykur...og ég vona líka að ég eigi ekki eftir að gera það aftur.  En ég tek bara einn dag í einu í því.  Og eins og mér líður í dag þá langar mig bara alls ekki í sykur og það er bara alveg yndislegt.

Jæja, nóg bull...bloggblokkeringin hvarf greinilega...

Ljós og kærleikur til ykkar allra... 


Þá eru það afmælisbörn dagsins...

...þau eru 3!!

Aðalsteinn bróFystur er elskulegur bróðir minn, Aðalsteinn.  Aðalsteinn er hvorki meira né minna er ÞRÍTUGUR í dag!!!  Litli bróðir minn þrítugur!!!

Elsku besti Aðalsteinn, mínar allra bestu hamingjuóskir til þín í tifefni dagsins.  Vona að þú hafir það sem best og sólin skíni á þig og í hjarta þínu. 

 

Svo eru það ormagormarnir hennar Lilju sys., Eysteinn ogEysteinn og Bergur Bergur.  Þessir flottu gaurar eru 5 ára í dag!!  Alveg hreint ótrúlegt, mér finnst eins og þeir hafi fæðst í fyrradag...!!

Elsku Eysteinn og Bergur, ég vona að dagurinn sé búinn að vera skemmtilegur og haldi áfram að vera það alveg þangað til þið sofnið í kvöld.  Og vonandi hafið þið fengið marga og skemmtilega pakka LoL

Ljós og kærleikur til afmælisbarna dagsins, sem og annara. 


Morgunblogg

Góðan daginn, kæru bloggvinir. 

Jæja, þá eru skólabörnin mín farin í skólann.  Litli ormurinn minn er að borða morgunmat, mjög svangur í dag.  Hann var varla búinn að opna augun þegar hann bað mig að skera handa sér ananas...svo vildi hann líka ristað brauð og meira ristað brauð.  Og "Huginn og Muninn" (bók) með í leikskólann - mjög mikilvægt!!  Allt þetta í nánast sömu setningunni...honum liggur stundum mikið niðri fyrir þessari elsku.

Annars er lífið ljúft, er að fara á símafund kl. 8.45, fyrst með Annemarie og síðan bætist Lis (leiðbeinandinn okkar) í hópinn kl. 9.  Þá vonandi skýrast þessi mál með "det kvalitative interview" og "livsverden" sem ég var uþb. að tæta af mér hárið út af í fyrradag LoL

Ég fékk hjólið mitt heim í gær svo nú er stefnan sett á að prófa hvort hnéð mitt hafi eitthvað á móti hjólreiðum...mjög spennandi.  Þarf að græja hjólið í dag, setja stólinn hans Jóhannesar á og svo að kaupa lás fyrir hjólið hans Jóns Ingva og þá ættum við að geta hjólað upp í skóla á morgun.  Og ekki veitir af að ég hjálpi honum á fimmtudögum fram á vor...því þá daga er hann bæði í skólasundi og í íþróttum svo auðvitað plús skólataskan.  En hann byrjaði í skólasundi í fyrradag og er í himnasælu.  Segist hafa lært bringusund í gær!!  Ég þarf að skella mér í sund með hann fljótlega svo hann geti sýnt mér.  1. bekkur er í sundi núna x4 í viku fram að sumarfríi, svo það er ekki ólíklegt að hann læri slatta á þeim tíma.

Jæja, ég hef bara ekkert að segja ykkur...svo þá er best að ég bara þegi...

Eigiði góðan dag, kæru vinir nær og fjær Heart Ljós og kærleikur til ykkar allra.


17°C hjá mér

Vorið er komið og grundirnar gróa...


ok...

...núna fer ég að lesa 3 greinar sem ég fann á PubMed...en þið verðið að sjá ÞETTA!!!

Rúnturinn...eða flögrið

Börnin okkarEftir að hafa flögrað um bloggheima fór ég að hugsa um hvað tíminn líður hratt.  Mér finnst skrítið til þess að hugsa hvað börnin okkar eru orðin stór.  Stóra stelpan okkar að verða 16 ára í sumar!!!  Ég vil varla til þess hugsa hvar ég var á hennar aldri...nýlega flutt að heiman (!!!)...átti reyndar eftir að flytja nokkrum sinnum heim aftur, en það er önnur saga.

Ólöf Ósk að verða 12, já 12 ára!! í haust!!! Ég man líka mjög vel eftir því þegar ég var 12 ára... Reyndar var 12 ára bekkur sorglegur, því þá var besta vinkona mín farin út í Gaggó og við sáumst mjög sjaldan.  En það var líka góður vetur, því ég byrjaði í skátunum og kynntist Hrafnhildi.  Hrafnhildi elskunni sem ég fann aftur í Danmörku, yndislegt að endurnýja kynnin við þessa frábæru vinkonu.  Það var svo æðislegt að hitta hana aftur, rifja upp gamlar minningar, við skiljum ALLT svo vel núna, afhverju við soguðumst að hvor annari.  Svo yndislegt að eignast aftur þessa yndislegu vinkonu.  Komast að því að við eigum börn á svipuðum aldri, bara nokkrir daga milli Jóns Ingva og Patreks, og rúml. 2 mánuðir milli Ólafar Óskar og Andra Snæs!!  Samtaka vorum við...í fjarlægð Smile

Jón Ingvi að verða 7 ára í sumar!!  Og litla skottið okkar, hann Jóhannes, að verða 4ra ára!!!  Já, ég á víst ekki lítil börn lengur!!  Amk. ekki ef Jóhannes er spurður, því hann er STÓR!!!

Ég man lítið eftir mér þegar ég var 4ra ára, tel mig þó muna eitt og eitt atriði, en hvor ég man það í alvörunni eða hvort mér hefur verið sagt það svona oft...veit ekki.

7 ára...þá byrjaði ég í skóla.  Fór reyndar í mánuð í *bæjarskólann* í 0 bekk, haustið 1976 en svo flutti ég inn í sveit og hætti.  Fór svo ekki aftur fyrr en haustið eftir, þá í 1. bekk í sveitarskólanum.  Það var ekki skólaskylda í 6 ára bekk á þessum árum (en þetta var haustið 1976 sem ég var í mánuð í 6 ára bekk).  success_and_happiness

Já, svona getur bloggflögrið sett minningarnar á flug.  Ætla ekki að kvelja ykkur með fleiri minningum í bili...Wink


Jæja

Einar fór seint í vinnuna í dag, svo við höfðum hann með okkur í morgunverkunum.  Eða...krakkarnir höfðu hann með því ég gat ómögulega vaknað...og þó, ég drattaðist á lappir 7.15 (í stað 6.45) og átti smá stund með þeim öllum.

Jóhannes alsæll að fara með pabba í rauða bílinn (Einar er kominn á "nýjan" bíl...pallbíl með kúlu...nauðsynlegt í byggingarframkvæmdina).  

Ég er á bloggrúntinum og er á leiðinni að fá mér morgunmat og latte.  

Annars er ekkert að frétta, lítið gerst síðan í gær. 

Ætla að skella inn einu af mínu eftirlætis *spakmælum* en það er úr Njálu:

Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.

Eigði góðan dag...Heart


Ari Freyr

Ari FreyrAri Freyr, frændi minn, er afmælisbarn dagsins.  Ari Freyr hefði orðið 25 ára í dag, væri hann meðal okkar.  Ari Freyr lést 16. september 2004, eftir að hafa barist hetjulega við sjúkdóminn sem loks dró hann til dauða.  Ljósið logar fyrir Ara Frey

Í kvöld mun ég kveikja á kerti til minningar um Ara Frey.  

Hugur minn er hjá Jónsa frænda, Sólrúnu og stelpunum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband