Leita í fréttum mbl.is

Rúnturinn...eða flögrið

Börnin okkarEftir að hafa flögrað um bloggheima fór ég að hugsa um hvað tíminn líður hratt.  Mér finnst skrítið til þess að hugsa hvað börnin okkar eru orðin stór.  Stóra stelpan okkar að verða 16 ára í sumar!!!  Ég vil varla til þess hugsa hvar ég var á hennar aldri...nýlega flutt að heiman (!!!)...átti reyndar eftir að flytja nokkrum sinnum heim aftur, en það er önnur saga.

Ólöf Ósk að verða 12, já 12 ára!! í haust!!! Ég man líka mjög vel eftir því þegar ég var 12 ára... Reyndar var 12 ára bekkur sorglegur, því þá var besta vinkona mín farin út í Gaggó og við sáumst mjög sjaldan.  En það var líka góður vetur, því ég byrjaði í skátunum og kynntist Hrafnhildi.  Hrafnhildi elskunni sem ég fann aftur í Danmörku, yndislegt að endurnýja kynnin við þessa frábæru vinkonu.  Það var svo æðislegt að hitta hana aftur, rifja upp gamlar minningar, við skiljum ALLT svo vel núna, afhverju við soguðumst að hvor annari.  Svo yndislegt að eignast aftur þessa yndislegu vinkonu.  Komast að því að við eigum börn á svipuðum aldri, bara nokkrir daga milli Jóns Ingva og Patreks, og rúml. 2 mánuðir milli Ólafar Óskar og Andra Snæs!!  Samtaka vorum við...í fjarlægð Smile

Jón Ingvi að verða 7 ára í sumar!!  Og litla skottið okkar, hann Jóhannes, að verða 4ra ára!!!  Já, ég á víst ekki lítil börn lengur!!  Amk. ekki ef Jóhannes er spurður, því hann er STÓR!!!

Ég man lítið eftir mér þegar ég var 4ra ára, tel mig þó muna eitt og eitt atriði, en hvor ég man það í alvörunni eða hvort mér hefur verið sagt það svona oft...veit ekki.

7 ára...þá byrjaði ég í skóla.  Fór reyndar í mánuð í *bæjarskólann* í 0 bekk, haustið 1976 en svo flutti ég inn í sveit og hætti.  Fór svo ekki aftur fyrr en haustið eftir, þá í 1. bekk í sveitarskólanum.  Það var ekki skólaskylda í 6 ára bekk á þessum árum (en þetta var haustið 1976 sem ég var í mánuð í 6 ára bekk).  success_and_happiness

Já, svona getur bloggflögrið sett minningarnar á flug.  Ætla ekki að kvelja ykkur með fleiri minningum í bili...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband