Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
23.4.2007 | 18:15
Kvöldmaturinn okkar...
Einfalt, fljótlegt, þægilegt og ljómandi gott...amk. finnst okkur það...nema Jóni Ingva. En við tökum ekkert mark á því þó honum mislíki maturinn
Nautahakk
piparostur (smurostur)
rjómi
kjötkraftur
sveppir.
Nautahakkið steikt og sveppirnir. Síðan er restinni bætt út í og látið malla.
Borið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2007 | 13:04
Er að tapa gleðinni...
...ekki alveg, en SKIL ekki það sem ég er að reyna að skilja:
Ég er að baxa við að skrifa "metode-afsnit" í verkefninu okkar, og ég bara skil ekki "Det kvalitative forskningsinterview"!!! ArrrrrrrrrrrG....
Held ég taki mér pásu og fái mér hádegismat...mér gengur ekki vel að hugsa þegar ég er svöng...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.4.2007 | 09:42
Morgunbænirnar mínar
Drottinn, ég fel mig þér á vald, til þess að þú megir byggja með mér og gera við mig eins og þér þóknast. Leystu mig úr sjálfsfjötrunum svo mér auðnist betur að lúta vilja þínum. Taktu frá mér erfiðleikana til þess að sigurinn yfir þeim megi bera vitni um mátt þinn, kærleika og lífsvegu, gagnvart þeim er ég leitast við að hjálpa. Hjálpaðu mér alltaf að gera vilja þinn.
Skapari minn, nú er ég þess albúin að þú takir við mér, eins og ég er, með kostum mínum og göllum. Ég bið þig að losa mig við alla þá skapgerðarbresti sem varna því að ég geti orðið þér og meðbræðrum mínum að gagni. Gefðu mér styrk til að gera vilja þinn er ég geng héðan út.
"Skapari minn, ég bið þess að mér verði gefinn styrkur og
handleiðsla til að koma rétt fram, hverjar svo sem afleiðingarnar
verða fyrir mig. Ég bið að þú leiðir mig á braut þolinmæði,
umburðarlyndis, góðvildar og kærleika."
"Guð ég bið þig að stýra hugsunum mínum og ég bið að þær
verði lausar við sjálfsvorkun, óheiðarleika eða eigingjörn áform.
Ég bið þig að gefa mér innsæi, hugsun eða ákvörðun, innblásna
af þér. Viltu leiða mig gegnum daginn, skref fyrir skref og gefa
mér það sem ég þarfnast til að geta tekist á við verkefnin. Ég
bið þess sérstaklega að fá að vera laus við sjálfshyggju. Verði
þinn vilji.
Mér finnst þetta yndislegar bænir og þær hjálpa mér til að fókusera á það góða í lífinu og þar með að eiga góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 09:38
Þreyttur drengur
Jóhannes var þreyttur í morgun. Ég ætlaði ekki að geta vakið hann. Venjulega þarf ekkert að vekja hann, bæði vegna þess að hann vaknar sjálfur og líka vegna þess að, að öllu jöfnu rölta systkini hans í skólann sjálf. En akkúrat í morgun var ég búin að lofa Jóni Ingva að fara með honum. Hann var að byrja í skólasundi í dag, og ég ætlaði að tala við kennarann hans í samb. við eyrnatappa og sundhettu - biðja um að hann fengi aðstoð við þetta. Einar var á næturvakt og var ekki kominn heim þannig að Jóhannes varð að vakna. Það endaði með að ég tók Jóhannes korter í 8, klæddi hann, burstaði tennurnar hans og svo fórum við út. Hann var varla vaknaður greyið, en tók þessu með jafnaðargeði. Hins vegar var hann orðinn alvarlega svangur þegar við komum í leikskólann 20 mín seinna...enda vanur að vakna með þessum orðum; "Ég er svangur, ég vil fá morgunmat".
Einar kom svo heim um leið og ég. Og nú sefur þessi elska en hann er að fara á kvöldvakt...svo er hann kominn í frí... sem var hugsað sem byggingaframkvæmdafrí...en það er ekki byrjað að gera neitt enn...gröfukarlinn getur byrjað 7. maí...!!
En nú er sem sagt komið að lærdómi, helgarfríinu lokið...búin að tala við Annemarie og við búnar að "aftale" hvað við ætlum að vinna með í dag.
Eigiði góðan dag, það hef ég hugsað mér að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 21:34
Heimsókn
Við fengum óvænta, en skemmtilega heimsókn í dag. Hemmi og fjölskylda kíktu í kaffi. Skyndihugdetta hjá þeim og við nutum góðs af. Alltaf gaman að fá góða gesti.
Einar var að vinna í dag, hann fór svo að sofa um hálf 7 þar sem hann er að fara að vinna í nótt. Það var voða ljúft að sitja með honum yfir kaffibolla og spjalla við gestina okkar. Mér finnst svo gott að vera nálægt honum...sem betur fer þar sem ég er gift honum og við höfum hugsað okkur að vera gift í ansi mörg ár í viðbót
Mér finnst svo yndisleg tilfinning að vera með manninum sem ég elska, manninum sem ég er búin að ganga í gegnum súrt og sætt með, aðallega sætt síðustu árin, og finna að ég elska hann alltaf meira og meira. Ég er ekki á leiðinni neitt annað því ég er HEIMA þegar ég er með honum. Alveg sama hvar við erum. Það er sagt; *heima er þar sem hjartað er* og það er sannleikur, amk. fyrir mig.
Við erum búin að vera saman í rúm 10 ár, og fyrstu árin voru ekki eintóm hamingja...síður en svo. Það væri nær að segja að það hafi verið nánast eintóm óhamingja. Það gekk á ýmsu, sem ég ætla ekkert að fara nánar út í hérna. En við fundum leiðina að hamingjunni - saman. Fyrir það er ég svo óendanlega þakklát.
Að elska einhvern meira og meira sem dagarnir, mánuðirnir og árin líða, það er gjöf, gjöf frá einhverju mér æðra. Ég reyni eftir bestu getu að hlúa vel að þessari gjöf sem ég hef fengið - ástinni og hamingjunni - og hef hugsað mér að gera það áfram.
Viljirðu þiggja mikið,
þú mikið gefa skalt.
Fáirðu að gjöf heilt hjarta,
þá gefðu líf þitt allt.
Friedrich Rückert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2007 | 10:00
Dagurinn í gær...
...var yndislegur. Við tókum daginn snemma, keyrðum í borgina upp úr 9 og fórum til Lilju sys. og co. Strákarnir voru búnir að bíða í ofvæni...bæði mínir gaurar og hennar. Liljupjakkar voru búnir að ákveða að fara með frændur sína í Ævintýralandið í Kringlunni, sem þeir og gerðu. Þar skemmtu þeir frændur sér í klukkutíma og höfðu mikla ánægju af...voru allir rennsveittir eftir hamaganginn þegar við sóttum þá.
Pabbi bættist svo í hópinn og skömmu síðar Erla sys. sem sína unga. Við áttum frábæran dag.
Við vorum svo komin heim að ganga 7 og þá var Einar líka kominn heim úr vinnunni. Við skelltum í dýrindiskvöldmat...ætluðum að grilla en afþví að ég kom svo seint heim þá ákváðum við að sleppa því...vorum of svöng til að bíða eftir bökuðum kartöflum í meira en klukkutíma...!! Kannski bara í kvöld...eða annan dag.
Þetta er vinnuhelgi hjá Einari, hann byrjaði aðfaranótt föstudags og er svo að vinna, sofa, éta...fram á miðvikudag...held ég. Hann ætlar að taka svona vinnutarnir til að ná nokkrum samliggjandi frídögum á milli...fyrir húsbyggingar. Það nýjasta í húsbyggingarmálunum er að það verður líklega byrjað að grafa 7. maí...sem er náttúrlega alltof seint að hans mati þar sem hann hafði reiknað með að vera byrjaður í lok feb. eða byrjun mars. En svona er þetta, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. En það er spenningur í öllum að byrja. Þó við njótum þess að sjá hann meira en við eigum svo von á að gera þegar hann verður byrjaður að byggja...en það er ekki hægt að fá allt...ekki í einu amk.
Jæja, er að spá í að leggjast aftur upp í rúmið mitt góða og lesa smá (sko námstengt!!!).
Gangið á vegum Æðri Máttar og megi Mátturinn ávallt vera með ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2007 | 20:25
nenni ekki að skrifa...
...er þreytt...ætla að horfa á Spaugstofuna...skrifa KANNSKI á eftir, annars á morgun.
LJós og Kærleikur til ykkar frá mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 18:58
borgarferð og KK
Skrapp í höfuðborgina í morgun, var búin að fá leyfi hjá hjúkkunum *mínum* að koma og kíkja aðeins á einn gagnagrunn hjá þeim...þar sem það er takmarkaður aðgangur á hann að heiman. Fékk eitthvað af greinunum, þó ekki allt. Sé til hvort ég læt panta þær fyrir mig.
Við (ég og Annemarie) áttum símafund í morgun með leiðbeinandanum okkar og erum komnar með nýjan *vinkil* í verkefnið. Mjög spennó. Segi meira frá því síðar.
Í borgarferðinni fór ég svo að hitta Lilju sys. og co. Skrapp með henni og Eysteini á kaffihús og það var æði. Þau eru algerir gullmolar.
Ég er ekkert smá rík, gerið þið ykkur grein fyrir því?!!! Ég *á* 7 systkini!!! Slatta af foreldrum, og tengdaforeldrum. Plús allt annað skyldfólk og svo hin fjölskyldan mín (you know!!). Ekkert smá lánsöm kona, hún ég!! Og þakklát kona er ég líka.
En þetta var smá útúrdúr...fann bara hamingju- og þakklætistilfinningu blossa upp allt í einu.
Jæja, en svo á eftir er ég sko að fara á KK tónleika í Bíóhöllinni með Erlu sys. Hún ætlar að koma upp úr kvöldmatnum og við ætlum að eiga notalega kvöldstund saman, systurnar. Bara æði.
Spakmæli dagsins:
Eru meðbærður þínir þér til byrði?
Berðu þá ekki á bakinu. Bjóddu þeim inn í hjarta þitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2007 | 21:41
Úthlíð og fallega landið *okkar*
Fórum í Úthlíð í dag þar sem tengdamúttan mín er í bústað. Ólöf Ósk fór með ömmu sinni þangað í gær og við æddum svo af stað í morgun...eftir að hafa borðað vel af morgunmat til að þurfa örugglega ekki að stoppa á leiðinni til að kaupa í gogginn!!
Við keyrðum Þingvallaleiðina og ég hef eiginlega bara eitt að segja: VÁ!!! En svo ég bæti samt smá við: VÁ hvað landið *okkar* er FALLEGT!!! Ég man vel eftir því hvenær ég kom á Þingvelli síðast, það var sumarið 1998. Stuttu eftir að ég flutti heim frá Danmörku...ósátt við að vera hér en ekki þar og þess vegna með annan fótinn á leiðinni til Danmerkur aftur...og mér fannst Ísland GRÁTT OG LJÓTT!!!
Ég hef síðan komist að þessu: Ísland ER fallegt. Danmörk er falleg. Hins vegar fór ég ekki að taka eftir fegurðinni í kringum mig fyrr en ég var komin í andlegt ástand til að geta verið sátt og ánægð, séð fegurð í sjálfri mér og verið sátt HVAR SEM ÉG ER!!! Það er ekki utanaðkomandi aðstæður sem gera hlutina fallega eða ljóta, heldur er það hausinn á mér. Mitt andlega ástand stjórnar þar miklu um, eiginlega bara öllu.
Já, sem sagt, við keyrðum fyrst á Þingvelli og það var yndislegur bíltúr. Veðrið dásamlegt, sólin skein og það sást LANGT. Jóhannes var yfir sig hrifinn af öllum fjöllunum. Hann spáir mikið í fjöllin og skilgreinir þau: grasfjöll, steinfjöll, snjófjöll og svo framvegis. Hann fær alltaf löngun til að labba upp í fjall ef það er grasfjall. Magnað. Ég á mynd af honum þar sem hann stendur í stofunni heima á Ormsstöðum og horfir yfir í suðurfjallið...alveg dolfallinn. Myndin er tekin ca 3 vikum eftir að við fluttum heim frá Danmörku s.l. sumar. Heyrðu, hún er hér:
Jæja, við vorum amk mætt í bústaðinn rétt að verða eitt og þar beið hádegismaturinn eftir okkur...og það var ekkert slor...neibb, það var léttreyktur lambahryggur með tilheyrandi. Ekkert smá gott.
Svo skelltum við okkur í pottinn. Það var NICE!!!
Krakkarnir voru ansi lengi í pottinum og nutu lífsins. Við hin sátum og drukkum kaffi og spjölluðum, sem var líka yndislegt. Það er svo gaman að tala við tengdamúttuna mína, hún er svo skemmtileg og yndisleg persóna. Ég er lánsöm að hafa hana í lífi mínu.
Átinu var ekki lokið...því svo var skellt í pönnsur. Nammi namm. Svo var spjallað meira og krakkarnir fóru út að leika. Þau fóru m.a. í *fjallgöngu* rétt við bústaðinn eins og sjá má á myndinni.
Svo keyrðum við aftur heim um hálf sjö...sem sagt tiltölulega nýkomin heim, en þetta er um 2ja tíma akstur fyrir okkur.
Þetta var sem sagt Sumardagurinn fyrsti fyrir okkur hér.
Það er langt síðan við síðast upplifðum Sumardaginn fyrsta á Íslandi...en við fluttum til Danmerkur á síðasta vetrardag 1997 (23. apríl). Svo já, við upplifðum síðast Sumardaginn fyrsta á Íslandi árið 1996!!
Ljós og kærleikur til ykkar allra í netheimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2007 | 09:14
Gleðilegt sumar
Jamm, litlar fréttir héðan. Hins vegar get ég sagt ykkur að við erum ægilega ánægð með nýja rúmið Alger himnasæla að vakna laus við verki hér og þar, og úthvíld. Svo er náttúrlega líka snilldin að það er rafmagn svo ég hef líka setið á daginn við að lesa þegar ég hef verið orðin þreytt í hnakkanum að hanga hokin við borðið!!
Annars er bjartur og fagur dagur framundan, að öllu leiti. Sólin skín, og það er frábært. Lífið er eintóm hamingja og það er bara yndislegt. Við ætlum að eyða deginum saman, fjölskyldan og njóta Sumardagsins fyrsta með öllu sem hann hefur upp á að bjóða.
Svo er mín kæra systir Lilja í nágrenninu og við ætlum að hitta hana og fjölskylduna á morgun eða hinn. Hlakka mikið til. Knúsa þau öll...og Lilju í bak og fyrir og strjúka bumbuna hennar þar sem litla frænkukrílið liggur og nýtur lífsins.
Ljós og gleði til ykkar allra í bloggheimum með ósk um góðan dag til allra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar