Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mánuðirnir...fyrr og nú

Jóhanna benti mér á þetta og ég hafði gaman að. Er ekki sérlega sleip í gömlu mánuðum...og þó.

 

Annars ekkert nýtt að frétta... 


Síðasti vetrardagur

Já, síðasti vetrardagur er í dag, það snjóaði í nótt af þessu tilefni.  Veðurspáin er ekki beinlínis sumarleg þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé á morgun, enda átti ég svo sem ekki von á því.  Hef stundum spáð í afhverju það er sumardagurinn fyrsti í apríl.  Er ekkert vor?  Svo er 1. vetrardagur í lok október...er heldur ekkert haust?  Bara sumar og vetur?!  Ja, ég veit ekki...

En hvað sem veðrinu og árstíðunum líður þá er bara gaman að vera til.  Ég er búin á símafundi dagsins, hann fór fram kl 8 að íslenskum tíma.  Við settum okkur verkefni fyrir daginn og svo er símafundur með leiðbeinandanum okkar í fyrramálið.  Okkar tilfinning er að þetta gengur ljómandi vel og við erum glaðar og ánægðar og þá verður þetta heldur ekkert mál.  

Spakmæli dagsins:

„Reyndu ekki að fá fólk til að elska þig, einbeittu þér heldur að því að verða sá maður sem fólk getur elskað.“
 
Eigiði góðan dag.   Það ætla ég að gera. 

Spakmæli dagsins

„Látið allt gerast á sínum tíma og þá er tími ykkar nægur. Annars sprettur upp gremja, fúsk og vanræksla á öllum sviðum.“
 
– Gústaf I Vasa

jamm og já

fruits and berriesEr engan veginn í stuði til að lesa...en þarf að lesa.  Kannski væri góð hugmynd að skella mér í smá bæn og hugleiðslu, og biðja um viljann!!  Veit það virkar.  En það er einhver óvilji í mér...

Annars er lítið að segja.  Bara mikil lukka að vera komin með ný rúm og stóra sæng.  Mér finnst æði að geta stungið mínum ísköldu tásum til Einars án þess að þurfa að setja þær undan sænginni fyrst!  Og mér er nánast alltaf kalt á tánum...sérstaklega á kvöldin.

Nóg um tásukuldann minn.

Fór á fund í gær, foreldrafund varðandi keppnisferð í sundi sem Ólöf Ósk fer í eftir 13 mánuði.  Það verður farið til Esbjerg.  Foreldrar velkomnir með, en ekki *möst*, þar sem þjálfarar og fararstjórar bera ábygð á börnunum og sjá um þau.  Magnað hvað sumu fólki finnst þetta fyndið: *Ok, við [mömmurnar] förum þá með og gerum þetta að djammferð (og hér hlæja *allir* hahaha LoL), við bara skemmtum okkur á meðan aðrir passa börnin...já, við verðum nú að gera það...hópefli, það er það sem þetta er"!!!  

Ég sé ekkert fyndið við þetta - eða sjarmerandi.  Nei, langar það ekki baun.  Ef ég fer með þá er það til að vera tilstaðar fyrir dóttir mína og aðstoða eftir bestu getu - EKKI til að djamma og djúsa...!!!

En svona er fólk misjafnt.  

Ekki að ég setji mig á háan hest gagnvart þessu fólki, en ég bara vel mér aðra vini, vini sem ég á samleið með.  Og það er bara mjög gott mál.

Jæja, ég er farin að gera það sem ég þarf að gera...

Myspace layouts


Ein örsnögg færsla...

...áður en símafundur dagsins byrjar...

Rúmið var náttúrlega bara súper.  Mér var EKKI illt í mjöðm eða baki í morgun, og Einari var heldur ekki illt í bakinu!!  Þannig að það lítur út fyrir að þetta virki vel.  

Meira síðar...

----------------

Friðarbæn

(Heilagur Frans frá Assisi)

Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns,
svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er,
fyrirgefningu þangað sem móðgun er,
einingu þangað sem sundrung er,
trú þangað sem efi er,
von þangað sem örvænting er,
gleði þangað sem harmur er,
ljós þangað sem skuggi er.
Veit þú, Drottinn,
að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast,
skilja en njóta skilnings,
elska en vera elskaður,  
því að okkur gefst ef við gefum,
við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum,
okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og
fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs.
Amen.

 


Rúmið er komið!!!

Júbbí jey.  Ég er farin að sofa...eða glápa á imbann...eða eitthvað...

Nokkrir tímar...

rúm...í  nýju rúmin okkar Grin Þau líta reyndar ekki alveg svona út, ekki svart og ekki með gafli...en að öðru leiti...

Ooohhh, ji hvað þetta verður frábært.  

Magnað hvað hlutirnir verða meira áberandi þegar eitthvað er að fara að gerast.  Eins og t.d. gamla rúmið okkar, það hefur verið ágætt, þó ég hafi oft vaknað með í bakinu eða mjöðminni undanfarið ár, þá hef ég ekkert endilega tengt það við rúmið.  En núna, eftir að ég prófaði að leggjast í heilsudýnuna, sem styður við kroppinn á réttum stöðum, þá finn ég hvað dýnan í okkar rúmi gerir það vitlaust.  Frekar fyndið.  Núna er ég þvílíkt meðvituð um þetta og tek þess vegna vel eftir þessu.  Þannig er það bara. 

ástÞetta verður ljúft.


Þreyttir ungar

Ungarnir okkar voru töluvert þreytt í morgun.  Ólöf Ósk og Jón Ingvi vöknuðu kl. 6.45, en það gekk ótrúlega vel.  Meira að segja prinsessan sem þolir illa þreytu á morgnana þar sem það venjulega fer MJÖG mikið í skapið á henni...sem svo bitnar á okkur...var með besta móti.  Það var yndælt fyrir okkur hin...og hana sjálfa að sjálfsögðu.  

"Litla" barnið okkar var alveg rotað.  Ég vakti hann þegar krakkarnir voru farin í skólann.  Ég setti fötin hans á ofninn því honum er svo kalt þegar hann fer framúr...honum fannst frekar ljúft að fara í heit og notaleg föt Smile  Hann fékk sér morgunmat og er farinn í leikskólann núna.  Hann var fljótur að kveðja, honum gengur miklu betur orðið að segja bless við mig á morgnana.  Hann þarf styttri og styttri tíma til þess.  Hann vissi strax hvað hann vildi fara að gera og settist og púslaði.  Yndislegt.  Ég fer ekki frá honum fyrr en hann er orðinn öruggur og það er gott að þetta gengur svona vel.  Okkar beggja vegna.  Mér þykir líka erfitt þegar hann er óöruggur.  

En núna ætla ég að hita mér morgunlatte´inn minn og rista mér brauð í morgunmat.  Svo er símafundurinn kl. 9 og svo er vinna dagsins framundan...kemur í ljós eftir símtalið hvað er mál málanna í dag.  

 

Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

Frábær dagur

Áttum yndislegan dag.  Hittum fullt af fólki í morgun, og það var frábært.  Svo brunuðum við á Selfoss í afmæli.  Algert æði.  Yndislegt að hitta fjölskylduna og eiga með þeim svona part úr degi.  

Á leiðinni heim sýndi pabbi mér húsið sem við áttum heima í, á Selfossi þegar ég var ca 2-3ja ára.  Ég veit amk að við fluttum á Neskaupstað í janúar 1974, en þá var ég 3ja ára síðan í nóvember.  Ótrúlegt en satt þá man ég eftir einu atviki frá tímanum á Selfossi...en það var þegar þyrla lenti rétt hjá, eða við löggustöðina.  En þetta er líka eina minningin mín þaðan.

Jæja, við fórum svo og hittum nokkra vini í viðbót í höfuðborginni og áttum saman frábæra stund.  Borðuðum góðan mat og spjölluðum.  Pabbi passaði krakkana á meðan og svo var brunað heim og ungarnir okkar fóru beint í bælin sín.  Þreytt en lukkuleg með daginn.  

Og nú ætla ég að skríða alein upp í rúm...síðasta nóttin í gamla rúminu...!!! Grin Ég er spennt að vita hvernig mér gengur að hita upp sængina...þessa nýju stóru...hún er 200x220 cm...  Ég hef alltaf verið slök í að hita upp sængina mína.  Ég man, þegar við vorum krakkar, að Lilja sys. átti það til að liggja með mína sæng og hita hana og láta mig svo fá hana.  Og María sys. átti það líka til að setja sængina mína á ofninn til að hita hana og á meðan hún hitnaði smurði hún bakið á mér með hitakremi.  Ef þetta er ekki kærleikur þá veit ég ekki hvað er kærleikur. Heart 

Uppspretta kærleikans er í dýpstu fylgsnum vorum og við getum hjálpað öðrum að njóta hans. Eitt orð, ein gjörð eða ein hugsun getur dregið úr þjáningum manns og fært honum fögnuð. Kærleikur er val, hvorki einfalt eða nauðsynlegt, heldur fremur vilji til að vera í nánd annarra án tilgerðar eða fláttskapar.

( CARTER HAYWARD )

Annað sem mig langar að segja ykkur er að hann bróðir minn er veikur.  

Þegar hann var ca 5 ára veiktist hann illa af garnaflækju, sem má líklega rekja til fæðingargalla.  Hann fékk aftur garnaflækju sem unglingur.
Í nótt veiktist hann aftur, upplifði miklar kvalir.  Hann var fluttur á sjúkrahús í næsta bæ, og í dag var hann svo fluttur á fjórðungssjúkrahúsið þar sem hann átti að fara í sneiðmyndatöku. 

Mig langar til að biðja ykkur að senda fallegar hugsanir og ljós út í universið.  

Brói minn verður sannarlega í bænum mínum, og ég vona innilega að honum batni sem fyrst. 

Myspace layouts

 


Afmælisdöðluterta

Bakaði þessa fyrir afmælið í dag (svo ég fengi nú líka kökuWink) og hún heppnaðist rosa vel.  

Gerir 1 köku

  • 125 gr döðlur, soðnar í 2 dl eplasafa í u.þ.b. 10-15 mínDöðlutertan góða
  • 1 dl Hipp Organic eplamauk og bláberjamauk
  • 100 gr heslihnetur, malaðar (má hafa 50% cashewhnetur)
  • 100 gr möndlur, þurristaðar og malaðar
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 banani, stappaður
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk kanilduft
  • Heilsusalt (Herbamare) af hnífsoddi
  • 1 1/2 dl kókosmjöl

    Aðferð:
  • Setjið döðlurnar í matvinnsluvél með u.þ.b. helmingnum af eplasafanum, gætið þess að deigið verði ekki of blautt og bætið frekar út í ef þarf.
  • Afganginum af uppskriftinni er bætt út í og öllu hrært létt saman (ekki of mikið samt).
  • Setjið í smurt bökunarform (ég nota bökunarpappír í bökunarform) og bakið við 180°C í um 20-25 mín.
  • Skreytt með ferskum vel þroskuðum ávöxtum t.d. kíwí, mandarínum, jarðarberjum, hálfum vínberjum o.s.frv.
  • Passið að deigið sé ekki of blautt, því annars endið þið með döðlumús!!
  • Borin fram með þeyttum rjóma.
Gargandi snilld.  Uppskiftina fann ég á CafeSigrún en þar er að finna ýmsar hollustuuppskriftir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband