Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Afmælisbarn dagsins

Harpa SólveigAfmælisbarn dagsins er systurdóttir mín, hún Harpa Sólveig.  Harpa Sólveig er 10 ára í dag.  

Við óskum prinsessunni innilega til hamingju með daginn og hlökkum til að mæta á Selfoss í dag Kissing

Til gamans má geta þess að Harpa Sólveig var 8 daga gömul þegar við fluttum til Danmerkur... 


Kosningar og stjórnmál...

politikHef aðeins eitt um það að segja:

Mikið rosalega hlakka ég til þegar kosningarnar eru búnar.  

Afhverju:

Já, þá hættir fólk vonandi að tala svona mikið um PÓLITÍK!!  Mikið svakalega þykir mér þetta rosalega leiðinlegt málefni...umræðuefni...og það er ALLSSTAÐAR, hvar sem ég kem.  Meira að segja maðurinn minn er allt í einu orðinn mega pólitískur!!.  

En nú ætla ég að skríða upp í gamla rúmið okkar og undir nýju stóru, tvíbreiðu sængina.  Oooohhh, hvað það verður notó, enginn rass út úr í nótt LoL

Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur í nótt. 


Frábær dagur!!

hamingjaÞessi dagur er búinn að vera stórkostlegur.  Fullt hús af gestum.  Reikna með að við höfum verið 30-40 þegar mest var.  Geðveikt gaman.  Það var drukkið MIKIÐ kaffi, talað mikið og borðaðarpizza tæplega 2 skúffukökur af þremur, allar konfektkúlurnar kláruðust (eins og dögg fyrir sólu) og hrúga af ávöxtum hurfu.  Svo seinni partinn voru pantaðar pizzur.  Fyrstu gestirnir komu um hálf eitt og þeir síðustu fóru núna um átta leitið.  Bara geggjað.

Þetta var bara eins og þegar við vorum með partýin í Danmörku.  Andleg næring beint í æð.  I love it.

En veislum helgarinnar er ekki lokið.  Byrjar í fyrramálið með því að elskulegur eiginmaður minn er að fara að tala um sjálfan sig í 55 mínútur og ég ætla að sjálfsögðu að fara með og heyra...og passa að hann ljúgi engu!!! hehe...LoL

Svo er afmæli á Selfossi.  Harpa, systurdóttir mín, verður 10 ára á morgun og við ætlum að fagna þeim áfanga með henni.  Fjölskylduhittingur.  Frábært.

Síðan er paragrúppa á heimleiðinni.  

Svo þetta er bara rétt byrjunin.  Ég elska lífið mitt InLove


glettni á föstudagskveldi

Ný Solla Stirða!!! Einn alveg að fýla sig í tætlur sem Solla...

Mikil gleði hér á bæ.  Ólöf Ósk er með vinkonu sína hjá sér, sem ætlar að gista.  Þær eru búnar að vera í singstar meira og minna í kvöld.  Rosa skemmtilegur leikur!!  Ég get alveg gleymt tímanum þegar ég byrja...

En þessi vinkona er sko næstumþvífrænka, eins og þær kalla sig.  Mamma hennar er nobbari og er víst eitthvað skild stjúpa mínum.  Veit ekki meir um þann skyldleika.  En vinkonur eru þær, svo mikið er víst Smile

Jóhannesi tókst að sofna án vandræða í kvöld.  Við erum búin að vera í keppni í þrjósku því hann vill bara sofa hjá mér...og ég vil að hann sofi í sínu rúmi!!  Hann má gjarnan koma upp í ef hann vaknar, en hann á að sofna í sínu rúmi.  Hann kemur með allskonar skemmtilegar útskýringar á því hvers vegna hann eigi að sofna í mínu rúmi.  Það eru úlfar, hann vill brjóst (já, brjóst!!!), hann bara getur ALLS EKKI sofnað (hrýtur svo 2 mín. síðar!!) og svona er hægt að telja lengi.  En í kvöld gekk þetta sem sagt vel.  Ég mátti reyndar ekki kalla hann Jóhannes, því hann var Loki *sloppaður* (Loki þegar hann er sloppinn úr hellinum þar sem hann var hlekkjaður eftir að hann drap Baldur...já, Jul í Valhal...).  ekki mín kaka...stolin mynd

Ég er búin að baka 3 skúffukökur í kvöld.  Eigum von á gestum á morgun...vitum ekki hversu mörgum...en til að Einar fái nú örugglega nóg...LoL Ekki vil ég að hann svelti, þessi elska...!!

Og til að ég svelti ekki þá ætla ég í fyrramálið (þegar ég er búin að fara út í búð...) að gera Sollu konfektkúlur og svo skella í eina köku sem ég ætla að taka með á sunnudaginn til Elínar...lofaði að taka sykurlausu kökuna með mér sjálf og geri það með ánægju.  Nú er ég sykurlaus og hamingjusöm, það er ÞÖGN í hausnum á mér og I LOVE IT!!!

sturtaJæja, ætla í sturtu...


3 nætur eftir!!!

rúmiðSem sagt; við erum búin að versla rúm!  Sem kemur á mánudaginn, svo það eru 3 nætur eftir gamla rúminu!  Júbbí!!!  Þá fer vonandi að líða að því að við vöknum verkjalaus OG úthvíld á morgnana!!  Ég amk held í vonina að ég hætti að vakna þreytt...annars þarf ég að skoða eitthvað annað líka...mataræði eða eitthvað...veit ekki...kemur í ljós...Wink

Við versluðum meira en rúm...við versluðum líka STÓRA sæng, svo við getum kúrt saman undir sömuheilsukoddi sænginni (gamall draumur að rætast) án þess að einhver rass standi út úr...Pinch Svo keyptum við heilsukodda líka, og auðvitað hlífðardýnu, 2 lök (þetta eru nefinlega 2 90 cm dýnur) og rúmföt á nýju sængina Smile 

Gaman hjá okkur.  Venligst udlånt af banken...Tounge


Föstudagur í dag...

...ok, stutt vika að baki en hún hefur FLOGIÐ áfram!  Það sem ég hugsa mest um þessa dagana er lokaverkefnið okkar...og hvað tíminn flýgur.  En við erum að lesa helling, skrifa smá og svo að bíða eftir að bókin "Øjet og kaldet" skrifuð af hinni norsku Kari Martinsen berist okkur.  Mín var keypt í Køben í gær og verður send í dag eða á morgun.  Þannig að ég hef hana fljótlega og þá er hægt að fara að lesa hana líka.  Ég fékk smá tremma fyrr í vikunni þegar ég áttaði mig á að það eru BARA 8 vinnuvikur eftir fram að þeim degi sem við eigum að skila verkefninu...7 núna þar sem þessi vika er búin.  En þá fór ég að hugsa til baka til þess tíma þegar við síðast skrifuðum svipað verkefni, þá skiluðum við 21. des.  8 vikur fyrir þann tíma, já þá erum við í október og þá vorum við ekki komnar langt á veg með verkefnið.  Svo við höfum í raun nógan tíma.  Við erum heldur ekki bara að bora í nefið!!  Svo ég er öllu rólegri.  Enda þýðir ekkert annað.  Best að taka einn dag í einu í þessu, eins og öllu öðru.  Það hefur löngum komið sér best fyrir mig. 

En það sem ég ætlaði að segja var, ég fékk tölvupóst áðan með viðhengi sem ég er búin að tengja hér að neðan.  Veit ekki meir um þetta en vildi bara benda ykkur á þetta.

Bless í bili. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ótrúlega gaman...

...að vera til.  Skrapp á kaffihús með leynivinunum.  Alveg algert æði, næring fyrir sálina.  Svo gaman aðSunflower spjalla.  Ji minn eini hvað ég er óendanlega þakklát fyrir lífið.  Fyrir manninn minn og börnin okkar, fyrir vinina, fyrir fjölskylduna - líffræðilegu og andlegu.  Þakklát fyrir að sitja hér og geta skrifað á bloggið mitt, þakklát fyrir alla bloggvinina.  Þakklát fyrir að við eigum mat á borðið og þak yfir höfuðið.  Og bíl til að komast á milli staða.  Þakklát fyrir að börnin okkar, og við, erum heilbrigð og hraust.  Þakklát fyrir að sólin skín á okkur alla daga, beint eða óbeint.  Þakklát fyrir að hafa fengið styrk og tækifæri til að mennta mig, þakklát fyrir að vera komin með vinnu þegar ég útskrifast.  Ég gæti haldið endalaust áfram.  

Að lokum þetta:

Gefðu Guði þig á vald samkvæmt skilningi þínum á honum.  Viðurkenndu bresti þína fyrir honum og félögum þínum.  Hreinsaðu til í rústum fortíðarinnar.  Gefðu örlátlega af því sem þér hlotnast og slástu í för með okkur.  Við verðum með þér í andanum og þú rekst örugglega á eitthvert okkar þar sem þú getar þig áfram á vegi gæfu og gengis.
Guð blessi þig og varðveiti - þangað til.

 


Lærð hegðun...

...eða hvað heitir það aftur þegar það eru tengsl milli hegðunar og refsingar...og allar þessar tilraunir með t.d. apa, þar sem apinn fær mat hjá hörðu, köldu víra-"mömmu" og svo getur kúrt hjá mjúku, hlýju "mömmu".  Og þar sem dýrið fær rafmagn við að gera eitthvað...eða umbun fyrir eitthvað annað.

Spurning hvort það virki á mig líka!!!, eða hvort ég sé vonlaust *keis*...Shocking

Trúi reyndar á mátt bænar og hugleiðslu í flestum málum, svo ætli það virki ekki betur á sykurfíknina en rafstuð?!!!ég nýklippt

nýklippt (og feit...)Skrapp í klippingu áðan.  Fór síðast í klippingu í júní á síðasta ári...svo hárið á mér var orðið þannig að ég gat varla greitt það...þvilíkt slitnir endar...svo það var tekinn hellingur af því!

Og ég sé VEL á þessum myndum hvað ég fitnaði á þessu tæpl. 3ja mánaða sykursukki mínu...nú er það sko búið...amk. í dag...einn dag í einu og ekkert bull!!

Fór með Jón Ingva til augnlæknis í morgun, það er ekkert að sjóninni í honum, örlítið fjarsýnn en innan eðlilegra marka og örlítil sjónskekkja en einnig innan eðlilegra marka.  Svo hann sér eins og örn, sagði hún.  Þannig að nú getur Ólöf Ósk pakkað saman öllum staðhæfingum um að drengurinn sé blindur! Grin Ég var að segja við Jón Ingva að ef hann t.d. horfi bara aðeins til hliðar við það sem Ólöf Ósk (eða einhver annar bendir á) þá sé mjög eðlilegt að hann sjái það ekki.  Nú hefur hann orð sérfræðings um að hann sér VEL!!  Reyndar sér hann ekki sérlega vel akkúrat núna...því hann fékk einhverja dropa í augun hjá augnlækninum sem setja allt úr fókus í nokkra tíma.  Svo hann græddi og fékk að koma heim aftur í stað þess að fara í skólann!  Núna situr hann inni í herbergi og horfir á "Min søsters børn" og er alveg upp í sjónvarpinu til að sjá.  Ooohhh, hvað ég man eftir þessum dropum, fékk þá 2svar á ári í nokkur ár sem barn.  En nóg um það.

Nú er ég farin að læra!! 

 


Aum í bakinu...

...sit hérna, nývöknuð...og aum í hálsi og baki.  Endalaust verið að minna mig á að nýtt rúm sé málið.  Eftir samtalið við mömmu í gærkvöldi erum við sannfærð og ætlum líklega í bæinn á morgun að versla okkur rúm.  Mikið verður það nú ljúft!!  Hlakka til að vakna úthvíld og verkjalaus.

Annars er ég að fara með Jón Ingva til augnlæknis á eftir.  Hann bað sérstaklega um að hann færi á svoleiðis stað.  Kvartaði yfir því um daginn að hann sæi illa, sæi ekki það sem fólk væri að benda á og sérstaklega var hann sár yfir athugasemdum systur sinnar á þá leið; "Þú er BLINDUR!!".  Mér finnst erfitt þegar þessir gullmolar mínir eru leiðinleg við hvort annað og hreyta í hvort annað, en það kemur fyrir, og ég veit að þetta er hluti af því að vera systkini og vaxa upp.  En sárt er það, engu að síður.  SKil svo vel í dag hvað mamma hlýtur oft að hafa verið þreytt á okkur...við vorum 4 systkinin (mömmumegin) og rifumst oft og mikið...og ég verð að játa á mig mikið líkamlegt ofbeldi...lamdi sérstaklega tvö systkina minna...  Ekki skemmtileg tilhugsun, en hluti af fortíðinni sem ekki verðurÉg, Lilja, Aðalsteinn og María breytt.

En sem betur fer eigum við systkinin svo yndislegt samband í dag, svo ég er mjög þakklát fyrir það.  Hérna er ein af okkur, tekin s.l. sumar. 


Fórum í borgina...

...til að skoða rúm.  Erum helst á því að fá okkur rúm í *Svefn og Heilsu*.  Snilldarrúm, finnst okkur...og mamma er algerlega búin að sannfæra mig um að rafmagn...hækka, lækka...sé málið!!  Svo Einar er ægilega hamingjusamur með það Wink

Annars gerðum við fleira.  Við versluðum tvennar gallabuxur á bóndann...allt annað gauðrifið...eða smá göt amk...

Svo fórum við líka í bíó, öll 5 og það var ljómandi gaman.  Sáum Mr. Bean í sumarfríi...þessi maður er náttúrlega snillingur.  Omægod, ekkert heppnast hjá honum, hann er eiginlega bara auli, grey kallinn, en við hlógum okkur amk. máttlaus.  Það er reyndar nóg að Jóni Ingva finnist eitthvað fyndið, þá liggjum við í krampa...það er yndislegt að heyra drenginn hlæja!! GrinHeart

EN svo komum við heim...og ég ætlaði að fara að vinna áfram með verkefnið sem ég var að vinna með í morgun...þá fann ég ekki skjalið...og við (lesist; EINAR) eyddi góðum hálftíma í að leita og leita og leita.  Hann er ólíkur mér að því leiti að ég hefði verið búin að gefast upp...enda ekki sérlega fær á tölvur, þó ég geti bloggað, skypað og skrifað í word...LoL En þessi elska fann skjalið, svo ég gat haldið áfram í stað þess að byrja upp á nýtt!!!  Svo nú er á hreinu að ég geri ekki svona vitleysu aftur, veit sem betur fer hvað ég gerði vitlaust, svo það er gott mál.

Jæja, er að spá í að smella mér í bælið...væntanlega fáar nætur eftir í gamla fletinu!!!

Guð gefi ykkur öllum yndislega nótt. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband