Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
11.4.2007 | 11:19
Vakin í morgunmatinn
Í morgun fór Einar á fætur með krökkunum og kom þeim í skóla og leikskóla. Hann hafði fengið fyrirskipun frá mér...eða beiðni...að hann vekti mig kl. 8.30 þar sem ég var að fara að "hitta" Annemarie kl. 9.00.
Þessi elska vakti mig kl. 8.30 og spurði hvort ég vildi ekki koma og borða með honum morgunmat. Þá var hann búinn að hita te, búinn að fara í bakaríið og kaupa rúnstykki og álegg.
Svo fór ég á símafundinn og þessi elska hitaði latte handa mér. Er hægt að óska sér einhvers betra svona á miðvikudagsmorgni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2007 | 23:35
Tengdó...
..benti mér á þennan pistil sem mér finnst mjög athyglisverður og skemmtilegur.
Og þar sem ég kem úr svona samansettri fjölskyldu með al-hálf-stjúp-systkini þá hafði ég mjög gaman að. En málið er að systkini mín eru systkini mín, ég er ekki vön að skilgreina þau öðruvísi. Eins og Sigmar skrifar; Blóðbönd er ekki skilyrði fyrir væntumþykju. Og þannig er það, amk í mínu tilviki.
Svo er ég líka svo rík að hafa fengið bónusdóttir með í för þegar ég kynntist manninum mínum. Og mér finnst yndislegt að horfa upp á börnin okkar þrjú sem búa hérna heima og hafa alist upp saman frá fæðingu, þau tala aldrei um hana sem hálf-systir sína, nei, hún er SYSTIR þeirra, jafn mikið og þau eru systkin. Og þau sakna hennar hræðilega mikið...hún er að verða 16 ára og hefur því miður ekki þann tima fyrir okkur sem við gætum vel hugsað okkur...en okkar tími mun koma!!!
Sendi ljós og kærleika út í nóttina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 18:45
Vorið ER komið!!!
Og það þrátt fyrir smá hret hérna fyrr í dag!! Sólin er hátt á lofti, hitastigið reyndar ekki nema 6° C en þó það. Það sem sýnir að vorið er komið er öll börnin sem eru úti að leika!! Ekki bara okkar börn, heldur er allt á iði hérna fyrir utan. Alveg yndislegt, finnst mér. Og þeim líka, þrátt fyrir að vera með húfur (eða buff) og vettlinga. Þau njóta þess að vera úti aftur.
Þetta er eins og að vakna eftir vetrardvala. Allt er að lifna við. Vorið er algerlega mín uppáhalds árstíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 10:22
"Góðan daginn...
...Góðan dag, Guð þér gefi, í dag góðan dag..."
Jæja, þá er kominn þriðjudagur (ég var næstum búin að skrifa mánudagur...). Ormarnir enn í fríi, en síðasti frídagurinn er í dag. Á morgun tekur alvaran við en það fer þó að styttast í sumarfríið! Sem ég vil ekki hugsa um því það er sama dag og ég og Annemarie eigum að skila ritgerðinni...og okkur er ekki alveg að taka að byrja almennilega. En það hlýtur að koma. Allt í einu kemur "hul på bylden" og allt fer á fullt. Við erum eiginlega komnar með nýja "problemformulering" sem ég var að senda til leiðbeinandans...svo er að sjá hvað hún segir. Ekki að hún stjórni, en það er gott að hafa hana með í ráðum, og hún er líka mjög klók kona með pokann fullan af reynslu og gullkornum svo það væri vitlaust að nýta það ekki!
Jamm og já, held ég stoppi og skreppi á PubMed og sjái hvað ég finn af athyglisverðum greinum...svo þarf ég að fara að gera alvöru úr því að bregða mér í bæinn og á geðið *mitt* og finna greinarnar í fullri lengd...en þá þarf ég að vita hvaða greinar ég VIL!!!
Túttilú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 20:12
KitchenAid
Þegar við giftum okkur, eða fengum blessun kirkjunnar 2004 og héldum brúðkaupið okkar, fengum við m.a. KitchenAid hrærivél. Það hafði verið mín ósk í MÖRG ár að eignast slíka græju. Enda hef ég alltaf bakað mikið, bæði kökur og brauðmeti. Og KitchenAid er að mínu mati *simply the BEST*!!
Svo er komið ýmislegt annað á markaðinn frá KitchenAid...og ég get sagt ykkur það að ef ég ætti fullt af peningum þá myndi ég sennilega fylla eldhúsið í nýja eldhúsinu (þið vitið í nýja húsinu sem Einar er að fara að byggja).
T.d. kaffivél, kaffikvörn, brauðrist, blandari og matvinnsluvél...en ég á svo sem alla þessa hluti bara ekki í KitchenAid...og þeir virka vel og ég er bara alveg ljómandi ánægð með það sem ég á. Hitt er bara flott!! Og eins og ég segi...EF ég ætti fullt af peningum sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við...
Svo er ég nokkuð viss um að t.d. matvinnsluvélin frá KitchenAid er betri en sú sem ég á...það kemur alltaf ofhitnunarskítafýla af henni t.d. þegar ég er að mauka döðlur í henni...það er vond lykt sem ég gæti vel lifað án!!!
Flottir hlutir!!! Ég er viss um að Jóna er sammála mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.4.2007 | 15:45
2. í vöfflum
Í gær kom Jón Ingvi til mín og sagði; "Þú sagðir að við ætluðum að hafa skemmtilegan dag, hvað eigum við að gera?" Ég hafði nú ekki meint að við ætluðum að fara að gera einhvern helling, heldur bara njóta páskanna og hafa það náðugt öll saman hérna heima. En það þótti mínum manni ekki sérlega skemmtilegt. Svo ég spurði hann hvort hann vildi kannski baka vöfflur. Já, hann var sannarlega til í það.
EN það var ekki til rjómi til að þeyta...svo þetta voru rjómalausar vöfflur...og ef rjómann vantar þá vantar mikið.
Í dag áttum við svo von á gestum. Pabbi, Elín sys. og fjölskylda voru á leiðinni úr Borgarnesi og ætluðu að koma við. Svo við versluðum rjóma og svo bakaði Jón Ingvi aftur vöfflur.
Svo við erum al-sæl, búin að fá vöfflur tvo daga í röð!!!
Það var yndislegt að fá fjölskylduna í heimsókn. Sjáumst alltof sjaldan, þótt við höfum nú sést tvær helgar í röð (ég og Elín) og sjáumst aftur eftir viku!!
Hérna er mynd af okkur systkinunum og pabba "gamla", tekin haustið 2005.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 10:30
Ragnar Björnsson
Mér sýnist á öllu að rúm frá Ragnari Björnssyni sé málið. Amk. ætlum við að skoða það. Og það fljótlega. Þá er bara spurningin hvar Ragnar Björnsson er til húsa...en við hljótum að finna hann...!!
Ég hugsaði með mér þegar ég vaknaði ÞREYTT í morgun að það væri kannski út af þessu lúna rúmi okkar sem ég vakna alltaf þreytt. Ekki ólíklegt. Í nótt svaf Jóhannes reyndar hjá mér en ég fékk nóg pláss, enda vorum við bara tvö í þessum 180 cm. EN samt vaknaði ég aum í baki og þreytt.
Ég er sem sagt komin með nýja þráhyggju og hún hljómar svona: NÝTT RÚM, NÝTT RÚM, NÝTT RÚM!!!
Kannski læknast bara allir mínir kvillar ef ég fæ nýtt rúm...!!! Sykurþráhyggjan og alt...hehehe...nei, ætli það.
Annars er ég alvarlega að spá í að fara á Selfoss einhverdaginn og heimsækja galdrakonu sem þar ku búa...hún getur kannski flýtt fyrir bata með hnéð...það má amk reyna!! Ætti ekki að saka að prófa það...
Jæja, ætla að reyna að lesa eitt stykki rannsóknargrein á ensku...er ansi ryðguð í enskunni eftir árin í Danmörku...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2007 | 22:37
Skil ekki...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2007 | 21:53
Ótti
Veit ekki hvers vegna ég fór að hugsa um ótta áðan. Þegar ég var að ganga frá eftir kvöldmatinn þá fór ég allt í einu að hugsa um hvernig mér leið þegar ég var í skóla sem barn, en þó sérstaklega síðustu 3 bekki grunnskólans.
Frá 1. til og með 6. bekk var í afar vernduðu skólaumhverfi, ég var í litlum sveitaskóla þar sem við vorum á bilinu 8-10 börn á aldrinum 6-12 ára. Þar leið mér vel. En þegar að 7. bekk kom þá var ekki um annað að ræða en fara út í *gaggó*, eins og skólinn ávallt var kallaður.
Það voru mikil viðbrigði að koma allt í einu í bekk með 30 jafnöldrum...fyrir utan alla hina í skólanum, en þarna var einnig til húsa verkmenntaskóli staðarins. Svo það var MIKIÐ af fólki...!! Og fyrir mig, litlu mús, var þetta hreinasta helvíti svo ekki sé meira sagt.
Mér var strítt, af nokkrum í bekknum, þar sem ég kom úr sveitinni...ég var alltaf kölluð sveitó... Ég var hrædd, ég var hræðilega feimin, ég roðnaði ef það var yrt á mig, ég var með magapínu alla þessa þrjá vetur upp á dag. Ég var svo hrædd um að kennarinn myndi spyrja mig um eitthvað...það var pína þegar það gerðist. Ég mætti ALDREI of seint, hvað þá að ég skrópaði...og það var EKKI af því að ég væri svo mikill engill, nei, það var einfaldlega vegna þess að ég þorði ekki að láta á mér bera...og vera svo kannski spurð afhverju ég hafi ekki mætt eða komið of seint...!!
Á miðvikudögum í 7. bekk man ég að ég fór oft heim til vinkonu mömmu og borðaði í hádeginu. Þá fékk ég alltaf far með manninum hennar í skólann eftir hádegið þegar hann fór í vinnuna. Ég var alltaf á tauginni yfir að nú kæmi ég kannski of seint...því ég hafði ekki stjórn á aðstæðum þegar ég fékk far með öðrum!! Ekki gat ég rekið á eftir honum...
Ég fékk svaka hrós m.a. frá prestinum sem fermdi mig, því ég mætti ALLTAF í tíma og ALLTAF í kirkju þegar við áttum að gera það. Ég var líka alltaf búin að lesa...úff, ef ég hefði verið ólesin og verið spurð og ekki getað svarað!!! Fyrir þetta var litlu systir minni, sem er tveimur árum yngri en ég, meinilla við mig þegar hún kom í 7. bekk...því hún tók öðruvísi á þessum viðbrigðum...hún kom í grimman bekk og það var annað hvort að éta eða vera étinn! Svo hún varð töffari, reif kjaft, skrópaði, mætti seint...líka hjá prestinum... Ég man að einu sinni sagði presturinn eitthvað á þá leið; "Afhverju geturðu ekki verið meira eins og systir þín" og syssan mín sagði við mig með miklum kulda í röddinni; "Afhverju þurftirðu að vera svona fullkomin?!!!".
Já, afhverju?
Svarið er einfalt: ÓTTI!!!
Ég var lítil og hrædd. Ég var alltaf með illt í maganum og ógleði. Ég get enn fundið þessa hræðilegu vanlíðan og óhamingju.
Svona fór ég út í lífið. Skíthrædd, en þegar ég varð eldri fór ég að vera öðruvísi...ég t.d. féll í 2 fögum af 4, 2. árið mitt í framhaldi...því ég mætti illa og lærði aldrei heima. Ég var alltaf að vinna eða rúnta eða bara gera eitthvað allt annað en sinna skólanum.
Mér leið ekkert betur inn í mér, en sýndi bara allt aðra hlið út á við.
Í mörg ár var mér stýrt af þessum ótta. Ég þorði ekki hinu og þessu, ég þorði ekki að klára framhaldsskóla því hvað þá? Háskólinn? Jeh, right!! Ég var of vitlaus fyrir háskólann!!! Lúser! Svo mikið vissi ég!!! En mig langaði alltaf að klára framhaldsskóla svo ég hefði möguleika á að mennta mig...svo ég byrjaði oft í skóla...en meikaði aldrei meira en eina önn...í mesta lagi!
Ég var áfram óhamingjusöm...drakk mikið...alltaf í *ástarsorg*...eða ég hélt það...ég vissi ekki hvað var að elska. Ég laðaðist bara að mönnum sem fóru illa við mig og vildu mig ekki. Ef ég kynntist góðum strákum þá var ég fljót að forða mér...!!!
Ég var heppin. Ég kynntist ýmsu sem varð til þess að ég gat unnið mig út úr fortíðinni, því sem ég upplifði sem barn og var eflaust stór ástæða fyrir óttanum. Óttinn hvarf að mestu úr lífi mínu. Ég get skrifað langa romsu um hvað ég gerði, afhverju og svo framvegis og kannski kemur það í annari færslu annan dag.
Bottom line er að í dag er ég glöð, hamingjusöm og frjáls. Óttinn stjórnar ekki lífi mínu í dag. Og hugsið ykkur, eftir 2½ mánuð er ég að útskrifast úr HÁSKÓLANÁMI!!! S.l. sumar, þegar við fluttum heim frá Danmörku, fór ég út í Háskóla Íslands til að skrá mig inn þar, þar sem ég var skiptinemi þar s.l. haust. HÁSKÓLI ÍSLANDS!!! Vá, þessu átti ég sko ekki von á. Geggjað. Allt vegna þess að núna stjórnar eitthvað annað en óttinn.
GEGGJAÐ!!! STÓRKOSTLEGT!!! Vá, hvað ég er þakklát. Þakklát fyrir það sem ég hef fengið. Þakklát fyrir alla vanlíðanina sem ég gekk í gegnum, því hún kom mér sannarlega á þann stað sem ég er í dag.
Ég elska lífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2007 | 14:20
Undanþága veitt
Við leyfðum Jóni Ingva að fara út að leika, þrátt fyrir að aðeins 5 - ekki 7 - dagar séu liðnir frá nefkirtlatökunni. Við bara gátum ekki neitað honum að fara út í dag. Veðrið mjög gott, hlýtt og ljúft. Svo var líka sykurinn sem búið er að borða í dag farinn að segja til sín...þau voru öll þrjú frekar hátt uppi...
Ég og Einar réðumst í herbergi strákanna á meðan, tókum til þar...ekki veitti af. Svo er að sjá hversu lengi það helst...
Grillið er á leiðinni út úr skúrnum...ætlum að grilla lambalæri í kvöldmatinn...nammi namm...sætar kartöflur og *sveppasósan hennar Sollu*...ekki slæmt!!
En nú held ég að ég leggji mig...er eitthvað voða þreytt.
Við hjónakornin erum farin að vakna upp með verk í baki á hverjum morgni...sem hefur vakið okkur til umhugsunar um að kannski sé rúmið okkar ekki að standa fyrir sínu lengur. Við keyptum það þegar ég var KASólétt af Jóni Ingva, þannig að rúmið verður 7 ára í sumar. Kannski bara kominn tími á að endurnýja...?!! Einhverjar góðar hugmyndir hvar er hægt að fá góð rúm?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar