Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
8.4.2007 | 10:39
Páskaegg í rúmið
Þessi er tekin í morgun, allir glaðir og ánægðir með eggin sín. Krakkarnir höfðu valið sér Góu-lakkrísegg og voru alsæl sem sín egg
Svo er ég að dæla inn myndum á heimasíðu barnanna, myndir sem allar eru teknar í morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2007 | 09:21
Páskadagur
GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
Jón Ingvi vaknaði kl 6.50...sættist á að horfa á eina mynd áður en hann vekti systkini sín. Svo vaknaði Ólöf Ósk og bættist í gláphópinn. Þau stóðu sig eins og hetjur, meikuðu spenninginn til kl 8.15 en þá bara gat Jón Ingvi ekki meir. Svo við náðum í páskaeggin upp í skáp og skriðum upp í rúmið okkar. Þá var Jóhannes fljótur að vakna. Gaman að fylgjast með honum. Hann var eiginlega að upplifa páskaegg í 1. sinn í 3. sinn!! Sennilega líka í síðasta sinn sem hann upplifir páskaegg í 1. sinn!!! Þegar ég var búin að brjóta eggið hans, tæma og setja í skál þá sagði hann; "Það eð sjúkkulaði inní sjúkkulaðinu!" Yndislegt.
Núna ætla ég að skríða upp í til Einars aftur, ljúft að liggja og kúra svona. Krakkarnir eru farin að horfa á einhverja mynd og enn að gúffa í sig páskaeggi.
Ein vonbrigði urðu í morgun...ég veit ekki hvers vegna - og hann veit það ekki sjálfur - en Einar hafði keypt Góu páskaegg!! handa okkur! Við skulum alveg vera með þetta á hreinu: Góa er EKKI Síríus!!!
Eigiði ljúfan dag og njótiði lífsins.
Ljós & kærleikur frá mér til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2007 | 19:07
Mikil spenna...
...í loftinu!!! Loftið var mjög rafmagnað við matarborðið áðan, spenningurinn yfir að páskarnir eru Á MORGUN!!! er að gera út af við börnin okkar. Páskaeggin sem bíða...úff, þetta er næstum því of mikið af því góða!!! Við sömdum um að það mætti ekki vekja neinn fyrr en kl væri orðin 7...eða þ.e.a.s. þau mega koma inn til okkar en ekki vekja systkini sín! Það var samþykkt. Það verður gaman að sjá hver vaknar fyrst, Jón Ingvi er viss um að verða fyrstur...enda vanur því. Reyndar er Jóhannes eitthvað búinn að vera að "derra" sig í páskafríinu og vakna fyrstur...það hefur hann ekki gert áður. En núna vaknar hann snemma, rífur upp augun og segir; "Ég þarf að klæða mig og fá að borða"!!!
Einar kom heim kl rúmlega 16 og var alveg búinn á því. Hann er þó ekki sofnaður enn, liggur inni í rúmi og hvílir sig og bíður spenntur eftir því að það komi háttartími! Held það verði farið snemma að sofa í kvöld...ég var nefinlega á spjalli til eitthvað að verða 2 í nótt...og ég er ekki vön svona næturbrölti...en ég á svo skemmtilega tengdamömmu og við vorum að ræða heimsins gögn og nauðsynjar eftir að ég kom heim í gær...! Gaman að því.
Já, annars hef ég lítið að deila með ykkur, er þreytt en glöð og gaman að vera til. Á yndislega fjölskyldu, bæði blóðfjölskyldu og í heimi andans. Hvers er meira hægt að óska sér?
Óska ykkur gleðilegra páska...og sendi ykkur ljós og kærleika á þessu ljúfa laugardagskvöldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.4.2007 | 17:41
Föstudagurinn LANGI
Ég og ormarnir þrír fórum í Borgarnes til Erlu sys. og Sigga. Þau voru bara 3 í kotinu, bara með Sigþrúði litlu heima. Það var voða yndislegt að koma til þeirra, alltaf svo gaman að eiga svona systradag
Þessi mynd er tekin þegar ég fór að hitta þær systur mínar og Sigþrúði (stjúpu mína). (Kókosbollur gúffaðar...eða hálf á mann) Yndislegt kvöld sem ég vona að verði endurtekið fljótlega
Annars erum við hjónakornin á leiðinni í höfuðborgina, væntum þess að hitta FULLT af fólki mikil gleði, mikið gaman. Tengdó á leiðinni og súpan að verða tilbúin í pottinum, þannig að þetta er allt eins og það á að vera.
Ég er að hlaða inn NÝJAR MYNDIR HÉR og er að spá í að smella inn vídeói af Sigþrúði litlu hérna á bloggið á eftir...læt ykkur þá örugglega vita Hún er algert snúllurúll, yndislegur ormur.
Sendi ljós og kærleika til ykkar allra í vefheimum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.4.2007 | 17:51
Yndislegur dagur
Mikið svakalega er þetta búinn að vera frábær dagur. Yndislegt að hitta geimfrúnna loksins, eftir næstum heilt ár! Vona bara að það líði ekki annað ár fram að næsta hitting!!! Annars höfum við trix til að lokka hana í heimsókn, og aldrei að vita nema það verði nýtt í sumar þegar við komum heim frá Dk!!!
Heilsan er að skríða saman. Ég var ótrúlega slöpp í morgun þegar ég var búin að þeytast um húsið með rykmoppuna og afþurrkunarklútinn. Lagði mig aðeins á sófann og náði að blunda í smá stund. Er búin að taka slatta af verkjalyfjum...og drekka slatta...held ég hafi verið með hausverk af vökvaskorti eftir þetta allt saman. Ég gat meira að segja dreipt aðeins á kaffi áðan svo þá hlýtur þetta allt að vera á réttri leið...
Núna er kjúlli í ofninum og við ætlum að borða kjúlla og franskar...nammi namm. Svo er fundur í kvöld og við hjónin ætlum bæði að fara. Og ef til vill á kaffihúsið á eftir (þið vitið þetta FRÁBÆRA KAFFIHÚS hérna á Skaganum!!!).
Á morgun er svo mega hittingur í leynifélaginu og tengdamútta ætlar að koma og passa fyrir okkur . Ég ætla að elda mexíkönsku súpuna svo við förum ekki svöng af stað...!! Svaka-jaka-góð súpa!!
Jæja, best að klára að leggja á borð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.4.2007 | 10:31
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er gömul vinkona og góð. Það er Thelma Ásdísardóttir sem er afmælisbarn dagsins.
Elsku Thelma, mínar bestu óskir til þín í tilefni dagsins. Sendi þér ljós og kærleika yfir flóann. Sjáumst vonandi fljótt
Ég kynntist Thelmu fyrir mörgum árum síðan, þegar við unnum saman í kaupfélaginu *heima*. Einhverjum árum seinna fórum við svo að umgangast hvor aðra meira og varð úr góður vinskapur. Núna eru reyndar liðin da 6½ ár síðan við hittumst síðast, en það sem einatt hefur einkennt vinskap okkar er að það hefur alltaf verið eins og í gær, þegar við höfum loksins hist eða spjallað saman. Ég hef oft hugsað sem svo að nú er kominn tími til að hringja í Thelmu, en það hefur ekki orðið meir úr því enn. Svo í gær þegar ég lá í bælinu skaut allt í einu upp í hugann að það væri 5. apríl á morgun...og þá ætti Thelma afmæli! Kjörið að skella því á bloggið! Og aldrei að vita nema ég finni Thelmu fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 10:11
Lifandi!!!
...úff, já, ég er búin að liggja í rúminu og eiginlega sofa í 1½ sólarhring!! Aldrei vitað annað eins. Ældi ekki, en meig í staðinn með óæðri endanum...og hafði miklar magakvalir. Borðaði t.d. eitt skitið vínber í gærkvöldi og ég FANN hvernig magasekkurinn HERPTIST utan um blessað berið. Svaf eins og sveskja til kl 6.53 í morgun, en var þá vakin af verkjum í baki. Magnaður þessi líkami mannsins, ég fann ekki fyrir bakinu meðan ég var veik í maganum, það er eins og þá hafi kroppurinn hugsað; "Það er mikilvægara að hún fái hvíld" og engir bakverkir. EN svo um leið og maginn/þarmarnir eru orðnir töluvert góðir þá koma bakverkirnir. Svo sem ekkert óeðlilegt við að vera aum í bakinum eftir að hafa legið flöt í 36 tíma!!!
Til að bera vitni um hversu aum ég var í gær...ég reyndi að blogga en gat það ekki!!! Og þá er nú langt gengið!!
Ég trylltist þegar ég fór á lappir, æddi um allt hús með rykmoppuna, dró meira að segja fram sófann, þurrkaði af öllum hillum (nema þessum neðstu...fékk dóttir mína í það). Tók til í eldhúsinu sem var ekki sérlega snyrtilegt þar sem ég hafði ekkert getað gert þar í gær...og Einar ýmist að vinna eða að sofa...svo börnin léku lausum hala í eldhúsinu sem og annarsstaðar í húsinu!!!
Núna bíð ég eftir að heyra frá GeimFrúnni, sem ætlar að kíka í heimsókn í dag. Hlakka mikið til, hef ekki hitt hana síðan á föstudaginn langa á síðasta ári, en þá heimsótti hún okkur einmitt í Græsted. Það verður kátt á hjalla hjá okkur þegar hún kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 18:41
Flensa?
Ég er annað hvort komin með sykureitrun...og svona illt í maganum og drusluleg þess vegna (og það kemur sterklega til greina...) eða þá að ég er að leggjast með pestina sem börnin mín eru búin að vera með... Vona ekki...Einar er að fara í vinnutörn núna og þá er ómögulegt fyrir mig að vera lasin!!
Mig langar ótrúlega til að hætta að borða sykur núna, en hausinn á mér segir; "Hvað þá með PÁSKAEGGIN?!!!"...klikkaður haus...því hann segir líka; "Halló, kíktu í spegil....fitubollan þín!!!"
Já, það er ekki alltaf auvelt að burðast með þennan haus...en ég veit eitt: ÞAÐ ER TIL LAUSN!!! Heppin ég
En núna held ég svei mér þá að ég skríði undir sæng...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2007 | 18:14
Nudd - Gurrí!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 14:09
Ég fer að halda...
...að tengdamamma sé hætt að lesa bloggið mitt...!! Engin viðbrögð, hvorki við þessu með hnéð...né þessu með lambalærið!!! Ætli ég verði ekki bara að hringja í hana...
En við vorum sem sagt að koma heim, ég og Jón Ingvi. Hann er búinn að sofa í morgun, enda fékk hann morfín í æð við verkjum í hálsi!! Man ekki betur en ég hafi verið send beint heim með Ólöfu Ósk þegar hennar nefkirtlar voru teknir...enda var það á stofu úti í bæ, ekki á sjúkrahúsi. Man líka að hún grét af sársauka LENGI!! Hún var 11 mánaða þá...og síðan eru liðin þónokkur ár... En Jón Ingvi vaknaði hérna um kl 12 og vildi þá fá að borða, drekka og komast úr rúminu. Þá biðjum við í ca 25 mín eftir lækninum og svo fórum við heim...með viðkomu í sjoppu og búð því það þurfti að kaupa ÍS handa prinsinum!!! Núna liggur hann inni í rúminu okkar og horfir á Jul i Valhal, 1. disk af 3...sjáum hvað hann nær langt í dag...annars á hann að vera inni í heila viku...svo það er nægur tími fyrir gláp...við sem erum að taka á þessu glápi...það verður að bíða eitthvað...
Ég var að spjalla við mömmu...hún sagði mér að það væri þvílíka rjómablíðan á Norðfirði, logn og 18°C!! Ekkert smá gott veður, enda "er ´ann suðvestan"...alltaf blíða á Nobbarafirði í SV. (Annað en hérna hjá mér...það er sko kolklikk í SV...en það er alltönnurella...)
En hann er sko fallegur, Norðfjörðurinn !!!
Svo get ég sagt ykkur annað, ég var að spjalla við doktorinn "minn" í morgun og hann var ekkert mjög hissa á símtali frá mér...sagði að það sem ég hafi verið með rifinn liðþófa í tæpt 1½ ár áður en ég var skorin þá væri bara eðlilegt að batinn tæki tíma!! Ef ég hefði verið skorin strax þá hefði verið eðlilegt að reikna með bata strax, en þessi flipi sem var rifinn laus hafi fengið drjúgan tíma til að nudda brjóskið og særa það...svo nú er það bara ÞOLINMÆÐI sem er málið!!! EN, ef ég er ekki farin að finna fyrir einhverjum bata eftir 2 vikur þá á ég að panta tíma hjá honum aftur, þá er hann alveg til í að skoða mig aðeins...svo nú er bara að bíða og sjá...og vona það BESTA!!!
Einar er farinn í höfuðborgina með lista yfir hvernig glugga okkur vantar í húsið...ætlar að láta gera okkur tilboð á nokkrum stöðum. Spennó. Teikningin er í "samþykkingu" hjá bænum...það ætti að koma á næstu dögum...og þá er bara að byrja að GRAFA!! Ótrúlega spennandi...en við njótum þess þó núna að hafa Einar að mestu heima þegar hann er í fríi...þannig verður það væntanlega ekki næstu mánuði/ár...
Sendi ykkur ljós og kærleika...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar