Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ekki fleiri börn...

3 ormar ...fyrir okkur hjónin...hins vegar er ekki laust við að það hafi hringlað óstjórnlega í eggjastokkunum á mér þegar ég rakst á þessa mynd af börnunum okkar...tekin laugardaginn 16. ágúst 2003, Jóhannes aðeins nokkurra tíma gamall...

 

Ég var að skoða þessa mynd og fleiri frá sama tíma, með krökkunum.  Ólöf Ósk kom orði á hugsanir mínar og sagði; "Mig langar að taka hann upp", þegar hún horfði með aðdáun á myndirnar af litla bróðir sínum!!! 

Jón Ingvi lagði enn meiri áherslu á þá ósk sem hann opinberaði nýlega; "Mamma, mig langar í fleiri systkini".   


Beljur og fleira fjör

Bíllinn minn er á verkstæði...Einar fór með hann í skoðun í mars og það var sett út á eitt og annað, en allt smáatriði sem á að vera hægt að gera við án mikils kostnaðar...held ég...!!  Bílinn á að skoða í apríl...svo það er ekki seinna vænna að græja þetta...!!

Annars gengur lífið sinn vanagang.  Ólöf Ósk var reyndar þreytt í morgun, eftir annasama helgi, og í 1. sinn síðan hún byrjaði í Grundaskóla nennti hún ekki í skólann (fyrir þá sem ekki vita það þá var þetta eilíft vandamál í Græsted skóla, þar sem henni leið ekki vel í þeim skóla...endalausar magapínur og "nenni ekki í skólann"-athugasemdir).  En í skólann fór hún, ánægð með þá vitneskju að það er frí í skólum á Íslandi á 1. maí!!!  

...ég þarf að muna að spyrja hvort leikskólinn sé líka lokaður á morgun...það kemur sér ekki mjög vel fyrir mig ef svo er, þar sem ég á eftir að vinna slatta...lesa og skrifa...en við sjáum hvernig þetta er..."...what ever will be, will be..."!! 

En dagurinn fer í að lesa "Indføring i tekstanalyse" og útfrá vitneskju sem ég vonandi fæ úr þeirri bók get ég kannski skrifað meira í "metode-afsnit"!!!  Jamm, við ætlum ekki að taka viðtöl - við ætlum að gera ritgerð út frá "litteratur", þar sem slatti hefur verið skrifaður um það efni sem við viljum fá vitneskju um.  Spennandi mál. 

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili...kem örugglega inn aftur síðar í dag...eða á eftir...ég þarf nú mínar pásur frá lestrinum...!!Cow parade

Verð að sína ykkur mynd af draumabeljunni minni (fyrir þá sem ekki þekkja mig in real life...ég er beljusjúk og safna beljum...ekki afþví að ég sé einhver belja...bara til að hafa það á hreinu Cool)...ég á nokkrar Cow Parade beljur (líka hægt að skoða þær hérna) og langar í fleiri...m.a. þessa...


Sunnudagur til algerrar sælu

Það var þvílíkt hlýtt í dag, ca 18° - reyndar smá rok (sem er ekki óalgengt hérna...óttalegt rokrassgat þetta nes...).  En við (ég og strákarnir) nutum góða veðursins og hjóluðum í kaffi til Láru.  Alveg snilld að sitja að kaffidrykkju með skemmtilegri konu og drengirnir skemmtu sér við ýmsan leik.  

Þegar Ólöf Ósk sendi sms úr göngunum hjóluðum við heim, því hafmeyjan okkar var lyklalaus.  Hún var þreytt, en sæl eftir stranga helgi.  Hefur varla sést heima, enda verið marga tíma í Laugardalslauginni um helgina.  Hún var ánægð með eigin frammistöðu, bætti sig um 13 sek. í 100 m skrið.  Foreldarnir stoltir af stelpuskottinu sínu Smile
Það sem er best af öllu er að hún er búin að finna íþrótt sem henni finnst skemmtileg.  Hún prófaði nánast allt annað meðan við bjuggum í Danmörku; hún prófaði fimleika, badminton, handbolta, tennis, fótbolta...og ég er örugglega að gleyma einhverju.  En entist aldrei í neinu af þessu, svo þegar hún bað um að fá að æfa sund...já, ég verð að viðurkenna að ég var efins um að hún myndi nenna að stunda æfingar x5 í viku án nöldurs.  ...7-9-13...hún hefur ekki sagt svo mikið sem einu sinni að hún nenni ekki á æfingu!!  Hún hreinlega elskar að synda.  Sem er frábært.  Algerlega stórkostlegt að hún skyldi finna íþrótt við sitt hæfi...heilbrigð sál í hraustum líkama...Wink

Heyðu, svo rétt áður en Einar kom heim var bankað og þar voru mætt vinir okkar, Marta og Hartmann.  Þau voru að koma úr sumarhúsinu sínu og ákváðu að kíkja í kaffi.  Algerlega frábært að fá svona óvænta heimsókn!!!  I love it!!  Svo við drukkum kaffi og áttum yndislegt spjall.  Og sýndum þeim teikningar að húsinu okkar og svona. þakklæti

Já, sem sagt frábær dagur í alla staði.  Ji, hvað ég elska lífið mitt, ég er full af þakklæti.  


Sundmót og sunnudagur

Ólöf Ósk vaknaði kl. 6.20 í morgun og ég geri ráð fyrir að þau feðgin hafi borðað morgunmatvekjaraklukkan... saman.  Einar var að fara að vinna.  Mér tókst svo að drösla mér framúr þegar hann fór til að kveðja prinsessuna sem var sótt rúmlega 7, fyrir seinni hluta Ármannsmótsins.  Hún er svo dugleg þessi elska, hún æfir sund 5 sinnum í viku og syndir 2-3 km á hverri æfingu!!  Í gær keppti hún í 200 m skrið og 200 m bak, eftir 800 m upphitun (ég er hrædd um að ég hefði ekki komist upp úr hefði ég reynt að synda 800 m!!!).
Ég er svo stolt af henni, hún sem hafði aðeins fengið skólasundkennslu einn vetur í Danmörku (í Danmörku er skólasund víst ekki skylda!!) en hún hefur hins vegar alltaf ELSKAÐ vatn.  Hún er í sundinu af því að hún hefur svo rosalega gaman af, ekki til að vinna.  Í hennar huga eru sundmótin SKEMMTUN!!  Gaman að fara og hitta fólk, mikil stemming í kringum þetta.  

Hún sagði mér frá atviki sem hún varð vitni að í síðustu keppnisferð og sem henni fannst hræðilegt...og ég fékk illt í hjartað yfir þessu.  Það var ein stelpan í hópnum sem var með mömmu sína með, þegar stelpan hafði synt og kom í ljós að hún hafði ekki bætt tímann sinn þá snappaði mamman og hundskammaði hana fyrir framan allan hópinn!!!  Þvílík vanvirðing, að mínu mati.  Þessi stelpa nennir víst aldrei á æfingar og gerir allt til að sleppa...ég get alveg ímyndað mér að það sé búið að eyðileggja sundáhugann hjá henni...

fótboltastrákurSvipaðar upplifanir höfðum við þegar Jón Ingvi var að "æfa" fótbolta þegar hann var 5 ára...þá var ein mamman sem var að tryllast og argaði og gargaði og pískaði 5 ára drenginn sinn áfram!!

Er þetta sjálfsvirðing foreldranna sem liggur í að börnunum gangi vel?  Eða hvað er málið??!!! 

Nóg um það.Jóhannes og Jón Ingvi í húsdýragarðinum

Ég er búin að skella inn myndum á síðu barnanna, m.a. frá í gær og um síðustu helgi (Elín, bumbumynd af Lilju).  Hér er svo ein frá í gær... 

Dagurinn í dag er óráðinn.  Jón Ingvi liggur eins og er inni og horfir á mynd og Jóhannes er í baði.  Sannkallaður afslöppunarsunnudagur...amk. hjá okkur þremur sem heima sitjum Wink

Nú fer að styttast í að Annemarie komi...hún kemur 10. maí og verður í rúma viku!!  Þá ætlum við að ná stórum hluta af verkefninu og svo auðvitað þessum klassíska rúnti; Þingvellir, Gullfoss, Geysir...og kannski eitthvað meir.

Jæja, nóg bull í bili.aangel

Ljós og kærleikur til ykkar allra... 


Arrrrrg...

blueoneanisko, ég er að reyna að vista hreyfimyndir...það er ekki að ganga...bara hjá Örnu, ekki mér Crying

Afmælisbarnið

Afmælisbarn dagsins er frænka mín, Eva Hrund.  Á því miður ekki mynd í tölvutæku...verð að bæta úr því fyrir næsta ár Wink

Elsku Eva, ef þú lest þetta blogg...  Mínar allra bestu hamingjuóskir til þín í tilefni dagsins.  Vona að þú hafir átt góðan dag og að árið sem undan er verði bjart og sólríkt í alla staði.  Heart


Stjörnuspá

SporðdrekiSporðdreki: Þú vinnur kannski ekki vinsældakosningu með því að segja einhverjum hvað þér finnst í alvöru, en það er allt í lagi. Þú hefur unnið í þinni eigin vinsældakosningu og það er miklu betra.
 
Nokkuð kúl stjörnuspáin mín.  Ég man þá tíð sem ég pældi mikið í stjörnuspám, lét gera fyrir mig stjörnukort.  Svo fór ég til spákonu og aftur til spákonu, til spámiðils og ég veit ekki hvað ég gerði ekki...
 
...peningabruðl finnst mér í dag.  
 
Því að ég fékk ekki það sem ég leitaði að; ró í sálina.
 
Hana fann ég löngu síðar, á allt annan hátt.  En mikið er ég glöð að hafa fundið ró í sálinni - og þora að vinna í minni eigin vinsældakosningu!!!
 
Í dag þori ég nefninlega að segja það sem mér finnst í alvöru - því þorði ég ekki áður.  Og vá, ég er svo miklu sáttari við sjálfa mig í dag.  
 
Ég man þegar ég var að byrja að stíga þessi skref og var að byrja að segja mína skoðun, var að byrja að þora að segja nei þegar ég meinti nei, í staðinn fyrir að segja já en meina nei...vera svo hundfúl út í sjálfa mig - og aðra líka. 
Það voru ekki allir sáttir við mig...því ég var vön að segja já og gera allt fyrir alla - nema sjálfa mig!  Ég  sagði já, því ég var hrædd við viðbrögð fólks, ég var hrædd við höfnun ef ég myndi segja nei og/eða mína skoðun...
 
En ég er á því í dag að ef fólk hafnar mér út á mína skoðun eða nei´ið mitt...ja, þá er það bara þannig og það fólk er þá vart þess virði að púkka upp á það.  
 
Að standa með sjálfri mér - en ekki í vegi fyrir náunganum - það er bara frábært.
 
Ljós og Heart á línuna!!! Kissing

Takk

...fyrir kommentin á fyrri færslu.

Við vorum að koma heim, ég, Jón Ingvi og Jóhannes.  Við keyrðum prinsessuna, og tvær aðrar úr sundinu, í Laugardalslaugina þar sem þær voru að fara að keppa. Mamma annarar hinna sér um að koma þeim heim í dag.

Ég og strákarnir skelltum okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og áttum frábæra tíma þar.  Drengirnir mínir verða seint sveitamenn...þeir héldu fyrir nefin og voru að kafna inni hjá dýrunum...en hins vegar fannst þeim selirnir frábærir.  (Ég skelli myndum inn á barnasíðuna fljótlega...)

Svo var hoppað og skoppað og prílað í fjölskyldugarðinum.  Alger paradís, sem við erum ákveðin í að heimsækja aftur þegar Einar og Ólöf Ósk geta komið með.  

Mér fannst rosa gaman að upplifa að þeir voru ekki að tapa sér þrátt fyrir "tívolí"-tæki á svæðinu.  Þeir völdu hvað þeir vildu prófa, fyrir þessa 10 miða sem ég keypti og voru sælir og ánægðir.  Ekkert nöldur og enginn grátur...það var kannski vegna þess að þeir voru ekki búnir að fá neitt nammi...þannig að sykurinn var amk ekki að tjúnna þá upp...??!!!

Á heimleiðinni komum við við í Hagkaup í Skeifunni, m.a. til að kaupa nammidagsnammið.  En þeir ákváðu - þegar þeim var boðið upp á það - að velja sér frekar smá dót en nammi.  Sem mér fannst frábært.  Svo nú eru þeir að leika sér, sælir með sitt.  

Yndislegt.coffee addiction

Þetta var svona laugardagurinn hjá okkur í stórum dráttum.  Nú fer Einar að koma heim úr vinnu svo ég ætla að skella í smá kaffi.... 


Bjartur og fagur...

...laugardagur framundan. Stórkostlegt.  

það er ekki margt yndislegra en að vakna í rólegheitunum með yndislegu börnunum mínum, liggja uppi í rúmi með þeim og horfa á sjónsvarpsþátt í danska sjónvarpinu (DR1) um leitina að eitraðasta dýri heim.  Knúsimús...lífið er ljúft.

Svo varð litla skottið, hann Jóhannes, alltof svangur til að geta legið kyrr...svo við fórum fram og fengum okkur mat.  

Núna sit ég og drekk dýrindis kaffibolla og flakka um bloggheima.

Veðurspáin fyrir daginn er sól og ský, 10-15°.  Bara góður dagur fyrir ýmislegt brall.  Segi ykkur kannski í kvöld hverju við höfum fundið upp á Smile

Ljós og kærleikur til ykkar allra, og megið þið eiga góðan dag. 


Ein fyrir svefninn...

Fallega fjölskyldan mínfallega fjölskyldan mín

Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband