Leita í fréttum mbl.is

Stjörnuspá

SporðdrekiSporðdreki: Þú vinnur kannski ekki vinsældakosningu með því að segja einhverjum hvað þér finnst í alvöru, en það er allt í lagi. Þú hefur unnið í þinni eigin vinsældakosningu og það er miklu betra.
 
Nokkuð kúl stjörnuspáin mín.  Ég man þá tíð sem ég pældi mikið í stjörnuspám, lét gera fyrir mig stjörnukort.  Svo fór ég til spákonu og aftur til spákonu, til spámiðils og ég veit ekki hvað ég gerði ekki...
 
...peningabruðl finnst mér í dag.  
 
Því að ég fékk ekki það sem ég leitaði að; ró í sálina.
 
Hana fann ég löngu síðar, á allt annan hátt.  En mikið er ég glöð að hafa fundið ró í sálinni - og þora að vinna í minni eigin vinsældakosningu!!!
 
Í dag þori ég nefninlega að segja það sem mér finnst í alvöru - því þorði ég ekki áður.  Og vá, ég er svo miklu sáttari við sjálfa mig í dag.  
 
Ég man þegar ég var að byrja að stíga þessi skref og var að byrja að segja mína skoðun, var að byrja að þora að segja nei þegar ég meinti nei, í staðinn fyrir að segja já en meina nei...vera svo hundfúl út í sjálfa mig - og aðra líka. 
Það voru ekki allir sáttir við mig...því ég var vön að segja já og gera allt fyrir alla - nema sjálfa mig!  Ég  sagði já, því ég var hrædd við viðbrögð fólks, ég var hrædd við höfnun ef ég myndi segja nei og/eða mína skoðun...
 
En ég er á því í dag að ef fólk hafnar mér út á mína skoðun eða nei´ið mitt...ja, þá er það bara þannig og það fólk er þá vart þess virði að púkka upp á það.  
 
Að standa með sjálfri mér - en ekki í vegi fyrir náunganum - það er bara frábært.
 
Ljós og Heart á línuna!!! Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa færslu frænka .. ég er svo hjartanlega sammála þér með þetta lífsmottó! Að geta staðið með sjálfum sér, sagt nei og meint nei ... finna sinn stað í tilverunni og sálarró.  Ég er einmitt komin á þann stað :)  Hljómar sem þið hafið átt hinn besta dag ..  alltaf jafn gaman að koma í fjölskyldu- og húsadýragarðinn :)  *knús&kram*

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 28.4.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Hugarfluga

Algjörlega sammál, bloggvinkona! Og kudos fyrir að hafa hugrekki til að standa með sjálfri þér. Eins og ég get pirrað mig á að aldurinn skuli vera að færast yfir og ég sé að nálgast "the big 40" þá er ég svo sátt við að finna ákveðna sálarró vera að færast yfir mig. Ég hef svosem alltaf vitað hvað skiptir í raun máli í lífinu, en aldrei áður verið jafn sannfærð.

Hugarfluga, 28.4.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Jahá, svo þú ert svona GÖMUL!!! iss piss... Mér finnst eiginlega frábært að vera 36, myndi ekki vilja spóla tilbaka um 10 ár...hvað þá meira...ojojoj...var ekki á góðum stað þá.  Betra að vera "eldri og reynslunni ríkari" og hamingjusamari.  Yndislegt alveg.

Knús til þín, fluvan mín. 

SigrúnSveitó, 28.4.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég er einmitt 36 líka   Fínn aldur!

Hugarfluga, 28.4.2007 kl. 21:08

6 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, já, frábær aldur. 

SigrúnSveitó, 28.4.2007 kl. 22:42

7 identicon

Nákvæmlega, ekki vildi ég verða 20 aftur með allri þeirri vanlíðan. Mér finst bara frábært að vera ég þó mér finnist stundum skrítið að ég verð 33 á árinu, held alltaf að ég sé miklu yngri

ást og knús til þin  

jóna björg (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 08:46

8 Smámynd: SigrúnSveitó

ást og knús tilbaka, Jóna

SigrúnSveitó, 29.4.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband