28.10.2008 | 17:17
Yndislega Óskin okkar, Ólöf Ósk, er 13 ára í dag, 28. október!!!
En ég get með sanni sagt að hér fer stúlka sem ég er sannarlega yfir mig stolt af, ég er stolt að geta sagt að Ólöf Ósk er dóttir mín.
Við mæðgur erum eins ólíkar og dagur og nótt, að utan jafnt sem innan. Held svei mér að hún hafi fengið allt frá pabba sínum!! Ekki að það sé slæmt, neibb það er sko gott mál.
Ólöf Ósk er skellibjalla, glaðvær, opin, jákvæð. Hún hefur alltaf tekið lífinu opnum örmum. Þegar hún hefur verið sett í nýjar aðstæður, í nýtt umhverfi, þá hefur hún tekið því tækifæri brosandi.
Ólöf Ósk brosir framan í lífið og lífið brosir við henni.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið það hlutverk að vera mamma þín, elsku stúlkan mín.
Ég elska þig. Þín mamma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.10.2008 | 18:44
Jæja...
...þá er helgin að verða búin og vetrarfrí barnanna líka. Þau voru svo heppin að eiga alla síðustu viku í frí, sem var tilkomið af því að kennararnir ætluðu til USA á eitthvert námskeið. En svo var hætt við allt saman, nema ekki við fríið :) Þau bara alsæl, smá Danmerkurfílingur í gangi.
Afmælið gekk vel en ég get sagt ykkur að það ég var með alltof mikið af kökum...bakaði marenstertu, kaniltertu, brúna með hvítu, nammitertu og svo þessa sjúklega góðu sykurlausu (epla og valhnetubökuna góðu) og svo heita rétti...einn heitfengan og svo skinku-aspas-osta-rúllubrauðsgúmmulaði.
Þannig að...þetta var, eins og Erla sys. tók til orða..., á við meðalfermingarveislu...amk kræsingarnar. Ég hef það mér til varnar að það komu ekki allir sem við áttum von á...ekki allir að hafa fyrir því að afboða sig...
Ég fékk líka pakka, þar sem dóttir okkar er svo elskuleg að vilja deila veislunni sinni með mér. Svo ég er búin að fá nokkrar gjafir þó enn séu 13 dagar í afmælið mitt... Ég fékk bókina; Brauðréttir Hagkaupa og kleinupoka, ég fékk legghlífar, gráar með "demöntum", ég fékk platta fyrir kerti og ég fékk blómvönd. Held ég sé að muna eftir öllu.
Alltaf gaman að eiga afmæli þó ég eigi erfitt með að þyggja gjafir...fer alltaf hjá mér þegar fólk er að eyða í mig... Það á betur við mig að gefa öðrum en að þiggja...
Í morgun fórum við; ég og strákarnir, í sunnudagaskólann. Þar var verið að skíra litla stúlku. Á eftir var farið yfir í safnaðarheimlið þar sem var föndurstund. Við bjuggum til þessi fínu bókamerki, með perlum og alles :) Notaleg stund sem við áttum.
Svo er það víst þannig að fótbolti á hug drengjanna okkar...svo LOKSINS (í Einars huga er þetta LOKSINS...) fékk Einar það í gegn að keypt yrði áskrift að fótboltarás. Hann var lengi vel í miklum minnihluta á heimlinu...en nú eru þeir víst í meirihluta...Svo nú fara sunnudagarnir í fótboltagláp...amk hjá strákunum. Einar var að sparsla og stóð sig vel, eins og alltaf. Hef ég kannski sagt ykkur það áður? Maðurinn minn er svo mikill dugnaðarforkur! Alger hetja í mínum augum
Jæja, ég ætla að skutla þvottinum upp á snúru og setjast svo á góðan stað með prjónana mína...
Molinn:
"Betra er að kveikja ljós, hversu lítið sem það er, en að bölva myrkrinu."
- Konfútse
Túttilú...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.10.2008 | 19:24
Svona leit ég út...
...þegar ég var í verknámi á 32a fyrir tveimur árum
Þetta var myndin sem var á einkenniskortinu mínu. Nú er ný mynd...set hana inn um leið og búið er að skipta um mynd á Landspítalavefnum
Allt gott að frétta af okkur. Ég var að vinna í gær, tvöfalda vakt og svo morgunvakt í morgun, svo ég gisti hjá tengdó. Alveg ljómandi sérstaklega þar sem það blés vel... Reyndar sé ég að það var ekki slæm átt Kjalarneslega séð...ekki einu sinni 30 í hviðunum. EN, það var gott að hitta tengdó, hún er algert yndi.
Svo er bara baka og gera heita rétti í kvella og í fyrró...svo má afmælið hefjast
Jæja, best að skella þvottinum á snúruna og hefjast svo handa við baksturinn...
Molinn:
"Tíska er ljótleiki sem er svo óbærilegur að við verðum að breyta honum á sex mánaða fresti."
- Oscar Wilde
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2008 | 19:27
Stellu-brauð
Svo ég týni henni ekki þá ætla ég að smella hérna inn uppskrift af brauði, sem ég fékk hjá Stellu samstarfskonu minni.
800 gr hveiti (spelt)
50 gr sólblómafræ
4 tsk lyftiduft (vítasteins)
1 tsk natron
1 msk sykur
51/2 dl AB mjólk
11/2 dl sjóðandi heitt vatn
1 tsk salt
Hræra í höndunum og eins lítið og hægt er.
Baka við 175°C í 1 klst.
Hægt er að setja ýmislegt sem hugurinn girnist út í brauðið, t.d. döðlur, rúsínur, sesamfræ eða hvað sem manni dettur í hug.
Hlakka til að baka þetta. Slafr...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 19:26
É´r að baka...
Jamm, afmæli prinsessunnar á bauninni á næstu grösum, og hún VERÐUR að fá kaniltertu! Kaniltertan á að fara í frysti og takast þaðan sólarhring fyrir neyslu, svo það er ekki seinna vænna...afmælishátíðin um helgina.
Ólöf Ósk verður 13 ára 28. október!
Hér erum við mæðgur á 1. jólaballinu hennar, þarna er hún þá 2ja mánaða.
Jamm, ótrúlegt en satt. Mér finnst það næstum eins og í gær þegar ég var með tilheyrandi verki í 44 klukkustundir áður en undurfögur snót leit ljósið í fyrsta sinn. En nei, það var ekki í gær...! Enda hefur alltof margt gerst til að það geti passað...mér finnst bara svoooo stutt síðan!
Annars er lítið að frétta. Einar er búinn að vera á fullu "hinumegin" eða *úti í byggingu*, eins og við köllum óbyggða hlutann af húsinu. Það eru komnir upp þeir veggir sem eiga að vera komnir upp fyrir jól. Nú er eftir að klára að sparsla 1. umferð í þvottahúsinu og svo er hægt að pússa. Mjög spennandi tímar framundan! Ég hlakka svooooo mikið til að fá þvottahúsið MITT í gagnið. Skápurinn góði verður HUGE! Sem er líka gott, enda 5 manna fjölskylda sem ætlar að deila honum.
Jamm. Jæja, best að þeyta rjómann fyrir kaniltertuna.
Túttilú...
Ef við lítum á tilveruna og náungann með kærleika þá minnkar hið vonda af sjálfu sér; því ef maður fyllir vitundina eð ást eignast hið góða í veröldinni enn einn fulltrúa.
- Olle Wedholm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2008 | 12:05
Hæ hó
Jæja, elskurnar mínar. Hvað segið þið þá?
Ég segi allt svona líka svakalega gott. Vitiði, ég er svoooooo ánægð í vinnunni minni, finnst bara ómögulegt þegar ég er í margra daga fríi...langar bara að vinna, vinna, vinna. Jamm. Svona á þetta að vera.
En ég er nú samt alveg að njóta daganna sem ég er ekki í vinnunni. Það er líka sæla heima. Og nóg að gera. Við erum í fúll svíng að gera og græja, svo við getum tekið tvö herbergi plús þvottahúsið í gagn fyrir jól. Einar gerir veggina, ég sparsla, svo ætlar hann að pússa, og já, svo er meiri sparslvinna, púss, málning...og vola, Ólöf Ósk og Jón Ingvi fá ný herbergi og ég fæ mitt langþráða þvottahús! Það verður draumur!
...jamm. Er lífið bara ekki stórkostlegt? Það finnst mér.
Svo einn gullmoli svona í tilefni þess sem gengur á þessa dagana þarna úti:
Message
- Erfiðleikar eru einfaldlega tækifæri í hversdagsklæðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2008 | 19:58
Kjúklingasalat Særúnar
Hæ, vinir :) Ég fékk þetta rosalega góða kjúklingasalat í matinn hjá Særúnu vinkonu minni í gær. Algert nammi namm. Hvet ykkur til að prófa:
½ bolli olía
¼ bolli balsamki edik
2 msk sykur (minna)
2 msk soyasósa
Soðið saman í 1 mínútu, kælt og hrært í á meðan kólnar. Sósan er líka góð yfir kúskús.
1 pk núðlur instant súpunúðlur (henda kryddi)
1 pk möndluflögur eða heslihnetuflögur
Sesamfræ
Ristað saman á pönnu í olíu. Tekur lengri tíma að brúna núðlurnar, síðan hneturnar, en semsamfræin örstutt. Blandað saman við vökvann og kælt.
4 kjúklingabringur
1 flaska sweet hot chilisósa
Bringur skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, sósan sett yfir og látið malla smástund.
1 poli Ruccola salat
Ísl. tómatar í sneiðum
1 mango í teningum (eða sneiðum)
1 rauðlaukur í sneiðum
Salat á fat og núðlublanda yfir. Kjúklingur yfir það. Tómatar, laugur og mango í kring. Borðað með kúskús og snittubrauði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 20:08
Ég gat ekki annað...
...ég bara hló með rassgatinu á leiðinni í vinnuna í dag!
Ég hef það fyrir vana að keyra alltaf á löglegum hraða, þess vegna keyri ég á 70 km hraða gegnum Hvalfjarðargöngin!
Í dag var ég á 70 km hraða í göngunum þegar bíllinn fyrir aftan mig þoldi ekki við og tók framúr mér. Ca 50 metrum lengra flashaði myndavélin á hann! Jamm, sekt fyrir þessa óþolinmæði. Sorrý, en mér fannst þetta bara fyndið. Fyrr má nú liggja á...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.10.2008 | 19:41
Lifrarbuff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.10.2008 | 13:12
Og eitt enn...frekar en að forwarda þessu öllu...
Eins og þetta dæmi sannar þá er Gullið best
· Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
· Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
· Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
· Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Egils Gull bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar