Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Hraðlygin sagði...

Í fyrrakvöld þegar ég kom heim af kvöldvakt, laumaðist ég inn til strákanna með gjöf í skóinn.  Ég kíkti gaumgæfilega á þá og sá þeir sváfu...eða sýndist það! 

Ég laumaði sitthvorum spilastokknum í skóinn og fór yfir til Jóhannesar og strauk honum - eins og ég geri alltaf áður en ég fer að sofa.  Fór svo yfir til Jóns Ingva til að gera slíkt hið sama (þeir sofa í sitt hvorum endanum á efri kojunni) og viti menn, þá var hann með smá rifu á augunum.

Hann sagði ekkert, og ég sagði blíðlega; "Haltu áfram að sofa, ástin mín".

Í gærmorgun gellur í mínum manni; "Pabbi, ég vissi ekki að það væru foreldrarnir sem settu í skóinn!!"!!!!

Einar varð hvumsa...sagði að svo væri nú ekki, það væri jólasveinninn sem sæi um þessi mál.

Jón Ingvi; "Ég SÁ mömmu setja í skóinn í gær".

Einar; "Ha? Var hún ekki bara að athuga eitthvað, hvort glugginn væri lokaður?!"

"Neibb, ég sá hana setja í skóinn!!!", sagði dengsi!!

Svo fór hann í skólann.  Þegar hann kom heim þá greip ég hann og spurði hann út í hvað hann hefði fengið í skóinn og svona...hann horfði tortrygginn á mig.

Svo ég sagði; "Jón Ingvi, ef þú ert búinn að ákveða að trúa að jólasveinninn sé ekki til..."

Og hann greip fram í fyrir mér; "Jólaveininn ER TIL!!! En ég sá ÞIG setja í skóinn í nótt!!!"

Nú voru góð ráð dýr...drengurinn trúir greinilega enn á jólasveininn en grunar móður sína um græsku...

Svo ég prófaði..; "Jón Ingvi, hvað myndir þú segja ef ég segði þér, að þegar ég kom heim úr vinnunni í gærkvöldi að þá lágu tveir spilastokkar á gólfinu við útidyrnar, höfðu verið settir inn um bréfalúguna...og á gólfinu lá miði frá jólasveininum þar sem hann bað mig að hjálpa sér því hann væri orðinn svo seinn...hann ætti eftir að fara til íslensku barnanna í Danmörku...!"

Jón Ingvi horfði á mig um stund og sagði svo; "Ok?!!!"

Síðan hélt hann áfram að leika...og hefur ekki minnst á þetta síðan!   

Og hann STEINsvaf þegar Einar laumaðist með playmokall í skóinn í nótt... 


Bloggedí blogg..

Ég er bissý kona þessa dagana...ef þið hafið ekki tekið eftir því!!! LoL

Er sko búin að fara í höfuðborgina núna tvo daga í röð, hvorki meira né minna.  Fór með pabba í jólagjafaleiðangur í gær og svo á kvöldvakt og í morgun fórum við hjónin og versluðum jólagjafir handa börnunum okkar og svo jakkaföt á minn heittelskaða.  Svo fór ég á kvöldvakt.

Var sem sagt að koma heim.

Ætla ekki að hafa þetta lengra núna en segi ykkur á morgun frá því hvað ég get verið HRAÐlygin...en bara þegar mikið liggur við...Cool

Þangað til...ást&virðing Heart


Nostalgíukast...

...muniði þetta???

 

...eða þetta...ó mæ god!!

 


Þegar piparkökur bakast...

...og alls konar aðrar kökur líka, þá fyllist húsið af jólailmi!!!

Í fyrradag voru sem sagt bakaðar piparkökur, sem voru svo málaðar í gær.  Krakkarnir sáu alveg sjálf um að gera glassúr og mála kökurnar.  Alveg snilld.  Rosa flott hjá þeim. 

Svo bakaði ég spesíur í gær, og síðast en ekki síst kókossmákökur sem ég get borðað:

50 gr kókosolía (látið standa á borði yfir nótt svo hún sé mjúk)
125 gr agavesíróp
150 gr kókosmjöl
25 gr kókosflögur
75 gr gróft spelt (ég setti 50/50 gróft og fínt)
20 gr kakó

Setjið kókosolíu & agave í hrærivél & hrærið í smá stund.  Bætið restinni af uppskriftinni út í & blandið vel saman.  Hitið ofninn í 190°C & setjið bökunarpappír í ofnskúffu.  Setjið deigið með teskeið á ofnplötuna & bakið í 10 mín.

Snilldargóðarkökur!!!

---

Var að vinna í dag, og mikið svakalega var gaman að koma aftur í vinnuna!!  Jumundur minn!!  Nóg að gera, jólin að koma og allt og allt, og 3 hjúkkur af 3 í fríi...svo það var STUUUUUÐ!! 

Svo er ýmislegt framundan, vinna, laufabrauðsbakstur, afakexbakstur og ekki má gleyma að við eigum eftir að kaupa jólagjafir handa mikilvægasta fólkinu okkar; nefninlega börnunum okkar.  Það verður gengið frá því í þessari viku og þá er bara dútl fram að jólum.  Hreinasta snilld.  

...ja fyrir utan að það þarf að þrífa fyrir jólin...það er ekki eins mikil snilld...en ég geri það nú samt!!  Engin mega-jóla-hreingerning...neibb, ekkert svoleiðis á mínum bæ!  Enda vonandi stutt í að seljist og svona og þá verður tekið í gegn...

Best að hætta að bulla og kíkja á vettlingana sem ég var að þæfa!!!

Ást... 


Að skríða saman...

...langar ykkur ekki mikið til að heyra heilsufarssögu?!!!

Ég get sagt ykkur að ég svaf fram að hádegi, staulaðist þá á fætur og keyrði Jóhannes í íþróttaskólann.  Ólöf Ósk var svo sæt að fara með bróðir sinn þangað svo ég gæti notað orkuna mína í að versla... 

Þegar við (ég og Jón Ingvi) komum að sækja þau í íþróttaskólann voru Kertasníkir og Stúfur á svæðinu...og Jóhannes stjarfur af hræðslu!!  Hljóp hágrátandi í fangið á mér og vildi bara komast í BURTU!!!  Svo við bara fórum!

Ég var hins vegar enn með orku svo við fórum til Jónu (konu tengdapabba) og ræddum laufabrauðsmálin.  

Enn var ég með orku...svo við fórum að kaupa kaffi handa elskunni minni og færðum honum, þar sem hann var uppi í húsi að byggja.  

Og ég er enn á fótum!! Hef ekkert lagt mig, svo ég hlýt að vera orðin hitalaus!!!  Hef ekki mælt mig í dag, en var með 38° í gærkveldi...

Núna erum við að fara að baka piparkökur...því ég orkaði ekki að baka í dag...þrátt fyrir allt!!  

Svo á morgun verða þær skreyttar!

Jæja, best að sinna börnum og körlum (Einari og pabba Wink).

Ást... 


Afmælisbarn dagsins!

 Afmælisbarn dagsins er frændi minn, Alli Scheving.  Alli er akkúrat mánuði yngri en ég og er því 37 ára í dag.  Elsku Alli, til hamingju með afmælið.  Vona að dagurinn verði góður.

Ég ætla að setja aftur inn færsluna sem ég setti inn fyrir ári síðan...: 

alli sch

Ég verð að rifja upp smá minningar um okkur Alla.  Við vorum líklega 4-5 ára þegar við kynntumst.  Hulda, mamma Alla og Jón Þór, elsku stjúpi minn, eru systkini, svo við kynntumst eftir að mamma og Jón Þór fóru að vera saman, þegar ég var 4 ára.

Alli bjó í Hafnarfirði en kom alltaf í sveitina til afa síns og ömmu á sumrin.  Við Alli náðum strax vel saman og brölluðum ýmislegt næstu mörg árin.  Alli var fyrsti kærastinn minn, það "samband" byrjaði sennilega sumarið áður en við urðum 6 ára, og hélst sumarlangt, á hverju sumri þar til við vorum að verða 15 ára.  Smá kelerí í hlöðunni eða úti í móum.  Ekta sveitarómantík Whistling

Við Alli gerðum margt sem ekki mátti.  Við laumuðumst upp á fjárhúsþak í tíma og ótíma, þar máttum við ekki vera svo þar gátum við setið löngum stundum og kjaftað um heima og geima.  Alli var alltaf mikill brandarakall og oftar en ekki veltist ég um af hlátri.  Hann kunni alltaf svo marga brandara.  Sumir þeirra lifa enn í minningunni og hafa gengið í arf til barnanna minna. 

Okkur þótti ofsalega gaman að stríða systrum okkar (sjá á sveitamyndinni hér fyrir ofan - þar erum við Alli og svo systur okkar og Jón Þór).  Það var sennilega ekki til sá hrekkur sem við gátum ekki fundið upp á.

Einu sinni tókum við allt sandkassadótið þeirra og grófum það niður í moldarbarði úti á hól.  Við höfðum þó vit á að merkja staðinn...en ekki nógu vel því um nóttina gerði rok og merkin okkar fuku.  Við fundum aldrei aftur dótið og urðum að játa verknaðinn...

Einu sinni stálum við eggjum úr hænsnahúsinu og köstuðum í hlöðuvegginn.  Garðar, pabbi Alla, komst að þessu og neyddi okkur til að fara inn, játa verknaðinn og biðjast afsökunar...ojojoj, það var ekki auðvelt, en við gerðum það samt.

Ég verð að bæta inn smá.  Alli kom austur eitt sumarið með Grease á heilanum...við (ég, Lilja sys. og Ragnhildur systir hans) áttum sko að vera "The Pink Ladies"...!!  Hann var mega töffari, með klístur í hárinu og alles!!  Gott ef það var ekki ekta brilljantín...enda Garðar rakari!  

Og svo; Annað sumar kom hann með Kiss-æðið með sér.  Sat tímunum saman "úti í herbergi uppfrá" og hlustaði á Kiss í botni, með trommukjuða og sló í lærin á sér.  Frekar kúlaður sko!!! 

Svona mætti lengi telja, og ég gæti haldið endalaust áfram.  En ég ætla að láta staðar numið.  Sumt af hrekkjunum er ekki prenthæft...

Ég hugsa með kærleika og hlýju til allra sumranna sem við Alli áttum saman í sveitinni.  Öll kvöldin sem við látum í netinu, sem við höfðum fest á baggasleðann og gert okkur dýrindis hengirúm, þar gátum við legið fram eftir öllu og spjallað.  Alveg þangað til mamma eða Maja (amma Alla) eyðilögðu stemninguna og kallaði að það væri kominn háttatími!!! 

Já, það var margt og mikið brallað í sveitinni í den tid!  Við vorum löngum kölluð "Gvendur og Bogga", hvaðan sem það nú kom.  En oftast var það þannig að ef annað okkar var þar þá var hitt ekki langt udan. 

Já, those were the days my friend Smile


Jæja...

...mér tókst að skríða fram úr rúminu til að skilja börnin í sundur...þeim leiðist greyjunum og þau rífast og slást...ef ekki er hægt að ná sjúllanum fram úr öðruvísi...þá er bara rifist þangað til hún dröslast fram og skammast!!  Neikvæð athygli hefur löngum þótt betri en engin...Tounge

þetta á blogginu hjá frænku minni... 

Hins vegar fékk ég þetta frá Ásdísi í mail...jóli átti að dansa en hann vill það ekki á blogginu...hann er samt voða kjútt:

 

jólasveinninn dansandi

 

 

 

 

 

 

Ýttu örinni niður og þú munt sjá tippið á jólasveininum.



.

*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*


*
 

 Í Guðanna bænum hegðaðu þér í samræmi við aldur þinn. Jólasveinninn er ekki til.


Það skall á með...

...pest! 

Ég neyddist í gær til að játa mig sigraða, var með svaka illt í hálsinum og hitavellu.  Svo ég fór ekki á kvöldvakt í gær og ekki á dagvakt í dag.  Hef gert lítið annað en að liggja í sófanum eða liggja í rúminu og sofa.  

Vona heitt og innilega að þetta líði sem fyrst hjá...

Stefni á að safna kröftum til að hnoða í piparkökur í kvella...sem á svo að baka á morgun...og mála annað kveld.  Ef ég orka þetta kannski ég hnoði þá í spesíur og afakex líka...hver veit.  

En ég ætla samt sem áður fyrst og fremst að passa upp á sjálfa mig!

Ást... 


Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?

Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.

Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"

11 ár

við skötuhjúinVið skötuhjúin eigum 11 ára kærustu-afmæli.  Byrjuðum að vera saman 6. des. 1996.  Margt hefur gerst þessi 11 ár, og held ég að ég tali fyrir munn okkar beggja þegar ég segi að við höfum aldrei verið hamingjusamari og ánægðari með hvort annað. 

Að baki er mikil vinna, og hefur sú vinna fært okkur þangað sem við erum í dag.  Ekkert er sjálfsagt í þessu lífi, hins vegar erum við sannfærð um að okkur var ætlað að eiga hvort annað og þroskast saman.  

Yndislegt líf. 

Myndirnar eru teknar á útskriftardaginn minn í sumar. 

skötuhjúin kyssast


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband