Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
18.12.2007 | 22:58
Hæ hó!
Jæja, 18. des. næstum liðinn. Alveg að koma jól.
Strákarnir eiga von á stórum glaðningi frá Skyrgámi...halda þeir...því þeir settu skyrdollu út í glugga handa honum...!! Vona að þeir verði ekki fyrir miklum vonbrigðum...eiginlega vonast þeir eftir Spiderman-Flexitrax... Ég held ekki að það gerist...!! Ég er búin að hvetja þá til að safna sér pening fyrir þessu...og Jón Ingvi er á fullu að vinna sér inn pening, gerir allt sem hann er beðinn um...ég er að spá í að setja þetta með að taka til í herberginu inn í umbunarkerfið!!!
Annars er bara allt gott. Var á fundi í kvöld. Æði, eins og venjulega. Svo komu tvær kvinnur með mér heim á eftir í kaffibolla og spjall. Ooooohhh, það var svo gaman. Mikið elska ég að eiga góða stund með fólki. Glöð að eiga alla þessa vini.
Einu sinni var ég ekki svona vinaglöð...var hrædd...það er erfitt að þora ekki að hafa skoðun og vera alltaf sammála síðasta ræðumanni...og þar af leiðandi að vera hrædd við hvað fólk hugsar um mig þar sem ég var alltaf sammála þér...nei ég meina þér...nei, ég meina þér sko... Ó mæ god, full tæm djob að passa upp á þetta allt...
Að vera glöð, hamingjusöm og frjáls, það er sko algerlega FRÁBÆRT!!!
Ef þið bara vissuð hvað ég elska lífið mitt í dag, hvað ég elska mikið að vera ég, að líða vel í eigin skinni. Það er svo mikils virði.
Ást til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2007 | 18:16
Jólakveðja af Skaganum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 21:09
Íslenskar konur, já takk!!!
Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.
Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.
Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.
Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2007 | 20:58
Afmælisbarn dagsins...
...er elskuleg mágkona mín, Karen Edda.
Hitti Karen Eddu fyrst vorið 1997, þá var gellan 14 ára. Það hefur aldrei farið á milli mála hvers lags snillingur hún er, ein sú skemmtilegasta.
Hitti þig bara of sjaldan, elskan!! En við sjáumst væntanlega á aðfangadagskvöld!!
Þessi mynd er tekin þegar Karen mætti í afmæli okkar mæðgna í lok október.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 14:23
Myndir frá árshátíðinni!
Það er gaman hvað þarf lítið til að gleðja fólk!
Þessi koss sem ég kyssti Einar á kinnina eftir að hann varalitaði mig vakti mikla lukku.
Fyrst vakti mikla kátínu þegar hann varalitaði mig svo glöddust MARGIR yfir þessum kossi sem hann var með á kinninni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 16:15
Loksins!!
Jæja, nú erum við loksins búin að klára að búa til jólagjafirnar handa öfum og ömmum og langömmum...sem við byrjuðum á í febrúar. En þetta var alveg þokkalega mikið verk þar sem við erum mjög rík af öfum, ömmum og langömmum, sem við verum mjög þakklát fyrir.
Svo nú er bara að pakka síðustu gjöfunum.
Deig í Engiferkökur er hnoðað og svo held ég að ég skelli í Afakex sem snöggvast.
Gaman að þessari aðventu. Ég var búin að lofa börnunum fyrir LÖNGU síðan að við myndum dúlla okkur á þessari aðventu, engin próf yfirvofandi eða neitt slíkt. Og það höfum við gert. Gott að vera í rólegheitum og dúlleríi.
Reyndar finnst mér frekar fúlt að vera ekki að detta í jólafrí...man varla hvenær ég var síðast í vinnu þessa daga!! Það var algerlega einn af kostunum við að vera í skóla!! En þá var náttúrlega þetta með prófstressið í staðinn...ekki er bæði sleppt og haldið!!
En skit pyt! Jólin verða svo frábær, á því leikur enginn vafi.
Cille, vinkona Ólafar Óskar kemur á annan í jólum og verður fram yfir áramót og er mikill spenningur í þeim stöllum báðum vegna þessa.
En nú ætla ég að dúlla mér í deiggerð...ást og friður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 12:41
Lørdag!
Fékk frábæra sendingu í fyrradag. Tinna, vinkona mín í Danmörku keypti dagatal fyrir mig, svona með 5 dálkum fyrir hvern dag, svo nú er hægt að skrifa allt á sama stað! Hver er að vinna og hvaða vakt, hver er í mat í skólanum, dagvist, afmæli, allskonar hittinga og ég veit ekki hvað!
Svona dagatal er SNILLD!!! Ég elska að vera skipulögð og með hlutina á hreinu. Svo er þetta bara nauðsynlegt fyrir okkur þar sem við erum bæði í vaktavinnu, bæði í fundarstússi. Gott að geta skrifað allt þarna og vera ekki að tvíbóka okkur í tíma og ótíma...
Jamm, I Love IT!!! Ætla að sýna þeim dagatalið í Eymundsson...var víst búin að lofa því...fór sko þangað í bjartsýniskasti að ath með svona dagatal... En danir eru jú skipulagðari en íslendingar...með undantekningum...sem sanna regluna!
--
Notalegt kvöld í gær, lágum og kúrðum fyrir framan imbann, fengum okkur osta (ekki gott í maga minn...) og ég prjónaði. Núna er ég að prjóna eitt par af vettlingum og ætla svo að hætta þessu...eða sko, ég ætla að hætta að prjóna handa öðrum...en þó bara í bili...og prjóna mér peysu...eða tvær...
En núna er það bara að taka til og skera svo laufabrauðið!!!
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2007 | 17:54
Kreisý veðer!!
Þetta er nú meira rokvesenið!!! Ég er ekki að grínast, ég sit hér inni í stofu og fæ hellu fyrir eyrun í verstu hviðunum...
Var að vinna í gær og í dag...aukavaktir...svo ég fæ ekki 5 daga fríið mitt...! En amk 3 daga!
Er þreytt. Og svöng. Ætla að ruslast fram og elda kvöldmat, síðan ætlum við mæðgur að baka lakkrístoppa...sem virðast aðalmálið í ár...amk allir að tala um þetta.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 14:53
13. desember 2007
Í dag eru 9 ár síðan nýtt líf hófst hjá mínum heittelskaða, og okkur sem elskum hann mest.
Þennan dag árið 1998 sagði hann skilið við Bakkus konung.
Síðan hefur leiðin legið upp á við, hjá okkur báðum.
Ég þakka ÆM á hverjum degi fyrir manninn minn, börnin okkar og það líf sem við eigum saman í dag. Vitandi að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi.
Ástin mín, til hamingju með daginn.
Þú ert bestur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar