Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Senn koma jólin!!

Elsku bloggvinir, aðrir vinir og ekki minnst fjölskylda!  Bara þið öll sem lesið bloggið mitt!!!

Mig langar senda ykkur mínar allra bestu óskir um gleðirík jól.  Megi jólaljósin lýsa á ykkur, og í ykkur, og megi jólaklukkurnar hringja inn gleði og hamingju hjá ykkur öllum. 

Dagurinn hjá okkur hefur verið fínn.  Við byrjuðum á að elda okkur möndlugrautinn...það var brunch!  

Jóhannes fékk möndluna; Draugastiginn (spil).

Svo fórum við, ég og börnin, að keyra út jólakort og jólagjafir.  

Það var mikil spenna og læti...en þeim hafði verið lofað að þegar heim kæmi mættu þau opna EINA gjöf hvert!!  Svo það var erfitt að bíða...sérstaklega fyrir Jón Ingva, sem að öllu jöfnu er RÓLEGUR!!!  

Þegar ég var stelpa fengum við alltaf að opna einn pakka klukkan 18, en þá var Jón Þór, stjúpi minn, að mjólka og því komu jólin svolítið seinna hjá okkur.  Það var erfitt að bíða.  

Við höfum haldið í þessa hefð að leyfa þeim að opna einn pakka klukkan sex en það hefur verið hálf tilgangslaust þar sem við höfum svo sest strax niður til að borða.  Svo við ákváðum að slá á spennuna og leyfa þeim að opna fljótlega eftir hádegið.

Það virkaði!!!  Þeir opnuðu pakkann frá okkur, fengu saman Playmo örkina hans Nóa.  Það var sett saman...og við héldum að þeir myndu leika með þetta...

En nei, það varð spennufall og þeir settust inn í herbergi og teiknuðu og horfðu á barnatímann!!  Við höfum varla vitað af þeim síðan og á tímabili hélt ég að þeir væru jafnvel sofnaðir...!!!

Jæja, ætla að skella mér í jóladressið...en fyrst ætla ég að taka myndir af fallegu börnunum okkar.

Vona að þið hafið verið stillt á aðventunni svo þetta gerist ekki hjá ykkur;
 

santabad


Nenni ekki að blogga...

...en get samt sagt ykkur að Lilju-fiskurinn sló í gegn!!!

Lífið er ljúft, og ég er þreytt.  

---

Afmælisbarnið er:

Sirrý, gömul vinkona, sem er 44 ára í dag.  Við Sirrý brölluðum margt og mikið saman hér á árum áður.  Djömmuðum m.a. MIKIÐ saman árið 1994, en það ár "bjuggum" við á Café Amsterdam (sama stað (og tíma) og ég kynntist mínum heittelskaða á...).  

Við aðallega hlógum saman, en Sirrý slapp ekki við að leggja eyra og öxl til í ölllum mínu ástarveseni (lesist; "þráhyggjum"). 

Ég hef ekki hitt Sirrý síðan jólin 1997...úff, 10 ár!!!  En hver veit nema vegir okkar skarist fyrr en síðar?!!!!  Það væri nú gaman.

Held ekki að Sirrý lesi bloggið mitt...en samt; Til hamingju með daginn, elsku dúllan mín.   


Fiskur

Hringdi í Lilju sys. í dag og fékk fiskiuppskriftir sem mig langar að deila með ykkur:

Pabba-fiskur

Fiskur að eigin vali kryddaður með timjan, pipar og hvítlaukskryddi/hvítlaukssaltiog steiktur á pönnu.  Settur í eldfast mót.  Rjómi og gráðostur látinn á pönnuna og látið malla þar til osturinn er bráðinn.  Sveppum bætt út í og látið malla um stund.  Síðan er þessu hellt yfir fiskinn og inn í ofn.
Borið fram með brauði og/eða kartöflum.
(Pabbi setur rækjur og hörpudisk út í, í lokin og þeir sem eru fyrir slíkt gætu þá gert það líka.)

Lilju-fiskur

Fiskur kryddaður með fiskikryddi og steiktur á pönnu.  Settur í eldfast mót.  Gulrætur, sveppir og epli (allt skorið í bita) er steikt á pönnunni.  Síðan sett yfir fiskinn.  Loks er rjómi og piparostur látinn á pönnuna þar til osturinn er bráðinn.  Þessu er svo hellt yfir fiskinn.
Borið fram með brauði og/eða kartöflum.


Gleðilegan föstudag

Góðann daginn, elskurnar!

Jæja, ég fór of seint að sofa í gær...ætlaði að sofa út, en Ólöf Ósk vakti mig og bað mig að keyra sig á sundæfingu kl. 8.  Gerði það.  Ætlaði svo heim og hvíla mig...er sko að fara á kvöld-morgun-morgun... En hætti við og gerðist aktív í staðinn.  

Er búin að hræra í konfektkúlurnar góðu, búin að gera jólaísinn og síðasta platan af lakkrístoppunum er í ofninum...gerði tvöfalda uppskrift núna...! 

Þarð að breggða mér í Bónus og kaupa smá...svo vorum við að fatta í gær, við hjónakornin, að það sé kannski allt í lagi að fara að huga að jólasteikinni...en held ég láti það bíða til morguns og leyfi mínum heittelskaða að vera memm í að velja kjötið...!!

--

Mér tókst að taka til og þrífa allt í gær...nema baðið, á það eftir.  Tók ærlega til hendinni hjá strákunum, og með þeirra samþykki tók ég fullt af dóti út, sem sjaldan/aldrei er notað.  Svo það verður geymt (amk.) þangað til við flytjum...!!  

Svo tókum við borðið út, sem þeir voru með, svo nú hafa þeir ekkert borð en MIKIÐ pláss til að leika og eru ALsælir!

---

Læt þetta duga í bili.   


Leynivinur

Í desember tíðkast víða að hafa leynivinaviku.  Í bekknum hans Jóns Ingva hafa þau verið í einhverskonar leynivinarleik.  Og í dag fengu þau mynd af sjálfum sér með orðsendingu frá leynivininum. 

Orð leynivinarins um Jón Ingva hljóða svona:

"Hann er skemmtilegur.  Hann er góður í sundi.  Hann er til dæmis góður að læra og hann er góður. Það er gaman að vera með honum í sundi." 

Ekki leiðinlegt að fá svona með heim í jólafríið!!    

Jón Ingvi


AbbA

Ég ELSKA AbbA og það breytist örugglega aldrei!!!  Ég átti AbbA barbie-dúkku!!!  Hún var ÆÐI!!! LoL


Limahl - The Never-Ending Story

Muniði eftir þessu?  Hefur ekki elst vel...!!(Að mínu mati) 


Afmælisbarnið...

...er elsku frænkukrúttið mitt, hún Sigrún Erla.

Sigrún Erla er 36 ára í dag.  Sem sagt rúmu ári yngri en ég.  

Við frænkur höfum brallað ýmislegt saman um dagana.  Ég reyndar var í því að pína hana þegar við vorum mjög litlar...  Síðar urðum við miklar vinkonur, þó stöku sinnum slettist upp á...

Ég á margar, góðar minningar tengdar frænku minni.  Og ég er leið yfir að við hittumst aldrei orðið.  Ég er að spá í að hringja í stelpuna, hringdi í hana fyrir ári síðan...hitti hana síðan einu sinni á árinu í mýflugumynd.  En það er alltaf jafn gaman að hitta hana, hún er svo skemmtileg.

Elsku Sigrún mín, veit ekki hvort þú lest þetta blogg nokkurntímann...en amk. sendi ég þér mínar allra bestu kveðjur í tilefni dagsins.  Sjáumst vonandi sem fyrst.

Knús&kærleikur Heart  

Sigrún Erla


Ef ykkur vantar hugmyndir að jólagjöfum...

...þá getiði kannski fengið hugmynd hér...;
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afmælisbarn dagsins...

...er gamall vinur, Halli (L´ið á að lesast hart!!!).

Ég kynntist Halla fyrst þegar ég fór að vinna í Ólafsvík sumarið 1993.  Það sumar leigðum við saman og unnum saman, og eyddum næstum öllum okkar frítíma saman.  

Úr varð mikill og góður vinskapur.  Árið á eftir leigðum við saman í Reykjavík, djömmuðum mikið...og áfram hélst vinskapurinn.

Þegar ég flutti til Danmerkur 1997 minnkaði sambandið og með árunum varð það aðeins að jólakortasambandi.  

S.l. haust (2006) heimsótti ég Halla, og Ernu konuna hans.  Þau búa sko á Skaganum, enda Halli skagamaður í húð og hár.  

Það var mjög gaman að koma til þeirra, að spjalla við Halla, það var eins og við hefðum síðast sést í gær.  Þrátt fyrir það þá hef ég ekki haft mig af stað aftur...en hver veit nema ég kíki í kaffi til hans aftur á næstunni??!!!

Ég sendi Halla mínar bestu óskir í tilefni 35 ára afmælisins.  Megi hann lifa í lukku en ekki í krukku!! Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband