Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Á þessu fimmtudegi...

...er ég búin að:

- fara í ræktina.

- fá mér kaffisopa eftir ræktina með Grétu (kaffið í ræktinni var reyndar ódrekkandi...LAPþunnt...svo ég drakk það ekki, spjallaði bara...).

- búa mér til ALMENNILEGT kaffi og drekka það með bestu lyst.  

- taka til í eldhúsinu.

- taka til í myndaalbúmunum í tölvunni...nú eru þær (myndirnar) klárar í brennslu!!  (Vantar bara minn heittelskaða til að sýna mér - enn einusinni - hvernig ég fer að því að brenna myndir...get ómögulega munað þetta milli ára...LoL

- núna ætla ég svo í sturtu, þvo af mér svitann frá því í morgun...og fá mér síðan hádegismat!!

Eitt jólalag í tilefni aðventunnar!!!

 

Knús... 

 


Ok, ég var meira fyrir Duran Duran...

...George Michael...sætur!! hehe...LoL

Vissuð þið að einu sinni var minn heittelskaði með svona hár!!!  Eins og Goggi...jamm, það var LÖNGU áður en ég kynntist honum...


Nýjar myndir!!

Nú getið þið skoðað myndir af þakjárninu og ullinni ef þið viljið...á síðu barnanna!!

---

Vitiði hvað...?!!!  Ég held ég sé að fá hálsbólgu...ojojoj...ætla fljótlega í rúmið og liggja undir heitri sæng og sofa þetta úr mér!! Nenni ómögulega að verða lasin!  Samt líður mér núna eins og ég sé að fá hita...hitatilfinning í augunum...ok, ég sef þetta úr mér í nótt!!!  Díll!!!

Annars er ég ánægð með sjálfa mig núna, búin að senda jólakortin og jólagjafirnar af stað út og suður!  Á bara eftir að senda jólapakkana á Norðfjörð, og svo eftir að afhenda það sem á að fara á Selfoss, Borgarnes og Hafnarfjörð!

Svo ætlum við eftir helgi í borgarferð, við hjónin, og kaupa gjafir handa ungunum okkar fjórum og þá er þetta bara komið!  

Á laugardaginn verða bakaðar piparkökur og skreyttar um kvöldið.   

Laufabrauðið verður bakað fljótlega líka.  Svo er það afakex og spesíur, svo er tertan fyrir aðfangadagskvöld...brún með hvítu (brúnterta með frosting)...og svo eitthvað sem ég get borðað!!

Svo mega jólin alveg koma ;)

Lífið er dásamlegt Heart

 


Garg!!!

Ég er í stuði!!! Muniði svekkelsið þegar Ísland vann ekki??!!!  Það var bókstaflega allt brjálað, því Ísland var náttúrlega með flottasta lag ever!!!  Og aðeins formsatriði að halda keppnina...

Yndislegt:


Ég má til...

...þeir eru yndislegir!!!  Gargandi snilld!!!  Sjáiði dans-sveiflurnar!!


Þegar ég var ung...eða sko yngri...!!

Í "gamla daga" var ég alltaf í miklum tilfinningarússíbana á þessum árstíma.  Ég var ekki hamingjusöm, leið reyndar lengi vel mjög illa í hjartanu mínu og það gerði jólin og aðventuna hræðilega.  Skilaboðin frá samfélaginu eru einhvernveginn að; "nú er aðventa/jól og þá eru allir glaðir, allir með fjölskyldunni og eintóm hamingja"....og þegar mér leið sem verst þá var þetta skelfilegt og gerði mína vanlíðan enn augljósari.

Ég fékk alltaf þráhyggju fyrir einhverjum karlmanni í kringum jólin...hélt ég væri ástfangin...en hef síðar komist að því að þetta var "bara" þráhyggja (getur verið þokkalega slæmt tilfelli...).  Nema hvað, "Last Chrismas" með Wham var MITT lag!!  

Mér finnst þetta lag alltaf jafn krúttlegt og tilheyra jólunum.  Það minnir mig á hveru illa er hægt að líða, og það minnir mig sannarlega á hversu lánsöm ég er.  Ég fann leið út úr myrkrinu og í dag er skín sólin í lífi mínu, í hjarta mínu.  Fyrir það er ég svo óendanlega þakklát.

Ég ætla að kveðja ykkur í kvöld með þessu: 


Södd og sæl...

...en ennþá þreytt!!

Vitiði bara hvað?!!!  Lognið var okkur hliðstætt í dag og það er komið járn á allt stóra þakið!!!  Þeir eru náttúrlega bara snillar, minn heittelskaði og Ingvar.  Algjörar hetjur í mínum huga...og mínum augum.  Þar hafiði það, strákar (ég veit sko að þeir lesa bloggið...Wink).

Klatkager på dansk ;)

Í ½ ltr. af grjónagraut eru sett 2-3 egg og smá sykur (eða ekki, ég setti sko slatta af vanilludropum í staðinn).  Má setja smá hveiti ef þið viljið.  Sett með skeið í smá smjör á steikarpönnu og steikist þar til gullinbrúnt.

Berið fram heitar með sultutaui!  Sykur er frekar málið hjá mínum ungum...en ég fékk mér bláberjasultu og rjómaslettu...nammi namm!!!

Ást... 


Svöng og þreytt!!

Svaf eiginlega bara til kl 10 í morgun.  Fór reyndar á stjá með skólabörnunum...skreið svo upp í aftur.  Jóhannes fékk að glápa á eina mynd (svo mamman gæti dormað!!) og ég kúrði hjá ástinni minni...hann fór reyndar á fætur löngu á undan mér svo ég bara svaf ein á mínu græna.  Ég dormaði sko ekki...!!

Nema hvað, við (ég og Jóhannes) drifum okkur á fætur og sóttum skólabörnin okkar kl 11 og við brunuðum í höfuðborgina.  Ég gat ekki hugsað mér að fara í búðir í borginni um helgi eða seinnipart dags þegar allt væri troðið og allir þreyttir...og svangir jafnvel líka...!!  Við versluðum jólaföt, það sem vantaði upp á dressin sko, og svo skó.  Strákarnir eru sérlega praktískir og völdu sér strigaskó!!  Svo eftir jól geta þeir notað þá hversdags! Jóhannes reyndar valdi sér bláa íþróttaálfsskó (en ekki hvað?!) svo þeir passa ekkert sérlega vel við dressið, en það er í góðu.  Hann fékk það sem hann er ánægður með.  Prinsessan á bauninni fékk sér támjó stígvél...alger skutla!  Hún mátaði síðan allt dressið þegar heim kom og var rosa fín og flott!!  

Við drifum okkur svo í sund, ég og strákarnir, þegar heim kom...Jóhannes fékk nefninlega nýja sundskýlu...og hana VARÐ að prófa!  Og það var að sjálfsögðu með íþróttaálfinum!!  Við styrkjum íþróttaálfinn þessa dagana!! LoL

Núna er ég að deyja úr hungri...svo ég ætla að græja brauðið fyrir kvöldmatinn...svo ætlum við að gera klatta...mikill grjónagrautur afgangs frá í gær...  Uppskriftin kemur kannski á eftir...fyrir þá sem mögulega hafa áhuga Wink


Aðventu-átak.

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 


Bévítans veðurspáin...

...hafði af okkur þakjárnsásetningu!  Spáin var svo glötuð í gær, rokið átti að fara hratt yfir....þannig að Ingvar smiður var afboðaður...og hvað haldiði??!!!  Eftir hádegi í dag var komin þessi líka rjómablíða.  Spáin fyrir morgundaginn er nokkuð hagstæð og er minn heittelskaði að velta fyrir sér hvort það sé dagurinn sem járnið verði barið á þakið! 

Þannig að...munið að fylgjast með spennandi framhaldssögu járnsins!!!  LoL

Annars er lítið að frétta.  Ég var að vinna, svo ég er nokkuð slæpt núna...á vinnuhelgum vinn ég alltaf kvöld föstudag og morgun laugardag og sunnudag...og eins og þið vitið þá er prinsessan hér bara hálf kona ef hún fær ekki sína 8 tíma...Sleeping

Held ég leggi til við minn heittelskaða að við liggjum í bælinu í kvella, glápum á vellu og etum osta...hljómar vel, finnst mér!!!

Mig vantar eina jólagjöf fyrir nobbaraliðið mitt, og ég er gersamlega på bar bund!!!  Veit ekkert hvað ég á að kaupa!!!  Eða hvað ég mögulega get búið til!  En vonandi finn ég eitthvað very soon því ég vil fara að koma þessum gjöfum úr húsi svo ég geti hætt að hugsa um þær!! Og hana nú.  Því það eru aðrar gjafir sem ég á eftir að spá í...

Jæja, ætla að skella kjúllanum inn í ofn...svo kemur Einar heim kl. sjö með alls-ekki-hollustu-franskar á eftir...djúpsteiktar-sjoppu-franskar...ojojoj... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband