Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
29.9.2006 | 11:23
Ekki sakna mín of mikið ;)
En nú er ég væntanlega komin í bloggfrí fram á sunnudag. Geri ekki ráð fyrir að það sé internet tenging í sumarbústaðnum...en hver veit. Amk tek ég tölvuna mína með svona til að ég geti lært þegar ALLIR nema ÉG OG ÓLÖF ÓSK fara kannski í gönguferð!! Hver veit... En amk verðum við bara í afslöppun með okkar veiku hné.
Prinsessan stóð sig eins og hetja í morgun þegar meinatæknir á SHA stakk hana í handlegginn og tók slatta af blóði úr henni. Svo kemur fljótlega í ljós hvort það sjáist eitthvað. Reynir (læknir) ætlar að hringja í okkur í dag ef eitthvað alvarlegt kemur út úr þessu, t.d. steptókokkar eða þess háttar. En við vonum það besta.
Jæja, ætla að pakka tölvunni og pakka svo í bílinn. Búin að baka skúffuköku, og líka búa til ægilega gott sykurlaust nammi handa mér :) Konfektkúlur Sollu. Ekkert smá góðar.
Alltílagitakkbless...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2006 | 21:29
sjúlli kjúlli
Dóttir mín var heima í dag. Hún hringdi í mig í morgun, þegar ég var að renna inn á bílastæðið á Hringbrautinni og sagði mér að henni væri svo rosalega illt í hnénu að hún treysti sér ekki til að labba í skólann Það var ekki gott. En þessi elska sá til þess að litli bróðir færi af stað á réttum tíma, og hann er svo duglegur að hann labbar sjálfur í skólann. Dugnaðar börn, verð ég að segja.
Ólöf Ósk átti svo tíma hjá lækni kl 15 í dag svo ég dreif mig snemma af stað og til læknis með dömuna. Doksi vill fá hana í blóðprufu í fyrramálið, og svo í röntgen í næstu viku. Vill útiloka gigt og afleiðingar af streptókokkum með blóðprufunni (þó hann hafi ekki trú á að það sé eitthvað svoleiðis). Hann er búinn að taka fyrir að hún fari á sundæfingu á næstunni, og það féll ekki í góðan jarðveg hjá hafmeyjunni, en hún lætur sig hafa það...með hundshaus...hehe...
Ég átti annars stórkostlegan dag. Fór í viðtal út af þessu máli sem er að hrjá mig, sem ég minntist eitthvað á um daginn. Komst sko að einu merkilegu. Þar sem ég var að setja orð á þennan fortíðardraug þá komst ég að því að það er ekki svo mikið fortíðardraugurinn sem er að bögga mig þótt vissulega eigi hann hlut að máli. En það er frekar ótti við framtíðina, ákveðið verkefni sem ég þarf að takast á við, sem er að bögga mig. Svo ég ætla að hafa eitt hugfast, sem góður maður mælti forðum; "Ótti er skortur á Guði". Því ég veit vel að ef ég tek þetta mál inn í bæn og hugleiðslu og bið Æðri Mátt að vera með mér í þessu að þá fer þetta bara á einn veg; vel. Kannski ekki á þann hátt sem ég tel bestan, enda hef ég fyrir löngu komist að því að ég veit ekki baun um hvað mér er fyrir bestu. Svo það er eins gott bara að sleppa tökunum strax
Við fengum gest í kvöld. Hörður vinur okkar kom og borðaði með okkur. Hörður býr í Danmörku (margir muna eftir honum sem íslendingnum sem grillaði í brúðkaupinu okkar:). Það var náttúrlega bara frábært að hitta hann aftur.
Svo að lokum verð ég bara að benda ykkur á frétt, reyndar eldgamla, sem ég rakst á, á mbl.is í dag!!! Það sem Bakkus Konungur fær fólk ekki til að gera!!
Sumarbústaðarferð í Úthlíð er framundan, ætlum að sækja Jón Ingva í skólann kl 12 og rjúka af stað, stoppa í Bónus í Hveragerði og fylla bílinn af allskyns góðgæti...og bruna svo sem leið liggur í bústaðinn og látta renna í pottinn!!! Börnin eru mjög spennt, reyndar við líka. Þetta verður yndisleg helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2006 | 12:42
Morgunblaðið, góðan dag!!!
Ég fékk upphringingu frá Morgunblaðinu fyrir rúmum mánuði síðan þar sem mér var boðin ókeypis áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð, án skuldbindinga. Ég spurði náttúrlega hvort ég þyrfti sjálf að segja því upp eftir þennan mánuð eða hvernig þetta gengi fyrir sig, en nei, ég þurfti þess ekki. Mér var sagt að þau myndu hringja í mig aftur eftir þennan mánuð og heyra hvernig mér líkaði.
Það leið rúm vika þar til fyrsta blaðið kom inn um lúguna, og ég merkti samviskusamlega á dagatalið "1. mbl. kom"...en svo kom ekkert meir. Ég semsagt fékk EITT blað ókeypis! Skítt með það, hugsaði ég. Satt að segja þá var það bara í fínu lagi, það er nógu fullur blaðakassinn samt...
En ekki er allt búið enn, því í fyrradag var hringt í mig og konan á hinum endanum sagði; "Nú ertu búin að vera að fá Morgunblaðið þér að kostnaðarlausu í einn mánuð" og ég stoppaði hana og leiðrétti þessa yfirlýsingu hennar. "Nú, bara einu sinni?" sagði hún en virtist ekki hissa. Svo kom það besta; "Heyrðu, það er þannig að ég hef leyfi til að bjóða þeim, sem ekki fengu blaðið þennan tíma, upp á áskrift á 50% afslætti í tvo mánuði."!!!
Ég afþakkaði boð sem mér þótti bara alls ekki gott!! Mér fannst nú að ef hún vildi reyna að ná mér sem kúnna (sem henni hefði ekki tekist, ég er búin að læra að segja NEI - amk. stundum) að þá hefði hún átt að senda mér Moggann í mánuð eins og mér var upphaflega lofað!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2006 | 08:44
Hún á afmæli í dag...
Það er hún elsku besta Jóna sem á afmæli í dag :) Elsku kæra vinkona, vona að þú eigir yndislegan dag, og njótir lífsins, ekki bara í dag heldur alla daga. Knúsa þig stórt þegar við sjáumst næst.
Ég keyrði börnin mín í skóla í dag og það hefur bara ekki gerst í háa herrans tíð. Ástæðan fyrir þessari góðsemi minni er að dóttir mín er draghölt, hún er að farast í hnénu. Þetta virðist vera að ganga hérna á heimilinu...við fáum ekki flensu eins og aðrar fjölskyldur, við fáum bólgu og vökva í hné!!! Ég pantaði tíma fyrir hana hjá lækni í gær, eftir samráð við sundþjálfarann hennar. Einhver Reynir á sjúkrahúsinu hérna á Akranesi, hann er víst vanur að fást við íþróttameiðsl bæjarins. Við förum þangað á morgun og fram að því (og eflaust líka lengur) á hún að slappa af eins og hún getur. Hún segir svo skemmtilega frá því sem hún ekki má á blogginu sínu!!!
Ég fékk sms frá elsku múttunni minni í gær, hún er að koma í höfuðborgina í lok október Það verður yndislegt að hitta hana. Eitt af því góða við að vera flutt heim, er að við hittum fjölskylduna oftar en áður. Þó svo að það sé kannski ekki beinlínis hægt að segja að við séum heimilisplágur hvert hjá öðru að þá er þetta samt meira en áður var, sem er yndislegt.
Um helgina erum við t.d. að fara í sumarbústað með elskulegri tengdamóður minni og litla bróðir Einars og hans fjölskyldu. Vantar sennilega Báru í hópinn en hún er að vinna. En vonandi sjáum við hana um næstu helgi í staðinn.
Jæja, ætla að fá mér morgunmat og fara svo að læra...svo er ég að fara á kvöldvakt í dag. Gaman, gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2006 | 22:06
Tuðarar...
Jæja, þá er foreldrafundatörn haustsins væntanlega lokið. Fór á tvo fundi í dag/kvöld. Komst að mikilvægri niðurstöðu...íslendingar geta líka tuðað (=það eru ekki bara danir sem tuða...)!!! Ákvað að láta það ekki á mig fá en tuðarar fara ekki í 1. sæti á vinsældalistanum hjá mér. En þeim er örugglega alveg sama og nenna örugglega ekkert að tala við mig hvort eð er, þar sem ég nenni ekki að hlusta á tuðið í þeim hihi...
En það var annars gaman og athyglisverðir þessir fundir. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég fékk þarna ýjmsar góðar upplýsingar og hlakka til samstarfs við skólann...næstu 13 árin væntanlega... ;) Svo er ég mjög þakklát fyrir að vera alltaf að læra eitthvað nýtt um sjálfa mig, ég steig inn í óttann minn við álit annara og sagði eitthvað fyrir framan ALLT þetta fólk...og vitiði hvað??!!! Ég dó EKKI!!! Frekar að ég hafi vaxið og dafnað við þessi ósköp!!
En nú heyri ég að rúmið er að kalla á mig...seyðandi röddu...Siiigrúúún, komdu að sofa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2006 | 16:53
Tilfinningar
Tilfinningar eru bara tilfinningar og þær líða hjá. Ég upplifði í dag sterka tilfinningu, eiginlega flashback, sem var töluvert sárt. Ég upplifði sársauka sem ég gekk í gegnum fyrir 8 árum síðan.
Ég var á vöknun í dag í nokkra tíma, eftir að hafa fylgt sjúklingnum "mínum" fyrst í aðgerð. Svo var ég sem sagt á vöknun á eftir. Þar koma sjúklingar af skurðstofum, sjúklingar sem tilheyra hinum ýmsu deildum, m.a. börn sem tilheyra Barnaspítala Hringsins. Þegar ég sá foreldra eins barnsins þarna inni, mamman með barnið í fanginu, barninu leið ekki vel. Þá hreinlega réðust á mig tilfinningar tengdar þessari sömu vöknun í nóvember 1998.
Ólöf Ósk fór í aðgerð, sem átti að vera smá aðgerð, en var svo miklu stærri en læknirinn hafði átt von á. Ég kom niður í vöknun til hennar eftir aðgerðina, ég heyrði í henni grátinn áður en ég kom inn, ég flýtti mér eins og ég gat til hennar. Hún var ekki vöknuð, en hún hefur alltaf vaknað illa af svæfingum, verið byrjuð að gráta áður en hún vaknað og grátið lengi á eftir.
Þar sem ég sem sagt horfði á þessa foreldra þarna í dag, þá upplifði ég svona rosalega sterka vanmáttartilfinningu og það að vera EIN, að hafa engann til að deila þessu með. Það var hræðilegt. Ég þurfti að berjast við tárin þarna í dag á meðan ég leyfði tilfinngunum að flæða upp og svo fjara út. Ótrúlega magnað. Ég var svo þakklát og glöð að sjá að með öllum börnunum sem þarna voru, voru báðir foreldrarnir. Það er svo mikilvægt að hafa einhvern með sér í allt svona, hvort sem það er maki eða einhver annar náinn ættingi eða vinur. Bara ekki að vera einn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2006 | 22:25
Mikið að gera sem foreldri...
Foreldrafundir eru verkefni haustsins!!! Í síðustu viku fór ég á foreldrafund í bekknum hjá Ólöfu Ósk, í kvöld var fyrri hluti foreldrafræðslu í 1. bekk, seinni hlutinn annað kvöld. En áður en ég fer á þennan seinni hluta annað kvöld þarf ég aðeins að skella mér á foreldrafund á leikskólanum!!! Nóg að gera í þessu. Gott ég á ekki 10 börn!!! Þá hefði ég ekki tíma fyrir neitt nema fundi ;) hehe...
Ég ræddi þarna við sérkennara í samb. við börnin mín. Það hefur verið talað um að þau eigi rétt á auka kennslu í íslensku og ég vil að það verði farið að gera eitthvað ef þörf er á. Annars sagði reyndar kennarinn hennar Ólafar Óskar um daginn að hún væri rosalega vel stödd í íslenskunni, sem er náttúrlega frábært. Barn sem hefur búið í útlöndum frá 1½ árs aldri. Það er sennilega þrjóskan í okkur sem hefur hjálpað til þar ;) hehe... Og ekki má gleyma dugnaðnum í stúlkunni, hún hefur náttúrlega lesið og lesið á íslensku. Síðasta vetur var það t.d. verkefni sem hún hafði, að lesa á íslensku í hálftíma á dag. Sem hún gerði nánast undantekningarlaust, þessi dúlla.
Annars líst mér bara svo rosalega vel á Grundaskóla. Það virðist ótrúlega góð starfsemi í gangi. Enda var skólinn víst kosinn besti grunnskóli, ég held landsins, s.l. vetur. Svo er skólinn móðurskóli fyrir umferðafræðslu og gerir mikið út á það (www.umferd.is).
Mér finnst þetta bara æði. Það er svo mikill munur að vera að koma úr skóla, eða amk bekk þar sem ekkert var nema vandræði og aftur vandræði, bekkur sem var umtalaður sem "versti bekkur skólans" og koma svo inn í þetta umhverfi. Bekkurinn sem Ólöf Ósk er í núna er víst umtalaður sem "einn besti bekkur skólans", sem er náttúrlega frábært eftir fyrri reynslu. Eftir að hafa barist við "illt í maganum" og "illt í hausnum" í meira og minna 5 vetur þá er stórkostlegt að upplifa að hún er ánægð og glöð og líður vel í bekknum. Þrátt fyrir að hún þekkti engann (hafði hitt eina stelpu einu sinni og eina aðra tvisar áður en skólinn byrjaði) þá hefur ekki verið einn morgunn þar sem henni hefur verið illt!! *7-9-13*
Ég fór í sprautu í morgun, sprauta 2 af 3 í bólusetningu gegn lifrarbólgu B. Ég er alltaf jafn skíthrædd þegar á að sprauta mig :( en svo er það aldrei neitt sérlega vont. Einu sinni fékk ég flensusprautu, á bólakaf í vöðvann á upphandleggnum og það var svo hrykalega sárt. Þessi lifrarbólgusprauta er líka í þann vöðva en það hefur bara ekki verið neitt slæmt, í hvorugt skiptið og það er sitthvor hjúkkan sem hefur stungið mig. Svo mér dettur nú bara í hug að þessi sem gaf mér flensusprautuna hérna um árið hafi bara verið svona afspyrnuléleg að munda sprautuna!!! Amk ætla ég að reyna að halda í þessa minningu frá í dag; að þetta var bara ok og ég dó ekki!!! Ég þarf sko að fá eina enn, eftir 5 mánuði. Þá ætti ég að vera safe.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar