Leita í fréttum mbl.is

Fékk þetta í mail og ákvað að birta hérna

"Góðan dag öll sömul, eftirfarandi er tilkynning um atburð sem mun eiga sér stað 14. júní n.k. Þann dag mun þjóðin gera sér grein fyrir hve prjón er raunverulega vinsælt, eða hvað? Kemur í ljós hve margir mæta og því um að gera að dreifa þessu til þeirra sem hafa áhuga.

Í Hallargarðinum, 14.júní, kl. 14:00 verður haldið upp á alþjóðlegan prjónadag og er allt áhugafólk um prjón velkomið. Stemningin mun markast af ykkar þátttöku svo endilega takið með teppi, nesti, prjónaverkefni eða aðra handavinnu og að sjálfsögðu góða skapið.

Þetta er í fjórða sinn sem haldið er upp á þennan dag en hann nefnist WORLD WIDE KNIT IN PUBLIC DAY upp á enskuna og var settur á laggirnar 2005. Í fyrra voru um 200 viðburðir um heim allan s.s. á Trafalgar Square, London, og við Eiffel turninn í París.

Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem haldið er formlega upp á þennan dag á Íslandi og þar sem prjónamenningin hefur gengið í endurnýjun lífdaga að þá má vænta þess að margir leggi leið sína í Hallargarðinn 14.júní n.k.

Hallargarðurinn varð fyrir valinu þar sem hann er almenningstað ur, og snýst dagurinn um að prjóna í almenningsrými, og veitir jafnframt ágætis skjól og ekki má gleyma sparkvellinum- gamla hestagerðinu, en þar geta börnin verið í leikjum.

Ef veðrið verður slæmt að þá munum við að sjálfsögðu bara dreifa okkur á nærliggjandi kaffihús en þrátt fyrir skýjaðan himinn og rigningu að þá væri gaman að hittast fyrst í garðinum áður en haldið er annað svo við gerum okkur grein fyrir kraftinum í prjónafólki Íslands.

Þar sem dagurinn 14.júní er tileinkaður “prjóni á vegum úti” þá hvet ég ykkur öll til þess að flagga þessum lífstíl og koma fram í dagsljósið með þessa frábæru iðn sama hvort þið gerið það í Hallargarðinum eða annars staðar.

Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar, kv. Ilmur.


heimasíða KIP:
http://www.wwkipday .com/

p.s látið gott boð ganga"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd! Kannski kona skelli sér........

...þ.e. ef hún finnur Hallargarðinn

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Ohh ekki kemst ég þangað! Spurning um að ég fari bara niður í lystigarð og sitji þar prjóna

Úrsúla Manda , 16.5.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband