Leita í fréttum mbl.is

Eyrun hans Jóns Ingva

Við fórum til eyrnalæknisins í morgun, ég og Jón Ingvi.  Jón Ingvi fékk rör í bæði eyrun í páskafríinu á síðasta ári.  Rörið í hægra eyranu fór fljótlega, og hefur það eyra fungerað mjög vel síðan. En áður en hann fékk rörin var hann orðin nánast heyrarlaus, þessi angakarl.  Það var svo mikill vökvi og hafði verið lengi.

Jón Ingvi hefur verið töluvert þreyttur á þessu röraveseni undanfarnar vikur og bað mig sjálfur að panta tíma...hann var að vona að rörið væri farið, svo hann gæti hætt að vera með tappa og sundhettu í sundi...

EN honum varð ekki að ósk sinni...rörið sat sem fastast og var ekkert á leiðinni eitt eða neitt.  Hins vegar sagði doksi að rörið mætti alveg fara þar sem það hefur allt gengið að óskum þetta rúmlega ár sem rörið hefur setið.

Og nú voru góð ráð dýr...það er vont að láta taka rörið úr, en tekur fljótt af.  Hinn kosturinn er að fara í svæfingu og það þótti okkur mæðginum ekki fýsilegur kostur... Síðast þurfti ég að halda honum og það var hræðileg upplifun fyrir okkur bæði Crying

Í samráði við lækninn ákvað Jón Ingvi að læknirinn mætti prófa að hreyfa rörið með tönginni sinni og ef það væri hræðilega vont þá myndi læknirinn hætta og svæfingin yrði málið.

Svo tekur hann taki á rörinu og um leið finnur Jón Ingvi fyrir þessu og kippir hausnum sínum FRÁ lækninum...

...og volla...rörið losnaði!

Þetta var vont, en ekki svo vont að það tæki því að gráta yfir því.

Þvílíka hetjan hann Jón Ingvi InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krúttið

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 12:51

2 identicon

allt er gott sem endar vel

jóna björg (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: JEG

Alger hetja bara. Ég þakka svo fyrir að sleppa enn með rörabörn. Knús úr sveitinni.

JEG, 16.5.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott að þetta er búið !

blessi þig á fallegu föstudagskvöldi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þvílík hetja - duglegur strákur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 21:55

6 identicon

Duglegi strákur

Tveir dagar !!!

María Katrín (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:56

7 identicon

Æ til hamingju með daginn í gær

María Katrín (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Hugarfluga

Æ, litli anginn. Gott að þetta fór vel.

Hugarfluga, 17.5.2008 kl. 10:13

9 Smámynd: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Dugnaðar drengur.

Knús frá okkur, Lilja og co

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, 17.5.2008 kl. 17:47

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega er strákurinn duglegur    vona að honum líði vel núna og geti synt í allt sumar.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 21:39

11 identicon

Sæl Sigrún. Ég rakst óvart á bloggsíðuna þína og festist og er búin að lesa og lesa. Áttaði mig á því hvað það er rosalega langt síðan við höfum hist og að ég bara vissi ekkert um þitt líf.  Það var gaman að ,,hitta þig aftur" og lesa um þig og þína og sjá myndir af þér og fjölskyldunni. Það rifjuðust upp ýmsar minningar úr æskunni, aðallega af endalausri karamellugerð. Ég er að vinna við þróunarmál í Mósambík og dunda mér við að skrifa doktorsritgerð í frístundum (ég get sagt þér að það er miklu skemmtilegra á sunnudegi að lesa bloggið þitt en rýna í fræðigreinar ;-) Kær kveðja frá gamalli æskuvinkonu.  

Marta í Skálateigi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:10

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Fínt að þetta er búið.

Kveðjur.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.5.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband