16.6.2007 | 09:02
Best að blogga smá
Jæja, þá eru mamma og Jón Þór búin að vera hjá okkur, og það var alveg yndislegt. Við höfðum það voða notalegt, borðuðum góðan mat, drukkum slatta af kaffi, fengum okkur kökur, horfðum á brúðkaupið okkar á dvd (og ég felldi nokkur tár, þetta var svo yndislegur dagur). Mamma og Jón Þór komu ekki í brúðkaupið okkar, og Jón Þór var að sjá brúðkaupið í fyrsta sinn. Mamma sá það þegar hún var hjá okkur síðast en var alveg meira en til í að sjá það aftur.
Svo tókum við því rólega fram eftir degi í gær, og svo fórum við til Reykjavíkur. Mamma og Jón Þór voru að fara í orlofsíbúð þar. Við bröltum aðeins í Kringluna og svo fóru þau með ormana mína 'heim' með sér og ég skaust í Smáralindina. Mig bráðvantaði föt fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í, í dag. Og náði að redda því. Var reyndar alveg að fara að örvænta.
Heyrðu, ég fékk nett panikkast í gær. Við erum á lánsbíl þar sem bíllinn okkar er aftur á verkstæði...það er verið að reyna að setja rafmagn á kúluna...eitthvað sem gengur illa...og er sem betur fer algerlega á kostnað Brimborgar þar sem þeir seldu okkur bílinn í raun gallaðan.
Jæja, ég brunaði og tók bensín á hann áður en við fórum að af stað. Svo þegar við vorum að verða komin niður að göngum tók ég allt í einu eftir að stað var STÓRT D við hliðina á bensínmælinum. Og ég er ekki að ýkja, ég byrjaði að svitna og titra...var þetta díselbíll??? Og ég sem var að taka bensín á hann...!!! Svo ég dreif mig að finna stað sem ég gat stoppað á og fór út og kíkti inn í bensínlokið...úff, púff, nei þetta var bensínbíll!!! HJÚKKET!!!! Jón Þór sagði mér líka að ég hefði aldrei komist svona langt ef ég hefði sett bensín á díselbíl!!!
Heyrðu, þegar við vorum komin til Reykjavíkur og ég var að fara að bakka bílnum út úr stæði þar, þá tók ég eftir að það var STÓRT R við hliðina á bensínmælinum!!! Ég gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér!!!
Jæja, Ólöf Ósk varð eftir hjá pabba (mínum) á leiðinni heim, þar var Jón Þór frændi hennar og þau vildu fá að vera saman. Ekkert mál, fannst pabba. Svo koma þau öll á eftir, pabbi ætlar að passa fyrir okkur meðan við förum í bryllúpp.
En nú ætla ég að athuga hvort Jóhannes vilji koma upp úr baðinu
Ljós&kærleikur...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha, þekki þetta með að panikka yfir ýmsum ljósum og hljóðum á bíl sem ég þekki ekki og er með í láni. Var nú alveg eins ogkjáni þegar ég keyrði sjálfskiptan í fyrsta skipti, var alltaf að stíga á kúplinguna og snarbremsaði, stórhættulegt.
góða skemmtun í brulluppi.
knús
jóna björg (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 10:36
hehe, já það er líka gott að geta hlegið að vitleysunni í sjálfum sér!! Einar hristi hausinn þegar ég sagði honum þetta í morgun En það er bara svona að vera kona...eða eitthvað
Takk, held þetta verði rosa skemmtilegt brullúpp :) Knús...
SigrúnSveitó, 16.6.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.