Leita í fréttum mbl.is

Er kominn tími...

...á nýja færslu?? Veit ekki hvað skal segja...eða hvort ég hafi eitthvað að segja...!!

Mig langar samt að segja eitthvað. Eiginlega sakna ég þess þegar ég boggaði á fullu, hausinn fullur af allskonar til að deila með lesendum mínum...sem eru löngu búnir að gefast upp á skrifuðu orði frá mér Tounge

Facebook yfirtók bloggið, en þar segi ég samt fátt. Jú, ein setning á dag eða svo, sem þó segir oft meira en mörg orð.

Í morgun svaf ég til kl. 11, var þreytt eftir vinnutörn. Ég vinn í törnum, tek yfirleitt 4 vaktir á 3 dögum. Það hentar mér vel, þar sem ég keyri um 50 km í vinnu - gott að spara bæði tíma og bensín með þessu. Ég ELSKA vinnuna mína, finnst ég hafa endalaust að gefa þar og fæ líka endalaust tilbaka frá mínum skjólstæðingum. Svo ég fer alltaf ríkari heim.

En það sem var málið í dag, var að ég ætlaði mér út að labba langan göngutúr í góða veðrinu áður en börnin kæmu heim úr skólanum. Það sem hamlaði mér var hausverkur "dauðans"!!! Og ég tel mig vita ástæðuna fyrir þessum hausverk. SYKUR!!!
Ég hef lengi vitað að sykur er eitur fyrir mig og minn haus og hef oft bloggað um það hér áður fyrr.

Sykur kemur ýmsu af stað hjá mér. Sykur hefur orsakað verki í liðum hjá mér, þá aðallega í fingrum og hnjám. Svo fæ ég útlitsþráhyggju; "feituna og ljótuna" þegar ég borða sykur. Svo er það þessi gríðarlega mikli höfuðverkur, sem ég fæ líka. Veit ekki hvað er verst; liðverkir, þráhyggja (endalausar, stjórnlausar hugsanir) eða hausverkurinn?!!!!

Sennilega er best að láta staðarnumið í sykuráti og játa mig sigraða. Ég á mér reyndar þann draum að geta smakkað sykur við hátíðleg tækifæri og það á eftir að koma í ljós hvort það takist.

Mér tókst amk ekki að verða "sócial-reykingamanneskja" og hætti þess vegna alveg að reykja. Tíminn verður að leiða í ljós hvort ég geti verið "sócial-sykuræta" LoL

Jæja, ætla að klára að gera tossalista fyrir innkaup mánaðarins...út frá matseðli mánaðarins!!

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:

Enginn gerir betur en sitt besta - það dugar ekki alltaf til en er aldrei tilefni til iðrunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... það var sko lööööngu kominn tími á blogg ;)

social sykuræta er verðugt markmið... það er bara svo skrýtið að ef maður borðar sykur þá kallar hann á meira og meira og meira... Kannski ekki svo skrýtið?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, sykur kallar á meiri sykur. Nei, kannski er það ekkert skrítið, ég veit það svei mér ekki...

SigrúnSveitó, 2.6.2010 kl. 18:52

3 identicon

Sykur já, hann er fastur við mig ég er með feituna og ljótuna á heilanum núna og langar helst að fara í burka í góðaveðrinu, meika ekki að fólk sjái mig ´léttklædda svona feita (er ca 4 kilóum of þung núna). En það merkilegasta af öllu er að ég er ekki tilbúin a sleppa honum, væri líka til í að vera sósíal sykrari..kannski það sé hægt..óskandi..

Jóna (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:31

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, 4 kg verða auðveldlega að 40 í mínum haus...sé eitthvað allt annað í speglinum en það sem aðrir sjá þegar þeir horfa á mig!!!

Er heldur ekki tilbúin að sleppa sykrinum, en við sjáum hvað setur!

SigrúnSveitó, 2.6.2010 kl. 19:49

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæl vinkona! Það er um að gera að blogga annað slagið. Ég er byrjaður aftur og þetta er miklu skemmtilegra heldur en Facebook þó það sé ágætis afþreying ef ekkert er annað að gera.

Ég er bæði social sykuræta og smoker. Það er hægt! Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu lífreynslu að allt í einu fannst mér kokteilsósa vond. Bara get ekki borðað hana, finnst eins og hún sé ónýt. Fyndið!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 7.6.2010 kl. 10:23

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Gummi. Ég hef heyrt um nokkra sem geta verðið socialreykingafólk...en believe me...ég reyndi...oft og mátti að lokum viðurkenna vanmátt minn í þeim efnum. Búin að vera laus við reykingarnar í 7½ ár og þori ekki fyrir mitt litla líf að reyna aftur. Þar sem meðganga er það eina sem hefur fengið mig til að hætta hingað til...og ég ætla ekki að eiga fleiri börn ;)
Hvað sykurinn varðar, þá ætla ég (held ég) að láta á það reyna...ef ég legg í það á næstunni að fá mér sykur. Síðustu skipti sem ég hef fengið mér smá nammi þá hef ég legið með hausverk dauðans í fleiri klukkutíma á eftir....held mér þyki það ekki þess virði.

Hvað kokteilsósuna varðar þá læt ég þessa keyptu eiga sig og bý mér til úr sýrðum rjóma, finnst hún alveg ljómandi :)

Knús í fjörðinn fagra, sjáumst um versló!

SigrúnSveitó, 8.6.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband