Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Herlev

Við mæðginin erum að fara til Herlev að heimsækja Jónu.  Júbbí!!!

Stór sending...

...til að vera ekki að fylla e-mail-boxin hjá fólki sem kannski nennir ekkert að fá powerpointshow send þá legg ég þetta hér inn og þá geta þeir sem vilja skoðað það...og hinir geta sleppt því.  

Mér finnst þetta reyndar mjög góð lesning, minnir mig á hvað er mikilvægt í lífinu og hvernig lífi ég vil lifa. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Afmælisbörn dagsins...

...er nokkur. 

Guðjón Guðjón er eitt þeirra.  Elsku Guðjón, ef þú lest þetta, kærar kveðjur til þín í tilefni dagsins. 

 

anný Anný, vinkona mín á líka afmæli í dag.  Elsku Anný, afmæliskveðja til þín frá mér, kæra vinkona.

 

Svo er það Eddi, vinur okkar hjóna.  Fann enga mynd af Edda :( En Eddi fær engu að síður afmæliskveðju frá mér.

Svo eiga Stígamót 17 ára afmæli í dag.  Ég á Stígamótum ýmislegt að þakka, m.a. dóttir mína og líf mitt.  Þegar ég kom fyrst á Stígamót var ég ekki viss um að ég næði því að verða 24 ára...en með góðum stuðningi tókst mér að komast í gegnum margra mánaða sársaukafulla vinnu og öðlast gleði og líf.  8. mars 1995 gekk ég, ásamt öðrum góðum konum, klædd svörtum kufli um miðbæ Reykjavíkur og enduðum við á Ingólfstorgi þar sem við m.a. fórum með þessa vísu:

Nú er sól í sálinni minni,
eftir langan skuggadag.
Og vonin hún vaknar,
að dag einn ég finni
fegurð í sjálfri mér.


Nýr dagur

Er þreytt í dag, sem er því að kenna ég er þjáist stundum af stjórnleysi...fór of seint að sofa í gær...!!  Svo ég get sjálfri mér um kennt, og tek fullkomlega ábyrgð á þessu...þurfti bara "aðeins" að deila því með ykkur Wink

Frábærar fréttir fengum við í hádeginu, ég og Annemarie (sem ég ætla að skrifa lokaverkefnið með).  Það var búið að hengja upp lista yfir hver fær hvaða leiðbeinanda.  Okkar leiðbeinandi er nýr kennari í skólanum, svo við fórum á stúfana að leita að konunni.  Fengum sem betur fer hjálp frá öðrum starfsmanni skólans þar sem við höfðum ekki glóru um hvernig konan leit út...!!

Jæja, við fundum hana og ég sagði henni hvernig málin liggja/standa...að ég sé að fara til Íslands og hvort við gætum hitt hana áður.  Hún spurði; "Ætlar þú að vera á Íslandi?" og ég hélt að það ætti að fara að vera vandamál...  En nei, það var ekki vandamálið því hún skrifaði sjá mastersverkefnið sitt með einni í Álaborg og einni í Færeyjum svo hún er vön að "skypa".  Sem hún hvatti okkur til að gera og svo vill hún vera með þar líka!!  Benti okkur á að það væri t.d. sniðugt að við fengjum hver sinn lit til að skrifa athugasemdir, svo við vissum alltaf hver skrifaði hvað!!  Snilld.  

Eins og ég sagði við Annemarie, þetta er svo sem ekkert skrítið og sérstaklega þar sem ég - og heldur ekki Annemarie - trúum á tilviljanir.  Svona leysast málin alltaf á besta veg.  Stórkostlegt alveg. 


Anton

Ég verð að segja ykkur frá vini mínum honum Anton.  Anton er miðjubarnið hérna á heimilinu þar sem við dveljum.  Anton er yndislegtur strákur, fullur af kærleika og hlýju.  Hann kemur alltaf og knúsar mig þegar hann kemur heim úr skólanum og segir með kærleika í röddinni; "Hej, Runa". 

Svo áðan, þegar kvöldmaturinn var kominn í eldfast mót en ekki inn í ofn þá rak hann augun í hann (matinn).  "Uummm, er þetta íslenskur matur?", spurði hann (á dönsku náttúrlega, ég er þýða fyrir ykkur!!)  "já", svaraði ég.  Þá snýr Anton sér að vini sínum og segir; "Hún eldar svo góðan mat, hún er svo KLÁR!!  Hún kann að elda rosalega góðan mat, svo er hún rosalega gáfuð.  Hún vildi samt læra meira og fór í skóla aftur og núna er hún LÆKNIR!"  Ég greip frammí og sagði; "Hjúkrunarfræðingur, Anton".  Þá hélt hann áfram að dásama mig og mína hæfni og sagði; "Já, Rúna, það er líka nokkurskonar læknir.  Og Magnús, hún kann líka að prjóna, komdu og sjáðu hvað hún prjónaði handa mér, er hún ekki KLÁR?"!!!  

Þessari romsu fylgdi þvílíka aðdáunin í röddinni að ég var hálf vandræðaleg.  En verð að segja að mér þykir mjög vænt um þetta, þessa einlægni.  

Smelli inn mynd af honum fljótlega.   


"Einn fljótgerður"

Kvöldmaturinn í dag; "Einn fljótgerður".

nautahakk
skinkuostur
tómatpúrra
kjötkraftur
rjómi (rjómi er góður, mikill rjómi er mikið góður)

Hakk steikt á pönnu, rest blandað út í, látið malla.

Sjóða hrísgrjón, setja í botn á eldföstu formi.  Hella hakkgumsinu yfir.  Strá rifnum osti yfir.  Inn í ofn.  Gott með t.d. salati.  

Einfalt og mjög gott - finnst okkur í minni fjölskyldu amk.  Vonandi líka þeim hérna Wink


Mér er það mikill heiður...

...að tilkynna ykkur, lesendur góðir, að ég er búin með heimaverkefni dagsins!! Og án þess að sofna yfir því!!!  Geri aðrir betur LoL 

Búin að þýða af ensku yfir á dönsku og sjóða saman einhverja vitleysu...og þá er bara eftir að "framlægge det i klassen"!!  

vasketoejAnnars er ég búin að vera aktív í dag, líka búin að þvo allan þvott af heimisfólkinu...og okkur heimilisplágunum...og nú er ég að spá í að fara að elda matinn...svolítið snemmt kannski, en fínt að hafa hann tilbúinn og geta skellt honum í ofninn!!  "ikke også?!"

Já, ég er skroppin... 

 


Afmælisbarn dagsins


rakel

 

er vinkona mín hún Rakel.  Rakel er 34 ára í dag.  Elsku Rakel, ef þú lest þetta þá færðu hér mínar allra bestu afmæliskveðjur, sæta.

Ég kynntist Rakel vorið 2002.  Hitti hana fyrst sumarið 2001.

Ég frétti af henni sennilega líka árið 2001, þegar ég hitti konu sem ég hafði unnið með.  Hún sagði mér að það væri íslensk stelpa að vinna á hjúkrunarheimilinu sem ég hafði verið á, hún héti Rakel...hvort ég þekkti hana kannski?!!  Nei, ég gerði það ekki.  Þetta sumar var ég svo í Super Brugsen með Lilju sys og við náttúrlega spjölluðum á íslensku.  Þá heyrði ég móður tala við barnið sitt á íslensku og ég rauk á hana og sagði; "Hæ, þú hlýtur að vera Rakel!" og hún sagði; "Já og þá hlýtur þú að vera Sigrún!"!!!! LoL

Við bjuggum nefinlega báðar í Græsted...og hér í bæ er ekki allt fullt af íslendingum!!  

Við hittumst annað slagið næsta árið og svo var það ekki fyrr en vorið 2002 að ég þáði boðið og fór í kaffi.  Eftir það höfum við verið perluvinkonur og hist reglulega, stundum oft, stundum sjaldnar, en alltaf verið í góðu sambandi.  

Ég er mjög þakklát fyrir vinskap okkar Rakelar.   


Góðan og blessaðan daginn

Ég vaknaði í morgun við ÖSKUR í prinsessunni hér á bæ.  Hún er 3ja síðan í október og er í mikilli sjálfstæðisbaráttu þessa dagana.  Gaman að fylgjast með þessu.  Ég er gjörsamlega á þeirri skoðun að það ER munur á stelpum og strákum.  Sumt af því sem Ida er að gera er bara eins og Ólöf Ósk gerði á sama aldri, en strákarnir hafa aldrei gert.  Fýla t.d., vá hvað þessar litlu 3ja ára *gelgjur* geta orðið brjálæðislega fúlar.  Ida hún rýkur inn í herbergi og argar á leiðinni; "DUMME mor" og svo rífst hún og skammast.  Argar og gargar ef hún fær ekki að fara í BUXURNAR sem hún vill fara í...skítt með að þær séu ALLTOF stórar eða ALLTOF litlar *JEG VIL!!!".  hehe...gaman að þessu.  

Annars er lítið að frétta.  Jóhannes og Ida eru heima með mér í dag.  Svo þau ætla að leika og ég ætla að læra.  Þarf að undirbúa framsögn fyrir morgundaginn.  Oooohhh, hvað ég nenni þessu ekki...en ég veit, ég er það sem ég hugsa...svo ég verð að breyta hugsuninni og hugsa; "Ég nenni þessu mjög vel, mig langar að lesa þetta og þetta er SKEMMTILEGT!!!".  Á bara erfitt með það...

Í gær sat ég í bíl með einum vini mínum frá fundinum og út á kaffihús.  Hann sá bílastæði þar sem þurfti að bakka inn milli tveggja bíla (svona fyrir framan annan og aftan hinn).  Úff, ég er ekki góð í svona "parkeringu"... Vinur minn sagði; "Bakka, ég er MJÖG góður í því".  Svo bakkaði hann inn í bílastæðið og ekkert mál.  Eins og hann hefði adrei gert annað!  Þá segir hann; "Vá, ég hef aldrei verið góður í að bakka, ég sagði þetta bara."!!  Svo ég sagði við hann; "Já, eins og var sagt á fundinum í kvöld, þú ert það sem þú hugsar."!!  Snilld. 


Frábær dagur/kvöld

Fór til Köben í dag og hitti Hrafnhildi á kaffihúsi, eins og ég skrifaði í gær.  Alveg yndislegt.  Svo röltum við okkur í Jónshús.  Þar voru fagnaðarfundir HeartYndislegt að hitta bæði gamla vini og svo nýtt fólk líka.  Stórkostlegt.

Skruppum á kaffihús aftur eftir fundinn.  Bara æði.

Svo þurfti ég að bíða í 17 mín eftir lestinni...sem er á 20 mín fresti...!!!  En það var allt í lagi.  Var að skríða heim og ætla í bælið.  Kl að verða 24...of seint fyrir gamlar konur LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband