Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2008 | 21:04
Kannski ég bloggi smá...
...hef samt ekkert að segja...
Var að vinna í dag. Stelpurnar í vinnunni fengu þvílíku lofræðuna um mig og minn elskulega eiginmann... Það var ein kona okkur nákomin sem hélt heljarinnar lestur um okkur...og þóttust stelpurnar fá ofbirtu í augun þegar ég birtist... En það er nú voða gaman að vita að þessi tiltekna kona er svona yfir sig stolt af okkur og ánægð með það sem við erum að bralla í lífinu. Mér þykir vænt um það.
Hérna heima voru allir þreyttir...og erum við hjónakorn þreytt enn... Strákarnir náðu að slappa vel af yfir Disneyshowinu á DR1 og ætluðu aldrei að ná sér niður áðan...búnir að vera í grátleik inni í rúmi (þið vitið...svona æsings-leik sem er ROSA skemmtilegur...þangað til allt í einu þegar einhver meiðir sig og fer að gráta). Það endaði með að Jóhannes grét...en núna held ég að þeir séu sofnaðir...amk. þagnaðir...og þó...heyrist ég heyra hvísl...
Einar er loks búinn að loka húsinu alveg. Náði að loka þakkantinum og kitta í gluggana, svo nú ætti að hætta að leka. Það hefur ekki viðrað til útivinnu...þið vitið...lognið alltaf á fleygiferð...en hann lét sig hafa það í dag og vatt sér upp á þak. Þessi elska. Jiiii, hvað mér finnst hann duglegur. Ég er sko líka að rifna úr stolti yfir honum!!!
Þess vegna ætla ég núna að hætta að blogga og fara og leggjast í arm...og glápa á imbann með honum
Lov jú gæs!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2008 | 12:50
Hellú!
Ekki tókst okkur það sem við ætluðum...við ætluðum sko að vakna snemma og ræsa drengina...venja þá við fyrir morgundaginn, því þá hringir klukkan 6.50 og ENGIN MISKUNN!!!
Skvísan stóð sig betur en við hin, fór á fætur 7.15, fékk sér morgunmat og á sundæfingu...eða ætlaði sér þangað. Kom að læstum dyrum...júbb, sundlaugin lokuð þar sem það er heitavatnslaust á Skaganum. Jamm, við ekki að kveikja á perunum...
En hún stóð sig vel, stelpuskottan.
Veit ekki alveg hvenær Einar fór á fætur...en ekki of snemma...hann kom svo inn og kveikti ljósið og sagði að við YRÐUM að vekja strákana NÚNA!! Jóhannes, sem var upp í hjá okkur, sagði með mjórri, skipandi röddu; "Viltu SLÖKKVA ljósið!"!!!!
Jón Ingvi morgunhrafn er farinn að sofa út...og var sem sagt steinsofandi þarna kl. 9.30! En hann var fljótur að vakna. Skreið svo inn til okkar og undir sæng. Fékk að horfa á 5 þætti af "Jul i Valhal" meðan ég fór að versla.
Ætlaði að kaupa "æbleskiver", þær fengust sko í Krónunni í fyrra...en ekki til. Þannig að ég ætla að hætta að bloggast núna og standa við gefið loforð...og fara og baka GRÆNAR vöfflur!!!
Svo er vinna á eftir...og á morgun...og svo helgarfrí!!!
Ást og friður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 21:21
Hjálpum þeim...og fleira
Ég var að leita að myndbandinu "Hjálpum þeim" á netinu, fann útgáfu frá 2005 á YouTube...en langar geðveikt að sjá þessa upprunalegu. Man óljóst eftir henni, og mér finnst 1985-útgáfan vera THE útgáfa...að öllum ólöstuðum!
Haldið þið að sú útgáfa finnist á netinu einhversstaðar????
---
Jæja, þá er Cille farin Við náðum að fara með hana í sund, leyfa henni að upplifa að fara í sund úti í frosti! Henni fannst það frekar sérstakt, og naut þess í botn. Reyndar var planið að fara með hana einhvern seinnipartinn, í myrkri líka, en það náðist ekki. Viðraði ekki til sundferða þá daga sem ég hefði komist með þeim.
Nú er hún nýbúin að hringja, lent í Köben og komin í öruggan faðm foreldranna. Nokkrir mánuðir í að við hittum þessa yndislegu stelpu aftur.
---
Er svona að spá hvort ég eigi að æsa mig yfir fíflunum í umferðinni...jú, ég ætla að láta það vaða...ótrúlegt hvað fólki liggur lífið á. Upplifði tvisvar framúrakstur í dag sem mér þótti ansi hæpinn...og alveg magnað hvað fólk (umferðafíflin) hugsar ÉG, það er ekki mikil VIÐ-hugsun í gangi. Neibb, ÉG er að flýta mér...skítt með hvort ég stúta nokkrum á leiðinni!
AAAARRRGGGGGGGGGG!!!!!!!!!!!
---
En núna ætla ég, í einskærri gleði og hamingju, að lokka minn heittelskaða í kúr fyrir framan imbann!!
Sendi kærleikshugsanir til ykkar allra sem fylgist með bullinu í mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2008 | 23:54
Alveg að verða of sein...
...til að blogga á 1. degi ársins!!
Það má ekki gerast!
Annars hef ég ekkert að segja. Átti gott gamlárskvöld í vinnunni. Mjög huggó, en samt buzy líka!
Þegar ég kom heim voru Einar og krakkarnir að spila Matador. Börnin voru að vonum, vonsvikin með veðrið í gær...rokið fór óvenju hratt yfir...svo þau fóru ekki út að skjóta.
Við fórum hins vegar áðan og skutum upp slatta. Geymum restina fram á þrettándann!!
Höfum aldrei eytt eins miklu í rakettur...keyptum fjölskyldupakka...og smá auka stjörnuljós...kostaði um 8000 krónur!! Sumum þykir þetta eflaust lítið...en mér finnst þetta meira en nóg!
Jæja, held ég hætti núna svo ég nái að vista fyrir miðnætti!!!
Knús&kærleikur á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.12.2007 | 13:48
Gamlársdagur 2007
Fyrir ári síðan rifjaði ég upp, hérna á blogginu, það helsta sem á daga okkar hafði drifið árið 2006. Er að hugsa um að gera slíkt hið sama núna.
Janúar fór rólega af stað. En 18. janúar fögnuðum við 60 ára afmæli tengdamúttunnar minnar. Og var þessi mynd af börnunum okkar tekin við það tækifæri.
Í lok janúar var smá stress í gangi hjá mér, en þeim mánuði lauk með 3ja daga prófi að hætti Sygeplejeskolen í Hillerød, nema prófið fór fram á deild 32A á Landspítalanum. 2ja daga verklegt próf sem lauk með munnlegu prófi 3. daginn. Þeim sem þekkja mig kemur eflaust ekki á óvart að ég var listarlaus og með ógleði þessa daga...
Þetta voru líka dagarnir sem ég formlega féll, og við tók 3ja mánaða sykurfyllerí...
En prófið, ég stóð það sem stæl!! Og var mjög lukkuleg, því það þýddi að ég myndi geta farið að skrifa lokaritgerðina mína!!
Febrúar
Febrúar byrjaði ég á því að smella mér í aðgerð á hné...og ætla Jónu vegna ekki að setja neinar myndir af því hérna inn... Hluti af liðþófanum í hnénu var tekinn og hefur það gert gott. Ég er oftast verkjalaus í hnénu, þó ég sjái ekki fram á að komast aftur á hnén nema hafa púða undir...!!
Um miðjan febrúar lögðum við Jóhannes upp í langferð, fórum í 4 vikna dvöl til Danmerkur. Ég átti eftir síðasta kúrsinn í náminu, áður en ég gæti byrjað að skrifa. V
Þessar 4 vikur vorum við í góðu yfirlæti hjá Tinnu, Kim og börnum í Græsted. Vinur okkar sem hafði lofað mér að hann myndi hjálpa mér að passa Jóhannes, sveik mig á síðustu stundu - þegar við vorum komin út. Þá voru góð ráð dýr...en leikskólinn sem strákarnir voru á meðan við bjuggum úti, opnaði dyrnar og bauð Jóhannes velkominn til sín. Endurgjaldslaust og með bros á vör!
Við áttum yndislegar 4 vikur í Græsted og var erfitt að segja bless að þeim loknum.
Reyndar voru líka erfiðar stundir, Jóhannes veiktist, fékk hitakrampa og þurfti tvisvar að kalla eftir aðstoð. Fyrst voru það Falck-sjúkraflutningamenn sem mættu, og létu mér eftir eina túpu af vöðvaslakandi til að eiga ef þetta gerðist aftur. Nóttina eftir var það vaktlæknirinn sem kom og kíkti á ungann, en þá var hitinn kominn í 40.7 og á leið hærra upp... Lungnabólga reyndist vera sökudólgurinn og fyrsti pensilín skammturinn sló á pöddurnar og var drengurinn hitalaus morguninn eftir!!!
Jóhannes og Ida áttu góðar 4 vikur saman og styrktu enn böndin sem á milli þeirra eru.
Mars
Við vorum í Danmörku fram í miðjan mars. Jón Ingvi kom út til okkar síðustu vikuna og eyddi mestum tíma hjá Camillu vinkonu sinni.
Jón Ingvi hafði saknað Danmerkur þessa mánuði á Íslandi og langað aftur "heim" en komst að því þarna að hann átti ekki lengur heima í Danmörku, hann náði að sakna Íslands og skólans og hlakkaði til að koma heim aftur. Þessi vika breytti miklu og gerði honum gott. Þó hann langi enn til Danmerkur en núna er það til að heimsækja Camillu, ekki til að flytja...eða reyndar myndi hann vilja flytja aftur...var að spyrja hann...!!
Apríl
Apríl fór að mestu í ritgerðarsmíð, sem gekk fremur hægt lengi framan að. Miklar diskutioner...minna um skrif.
Svo komu páskarnir...og þá tókst mér, á 2. í páskum, að komast aftur í sykurfráhald og er enn þar. Hafði legið í sykri LENGI og leið illa á líkama og sál...
Á sumardaginn fyrsta keyrðum við austur í Úthlíð, þar sem tengdamútta var í bústað. Ólöf Ósk fór með henni austur daginn áður og þegar við mættum var hádegismaturinn tilbúinn. Mikið borðað...og mikið huggulegur dagur. Í YNDISLEGU veðri. Við keyrðum Þingvallaleiðina austur og vorum gersamlega orðlaus yfir fegurð Íslands! Váááá!!!
Maí
Maí var viðburðaríkur hjá okkur.
14. maí var byrjað að grafa fyrir húsinu okkar!!! Mikil spenna var búin að vera kringum þetta verkefni, og ríkir vissulega enn. Einar sýnir enn og aftur hvað hann kann, og hvað hann er fljótur að læra, en hann á að langmestu leiti heiðurinn af húsinu okkar!
Um miðjan maí fengum við líka heimsókn, en þá kom Annemarie til okkar í viku. Annemarie og ég skrifðum saman lokaverkefnið okkar. Og var þessi vika notuð í það verkefni...með viðkomu á Þingvöllum og Geysi og svo í Bláa Lóninu á leiðinni út á flugvöll!
Heimsóknum var ekki lokið því við fengum líka yndislega vini í heimsókn í lok maí, Dave og Polly. Þeim kynntumst við í Danmörku vorið 2004, en þá voru þau þar að tala á ráðstefnu sem við sóttum. Þau voru í sömu erindagerðum hér, og fengum við þau heim í mat. Yndislegt fólk þarna á ferð.
Júní
Í byrjun júní var komið að því að skila lokaverkefninu. Það var góð æfing í vanmætti...því ég gat ekki sjálf skilað verkefninu en varð að stóla á Annemarie í því efni. Það kom svo í ljós að það var gott ég vissi ekki fyrr en eftir á hvað gekk á í Danmörku... Þegar Annemarie ætlaði að fara að prenta út síðustu síðurnar klikkaði allt sem klikkað gat. Prentarinn vildi ekki...svo tætti hann pappírinn...blekið kláraðist og til að bæta gráu ofan á svart...þegar hún loks komst af stað var allsstaðar vegavinna...eins og gjarnan í Danmörku á vorin, sumrin og haustin... En hún hringdi í skólann og það var ok að hún kæmi aðeins of seint...bara ef hún kæmi í heilu lagi!! Úff, gott ég vissi þetta ekki fyrr en eftir á!!!
Næstu vikur fóru í undirbúning fyrir vörnina... Og ekki má gleyma brúðkaupi Ragnhildar frænku og Ingu, 16. júní. Yndislegur dagur sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í. Fallegar konur sem þar játuðust hvor annari, þær ljómuðu "om kamp med solen".
Svo kom að því að við fórum til Danmerkur, hele familien! Heimsóttum vini og áttum góðar stundir.
Og stóri dagurinn!! Útskriftin!!! Ég orðin hjúkka!! Hefði sjálf aldrei trúað því...og geri stundum ekki enn...!!
Heim fórum við 29. júní.
Júlí
Og 2. júlí byrjaði alvara lífsins og ég byrjaði að vinna!!! Skíthrædd og fannst ég ekkert kunna...dauðskelkuð þegar einhver kom og spurði MIG um eitthvað...ég var vön að vera nemi og vera sú sem spurði...
En júlí var líka viðburðaríkur. María sys. og fj. komu við á leiðinni heim frá úgglöndum. Við fengum gesti frá Danmörku, Sindri, Jóna og börn komu. Og svo komu Hjálmar, Janne og börn líka. Algerlega frábært að hitta þau öll.
Einar fór áleiðis á Hvannadalshnjúk, en þeir komust að Hnjúknum en urðu þá að snúa við vegna veðurs og lélegs færis.
Platan var steypt 17. júlí!
Og sama dag fórum við í hestaferð með tengdó og Valtý (bróðir Einars) og fjölskyldu. Jólagjöfin frá tengdó. Frábær dagur og vorum við; ég, Ólöf Ósk og Sigga Bára (tengdó) farnar að leggja á ráðin um hrossakaup... Það væri æði, en kostar víst of mikið bæði fjárhagslega og tímalega séð til að það sé raunverulegt eins og málin standa í dag... En hver veit?!!!
Júlímánuði lauk með að Bára, stóra stelpan okkar, varð 16 ára!!!
Ágúst
1. ágúst var annað afmæli hjá okkur. Jón Ingvi varð 7 ára.
Ekki nóg með það heldur fengum við lítinn frænda, en Lilja systir eignaðist enn einn drenginn, sem fékk nafnið Ýmir.
Við ferðuðumst líka innanlands í sumar, en við lögðum land undir fót...eða við keyrðum austur á Norðfjörð. Með viðkomu í bústaðnum hjá Jónu í Eyjafirðinum. Svo eyddum við Verslunarmannahelginni á Neistaflugi og í faðmi stórfjölskyldunnar á Ormsstöðum. Alveg yndisleg helgi í alla staði þar sem við hittum marga. Jóni Ingva blöskraði á tímabili og spurði mig hvort ég þekkti
virkilega ALLA þarna!!!
Jóhannes, litli molinn okkar sem stækar óðum, átti svo afmæli 16. ágúst og varð 4ra ára!!!
September
Í september ber hæst þegar við fórum norður til Akureyrar, í dagsferð, til að vera með fjölskyldunni þegar Ýmir var skírður. Áttum þar yndislegan dag í faðmi fjölskyldunnar.
Hinn stórviðburður septembermánaðar var án efa REISUGILLIÐ. Reyndar varð ekkert úr neinu gilli...en það var flaggað og við hjónakornin fögnuðum saman!!!
Það var stór áfangi sem náðist þar.
Október
Í október gerðust ekki neinir stórir hlutir. Reyndar skelltum við okkur í helgarferð til Reykjavíkur, dvöldum á hóteli og alles! Mikið notaleg helgi hjá okkur og börnin í góðu yfirlæti hérna heima, með ömmu sína hjá sér (tengdóið mitt).
Í lok mánaðarins kom elsku mamma mín og var hjá okkur yfir helgi. Sömu helgi héldum við upp á 12 ára afmæli heimasætunnar!!
Hreint ótrúlegt að stelpuskottið sé 12 ára!!!
Nóvember
Í nóvember var lítið að gerast...þannig...aldrei svo sem lognmolla kringum okkur... En samt. Lífið gekk sinn vanagang, vinna, húsbygging, börn og svo huggó stundir í tíma og ótíma.
Desember
Við kláruðum að búa til jólagjafir handa fjölskyldunni. Allir afa og ömmur fengu dagatal, sem höfðu verið í vinnslu frá því í febrúar, enda margir afar og margar ömmur hjá okkur.
Ég prjónaði og pjónaði síðustu mánuði fyrir jól...og náði að klára það sem ég ætlaði mér. Fengu börnin ýmist sokkar, vettlinga eða grifflur, og reyndar einn fékk buxur...grænar íþróttaálfsbuxur eins og ég saumaði á Jóhannes.
Þá er þeim leyndarmálum uppljóstrað ;)
Við bökuðum slatta og mikið af því er uppetið...
Jólin komu og voru hátíðleg. Cille kom á 2. í jólum og er hér enn. Verður í tvær nætur í viðbót en þá flýgur hún aftur til Danmerkur.
---
Þetta er árið okkar í stórum dráttum...mörg atriði sem týnast í svona upptalningu. En þau eru öll, samt sem áður, vel geymd í minningunni og eru tekin fram á ólíklegustu stundum.
Elskurnar mínar allar, mig langar að þakka ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða. Bæði hér á blogginu og utan þess.
Megi Gamlárskvöldið vera gott hjá ykkur öllum.
Kærleikur til ykkar allra og með tilhlökkun til að eiga með ykkur enn eitt árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.12.2007 | 12:21
Afmælisbarn...
...gærdagsins sko. Ég mundi eftir afmælinu en hreinlega gleymdi að blogga um það...ekki í fyrsta sinn sem ég klikka...enda mannleg að eðlisfari
Afmælisbarn gærdagsins er systursonur minn, spékoppurinn sæti, hann Arnar Daði. Molinn sá er 4ra ára!! 4ra ára flottur strákur.
Því miður viðraði ekki til ferðalaga í gær, svo við fórum ekki í afmælið til hans á Selfoss. En vonandi sjáum við samt molann fljótlega.
Elsku Arnar Daði. Ég vona að þú hafir átt alveg svakalega skemmtilegan dag í gær og fengið fullt af skemmtilegum pökkum. Megi Guð og gæfan fyglja þér um ókomna tíð, elsku frændi.
(Myndinni er stolið...vona að syssa fyrirgefi mér)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2007 | 22:54
Lognið...
Ég er alin upp á Norðfirði, "þar sem lognið hlær svo dátt". Hef reyndar aldrei alveg skilið þessa setningu...
En það var heldur alls ekki það sem ég ætlaði mér að segja. Mig langaði meira að skrifa um lognið sem fer hér hamförum í nótt. Komst nefninlega að því fljótlega eftir að ég flutti á Skagann, fyrir rúmu ári...eða bráðum einu og hálfu ári síðan, að hér er ALDREI rok! Öfugt við það sem ég hafði alltaf haldið og heyrt. En nei, mér var fjótlega gert grein fyrir því að hér er aldrei rok...heldur fer lognið bara misjafnlega hratt yfir.
Og lognið fer sannarlega hratt yfir í kvöld. Endurvinnslutunnan er komin inn í gang...var farin að skrölta við útidyrnar seinnipartinn, svo ég kippti henni inn. Tek fram að ég kippi ekki hinum (skítugu ruslatunnunum) inn í gang!!! Það væri ógeð...fullt af allskonar pöddum...svona "baktussum" sem mér er meinilla við!!
--
Þeir sem lásu athugasemdir frá systrum mínum hér að neðan sáu að rafmagnið fór hjá þeim í dag. Í gamla daga, þegar ég var ung, þá fór rafmagnið oft. Stundum var sagt að það eina sem ræki RARIK-karlana ("amalausutallana", eins og Aðalsteinn bró kallaði þá (= "rafmagnslausukallana")) af stað til að koma rafmagninu á sveita, var að vatnsbrunnur bæjarbúa var tengdur við rafmagn sveitarinnar...sel það ekki dýrar en ég keypti það.
En amk þá fór rafmagnið oft í vetrarveðrunum...eða amk er það þannig í minningunni. Jón Þór stóð þá í streði með að mjólka og mamma eldaði á gasprímus. Í eldhúsinu héngu 2 gamaldags olíulampar og á þeim var kveikt þegar rafmagnið fór. Og svo las mamma fyrir okkur upp úr Íslenskum Þjóðsögum. Jiii, þetta var svo huggó.
---
Þetta var bara smá nostalgíukast hjá mér.
Er búin að hafa það notó í kvöld. Hef legið uppi í rúmi, við hliðina á mínum heittelskaða og borðað osta og prjónað og horft á alveg hreint ágætis bíómynd. Mjög notalegt næstsíðasta kvöld ársins. Síðasta kvöld ársins fer ekki í notalegheit með familíunni, amk ekki í þetta skiptið.
Held ég skríði upp í aftur og klári að prjóna það sem ég er með á prjónunum núna..."skauta" handa Jóhannesi...eins og hann kallar það. Mynd kannski á morgun ;) á eftir að þæfa þá til að þeir passi á drenginn.
Until next time; Megi mátturinn vera með ykkur öllum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2007 | 14:33
Söknuður
Stundum finnst mér mjög erfitt að vera 700 km burtu frá æskustöðvunum, burtu frá þeim sem ég ólst upp með og á svo margar góðar minningar um og með.
Átti bara töluvert erfitt þegar ég talaði við mömmu áðan. Sakna hennar og Jóns Þórs mikið svo og systkinanna minna sem búa fyrir austan mikið.
Áður fyrr voru engin jól nema vera með þeim. Í dag eigum við yndisleg jól, okkar eigin jól heima hjá okkur.
En svo koma dagarnir milli jóla og nýárs... Mikið sakna ég ykkar, elskurnar mínar. Fékk svo stóran kökk í hálsinn áðan þegar ég heyrði í þér, mamma, að ég gat varla talað. Tárin renna þegar ég skrifa þetta.
Það er sárt að sakna.
Hlakka til að sjá ykkur um páskana!!!
Vona að þið eigið yndislegan dag saman, í dag. Er sannarlega hjá ykkur í huganum. Elska ykkur öll svo undur mikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.12.2007 | 21:27
Hæ aftur!
Fórum í mat til tengdamúttu áðan. Ég og Jóhannes fórum að hitta Einar á bílastæðinu við göngin þegar hann var búinn að vinna. Þaðan lá leiðin í Hafnarfjörðinn, með smá viðkomu í Smáralindinni þar sem við tókum stelpuskottin upp í.
Svo var matur og huggulegheit hjá tengdó.
Nú erum við hjónakornin þreytt...og ég ætla að koma drengjunum í bælið svo ég geti lagst upp í rúm...!
Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur öllum í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2007 | 15:25
Í dag...
...er ég búin að afreka þetta:
- sofa til 10.31...ég sko rumskaði þegar minn heittelskaði kyssti mig bless þegar hann fór í vinnu. Svo svaf ég í einum dúr, án þess að rumska þangað til drengirnir komu út úr herberginu sínu...þá voru þeir búnir að horfa á "Julemorgenhår" (barnatímann á DR1) síðan kl. 9.
- Senda brúðkaupsafmælisparinu sms, sem eru María systir og Hebbi.
- koma börnunum í strætó...Jón Ingvi var yfir sig spenntur yfir að vera að fara í strætó og í bíó. Frábært framtak hjá tengdamúttunni minni yndislegu.
- standa á kaffihúsinu í tæpan klukkutíma, drekka tvöfaldan latte og spjalla við Maríu (kaffihúsameistara Skagamanna...og takið eftir ég segi EKKI "... okkar Skagamanna" því ég er ekki og verð ALDREI Skagamaður!!! Ég ER og VERÐ NORÐFIRÐINGUR!!!).
- hringja í afmælisbarn dagsins og bjóða henni í afmæliskaffibolla, þar sem hún á leið á Skagann...og á von á henni á hverri stundu...kaffið klárt í könnunni...eða sko bíður bara eftir að kveikt verði á könnunni...mjólkin klár til hitunar á eldavélinni... Og já, það er sem sagt Erla systir sem er afmælisbarn dagsins!
Til hamingju með afmælið, elsku besta sys.
---
Nú eru liðnir 2 tímar eða svo síðan þetta að ofan var skrifað...Erla kom akkúrat þegar ég skrifaði afmæliskveðjuna til hennar.
Svo nú segi ég líka; Elsku Erla, takk fyrir komuna og spjallið. Það var yndislegt að eiga stund með þér. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.
---
Svona hefur dagurinn verið hjá mér fram til þessa. Svo á pottþétt eftir að gerast eitthvað skemmtilegt hjá okkur í dag.
Ætla að halda áfram að njóta dagsins með Jóhannesi mömmumola. Svo bætast fleiri molar í hópinn á eftir.
Njótið lífsins - það ætla ég amk að gera. Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar