Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Daginn í dag...

Já, dagurinn í dag. Góður en þó líka sársaukafullur.

Ég hef undanfarið fundið fyrir vaxandi löngun til að reyna að hlaupa. Þjálfa upp hnéð og komast upp í 5 km aftur, eins og ég var í áður en liðþófinn rifnaði þarna um árið. Svo í morgun var sól og glimrandi hlaupaveður, og ég fór af stað.
Jóhannes er nýbúinn að læra að hjóla og fór með mér. Ekki vildi betur til en svo að hann ákvað að taka beygju og hjólaði á mig...við hrundum bæði illilega í götuna. Ég á hnéð - heila hnéð. Ég þoli illa högg á hnén og var gersamlega að líða út af. Sá svart og var við það að líða yfir mig. En varð að koma mér heim, þar sem ég var ekki með símann og gat ekki hringt í minn heittelskaða. Þetta hafðist allt, en ég er með bólgið hné...og það blæddi meira að segja úr mér þegar heim kom...svo ég er plástruð líka...híhí...
Jóhannes hins vegar slapp með skrekkinn, sem betur fer. Þetta var frekar óheppilegt og við vorum að sjálfsögðu með fullt af áhorfendum...en ég lifði það líka vel af.

Hinn sársaukinn í dag var að fylgja Cille á flugvöllinn. Mig verkjaði virkilega í Heart mitt. Ég er ekki góð í að kveðja, sérstaklega ekki dönsku vinina því einhvernveginn veit ég aldrei hvenær ég sé þá aftur. Á sérstaklega erfitt með að kveðja Cille og svo Tinnu vinkonu. Þær eru mér afar kærar og ég vil alllllls ekki missa sambandið við þær. 

En svona er lífið. Við tókum þessa ákvörðun að flytja heim þarna um árið, og nú eru að verða komin 3 ár síðan við fluttum heim. Tíminn flýgur. 

Jamm. Þetta var páskadagurinn minn 2009!

Að lokum eitt hamingju spor:

"Líttu á hamingjuna sem eins konar andlega garðyrkju."

(Úr bókinni "Þúsund hamingju spor")


Konur yfir fertugu - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld... :)

Eftir því sem ég eldist, kann ég betur að meta konur yfir fertugu og hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

Kona yfir fertugu mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?"

Henni gæti ekki verið meira sama.

Ef kona yfir fertugu vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.

Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.

Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti  þína fyrir þeim.

Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.

Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugu af mörgum ástæðum.

Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greinda konu yfir fertugu, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst
afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.

Hvers vegna?

Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!


Andy Rooney

Fermingarundirbúningur á fullu!

Hér er listinn yfir það sem ég og aðrir bökum fyrir ferminguna. Ansi langt komið, finnst mér, af því sem ég sjálf baka :)   ...svo er bara að vona að þetta sé nóg...alltaf sami hausverkurinn það...Wink

 

(Talan fyrir aftan er áætlaðir skammtar af hverri tegund miðað við magn).

 

Ég þarf vart að taka fram að það sem er yfirstrikað er ég búin að baka..

 

sætir réttir:

3 x geggjaðar tertur30

2 x kanilterta20

3 x marens með karamellu – 30

3 x áströlsk bomba + sósa – 30

2 x sparigrís20: ER að baka þessar í skrifuðum orðum

3 x kaloríusprengja - 30

2 x Mjúkur marens m/rjóma + ávöxtum (2 tvöfaldir) – 40

4 x frönsk súkkulaðikaka m/rjóma (Valdís)– 40

3 x brún með hvítu (SBE) - 30

2 x sykurl. súkkul.kökur - 20

1 x sykurl. marens - 10

Marsipanterta (Inga) - 30

Peruterta (Sólrún) - 20

Pönnukökur (150) – (Aðalsteinn) – 50 

Kleinur (Védís) -

Kókoskúlur – tvöföld uppskrift

Rice Crispies kransakaka - (María)

Kransaterta

 

 

Ósætir réttir

Mexíkönsk brauðterta x 2  - 20

2 x Bragðsterkur ofnréttur – tvöföld – 60

Ofnréttur (Þuríður) – tvöföld  - 60

Flatbrauð m/hangikjöti (30 kökur=120)  - 120

3 x stór smurbrauðsterta – Sigga Bára – 120

Ostar og kex

 


Minn heittelskaði...

Einar Ben...yndislegi, eiginmaður er maður dagsins í dag :)

Þessi elska er fertugur í dag. Og sannarlega fær í flestan sjó. Hann fagnaði afmælinu með að sofa eftir næturvakt, setja upp tvo veggi og fékk svo uppáhaldspastaréttinn sinn í kvöldmat og skúffuköku í desert í hálfleik (Man.Utd. vs. eitthvað annað fótboltalið...). 

Mikið finnst mér ég lánsöm að fá að eldast með þessum yndislega manni. Ég er á því að engin kona geti verið lukkulegri en ég...enginn vafi í mínum huga að engin getur verið betur gift en égInLove


Einar í framboð!

Einar BenBloggsíðu Einars er að finna HÉR

 


Það kom að því!!

Minn heittelskaði er kominn í framboð!! Jamm, ekkert minna en það.  

Hann hefur verið að verða æ pólitískari með hverju árinu, sérstaklega eftir að við fluttum heim frá Danmörku sumarið 2006. Svo hávær hefur hann stundum verið að ég hef sagt við, kannski meira í gríni en alvöru; "Afhverju ferðu bara ekki í framboð?!"

Í fyrrakvöld kom hann heim úr stuttri borgarferð, það var seint liðið á kvöld og ég sofnuð...var sko að fara að vinna í gær, laaaaangan vinnudag.

Þessi elska kom inn og vakti mig og sagði; "Hvernig litist þér á að vera gift frambjóðanda?"

Ég svaraði, eflaust mjög svefnþrunginni röddu; "Vel - ef það ert þú".

Jú, það var hann...svo sofnaði ég...held ég...Sleeping

Svo brunaði ég af stað í vinnuna við fyrsta hanagal, og var að detta inn í Mosó þegar ég mundi eftir þessu stutta samtali okkar um nóttina...seint um kvöldið...what ever...

Ég hringdi í hann og spurði; "Fyrir hvaða flokk??!!!" Ég þóttist nú reyndar vita svarið...en maður verður að vera viss!

Samfylkingin er það. Einar sem sagt býður sig fram í 3.-6. sæti í NV kjördæmi. Þarf ég að taka það fram að ég er núna gengin í Samfylkinguna?!!!

Í dag sendi hann mér til yfirlestrar, fréttatilkynningu. Ég las hana í flýti...eins miklum flýti og ég gat, því ég var svooooo stolt af honum, að ég var með kökk í hálsinum og tár í augnkrókunum. 

ebenHetjan mín InLove

Svo í dag brunaði hann af stað, framboðsfundir í kjördæminu!! 

Ég hlakka sannarlega til að taka á móti honum með koss þegar hann kemur heim. 


Jæja...

...verð nú að skrifa smá!

Ég fór í vinnuna í fyrradag og það var svoooo gott að koma aftur. Yndislegt að komast í gang þó mér þyki nú alltaf erfitt að vakna kl. 6:eitthvað...!!

Eftir vinnu var ég nú orðið töluvert þreytt, en fór að hitta vinkonur mínar, hittingur sem var ákveðinn fyrir einhverju síðan. Það var ljúft. Eftir þann hitting skrapp í aðeins í saumó hjá frænku Einars, alltaf gaman í þeim klúbbi, mikið hlegið.

Svo fór ég tiltölulega snemma heim til tengdó að sofa. Og svaf eins og rotaður selur þar til klukkan hringdi kl 7!! 

Vinna í gær og svo heim, ég var þreytt!! Og heppna ég, minn heittelskaði var heima í morgun - hafði skipt við vinnufélaga svo hann fer á kvöldvaktina í staðinn - og því fékk ég að sofa út í morgun. Rankaði ekki við mér fyrr en um kl 9 þegar hann kom inn að ná sér í sokka!

Núna sit ég hér og er svona að spá hvað ég eigi að gera. Það væri líklega nokkuð skynsamlegt að bursta tennur, klæða mig og jafnvel fá mér morgunmat og kaffi...eða hvað finnst þér?!!!Tounge

Vitiði, ég ákvað að vera skynsöm og vinna bara 2 daga af 4 í þessari viku...ætlaði að vinna 3 af 4 en svo tók skynsemin völdin! Svo byrja ég bara á fullu í næstu viku enda rennur veikindafríið út á mánudag...Wink

Núna er ég svööööööng! Held ég verrrrrrði að eta eitthvað. Njótið dagsins, yndislegur og blautur föstudagur framundan hér på Skagen!!
Og yndisleg helgi framundan, fáum góða gesti annað kvöld og svo þarf ég nú eiginlega að lesa smá heima...varðandi Calgary fjölskylduhjúkrun, sem á að fara að innleiða hjá okkur...spennó.

Smútzzzí...Kissing

"Flest bros kvikna út frá öðrum. Byrja þú!"

- úr bókinni "Bros"


Vinna, á morgun!

Jæja, síðasti dagur í veikindafríi hjá mér, Einar byrjaði að vinna í gær. Ég er reyndar spennt að sjá hvort ég meiki 3 daga í röð í vinnunni...annars tek ég þá bara 2...! Ég þreytist enn voða fljótt, en kannski ég harðni við að byrja að vinna Wink

Ég hlakka líka til að fara að vinna, verður gott að komast í rútínu aftur, þó mér þyki alltaf frekar erfitt að rífa mig upp á rass...... fyrir allar aldir og æða út í vetrarmorguninn...og þó það sé sumarmorgunn!! Ég held ég verði bara að sætta mig við að ég er morgunsvæf...og bara gera það besta úr þessu þrátt fyrir það. Sem ég reyndar geri. Það er bara erfitt að vakna svo er þetta fínt þegar ég er komin á fætur og búin að bursta tennur og svona. Tala nú ekki um þegar kaffið er komið í bollann!!

Jamm. Ég er þakklát fyrir að hafa heilsu til að vinna og þakklát fyrir að hafa vinnu. Það eru ekki allir svo lánsamir.

Að lokum, í stað molans, ætla ég að deila með ykkur powerpointshowi, munið að kveikja á hljóðinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

15. maí 1999...

...það var dagurinn sem við Einar laumuðumst til fógeta og giftum okkur.

15. maí 2004 var dagurinn sem við fengum blessun kirkjunnar á hjónaband okkar, að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Þann dag söng Jónas, vinur okkar, fyrir Einar til mín, *Just the way you are* og Bryndís, vinkona okkar, söng *Top of the world* fyrir mig til Einars. Yndislegur dagurInLove

 



Engin takmörk...

...fyrir gleðinni í lífinuHeart

Í gær fórum við í borgarferð. Einar fór á fund og á meðan fórum ég og strákarnir að heimsækja okkar kæru vini, Áslaugu, Jónas og börn.  

Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa öðlast þetta yndislega líf sem ég á í dag, fullt af góðum vinum. Dagurinn í gær var yndislegur. Mér finnst fátt betra en sitja í góðra vina hópi með nóg af kaffi og bara spjalla og njóta þess að vera saman.

Ég og Áslaug eigum rosalega mikið sem við getum talað um, við deilum bæði gleði og erfiðleikum, og það er ómetanlegt að eiga þennan fjársjóð sem ég á í Áslaugu. 

--

Eftir yndislegan dag með Áslaugu og fj. fórum við á þorrablót hjá móðursystir Einars. Frábærlega skemmtilegt kvöld í góðum hópi. 

Það eru ekki takmörk fyrir ríkidæmi mínu. Fjölskylda og vinir, sem eru mér endalaus uppskretta gleði og hamingju. Ég get sagt ykkur að mig hefði aldrei grunað að lífið gæti verið svona yndislegt, og að það verður bara betra og ég bara hamingjusamari. Einmitt þegar ég held að lífið geti ekki orðið betra þá bara verður það samt betra og hamingjuríkara.

--

Ég get líka sagt ykkur að ég borðaði yfir mig af sviðum og kartöflumús...náði aldrei að smakka baunasúpuna, sem ég þó elska! En svona er þetta bara. Harðfiskurinn var æði og það var hákarlinn líka. 

Svo var ávaxtakaka að hætti tengdó minnar í desert, með rjóma...slafr...ég var enn södd 4 tímum síðar...við erum að tala um PAKKsödd!!

--

Ég er að íhuga hvort ég eigi að koma mér á lappir...kom fram rétt fyrir kl 11 og fékk mér kaffi og banana en er ekki búin að lufsast í föt enn...

Eigiði ljúfan sunnudag, elskurnar mínar. Og takk fyrir falleg orð við síðustu færsluHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband