Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Mánaðarmót

Það sem mér finnst sennilega minnst skemmtilegt við mánaðarmót - en geri þó alltaf - er að búa til matseðil fyrir mánuðinn, gera innkaupalista og svo það allra minnst skemmtilega; versla! Það þarf yfirleitt tvo innkaupavagna og stundum neyðist ég til að gera þetta ein þegar Einar er að vinna. En í dag þurfti ég ekki að fara ein og það var æði Smile

En þó það sé leiðinlegt að gera matseðilinn þá er það svoooo þægilegt og gott þegar það er búið. Að þurfa ekki að spá meir í það þennan mánuðinn. Krökkunum finnst þetta líka gott, að vita alltaf hvað er í matinn (þó svo að auðvitað geti eitthvað komið upp á og þá orðið breyting). Einari finnst gott að þurfa ekki að spá hvað hann á að hafa í matinn þegar ég er á kvöldvakt, hann kíkir bara á matseðilinn. Snilld alveg. 

Upphaflega var líka málið að við settumst niður og gerðum þetta saman...nú er þetta orðið mitt - fyrir löngu. Hinir koma hugsanlega með eina ósk hver og þá verð ég að klóra mér í skallanum fyrir hina 27-28 dagana...sem betur fer tekst þetta oftast áður en ég er búin að klóra gat á skallann...í annan tíma jaðrar við að ég sé farin að reyta mitt gráa strý LoL

Jamm - þetta var sem sagt matseðils-mánaðarmóta-hárreytingar-blogg. En einn hamingjumoli í lokin:

Gættu þess að enginn verði til þess að bregða fæti fyrir þig, er þú skundar til móts við hamingjuna.
Úr bókinni Þúsund hamingju spor


af morgunsúrum börnum

Jóhannes er glaður og skemmtilegur strákur. Hann talar yfirleitt mikið, spáir helling í hlutina, veit alveg fáránlega mikið um fótbolta og fótboltakalla og getur rætt það endalaust. Hann er einlægur, hann er og hefur alltaf verið mikill gleðigjafi og þessi litli strumpur lýsir upp líf okkar.

EN shit hvað þessi dásamlegi drengur getur verið morgunfúll! Það gerist sem betur fer ekki alla daga... En í dag er einn af þessum dögum sem hann er morgunfúll.

Og þetta er ósköp einfalt; það er ekkert hægt að gera honum til hæfis á svona morgnum Errm 

Þegar Ólöf Ósk var kringum ársgömul þá varð ég að taka meðvitaða ákvörðun um að hætta að vera morgunfúl. Einfaldlega vegna þess að þessi litla stúlka var svo morgunfúl að morgnarnir urðu of erfiðir ef við vorum báðar súrar LoL 

Mín morgunfýla var mest þannig að ef ég fékk að vera í friði þá var allt í lagi en ef þess var krafist af mér að ég hefði samskipti fyrsta hálftímann eða svo, þá gat ég urrað... Þegar ég var orðin mamma þá neyddist ég til að vera í samskiptum strax og ég vaknaði - svo þess vegna varð ég að breyta mér...ekki get ég breytt öðrum Wink

Jón Ingvi er ekki morgunsúr. Jón Ingvi er fámáll og hefur alltaf verið, hugsar því meira. Oftar en ekki vitum við ekkert hvað hann er að hugsa eða hvernig honum líður - annað en systkini hans sem eiga erfitt með að fela allt slíkt. En morgunfúll hefur hann aldrei verið. Jón Ingvi er þessi þögla týpa sem hægt er að treysta á. Hann elskar að vera nálægt fólkinu sínu og er frændrækinn með eindæmum. Algjör gullmoli.


Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband