Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
12.4.2009 | 18:33
Daginn í dag...
Já, dagurinn í dag. Góður en þó líka sársaukafullur.
Ég hef undanfarið fundið fyrir vaxandi löngun til að reyna að hlaupa. Þjálfa upp hnéð og komast upp í 5 km aftur, eins og ég var í áður en liðþófinn rifnaði þarna um árið. Svo í morgun var sól og glimrandi hlaupaveður, og ég fór af stað.
Jóhannes er nýbúinn að læra að hjóla og fór með mér. Ekki vildi betur til en svo að hann ákvað að taka beygju og hjólaði á mig...við hrundum bæði illilega í götuna. Ég á hnéð - heila hnéð. Ég þoli illa högg á hnén og var gersamlega að líða út af. Sá svart og var við það að líða yfir mig. En varð að koma mér heim, þar sem ég var ekki með símann og gat ekki hringt í minn heittelskaða. Þetta hafðist allt, en ég er með bólgið hné...og það blæddi meira að segja úr mér þegar heim kom...svo ég er plástruð líka...híhí...
Jóhannes hins vegar slapp með skrekkinn, sem betur fer. Þetta var frekar óheppilegt og við vorum að sjálfsögðu með fullt af áhorfendum...en ég lifði það líka vel af.
Hinn sársaukinn í dag var að fylgja Cille á flugvöllinn. Mig verkjaði virkilega í mitt. Ég er ekki góð í að kveðja, sérstaklega ekki dönsku vinina því einhvernveginn veit ég aldrei hvenær ég sé þá aftur. Á sérstaklega erfitt með að kveðja Cille og svo Tinnu vinkonu. Þær eru mér afar kærar og ég vil alllllls ekki missa sambandið við þær.
En svona er lífið. Við tókum þessa ákvörðun að flytja heim þarna um árið, og nú eru að verða komin 3 ár síðan við fluttum heim. Tíminn flýgur.
Jamm. Þetta var páskadagurinn minn 2009!
Að lokum eitt hamingju spor:
"Líttu á hamingjuna sem eins konar andlega garðyrkju."
(Úr bókinni "Þúsund hamingju spor")
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2009 | 20:18
Konur yfir fertugu - Andy Rooney í 60 mínútum - tær snilld... :)
Kona yfir fertugu mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?"
Henni gæti ekki verið meira sama.
Ef kona yfir fertugu vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því.
Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.
Konur yfir 40 eru virðulegar í framkomu. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað.
Nema þú eigir það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.
Eldri konur eru örlátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.
Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarft aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim.
Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.
Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur.
Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.
Já, við dásömum konur yfir fertugu af mörgum ástæðum.
Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greinda konu yfir fertugu, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára gengilbeinu. Konur, ég biðst
afsökunar.
Til allra þeirra karla sem segja; "Afhverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt?" þá eru hér nýjar upplýsingar:
Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum.
Hvers vegna?
Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!
Andy Rooney
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar