Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Laugardagur

Í gær var ég eitthvað að hugsa um hvar ég var fyrir ári síðan...og hvað ég var að gera. Fékk smá hroll...þá var rúmur mánuður eftir fram að skiladegi á lokaverkefninu...mikil vinna og nett martröð sumar nætur... Mikið er ég fegin að því lauk farsællega Smile

Í dag er ég búin að vera að pakka. Fór með slatta af kössum upp í hús, með þessu áframhaldi verða bara stóru hlutirnir eftir á laugardaginn!!!  Sem er bara gott mál.  Ég set alla kassana inn í þann hluta sem við ætlum ekki að flytja í strax svo þá er bara hægt að sækja kassana einn í einu (eða tvo eða þrjá...) og gera þetta í rólegheitunum Wink

Jóhannes fékk leikfélaga af leikskólanum í heimsókn í dag og áttu þeir góðan dag. Léku sér vel og lengi og báðir ósáttir þegar yfir lauk...vildu leika lengur þó þeir væru búnir að leika síðan um hádegi og það væri komið fram á kvöld!!  Svo þeir eiga væntanlega eftir að leika saman aftur.

Núna eru þeir bræður að spila Ólsen Ólsen...og Jóhannes með grátstafinn í kverkunum yfir að Jón Ingvi var að vinna hann...þeir eru svo yndislega tapsárir, þessir ormar LoL

Jamm, en núna ætla ég að setja fiskibollurnar á borðið og bjóða familíjunni að gera svo vel.  

Later... 


smá leiðrétting

Amma Bára var tengdaamma mín, sem sagt amma Einars.  Hún var bara aldrei kölluð annað en amma Bára á okkar heimili.

Takk fyrir samúðarkveðjur, elskurnar.

--- 

Hvað er kærleikur?

Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.

Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.

Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.

Kærleikur, er að dæma ekki.

Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.

 


Enn eitt...

...nostalgíukastið hér á bæ!!!

Hver man ekki eftir þessu?!!!!

--

Mig langar að segja ykkur frá því að amma Bára lést s.l. sunnudag, þá 92 ára og einum mánuði betur.

amma Bára

 

Það hefur því verið töluverð sorg hér á bæ þessa vikuna.  Þrátt fyrir að ég hafi hugsað fyrir viku síðan að ég vonaði að þessu færi að ljúka hjá henni, því það stefndi ekki í annað en endalokin, þá hef ég hugsað aftur og aftur þessa viku; "Afhverju þurfti hún endilega að deyja strax?!"

Yndisleg kona farin.  Heimurinn svo miklu fátækari, svo mikill litur farinn, því hún setti sannarlega lit á lífið.

Það hefur verið tómlegt í vinnunni.

En lífið heldur áfram og ekkert er örugg þegar við fæðumst nema einmitt það að við munum deyja!

Amma Bára var tilbúin, og átti yndislega daga með sínum nánustu áður en yfir lauk.  Það eru ekki allir svo lánsamir, og eftir stöndum við og eigum helling af minningum sem ylja, ekki síst minningar frá tveimur síðustu vikunum.  Ómetanlegt og eitthvað sem ég verð alltaf þakklát fyrir.

--

Svo get ég sagt ykkur að það er bara rúm vika í flutning.  Einar er byrjaður að leggja parket, en við ákváðum að kaupa ódýrt plastparket og leggja á bílskúrinn og þann hluta sem við flytjum fyrst inn í.  Svo fórum við í Ikea í fyrradag og keyptum 3 eldhússkápa í bílskúrinn - sem verða svo notaðir í eldhúsinu þegar þar að kemur. Og við keyptum líka skáp og hillu á baðherbergið, og ljós og þess háttar. 

Ég er á fullu að pakka, og það gengur nú bara alveg ágætlega.  Fór með fyrstu kassana upp í hús í gær og fleiri munu fara um helgina!!  Þetta er bara svo gaman.

--

Ekki meir í bili.   


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband